Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Page 10
10 miðvikudagur 2. desember 2009 neytendur 1. „Ég meinti vel“-gjöfin Í þennan flokk falla gjafir sem eiga að hjálpa einhverjum úr klípu eða breyta lífsstíl þeirra. Dæmi um svona gjöf væri gjafabréf í lík- amsrækt handa feitu frænkunni, kennslumyndband um velgengni handa atvinnulausum vini eða mánaðarskammtur af níkótínplástr- um handa stórreykingamanninum honum pabba þínum. Nálastungu- meðferð handa drykkjumanninum í fjölskyldunni er heldur ekki líkleg til að slá í gegn. 2. Gagnslaust drasl Á hverju ári bjóðast kynstrin öll af stórsniðugu en gagnslausu drasli framleiddu í Kína eða Taívan. Snið- uga dótið er yfirleitt ekki sniðugt nema í tíu mínútur og er oftar en ekki komið ofan í kassa eða jafnvel í ruslið innan fárra vikna. Dæmi um þetta er syngjandi fiskur, jólasveinn sem prumpar eða hvers kyns spila- dósir þar sem rafhlöðurnar klárast á mettíma. Sjaldnast eru keyptar nýj- ar. 3. Fræðandi handa fræðingum Flestir eiga sér áhugamál sem þeir hafa sinnt lengi og eru þar af leið- andi orðnir sérfræðingar á ákveðnu sviði. Sumir vita allt um fótbolta, aðrir hafa sérþekkingu á góðum vín- um og einhverjir vita allt um himin- hvolfið. Þú tekur mikla áhættu ef þú ætlar að gefa einhverjum gjöf sem tengist brennandi áhugamáli við- komandi. Líkurnar á því að þeir eigi hlutinn, hafi séð hann, hafi lesið bókina eða viti að þeir hafi ekki þörf fyrir hann eru yfirgnæfandi. Ekki falla í þá gryfju. 4. Gjafir með skilaboðum Þegar þér finnst frábær hugmynd að kaupa stóran stuttermabol handa óléttri systur þinni, sem á stendur stórum stöfum „Kaka í ofninum“, skaltu hugsa þinn gang. Það er álíka sorglegt og að kaupa handa frænda þínum, sem er í lögfræðinámi, bol sem á stendur „Ég lögsæki, þess vegna er ég“. Ekki gefa svona gjafir nema gjafþeginn sé barn eða ung- lingur, annars safnar gjöfin bara ryki. 5. Listaverk „Ég er stoltur eigandi risamálverks- ins „Afmyndaðar rollur á beit úti í haga“ eftir algjörlega óþekktan mál- ara. Skilurðu sneiðina? Ekki gefa einhverjum listaverk nema hann sé einskær áhugamaður um mynd- list eða hafi gefið sterklega til kynna að hann langi virkilega í eitthvert ákveðið verk. Betri hugmynd er að gefa gjafabréf í listagallerí. 6. Undarleg undirföt Jafn freistandi og það getur ver- ið að kaupa sætar hreindýranær- buxur handa kærastanum þínum, eða nærföt með vafasömum skila- boðum, láttu það eiga sig. Hann fer örugglega ekki í þeim í ræktina og heldur ekki í fótbolta með félög- unum. Og strákar, ekki kaupa bleik pínulítil „barbídúkkunáttföt“ handa kærustunni nema hún hafi sérstak- lega óskað eftir því. 7. Mynd af sjálfum þér Átt þú eina Fríðu frænku sem send- ir þér innrammaða mynd af henni sjálfri í hinum ýmsu aðstæðum, um hver einustu jól? Við getum flest verið sammála um að það er mik- ilvægt að elska sjálfan sig. En að senda ættingja þínum eða vini inn- rammaða mynd af þér er skrýtin jólagjöf, hvernig sem á það er litið. Á tímum Facebook og Myspace er líka skrýtið að senda alltaf jólakort með mynd af fjölskyldunni, bara svo ættingjarnir viti nákvæmlega hvernig þið lítið út frá ári til árs. 8. Gjöfin frá því í fyrra Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur einhverjum myndastyttuna eða bókina sem þú fékkst frá afa og ömmu í fyrra. Það er afar ólíklegt að aðrir hafi áhuga á að lesa bók- ina ef þú hefur ekki tekið bókina úr plastinu. Það getur líka verið hræði- lega stressandi að gefa gjöfina ein- hverjum sem er þér nákominn ef þú manst ekki alveg frá hverjum þú fékkst hana. 9. Fríhafnarredding Fórstu til útlanda fyrir jólin en áttaðir þig á því á leiðinni í gegnum tollinn, á Þorláksmessu, að þú gleymdir að kaupa gjöf handa uppáhaldsfrænku þinni? Þó pakkinn líti ekkert illa út undir trénu getur það orðið vand- ræðalegra en heil þáttaröð af Klovn þegar frænka þín kemst að því að uppáhaldsfrændi hennar gaf henni tvo risastóra sekki af M&M í jólagjöf. Ekki gefa bensínstöðvagjafir og ekki panikka í fríhöfninni. Umfram allt; ekki gera þig að fífli. 10. Í hugsunarleysi Ert þú einn af þeim sem ferð eina ferð í Smáralind í nóvember og kaupir heilan stafla af jólagjöfum? Á Þorláksmessu reynirðu svo að átta þig á því hver ætti að fá hvað. Það er ávísun á vandræði. Hin leiðin er auðvitað sú rétta; að hugsa fyrst um manneskjuna sem á að fá jólagjöf- ina og reyna svo að finna gjöf sem hæfir henni. Dæmi um hugsun- arlausar gjafir er að gefa einhverj- um ostakörfu sem er með mjólkur- óþol eða gefa þeim sem enn býr hjá mömmu og pabba gjafabréf í hús- gagnaverslun. 11. Skaðræðisgjafir Ekki láta þér detta í hug að gefa 12 ára ofvirkum frænda þínum ofur- vatnsbyssu í jólagjöf, nema þú sért áfjáður í að láta reyna á heimilis- tryggingu foreldra hans. Vatnsbyss- ur og önnur stríðsleikföng á að gefa á sumrin. Og nei, frændinn bíð- ur ekki fram á sumar með að prófa gripinn. Haltu þig við tölvuleiki eða Hollywood-myndir. 12. Fatnaður Það er hræðileg hugmynd að kaupa föt handa fólki sem þú býrð ekki einu sinni með. Það eru allar lík- ur á að þú munir kaupa of stór föt, vitlausan lit eða hvoru tveggja. Að kaupa tískufatnað handa einhverj- um öðrum en sjálfum þér er líklega vandasamasta verk sem þú getur tekið þér fyrir hendur. 13. Tveir fyrir einn Sástu tveir fyrir einn tilboð á uppá- haldssnyrtivörunum þínum? Tveir maskarar saman í pakka á verði eins? Þú hefur ekki efni á að kaupa þá en átt eftir að finna jóla- gjöf handa vinkonu þinni. Þú telur þér trú um að hún verði svo ánægð með gjöfina að hún gefi þér ann- an maskarann. Hún gerir það ekki, vittu til. Þú bíður fram yfir áramót en gefst svo upp á því og kaupir þér annað sett. Eyðir tvöfalt meiri pen- ingum fyrir vikið. 14. Hlutir úr setti Það er ekki góð hugmynd að gefa fólki, sem er búið að búa saman í tugi ára, leirtau í jólagjöf. Tvö glös úr rándýru setti eða stakur sparidiskur, sem passar ekki við neitt annað, eru gjafir sem líklega enda í kassa inni í geymslu, nema svo ólíklega vilji til að viðkomandi falli í stafi og byrji að safna sér í heilt sett. Líkurnar eru hverfandi. 15. Stríðnisgjafir Það jafnast ekkert á við að horfa á fólk taka upp gjafir sem innihalda eitthvað pínlegt. Dæmi um það er: Sjúkrasett handa óheppna íþróttamanninum í fjölskyld- unni, Léttir réttir – matreiðslu- bók handa feitu frænkunni eða göngustaf handa mömmu þinni sem varð 67 ára á árinu. Þú getur bókað að þau taka sig öll saman á næsta ári og gefa þér flugmiða til Ástralíu, aðra leið. Á jólunum eig- um við að vera góð hvert við ann- að. Ekki gera lítið úr þeim sem standa þér næst. baldur@dv.is Flestum gengur gott eitt til þegar þeir ákveða hvað gefa skal vinum og vandamönnum í jólagjöf. En það kemur ekki í veg fyrir að við teljum okkur endrum og eins trú um að ömurleg jólagjöf geti orðið sprenghlægileg og slegið í gegn þegar fjölskyldan opnar gjafirnar og fagnar fæðingu frelsarans á aðfangadagskvöld. DV tók saman lista yfir allra verstu jólagjafahugmyndirnar. Verstu gjaf- irnar Vandasamt verk Það getur verið flókið að hitta á réttu jólagjöfina og ef fólk grípur til þess örþrifaráðs að ætla að vera sniðugt í jólagjöfum er eins gott að hugsa grínið alla leið. Ert þú einn af þeim sem ferð eina ferð í Smáralind í nóvember og kaupir heilan stafla af jólagjöfum? Ljót peysa Mjúkir pakkar eru kannski alræmdir vegna þess hversu innihaldið getur verið agalegt. Varúð Kaldhæðni í jólapakka getur eyðilagt jólaskapið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.