Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 19
Hver er konan? „Maður er svo margt; einstaklingur, kona, móðir, kærasta, dóttir, vinkona.“ Hvar ertu uppalin? „Ég er uppalin í Garðabæ en síðan flutti ég að heim- an og keypti mér mína fyrstu íbúð 17 ára. Hún var í miðbænum.“ Hvað drífur þig áfram? „Kikkið að klára hlutina, gera vel og láta gott að mér leiða.“ Hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir stór? „Ég er enn að reyna að finna út úr því.“ Hvar vildirðu búa ef ekki á Íslandi? „Næslandi.“ Hvernig safnar maður orku í tóbakshorn? „Ég elti flottar fyrirmyndir og safnaði orkunni sem af þeim gustaði í alla vasa. Tæmdi síðan vasana en þegar allar hirslur voru orðnar fullar heima skellti ég orkunni í trekt og kom henni þannig í tóbakshornin.“ Hvaðan er hugmyndin upp- sprottin? „Fyrsta sem mér datt í hug eru allar þessar flottu konur sem eru að gera frábæra hluti innan og utan heimilisins. Ísland er rík þjóð er kemur að mannauði. Ég fór því á stúfana og fyllti alla vasa af kvenorku og tappaði henni á tóbakshorn.“ Voru konurnar alveg viljugar til að gefa hlut af sinni orku? „Það var erfitt að velja hvaða konur ég vildi elta en það réðst að hluta af því hverjar ég rakst á á tímabilinu.“ Er íslenska kvenorka sterk? „Hún er alveg einstök og hefur vakið alheimsathygli gegnum árin.“ Hvar verður svo hægt að kaupa orkuna? „Tóbakshornin vera stútfull af þessari einstöku orku og seld í Eymundsson Skólavörðustíg 11 (áður SPRON) á morgun þriðjudag klukkan 12-18. Hornin kosta 1.000 íslenskar krónur og rennur allur ágóðinn í innkaup fyrir iðjuþjálfun heimilismanna á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði og á Grund.“ Mega karlmenn líka kaupa kvenorku? „Þokkalega! Innihald tóbakshornsins hentar ungum Íslendingum á öllum aldri, jafnt konum sem körlum.“ Fylgdist þú með þjóðFundinum? „Já, í sjónvarpi og blöðum. Mér leist mjög vel á hann.“ KristÍn JóHannEsdóttir 48 áRa bóKaRI „Ekki eins mikið og ég gat. Ég skildi hann ekki alveg. Ég fatta ekki hvaða völd fólkið hefur. Þessi gildi, eins og heiðarleiki, hafa alltaf verið mikilvæg.“ anna BEnKoVic MiKaElsdóttir 45 áRa aTvINNulauS KENNaRI „Nei. Ég var á fótboltaæfingu hjá Stjörnunni.“ JúlÍa Ösp BErgMann HElgadóttir 10 áRa „Nei. Ég er búinn að vinna fimmtán tíma að meðaltali síðustu vikuna.“ ElMar snær HilMarsson 20 áRa vERSluNaRSTaRFSMaðuR Dómstóll götunnar andrEa róBErtsdóttir fjölmiðlakona selur á þriðjudaginn tóbakshorn stútfull af kvenorku í til- efni alþjóðlegrar athafnaviku. Tóbaks- hornið fer vel í hillu en kvenorkan er góð sem áburður nú eða inntöku, þá ein teskeið á hverjum morgni. Íslenska kven- orkan er einstök „Ertu ekki að grínast? Ég svaf fjóra tíma í nótt og þrjá nóttina áður.“ Jón gErald sullEnBErgEr 45 áRa EIGaNdI KOSTS maður Dagsins Í byrjun október sl. barst mér bréf frá Morgunblaðinu, undirritað af yður, í kjölfar þess að ég sagði upp áskrift minni að blaðinu. Ástæða uppsagnar minnar á blaðinu er sú ein, að mér misbýður verulega það dómgreindarleysi eigenda Morg- unblaðsins að gera yður að öðrum tveggja ritstjóra þessa hingað til ágæta blaðs. Í bréfi yðar buðuð þér mér eins mánaðar fría áskrift að Morgun- blaðinu í október til þess að leggja mat á hvernig blaðið muni þróast undir yðar ritstjórn. Jafnframt ósk- uðuð þér í bréfinu eftir athugasemd- um mínum um störf yðar, án þess að tilgreina sérstaklega við hvaða störf er átt. Ég tek yður á orðinu og skal nú verða við hvoru tveggja. störf yðar Sem forsætisráðherra nutuð þér lengi vel trausts og virðingar þjóð- arinnar og höfðuð sem slíkur á yður hið „landsföðurlega“ yfirbragð, sem svo mikils er metið. En við einkavæðingu ríkisbank- anna urðu yður á afdrifarík mistök. Í stað þess að dreifa eignarhaldinu eins og lofað hafði verið, handstýrð- uð þér bönkunum í hendur manna, sem ekki reyndust traustsins verð- ir. Með því lögðuð þér því mið- ur grunninn að þeim hörmungum sem nú hafa dunið á íslenskri þjóð, og ekki sér fyrir endann á. Í hlutverki Seðlabankastjóra gáf- uð þér bönkunum að því er virð- ist lausan tauminn og gátu þeir því óhindrað stækkað, safnað óheyri- legum skuldum og belgst út án þess að þeim væru nein takmörk sett. Af- leiðingin birtist m.a. í því skemmd- arverki sem vinir yðar í Landsbank- anum skópu og nefndu Icesave. Misheppnuð tilraun yðar til yf- irtöku á Glitni olli dómínóáhrifum svo ekki varð aftur snúið. Setning hryðjuverkalaga á íslenskar eigur í Bretlandi hefur þar að auki verið rakin beint til orða yðar í Kastljósi um að skuldir íslenskra „óreiðu- manna“ erlendis yrðu ekki greiddar. Hvað varðar Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga getið þér ekki heldur þvegið hendur yðar af því að hafa sem seðlabankastjóri í nóvem- ber 2008 undirritað viljayfirlýsingu þar sem því var lofað að Íslendingar tækju ábyrgð á innlánsreikningum Landsbankans erlendis. Sem forsætisráðherra og síð- ar sem seðlabankastjóri berið þér óumdeilanlega mikla ábyrgð á af- drifaríkum ákvörðunum, sem reynst hafa rangar og leitt hafa miklar hremmingar yfir íslenska þjóð. Því miður reyndust þér, þegar á hólm- inn var komið, alls ekki valda því bankastjórastarfi sem þér höfðuð áður úthlutað yður sjálfum. Þróun blaðsins Í ljósi ofangreindra stikla af starfs- ferli yðar eru efnistök Morgunblaðs- ins, eftir að þér hófuð þar störf, eink- ar ógeðfelld. Blaðið hefur á þessum stutta starfstíma yðar ítrekað reynt að vísa allri ábyrgð á Icesave klúðr- inu yfir á núverandi ríkisstjórn, sem þó er í raun réttri einungis að sinna björgunarstörfum við erfið skilyrði. Auk þess hafa ýmsar tilraunir verið gerðar á síðum blaðsins til þess að „útskýra“ orsakir gjaldþrots Seðla- bankans yður í hag, t.d. í Reykja- víkurbréfi þann 18. október. Í stuttu máli er það mat mitt á þróun Morg- unblaðsins á þessum fyrsta mánuði yðar í ritstjórastól að blaðið hafi í raun misst allan sinn fyrri trúverðug- leika. Ritskoðun af yðar hálfu gerir það einfaldlega að verkum að hvorki er lengur hægt að treysta fréttavali né efnistökum í fréttum blaðsins. Það sjá það líklega flestir skyni bornir menn, hvílík reginfirra það er að gera yður að ritstjóra blaðs, sem ekki kemst hjá því á umbrotatímum í lífi þjóðarinnar að fjalla beint og óbeint um ofangreind störf yðar á opinberum vettvangi. Þér eruð ein- faldlega engu skárri í nýjum „Mogga- fötum“ en keisarinn frægi í sögu H.C. Andersens, sem allir sáu að var nak- inn nema hann sjálfur. „Moggaföt- in“ fela ekki fortíð yðar frekar en nýju fötin nekt keisarans. Er yður hér með kurteislega bent á það. Biðjið þjóðina afsökunar Með framgöngu yðar í opinberu starfi á undanförnum árum hafið þér því miður valdið íslenskri þjóð stór- kostlegu tjóni. Þótt slíkt hafi eflaust ekki verið ætlun yðar, þá tala samt staðreyndirnar sínu máli. Hvort sem yður líkar það betur eða verr, þá eruð þér Hrunkóngur Íslands. Þann titil munið þér aldrei losna við, hversu mjög sem þér reynið að ritstýra og hagræða sannleikanum í yðar þágu á síðum fyrrum „blaðs allra landsmanna“. Það eru gömul sannindi og ný að hrokinn gerir menn smáa en auðmýktin stóra. Væri yður sæmst að horfast í augu við þátt yðar í hinu efnahagslega hruni Íslands og biðja þjóðina afsökunar á því sem að yður snýr í auðmýkt og iðrun hjartans. Yrðuð þér þá maður að meiri. Ég er sannfærður um að amma yðar hefði ráðlagt yður hið sama, væri hún enn á lífi. Uppsögn mín á Morgunblaðinu stendur þar til þér víkið af velli sem ritstjóri blaðsins. Reykjavík, 30. október 2009 (Stytt útgáfa. Bréfið er birt í heild sinni á dv.is) Opið svarbréf til ritstjórans Davíðs kjallari mynDin 1 Borgarfulltrúi keypti sumarbú- stað af milljarðamæringi Þorbjörg Helga vigfúsdóttir, og eiginmaður hennar keyptu sumarbústað á Þingvöllum af Eiríki Sigurðssyni stofnanda 10-11. Kaupverðið var 40 milljónir króna. 2 Ásdís rán: synti nakin í jökullóni Ísdrottningin ásdís Rán Gunnarsdóttir fer mikinn í viðtali við Playboy.com sem birt var um helgina. 3 „Væri betur varið í icesave“ Guðmundur ólafsson, lektor við Háskóla Íslands og Háskólann á bifröst, telur að inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði séu mistök. 4 lilja: allir vildu komast í bankana lilja Mósesdóttir starfaði í háskólum frá 2002 til 2007. Þar var fólk framtíðarinnar sem langaði mest til að komast í bankana og lifa ljúfa lífinu. 5 skype að fá samkeppni Google hyggst velgja Skype-veldinu undir uggum á sviði tölvusímaþjónustu. 6 Vafasamar sígarettur haldlagð- ar á spáni Tollgæslumenn á Spáni lögðu hald á gríðarlegt magn af fölsuðum sígarettum sem voru ætlaðar til sölu. 7 grét sig í svefn í kommúnista- búðum athafnakonan ásta Kristjánsdóttir segir í viðtali við Nýtt líf að vinstrisinnaðir foreldrar hennar hafi sent hana í kommúnistabúðir í a-Þýskalandi þegar hún var ellefu ára. mest lesið á dv.is ingi gunnar JóHannsson fyrrverandi áskrifandi Morgunblaðsins skrifar umræða 16. nóvember 2009 mánudagur 19 dansað í hálfleik Nemendur í dansskóla Jóns Péturs og Köru sýndu listir sínar í hálfleik á leik vals og Fram í efstu deildinni í handbolta á sunnudag. Mynd raKEl ósK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.