Alþýðublaðið - 23.08.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.08.1924, Blaðsíða 4
4 &L!>Y&t/KLAÍ*I2» lenzku þjóðina? Maöur gæti haldiö, að Jón teldi hana ekki samsetta af einstaklingum, þar sem hann heflr oft ráðist á einstaklinga hennar, svo sem á jafnaðarmenn og samvinnumenn, eða er hann sjálfur að ráðast á íslenzku þjóð- ina, svo að sú danska geti átt hann óskiftan? Fundurinn endaði með svæBnustu skömmum milli Lárusar og sýslumanns. Á Yíkurfundinum var talsvert kallað fram í fyrir Tryggva tii að byrja með, sórstaklega af Jóni Kjartanssyni, en Tryggvi benti honum á, hve þetta væri ósiðlegt, og lagaðist hann við það og eins aðrir. Oft var varla hægt að sjá, að þingmennirnir væru að segja frá sama þinginu, svo mikið bar á milli, og oft erfitt að vita, hvor segði sannara, Ræðumenn voru ekki mjög æstir í Vík, en ýmsum fundarmönnum lenti saman út af kjaftasögum um undirskriftasmöl- unina í vor, svo að nærri lá við áflogum stundum. UmdaginnogvegiiM. Viðtalstími Páls tannlæknis er kl. 10-4. Næturlækair er í nótt Jón Kristjánsron, Miðstræti 3 A, sími 506 og 686, og aðra nótt Magnús Pótursson, Grundarstíg 10. Sími 1185. Dr. Nielsen og Pálmi Hannes- son hafa nú lokið leiðangri sínum. Kom Pálmi hingað í fyrri nótt með Suðurlandi. Hafa þeir félagar fundið margt nýtt og merkilegt, meðal annars eldfjall á stærð við Skjaldbreiði, er ókunnugt var áður. Sunnudagsvorður læknafólags- ins er á morgun Gunnlaugur Ein- arsson, Sími 693. Forsetl Fiskifélags lslands, Kr. Bergsson, er nýkominn heim úr ferð kringum landið. Lætur haDn vel yfir aflabrögðum víðs vegar á landinu undaDteknum Arnarflrði, en þar hefir afli að mestu brugð- ist á smábáta. A Húsavík heflr útgerð aukist mjög mikið upp á síðkastið, og eralt nýtt, semúrsjón- um kemur, hausar, hryggir og slor. Stunda þorpsbúar jarðrækt jöfnum höndum og nota flskúr- ganginn til áburðar. Sbýrsla um hinn almenna mentaskóla er nýkomin. Heflr íhaldsstjórnin nú sett sparnaðar- mark sitt á haná, svo að hún er enn stuttaralegri en áður. Listasafn Einars Jónssonar er opið á morgun kl. 1—3. Pappírshús í Reykjavík? >... var veður gott nótt þessa, heið- skírt og svalt, en nokkur vind- gu*tur hristi þó húsin í bænum annað veiflð, en á milli var dúna- logn<. >Danski Moggi< 22. ág. 3. bls. 3, dlk. Messur á morgun. I dómkirkj- unni kl. 11 árd. sóra Bjarni Jóns- son; engin síðdegismessa. I frí- kirkjunni kl. 2 sóra Arni Sigurðs- son, kl. 5 prófessor Haraldur Ní- elsson. I Landákotskirkju kl. 9 árd. hámessa, kl. 6 síðd. bæna- hald, en engin predikun. Mannfjeidi mikill hlustaði á söng karlakórs K. F. U. M. í barnaskólagarðinum í gærkveldi. Sjómannafélagið hólt fund í gærkveldi, og var þar stjórn fá- lagsins falið að fara með samn- inga við útgeiðarmenn um kaupið á togurunum næsta kauptímabil og flmm manna nefnd kosin henni til aðstoðar. 20 nýir félagar voru samþyktir í félágið. Kýjan togara hafa eigendur togarans >Víðis< í Hafnarflrði keypt í Englandi, og eru menn farnir utan til að sækja hann. Hallnr Hallsson tanulæknir hefir verlð ráðinn tannlæknir barnaskólans næsta skólaár. Hjélreiðakeppni fer fram & morgun. Verður farið at stað frá Á<-bæ til Þlngvalla nm kl. ii, þ„Jan aftur hingað og numið ÚtbrelSlB AlþýSuWaBlB hwar sari þl$ ereaS og hwert wisnt þlð Mil staðar á íþróttavellinum um kl. 3. Af Laugaveginum til íþrótta- vailarins er leiðin þessi: Hring- braut, Liufásvegur, tjarnarbrú (Skothúsvegur). Locatelii enn éfundinn. Allan daginn í gær ieituðu herskipin og flugurnar að þeim Locateili, en árangurslaust, enda er ströndin afar-vogskorin, og auk þess hamlaðl þoka og dimm- viðri leitinni. Voru engar fregnir komnar af honum, þegar blaðið fór í pressuna. Locatelii háfði vikuforða af vistum og berzh), svo að enn eru miklar líkur taldar til, að hann muni komi fram heiii á húfi, þegar birtir. Alafosshlauplð fer fram á morgun. Nema keppendur staðar á íþróttavellinum um kl. 3 eða í sama mund og hjólreiðakepp- endurnir komá frá Þingvöilum. 8. R. Munið að ganga í som- lagið og greiða iðgjöldin á rétt- um tíma. >Fjélu<-lestur er nú] orðinn aimenn skemtun hér i bænum. Strax sem >danski MoggU sést, taka lesendurnir að tina upp Val-týsfjóiurnar, og þykir sú skemtun á við grasaferð í gamla daga. Skaðiaus tilbreytlng væri það, et hluthafaskráin væri birt, þótt væntanlega yrðu færri >fjólur< í henni en ritstjórnar- greinunum. Sýningu á útiblómum og garð- ávöxtum ætiar Garðyrkjufélagið bráðiega að halda. Verður hún f barnaskólanum. Norsku sðngmennirnh' hafa sent bæjarstjóm ávarp, þar sem þeir þakka Reykvíkingum inni- lega viðtökurnar við komu þairra hingað. Rhstjóri ábytrgðan»&ðr.r: BaJíbjSra HaUdórseoe. HaWgrfcES* BtnwilMatonar, BvrgataðaBtrieti s$(

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.