Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Síða 13
Ummyndanir, Metamorphoses, eftir rómverska
skáldið Óvíd er eitt af stórvirkjum klassískra
bókmennta. Þetta er gríðarmikill söguljóðabálk-
ur í fimmtán bókum, um efni úr grískum goða-
og hetjusögum, ritaður snemma á fyrstu öld.
Verkið naut óhemju vinsælda á miðöldum og
endurreisnartímanum, en hefur sjálfsagt þokað
nokkuð til hliðar á síðari tímum. Trúlega þolir
mannkynið ekki nema vissan skammt af meist-
araverkum og þegar Evrópuþjóðirnar eignuð-
ust snilldarbókmenntir á eigin tungumálum, í
lok miðalda og við upphaf nýaldar svokallaðrar,
hlaut hinn klassíski arfur að hverfa í skuggann,
einkum hinn rómverski hluti hans. Fleyg orð
Hórasar um að hinir sigruðu Grikkir hefðu her-
tekið sinn hrjúfa drottnara, Rómaveldi, með list-
unum, hafa reynst spámannleg, enn spámann-
legri en skáldið rómverska gat séð fyrir.
Nú eru Ummyndanir komnar út á íslensku í
þýðingu Kristjáns Árnasonar, sem er afskaplega
gott. Þar við bætist að útgáfan sjálf er svo vönd-
uð, með sögulegum inngangi, efniságripi, at-
hugasemdum og nafnaskrám, að til fyrirmynd-
ar er. Ummyndanir voru áhrifamikið verk, til
dæmis hafði William Shakespeare mikið dálæti
á því; vísast las hann það fyrst í skóla og nýtti sér
síðar söguefni úr því með margvíslegum hætti í
leikritum sínum. Kannski sogaði hann líka til sín
eitthvað af þeim anda sem hann fann hjá Róm-
verjanum, þó að um það kunni að mega deila.
Ummyndanir eru safn af alls kyns sögum
sem tengjast lítt sín á milli, að öðru leyti en því að
myndbreytingar eða ummyndanir á einstökum
persónum koma þar við sögu. Ekki skipta þær
þó alltaf meginmáli, að manni finnst. Í sagna-
heimi Óvíds getur allt gerst, hann er eins og æv-
intýri eða draumur, einhvers konar forngrískur
súrrealismi sem getur á köflum orðið ágengur.
Það er tæpast tilviljun að Picasso sé í hópi þeirra
fjölmörgu listamanna sem hafa myndskreytt
verkið. Sumum hefur fundist veröld Óvíds myrk
og snauð að von; það má hugsa ég til sanns veg-
ar færa. Guðirnir, sem eiga að stjórna heim-
inum, eru fullir af munúð og girndum (eink-
um auðvitað kvennabósinn Júpíter), harðir og
hefnigjarnir. Mennirnir eru að sínu leyti ofur-
seldir ástríðum sem bera dauðann í sér: það
má benda á Narkissus, sem varð ástfanginn af
eigin spegilmynd, Býblis, sem unni bróður sín-
um, og Myrru, sem lagðist með föður sínum.
Narkissos breyttist í blóm, Býblis í uppsprettu-
lind, Myrra að sjálfsögðu í myrrutré. Í raunatöl-
um þessara persóna og fleiri slíkra rís list Óvíds í
hæðir; þegar maður les þær skilur maður hvers
vegna Shakespeare heillaðist af honum og hafði
Ummyndanirnar og raunar fleiri verk skáldsins
ávallt innan seilingar.
Verkið er í bundnu máli á frummálinu, en
Kristján Árnason þýðir á laust mál. Hann hefði
líkað getað þýtt það á bundið mál, því að hann
er jafnvígur á hvoru tveggja. Eiginlega finnst
mér svolítil synd að hann skuli ekki hafa tekið
nokkra valda kafla úr verkinu og þýtt með þeim
hætti; það væri auðvitað fráleitt að ætlast til
annars og meira af honum. Hann þýðir að vísu
blálokin á hexametur, til samanburðar, en það
er aðeins örlítið sýnishorn. Lausamálsþýðing-
ar á fornum ljóðatextum eiga sér langa hefð og
hafa sína kosti; þær henta vel við lestur textanna
á frummálinu, geta verið nákvæmari og trúrri
frumtextanum en hinar. Gallinn við þær er sá,
að þær verða gjarnan eilítið tilgerðarlegar, sök-
um þess að þýðandinn vill ekki víkja of langt frá
setningaskipan, líkingum og ýmsum stílbrögð-
um sem eru upphaflega hugsuð inn í bragar-
háttinn. Flæði textans og orðalag verður ekki
alltaf jafn óþvingað og manni finnst það eigi að
vera þegar sagt er frá. En fáir þýðendur hygg ég
að kunni að varast slíkt betur en sá sem hér hef-
ur um vélt.
Ég myndi mæla með því að lesandi, sem
þekkir lítið eða ekkert til verksins fyrir, byrji á því
að lesa efniságripin sem birt eru aftast í bókinni
og samin eru af Kristjáni. Þau eru í raun og veru
lykill að verkinu og hefðu þess vegna mátt vera á
undan megintextanum, strax á eftir inngangin-
um. En væntanlega hefur hógværð þýðandans
bannað það. Þau veita ekki aðeins greinargott
yfirlit yfir söguefnin, heldur eru þau hreinasti
skemmtilestur – sem kemur ekki á óvart þeim
sem þekkja til fyrri verka Kristjáns.
Eftir að Helgi Hálfdanarson hvarf af vettvangi
eigum við ekki marga þýðendur sem geta talist
jafnokar Kristjáns Árnasonar. Og eitt má ég til
með að nefna: hvað hann er snjall leikritaþýð-
andi. Þar hefur húmor hans og hugkvæmni, til-
finning fyrir mæltu máli og skarpur skilningur,
notið sín til fullnustu. Kristján gerði á sínum
tíma afbragðsþýðingar á kómedíum Aristófa-
nesar, Lýsiströtu og Þingkonunum, og mér hefur
fundist dapurlegt að íslenskt leikhús skuli ekki
hafa nýtt sér þessar gáfur hans meir og betur. En
þó að Kristján sé kominn á áttræðisaldur, er ber-
sýnilega ekkert lát á honum. Helgi heitinn var
lengi að; við verðum að vona að Kristján verði
það einnig.
Jón Viðar Jónsson
Fyllt í eyðu
Fjölbreytninni er fyrir að fara í þessu bókablaði DV. Meðal annars er hér fjallað um
uppvaxtarsögu Ólafs Hauks Símonarsonar, viðtalsbók við Jón „Bö“ Böðvarsson,
stórmerkilega þýðingu á Ummyndunum Óvíds, Stórskemmtilegu stelpubókina,
skopteikningabók Halldórs Baldurssonar og skáldævisögu Bjarna Bjarnasonar. Þá
er ónefnd nýjasta „Útkallsbókin“ og tilvitnanabók sem Óli Björn Kárason tók sam-
an úr málflutningi hinna ýmsu manna í góðærinu og hruninu sem því fylgdi.
dæmir...
Sá á skjöld
hvítan – Við-
talsbók við Jón
Böðvarsson
Guðrún Guðlaugsdóttir skráði
„Of löng bók um
sagnameistara sem
er ef til vill ekki
mikið söguefni
sjálfur.“
Fuglalíf á
Framnesvegi
Eftir Ólaf Hauk Símonarson
„Góð lýsing á upp-
vexti ungra Reykja-
víkurdrengja á
sjötta áratug 20.
aldar.“
Útkall við
Látrabjarg
Eftir Óttar Sveinsson
„Góð lýsing á ótrú-
legum mannraun-
um.“
Stórskemmti-
lega stelpubókin
Eftir Andreu J. Buchanan og Miriam
Peskowitz
„Helsti gallinn er að
börn gætu orðið
hrædd við að lesa
suma kaflana.“
Skuldadagar
Eftir Halldór Baldursson
„Þarna birtist
margt það góða,
slæma og hreint út
sagt fáránlega sem
við landsmenn
höfum mátt búa við
síðustu árin.“
Ummyndanir
Eftir Óvíd
„Stórvirki í íslensk-
um þýðingabók-
menntum sem mun
lengi lifa.“
Leitin að Aud-
rey Hepburn
Eftir Bjarna Bjarnason
„Falleg og fyndin
skáldævisaga.“
SÖGULJÓÐ
Ummyndanir
(metamorphoses)
Publius Ovidius Naso, ÓvídStórvirki í
íslenskum
þýðingabók-
menntum
sem mun
lengi lifa.
Kristján Árnason
íslenskaði
og ritaði inngang
Útgefandi: Mál og
menning
Kristján Árnason, þýðandi Ummyndana
„Eftir að Helgi heitinn Hálfdanarson hvarf af
vettvangi, eigum við ekki marga þýðendur
sem geta talist jafnokar Kristjáns Árnasonar.“