Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2009, Blaðsíða 30
Lomber-spilarar landsins ætla
að sameinast í kvöld klukkan 21
og spila þetta forna spil. Tveir
ungir ofurhugar, Ingólfur Sig-
fússon og Narfi Jónsson, hafa
sett spilið á Netið undir slóðinni
lomber.is. „Áætlað er að spila-
mennskan hefjist um náttmál
og standi eins lengi og menn
þrauka, þó ekki lengur en svo að
menn nái morgunmjöltum,“ seg-
ir í tilkynningu sem lomber-fé-
lagarnir sendu frá sér.
Óli Styrkir
öryrkjaStöð
Stórsöngvarinn og gleðigjafinn Geir Ól-
afsson er ekki á Facebook. Hefur aldrei
verið og stefnir ekki að því. Stofnuð hef-
ur verið síða í hans nafni með mynd af
kappanum og upplýsingum um fæðing-
ardag. Geir vildi hins vegar ekki kannast
við síðuna þegar eftir því var leitað. Það
er því maðkur í mysunni og netníðingur á
Facebook-síðunni vinsælu.
Síðan var enn í fullu fjöri þegar DV
fór í prentun seint í gærkvöldi og var
með 13 vini. Meðal þeirra eru Óttar Fel-
ix Hauksson, Höskuldur Ólafsson og
söngstjarnan Halla Vilhjálmsdóttir.
Eitthvað hefur borið á því að vin-
ir Geirs hafi fengið skrýtin skilaboð frá
stjörnunni sem eru ekki í anda Geirs,
enda heiðursmaður og herramaður fram
í fingurgóma. Ósómi sem hann myndi
aldrei setja fram.
Geir er ekki fyrsta stjarnan til að verða
fyrir dólgshætti á Facebook því Inga Lind
Karlsdóttir, sjónvarpsdrottning á Stöð 2,
lenti í svipuðu máli. Ragnheiði Clausen
hefur verið hent út af Facebook en það
hefur ekki verið gert við Geir.
lOMBEr
SPilaðUr
Í kVölD
PartíPinninn Óli Geir kominn aftur með SPlaShtV á netið:
Knattspyrnuparið Málfríður
Erna Sigurðardóttir úr Val og
Fjalar Þorgeirsson í Fylki eign-
uðust sitt fyrsta barn nú á dög-
unum, heilbrigðan og fallegan
dreng. Fjalar hefur átt stjörnu-
tímabil með Fylki það sem af
er sumri en hann varð fyrir því
óláni að handarbrotna fyrir
skömmu. Málfríður er marg-
reynd landsliðskona í fótbolta
og því væntanlega miklir töfrar í
tánum á littla snáða.
ErFiNGi
FÆDDUr
30 MiðVikUDaGUr 9. september 2009 FÓlkið
FÓrNarlaMB NEtNÍðiNGS
StórSöngvarinn geir ólafSSon ekki á facebook:
Flottur án Facebook
Stofnuð hefur verið
Facebook-síða sem
Geir Ólafsson á að eiga.
Sjálfur kannast hann hins
vegar ekkert við síðuna.
Splashtv í umsjón Óla Geirs er komið aftur í gang. óli geir fer um víðan völl í þátt-
unum, skoðar skemmtanalífið, ræðir við stjörnurnar í tónlistinni og kynnir ástarleik-
tæki frá adam og evu. óli geir tók stöðuna á Daníel Hrafnkelssyni sem rekur teknó-
útvarpsstöð á netinu, toppfM, og styrkti hann til að reksturinn og draumurinn gæti
haldið áfram.
„DJ Danni er æðislegur gaur. Ég er ný-
búinn að kynnast honum og hann
er alveg yndislegur. Ég fíla hann í
tætlur,“ segir Óli Geir, umsjónar-
maður SplashTV sem hægt er að
sjá á netinu. Óli Geir kíkti á Daníel
Hrafnkelsson, betur þekktan sem
DJ Danna, á Akranesi en Daníel
rekur útvarpsstöðina ToppFM á
netinu. Spilar þar allt það heitasta
í teknó- og transtónlistinni.
Daníel hefur reynt að halda út-
varpsstöðinni gangandi með sín-
um eigin pening og hefur reksturinn
gengið brösuglega upp á síðkast-
ið. Það kom honum töluvert
á óvart að Óli Geir skyldi
styrkja hann svo veg-
lega, en hægt verð-
ur að sjá viðtal Óla
við DJ Danna á
SplashTV á morg-
un. „Ég ákvað
að styrkja hann,
vera sá fyrsti
sem gerir það,
og hann getur
haldið áfram að
láta drauminn
rætast.“
DJ Danni
er giftur Krist-
jönu Björns-
dóttur og voru
þau gríðar-
lega sátt við
framlag Óla
Geirs. Hún
sat frammi
meðan við-
talið fór fram
en viðbrögð
hennar fara
ekki fram hjá
neinum þeg-
ar horft er á
þáttinn. Það
hefur ver-
ið draumur
DJ Danna að
vinna við út-
varp og hann
vill ekki gera
neitt ann-
að. Hann hef-
ur haft allt upp
í 15 hlustendur á
dag og draumurinn lif-
ir, þökk sé framlagi Óla
Geirs.
„Hann er búinn að vera
með þessa útvarpsstöð
síðan í mars og verið að
fjármagna þetta allt úr sínum
eigin vasa. Það kostar náttúru-
lega sitt að reka svona stöð á
mánuði. Hann er 75% öryrki og
á ekki pening lengur. Þetta er
draumur hans, hann vill vinna
við útvarp ekki neitt annað.“
SplashTV sló í gegn á sínum
tíma og er í hávegum höfð meðal net-
verja. Óli Geir bryddar upp á nokkr-
um nýjungum í þessari seríu, með-
al annars Meðleigjandanum. Litlar
klippur sem eru hrekkir á meðleigj-
anda Óla Geirs. Í fyrsta þættinum
vakti Óli hann með froðuvél og vakti
það litla kátínu meðleigjandans.
DJ-hjónin Daníel Hrafnkelsson og Kristjana Björnsdóttir eru flottir plötusnúð-
ar sem gleðja teknó-aðdáendur í gegnum netið. Myndina tók mamma Danna.
Spaðar á netinu
Óli Geir er konungur
sjónvarspins á netinu,
Danni í útvarpinu.
Flottir saman DJ Danni trúði varla sínum eigin eyrum þegar Óli Geir
ákvað að styrkja hann um áframhaldandi rekstur ToppFM á netinu.
Það fór vel á með þeim félögum.
Gleðigjafi Óli Geir kann svo
sannarlega að skemmta sér
og öðrum. Hann er nú kominn
með SplashTV aftur í loftið.
Ferskur sem aldrei fyrr.