Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Page 17
Það hefur ætíð einkennt handbolt-
ann hér heima að reglulega verður
endurnýjun í efstu deildum. Marg-
ir leikmenn fara í atvinnumennsku
og þurfa þá aðrir að stíga upp. Sjald-
an ef aldrei hefur þó þurft að vera
jafn hröð endurnýjun og nú. Tugir
leikmanna flúðu kreppuna og tóku
hinum og þessum samningum hjá
liðum úti um alla Evrópu og hafa at-
vinnumenn Íslendinga mjög líklega
aldrei verið fleiri. Sjö af átta byrjun-
arliðsmönnum HK hurfu til dæmis á
braut.
Hætt er við að deildin tvískipt-
ist í ár. Íslandsmeistarar Hauka, bik-
armeistarar Vals ásamt FH og Akur-
eyri virðast með langsterkustu liðin á
meðan HK gengur í gegnum miklar
breytingar eins og Fram. Þá er hætt
við að Stjarnan og nýliðar Gróttu
muni eiga erfitt uppdráttar.
Titillinn aftur á Hlíðarenda?
Valsmenn koma eins og allt-
af gífurlega vel mannaðir til
leiks. Nú hafa þeir loksins aftur
hægri skyttu því Ernir Hrafn Arn-
arson er kominn aftur á ról eft-
ir löng meiðsli. Sigfús Páll
Sigfússon er þó meidd-
ur en Fannar Friðgeirs-
son hefur stýrt leik
liðsins. Vegna klaufa-
legra vinnubragða
tókst Hlíðarendapilt-
um að missa báða
markverði sína fyrir
tímabilið en fengu í
staðinn hinn gamal-
reynda Hlyn Morth-
ens sem lék með Gróttu
í 1. deildinni í fyrra. Hlynur var
meiddur lungann úr undirbúnings-
tímabilinu en var mjög góður undir
lok þess, meðal annars í leiknum um
meistara meistaranna þar sem Valur
lagði Hauka að velli. Valsmenn gera
sterkt tilkall til titilsins í ár.
Lykilmenn farnir frá Haukum
Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára,
Haukar, gera að sjálfsögðu tilkall
til titilsins. Í liðið vantar samt Kára
Kristján Kristjánsson, Andra Stefan
Guðrúnarson og Arnar Pétursson
sem allir eru horfnir á braut. Lykil-
menn svo sannarlega. Þá er óljóst
um meiðsli Sigurbergs Sveinssonar
en hæpið er að Haukar geri of mikl-
ar rósir án hans. Aron Kristjánsson
hefur haldið ungum mönnum heit-
um að Ásvöllum síðustu tvö ár sem
munu flestir fá fleiri tækifæri
á þessu tímabili. Línan og
skyttustöðurnar valda þó
vandræðum hjá Haukunum
í ár.
Vel mannaðir í
Krikanum
FH ætlar sér
stóra hluti í ár
þrátt fyrir að hafa
misst Aron Pálm-
arsson. Hvítliðar úr
Hafnarfirði
voru
duglegir á sumarmarkaðinum og
röðuðu til sín mönnum. Varnarjaxl-
arnir Sigurgeir Árni Ægisson og Jón
Heiðar Gunnarsson sömdu við FH
ásamt markverðinum Pálmari Pét-
urssyni úr Val. Þá var endursamið
við Bjarna Fritzson sem verður algjör
lykilmaður liðsins í vetur. Þá hefur
FH innan sinna raða unglingalands-
liðsmenn í kippum og getur auðveld-
lega á sínu öðru ári í efstu deild eftir
upprisuna gert tilkall til titils. Þeim
fyrsta hjá FH í langan tíma. Hinn
ungi þjálfari Einar Andri Einarsson
hefur þó verk að vinna.
Gamlir en góðir fyrir Norðan
Mikill möguleiki er á landsbyggðar-
ævintýri í N1-deildinni í ár. Akureyri
var ekki langt frá því að tryggja sér
sæti í úrslitakeppninni í fyrra
en frábær stemning var í
kringum liðið. Með komu
tveggja reyndra kappa,
Heimis Einarssonar frá
Val og Guðlaugs Arnars-
sonar sem kemur úr at-
vinnumennsku frá FCK,
er liðið afskaplega vel
mannað. Það er ljóst
að Akureyri verður
afskaplega erfitt
heim að sækja
en liðið verð-
ur að halda
dampi lengur
en í fyrra. Það
er afar mik-
ilvægt fyrir
handboltann
að landsbyggð-
in sýni að þetta
sé hægt.
Byrjunarliðið
farið
HK stóð uppi stuttu
eftir að tímabil-
inu lauk í vor án byrj-
unarliðs. Flóttinn til
útlanda var ótrúleg-
ur og eru allir nema
besti leikmaður liðs-
ins, Valdimar Fannar
Þórsson, farnir. Mik-
ið mæðir á honum
að leiða liðið áfram
en Kópavogsliðið
hefur ekki setið auð-
um höndum. Það hefur
sankað að sér efnilegum
leikmönnum, þar á meðal
Sverri Hermannssyni sem
var markahæstur hjá Vík-
ingi í fyrra. Fáir þjálfarar
eiga þó meira verk að vinna
en Gunnar Magnússon hjá HK.
Framarar spurningarmerki
Framarar undir stjórn Viggós Sig-
urðssonar urðu svokallaðir vetrar-
meistarar í fyrra, það er voru efstir
fyrir jólafrí ásamt því að vinna deild-
arbikarinn á milli jóla og nýárs. Allt
hrundi þó eins og spilaborg eftir jól
og komst Fram ekki einu sinni í úr-
slitakeppnina. Fram hefur misst
tvo afar sterka leikmenn, Guðjón
Drengsson og Jóhann Gunnar Ein-
arsson, í 3. deildina í Þýskalandi.
Undirbúningstímabilið hefur verið
langt og strangt hjá Fram og mætir
liðið til leiks í afar góðu formi eins og
Viggós er von og vísa. Þetta gæti hins
vegar orðið erfitt ár í Safamýrinni.
Erfitt í Mýrinni
Stjarnan bjargaði sæti sínu í N1-
deildinni í fyrra í nýju fyrirkomu-
lagi deildarinnar, með sigri á ÍR í
umspili. Slakt lið Stjörnunnar í fyrra
hefur nú misst enn fleiri leikmenn á
borð við Hermann Björnsson til FH,
Gunnar Inga Jóhannsson til Vals og
Hrafn Ingvarsson heim í Mosfells-
bæ. Vilhjálmur Halldórsson, stór-
skytta þeirra Stjörnumanna, er góður
leikmaður en hann dugar langt í frá
til að bjarga Stjörnunni í ár. Patrek-
ur Jóhannesson samdi áfram við lið-
ið þrátt fyrir erfiðleika í fyrra en þeir
verða mjög líklega jafnmiklir, ef ekki
meiri en í fyrra.
Nýliðarnir líklegir niður
Gróttumenn eru komnir í efstu deild
aftur eftir langa fjarveru. Það fyrsta
sem gerðist var að þjálfarinn, Ág-
úst Jóhannsson, yfirgaf liðið og
tók gamla Haukakempan, Hall-
dór Ingólfsson við liðinu. Hann
hefur dregið á flot félaga sinn
Jón Karl Björnsson og sjálf-
an Pál Þórólfsson til að
auka reynsluna í lið-
ið. Einnig hefur
Grótta fengið
tvær skyttur af
Hlíðarenda,
Hjalta
Pálma-
son og
Anton
Rúnars-
son, ásamt
markverðin-
um Gísla Guð-
mundssyni, til
liðsins. Gróttan er
töluvert betri en í 1.
deildinni í fyrra en
líklega ekki mikið
betri en svo að hún
endi neðst, í besta
falli næstneðst í
N1-deildinni í ár.
Haukum og Fram spáð titlinum Á árlegum kynningarfundi HSÍ í gær
var kynnt spá þjálfara og fyrirliða liðanna í N1-deildum karla- og kvenna. Hjá körl-
unum var því spáð að Haukar yrðu Íslandsmeistarar þriðja árið í röð en þeir fengu
215 stig í kosningunni. Á eftir þeim komu FH með 200 stig og Valur 198. Í næstu
sæti röðuðu sér svo Akureyri í fjórða, Fram fimmta, HK sjötta, Stjarnan sjöunda
og Gróttu var spáð falli. Hjá konunum var Fram spáð Íslandsmeistaratitilinum
en Safamýrarstúlkur hafa styrkt lið sitt verulega. Þær fengu 253 atkvæði en
Stjörnunni var spáð öðru sæti með 247 stig. Þar á eftir komu Valur, Haukar,
Fylkir, FH, HK, KA/Þór og svo Víkingur.
UmSjóN: tómAS Þór ÞórðArSoN, tomas@dv.is
sport 6. október 2009 þriðjudagur 17
WWW.SVAR.IS
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
SKÓLATILBOÐ!
ALLT AÐ 8 KLST
RAFHLÖÐUENDING
FÁST Í ÖLLUM
REGNBOGANS LITUM
Íslandsmótið í N1-deild karla í handbolta hefst annað kvöld þegar Stjarnan tekur á
móti Íslandsmeisturum Hauka í Mýrinni. Mikil endurnýjun hefur verið í deildinni
þar sem tugir leikmanna hurfu á braut.
Enn og aFtur
Endurnýjun
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Ólafur Haukur Gíslason
Ver ekki mark Vals. Hann er
farinn til Noregs.
Aron Pálmarsson Fór til Kiel
eftir eitt tímabil í N1-deildinni.
Gunnar Magnús-
son Hefur verk að
vinna með HK þar
sem allt byrjunarliðið
nema einn leikmaður
hvarf á braut.
FYRSTA UMFERÐ
Í N1-DEILDINNI
7. október
Stjarnan - Haukar, mýrin 19:30
8. október
Valur - Akureyri, Vodafone höllin
19:30
HK - FH, Digranes 19:30
11. október
Fram - Grótta, Safamýri 16:00