Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Blaðsíða 29
Húsnæði í boði
Gisting í boði
Bjóðum upp á gistingu á besta stað í bænum
og 2 og 3 herbergja íbúðir, fullbúnar húsgögn-
um og uppbúnum rúmum. Internet-tenging
er til staðar. S. 694 4314. www.gista.is
Þjónustuauglýsingar
KOMDU Í ÁSKRIFT
:: hringdu í síma 515 5555 eða
:: sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða
:: farðu inn á www.birtingur.is og komdu í áskrift
á miðvikudegi
hvað heitir lagið?
„Af hverju get ég ekki
verið jafnhamingjusam-
ur og Sigga og Grétar í
Stjórninni?“
Leiklistarhátíðirnar reka hver aðra
um þessar mundir. artFart stóð allan
ágústmánuð með miklum tilþrifum
hingað og þangað um bæinn og nú er
Lókal nýlokið. Þá var einleikjahátíð-
in Actalone (allt upp á ensku auðvit-
að) á Ísafirði eina helgi í ágúst, en hún
var um tíma eina fasta leiklistarhátíð-
in á landinu; þetta mun hafa verið í
sjötta skipti sem hún var haldin. Ég má
reyndar til með að gera athugasemd
við þau orð kollega míns í Fréttablað-
inu, að artFart og Actalone væru báðar
einhvers staðar á mörkum áhuga- og
atvinnumennsku. Um artFart skal ég
ekkert fullyrða (þó að vísu væru þær
fjórar sýningar, sem ég sá þar, settar
upp af skóluðum leikstjórum og að
mestu með atvinnuleikurum), en hvað
Actalone varðar þá er hér heldur djúpt
í árinni tekið. Ég hef setið í stjórn Act-
alone frá upphafi og get borið að allur
þorri sýninganna hefur verið unninn
af atvinnufólki, eða fólki með faglega
menntun, barna- og trúðasýning-
ar jafnt sem aðrar. Áhugamenn hafa
stöku sinnum fengið að koma þarna
fram, aðallega sem hálfgildings uppi-
standarar, en slíkir performansar
hafa aldrei verið hryggjarstykkið
í dagskránni, öðru nær. Þar að
auki hafa erlendir gestir lang-
oftast verið áberandi á Actalone,
víða að komnir (og þeir sannar-
lega engir áhugamenn) og má
um það allt vísa á heimasíðuna,
www.actalone.is. Ég hefði nú
satt að segja frekar átt von á því
að Páli Baldvini þætti það sæta
meiri tíðindum en stopul þátt-
taka áhugamanna í umfangsmikilli,
fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá
hátíðarinnar. En raunar er það svo, að
Fréttablaðið hefur aldrei séð ástæðu til
að senda krítíker sinn á hátíðina, þó að
þeir hafi alla jafna gert henni sæmileg
skil í fréttum.
Lókal hóf göngu sína í fyrra með
glæsibrag: einum þremur eða fjórum
gestaleikjum. En nú eru aðrir tímar og
ekki hægt að hafa jafn mikið umleikis:
aðeins einn erlendur gestur tók þátt í
hátíðinni að þessu sinni, írskur leikari,
Pat nokkur Kinevane, frá leikhúsi sem
nefnir sig Fishamble: The New Play
Company, og hefur verið að gera það
gott síðustu tuttugu ár, samkvæmt leik-
skrá. Annars fór mest fyrir íslenskum
sýningum frá fyrri leikárum: Dauða-
syndirnar, Húmanimal, Þú ert hér og
Utan gátta, voru allar teknar fram og
endursýndar. Þá átti hópur sem nefnir
sig Áhugaleikhús atvinnumanna þrjár
sýningar á hátíðinni, og svo voru þar
þrjár stuttar sýningar sem voru aðeins
sýndar einu sinni og fóru fram hjá þess-
um krítíker. Hvað varðar endursýning-
arnar, þá er það hið besta mál að gefa
áhugaverðum sýningum annað tæki-
færi með þessum hætti; ugglaust voru
margir sem misstu af þeim á sínum
tíma og ekki við því að búast að áhugi
fólks hafi minnkað við Grímuverðlaun
og tilnefningar (gaman að geta loksins
sagt eitthvað jákvætt um Grímuna).
Almennt séð er alltof lítið um að sýn-
ingar fái slíkt framhaldslíf; séu teknar
upp eftir að þær hafa gengið í samfellu
nokkrar vikur eða mánuði og leikhús-
stjórar telja markaðinn þurrmjólkað-
an; á fyrri tíð var slíkt alvanalegt, og
það svo að einstakar uppfærslur gátu
lifað árum saman, jafnvel áratugum.
Sem hafði í för með sér að leikararn-
ir fengu tækifæri til að vinna að sömu
persónusköpun á löngum tíma, leggja
hana til hliðar um sinn og koma aft-
ur að henni síðar, þá, ef vel tókst til,
með nýrri og ferskari sýn, í fágaðri úr-
vinnslu Þannig unnu stórleikarar lið-
inna tíma, prímadonnurnar gömlu;
úr íslenskri leiklistarsögu er Stefanía
Guðmundsdóttir ágætt dæmi, en eftir
að hún og hennar kynslóð gengu um
garða tók margt að breytast. Mér hefur
alltaf boðið í grun að leiklistin sem slík
hafi tapað á því að þannig skyldi fara,
en leikstjórar og senógrafar og ljósa-
meistarar og brellumeistarar ná und-
irtökum í leikhúsinu – með fullri virð-
ingu fyrir þeirra framlagi.
Staðreyndin er sú, að leikurum líð-
ur sjaldnast alltof vel í spennitreyju
færibandaleikhússins sem sífellt
heimtar eitthvað nýtt og nýtt og jask-
ar listamanninum út í þágu markaðs-
duttlunganna, fjárhags og framleiðni.
Þess vegna er ágætt, og beinlínis lífs-
nauðsynlegt, fyrir leikara að reyna að
finna sköpunarþrá sinni farvegi utan
hins venjubundna, rútínukennda
starfs, og er hið fyrrnefnda Áhugaleik-
hús atvinnumanna gott dæmi um það:
hópur leikara sem Steinunn Knúts-
dóttir veitir forstöðu og hefur starfað
nú um hríð; hversu lengi veit ég ekki
nákvæmlega. Hugtakið sjálft, áhuga-
leikhús atvinnumanna, er raunar
ekki frá þeim komið; ég held ég hafi
séð það fyrst í grein eftir Örnólf Árna-
son rithöfund sem hann skrifaði fyr-
ir mörgum árum og var þá að tala um
Grímu sællar minningar; mér fannst
þetta skemmtilega orðað og eiga skil-
ið lengra líf í málinu. Sýningar þessa
„áhuga-leikhúss“ eru „konsept-sýn-
ingar“, sem ekki er auðgert að lýsa í
fáum orðum; alla jafna unnið út frá
einni grunnhugmynd sem kallar á
myndræna og rytmíska útfærslu, en
hafnar að mestu „línulegri frásögn“
(en „línuleg frásögn“ hefur mér heyrst
vera hálfgert skammaryrði í munni
sumra leikhúsmanna, sem vilja telja
sig framsækna, eins og það sé eitt-
hvert sáluhjálparatriði að leikhúsverk
séu sem brotakenndust). Sýningar
Steinunnar og félaga bera viðurhluta-
mikil nöfn, heita „ódauðlegt verk“ um
þetta og hitt: „stjórn og stjórnleysi“,
„samhengi hlutanna“, „stríð og frið“ og
væntanlega svo framvegis; mér skilst
að von sé á fleiru úr þeirra smiðju. Það
á sjálfsagt að vera húmor í þessu, því að
auðvitað er leiklistin, list andartaksins,
eins langt frá því að vera ódauðleg og
hugsast getur. Hver sýning hófst á því
að Steinunn sjálf gekk fram, kynnti sig
sem hina talandi leikskrá og las heim-
spekilegan texta sem ég veit ekki hvort
hjálpaði nokkrum að ná sambandi við
það sem á eftir fór; mér fannst þetta
svona frekar tilgerðarlegt. Að öðru leyti
efa ég að það hafi mikið upp á sig að
skrifa hefðbundna krítík um svo óhefð-
bundna sviðslist, því að hér er unnið
býsna abstrakt með ákveðnar tegund-
ir mannlegra samskipta og tilfinninga
og eiginlega kallað eftir persónulegum
viðbrögðum, persónulegri túlkun sér-
hvers áhorfanda, svo að maður hikar
við að beita þessum klassísku mæli-
stikum úr hinni krítísku verkfærakistu.
Ég get þó sagt að mér fannst sú um
samengi hlutanna langásjálegust og
áberandi best unnin; hún var flutt í Ný-
listasafninu og byggðist á textabrotum
úr Dauðadansi Strindbergs, sem Stein-
unn hefði vel mátt nefna í inngangi sín-
um; ég sé ekki til hvers er að halda því
leyndu. Hinar sýningarnar tvær fannst
mér vart svo langt á veg komnar að
ástæða væri til að hleypa áhorfendum
inn á þær; þær voru enn of snauðar af
blæbrigðum og hugmyndum, of ein-
hæfar og fyrirsjáanlegar, til að maður
hefði af þeim verulegt gaman. Það átti
þó fremur við um leikinn um „stjórn og
stjórnleysi“ en þann um „stríð og frið”,
þar sem tvö börn voru í aðalhlutverk-
um og stóðu sig vel.
Gestaleikurinn írski fór fram uppi
á lofti í bakhúsinu við Hafnarstræti 1,
þar sem artFart hafði áður aðalstöðv-
ar. Þar stóð Pat Kinevane einn á sviði,
vörpulegur karlmaður á lendaklæðum
einum saman, spígsporandi fram og
aftur um herbergisgólfið með stílfærð-
um líkamsburðum og hreyfimynstrum
ættuðum úr kabúkí-leikhúsinu jap-
anska. Leikurinn hét Forgotten og var
saminn af honum sjálfum en fluttur
undir stjórn Jim Culletons. Þarna var
brugðið upp svipmyndum af þremur
eða fjórum gamalmennum á elliheim-
ili; þau eru gleymd og bráðum grafin,
en reyna að halda fyrri reisn, orna sér
við gamlar minningar, fá enn einhverja
gleði út úr fábreyttri tilveru. Þetta var
ekki stórbrotið, en hugþekkt verk og vel
fram borið af Pat sem er leiksviðsstólpi
slíkur að við lá að hann bæri ofurliði
hið litla og þrönga rými, en mökkur
af leikhúspúðri, vel úti látnu, hjúpaði
hann og fígúrur hans dulúðugri fjar-
lægð í spili sviðsljósanna. Mér fannst
eiginlega skrýtnast við þetta hvernig
leikarinn nánast otaði fram kynþokka
sínum, lífskrafti og holdlegri nærveru,
á meðan hann var að lýsa lífi sem var
komið svo langt frá öllu þess háttar,
sem var að fjara út og hverfa inn í eitt-
hvað allt, allt annað. Var hann meðvit-
að að leika sér að slíkum andstæðum
efnis og forms? Ég veit ekki hvort ég hef
svar við því, en hugblær sýningarinnar
var sterkur og situr eftir með mér enn.
Jón Viðar Jónsson
fókus 9. september 2009 miðvikudagur 29
Rangur maður með Sólstrandargæjunum.
lókal 2009