Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Síða 11
neytendur 25. nóvember 2009 miðvikudagur 11
Tuborg jólabjórinn besTur
Steindi: „Þetta er bjór fyrir pirrandi
útilegugaurinn sem spilar á gítar
með þrjá strengi. Þar sem bragðið
skiptir ekki öllu.“
Karen: „Mér finnst hann bragð-
góður og hefur eitthvað „element“
sem ég vil hafa í jólabjór. Hann er
örugglega fínn með kótilettum á
þriðja í jólum.“
Stefán: „Léttur bjór, smá beiskt,
miðlungssterkt bragð.“
Dominique: „Hann er mildur á
bragðið. Ekkert sem sker sig úr.
Það er ekki eins mikil karmella
í þessum og í bjórnum á undan
[Víking í dós, innsk. blm.]. Ósköp
hlutlaus.“
royal x-mas
(blár)
Meðaleinkunn: 3,9
Framleiðsluland:
Danmörk
Styrkleiki: 5,6%
Baddi: „Það er
vatnsbragð af
þessum.“
Steindi: „Of léttur. Furðulegt
bragð.“
Karen: „Þetta er bjór sem hús-
bóndinn á heimilinu vill drekka
með jólafótboltanum. Svona
spari.“
Stefán: „Ekkert til að hrópa húrra
fyrir, lítið í þennan spunnið. Vatns-
bragð og smá karamella.“
Dominique: „Léttur bjór, beiskur
og bragðdaufur.“
víking
jólabjór
(í dós)
Meðaleinkunn: 3,7
Framleiðandi:
Vífilfell
Styrkleiki 5,2%
Baddi: „Eftir-
bragðið var ekki
nógu „sweet“.“
Steindi: „Ég held að það sé vont að
æla þessum. Ekki góður.“
Karen: „Bjór sem gerir mann syfj-
aðan. Þetta er ekki bjórinn sem
maður vill byrja kvöldið á.“
Stefán: „Léttur, litlaus og stutt
bragð. Smá karmellukeimur af
honum, frekar bragðdaufur. Ég
myndi drekka einn bjór en ekki
meira.“
Dominique: „Hann er mildur og
léttur. Ekki mjög beiskur. Bjórinn
er þægilegur og ekki bragðmikill
en bara fínn.“
royal x-mas
(hvítur)
Meðaleinkunn: 3,5
Framleiðsluland:
Danmörk
Styrkleiki: 5,6%
Baddi: „Ekkert
spes. Dálítið flatur
en svo freyðir hann
mikið. Svolítið eins
og að drekka freyðivín.“
Steindi: „Lítið að frétta.“
Karen: „Ekki eins og bjór, hvað þá
jólabjór.“
Stefán: „Ekkert hrifinn. Bragðlaus,
lyktarlaus. Smá appelsínukeimur
og sæta.“
Dominique: „Svolítið sætur. Ég
sakna bjórbragðsins. Lítt spenn-
andi.“
víking
jólabjór
(í flösku)
Meðaleinkunn: 3,1
Framleiðandi: Vífilfell
Styrkleiki: 5%
Baddi: „Hann er
svolítið rammur
fyrir minn smekk.“
Steindi: „Þessi bjór er svolítið
leiðinlegur. Hann er fínn þegar
manni er alveg sama hvað maður
drekkur.“
Karen: „Hann er svolítið flatur en
það gæti verið þér [blaðamanni,
innsk. blm.] að kenna.“
Stefán: „Rammt bragð og ekkert
merkilegt. Frekar bragðlítill.“
Dominique: „Lítið að segja um
þennan. Daufur og bragðlítill.
samuel adams
Winter lager
Meðaleinkunn: 3
Framleiðsluland:
Bandaríkin
Styrkleiki 5,6%
Baddi: „Ekki góð-
ur.“
Steindi: „Þessi er skelfilegur. Fínt
að gefa tengdó þennan þegar hún
kemur í heimsókn. Hún steinliggur
eftir tvo.“
Karen: „Illa lyktandi en bragðið
er skárra. Ekki bjór sem ég myndi
vilja kaupa.“
Stefán: Mjög rammt og beiskt
bragð. Smá negull og kryddbragð.
Ekkert til að hrópa húrra fyrir.“
Dominique: „Þéttur bjór. Hunang
og kóríander. Sætur; appelsínu-
bragð og malt. Grunnbragðið er
ekki vont en hann fer í allar áttir.
Hálfflatur.“
Góður með mat
ÖlviSholt JólabJór
Einkunn Dominique: 8
Framleiðandi: Ölvisholt
Styrkleiki: 6,5%
Jólabjórinn frá Ölvisholti var einnig hafður með til
smökkunar að þessu sinni. Eins og áður segir var bjór-
inn borinn fram í litlum plastglösum án þess að dóm-
nefndin vissi um hvaða bjór var að ræða í hvert sinn.
Bragðið af jólabjórnum frá Ölvisholti reyndist afar sér-
kennilegt og þótti alls ekki gott.
Dominique Plédel Jónsson er mjög reyndur vín-
smakkari. Þar sem bragðið þótti óvenjulegt og skar sig
mjög frá öðrum, gerði hún aðra tilraun við smökkun
bjórsins, eftir sjálfa bragðkönnunina. Þá smakkaði hún
bjórinn í glerglasi. Eftir þá smökkun gaf hún þessa lý-
ingu á bjórnum: „Bragðmikill reykkeimur einkennir
bjórinn. Hann er greinilega sterkari og skarpari en aðr-
ir bjórar. Í honum er skemmtilegt jafnvægi af beiskju, sætu, kryddi, malti
og humlum. Það gerir hann að góðum bjór með mat,“ segir Dominique
sem gefur bjórnum 8 í einkunn.
Samkvæmt hennar mati kann plastið í glösunum að hafa kallað fram
það versta í bjórnum frá Ölvisholti, sér í lagi þar sem bjórinn er bragð-
meiri og sterkari en flestir aðrir. Ekki er heldur hægt að útiloka að eitthvað
hafi verið að því eintaki sem DV hafði til smökkunar.
Þar sem ekki var hægt að endurtaka bragðkönnunina í heild sinni var
ákveðið að taka bjórinn frá Ölvisholti út úr könnuninni og Dominique
fengin til að meta hann sérstaklega.
Framleiðendur bjórsins segja að við þróun hans hafi verið miðað við
að hann parist við hið hefðbundna íslenska hangikjöt. „Enda er jólabjór-
inn í ár léttreyktur og með áberandi maltkeim, án þess að vera sérstaklega
sætur, jafnframt örlítið kryddaður með negul.“
3,9
3,5
3,7
3,1
3,0
8,0