Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Page 16
Miðvikudagur 2. desember 200916 Bækur SAGNFRÆÐISkopmyNdIR Fréttaskýringar í línum og litum Ég man enn undrunarsvipinn sem kom á andlit eins af þáver- andi samstarfsmönnum mínum þegar ég sagði í ársbyrjun 2007 að ég ætlaði að tilnefna Halldór Baldursson teiknara til blaða- mannaverðlauna Blaðamanna- félags Íslands sem úthluta átti skömmu síðar fyrir góð störf á árinu 2006. Þá tengdumst við báðir Blaðinu heitnu, ég sem fréttastjóri og hann sem teikn- ari. Aðspurður hvers vegna ég til- nefndi Halldór sagði ég að bestu teikningar hans jöfnuðust á við fréttaskýringar. Hann gæti með dráttum penna síns skýrt þjóðmálin með betri hætti en margur blaðamaðurinn. Enda fór það svo að dómnefnd blaðamannaverðlaunanna var mér sammála og tilnefndi hann formlega til verðlaunanna, sem einn af þremur. Og þó að hann fengi ekki sjálf verð- launin var tilnefningin viðurkenning á störfum hans. Ég rifja þetta upp núna vegna þess að út er komin önnur bók Halldórs þar sem hann safnar saman teikningum sínum, nú frá hátt í þriggja ára tímabili. Teikningarnar birtust í Blaðinu, 24 stundum, Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu. Þarna birtist margt það góða, slæma og hreint út sagt fáránlega sem við landsmenn höfum mátt búa við síðustu árin, séð með glöggum augum teiknarans sem hefur fyrir margt löngu sannað að hann stendur flestum, ef ekki öllum, skopmyndateiknurum Íslandssögunn- ar mun framar. Margt af því besta í bókinni er hægt að flokka sem frétta- skýringar í línum og litum. Margar teikningar til viðbótar rifja upp ýmis- legt það sem gerst hefur á síðustu árum. Heilt yfir er þetta bók sem hvorki áhugamenn um skopmyndir né áhugamenn um þjóðfélagsmál ættu að láta fram hjá sér fara. BrynjólFur Þór guðmundsson skuldadagar: Hrunið í gróFum dráttum Halldór BaldurssonÞarna birt- ist margt það góða, slæma og hreint út sagt fáránlega sem við landsmenn höfum mátt búa við síðustu árin. Útgefandi: JpV UNGLINGABÓk allt milli Himins og jarðar Þessi bók er um allt milli himins og jarðar. Til dæmis hvernig eigi að búa til trjárólu, segja draugasög- ur, skrifa sendibréf, búa til hring úr ferskjusteini og njósna. Svo er líka fjallað um stráka, hjólaskauta, skyndihjálp, gönguferðir, fjall- göngur, útilegur, Jóhönnu af Örk og lotukerfið. Í bókinni er sagt frá Blóð-Maríu, eða Bloody Mary, sem er leikur þar sem á að fara inn á baðherbergi eða eitthvað þar sem hægt er að slökkva alveg ljósin og standa fyrir framan spegil. Þá á að kveikja á vasaljósi og beina geisl- anum upp frá hökunni svo að andlitið baðist draugalegum ljóma. Svo á að söngla „Blóð-María“ þrettán sinnum til að særa fram anda Blóð-Maríu. Það er best að gera þetta í einrúmi en ef þú vilt getur þú haft vinkonu þína með þér til halds og trausts. Kannski er það vissara, því að sagan segir að í þrettánda skiptið sem þú sönglar nafn hennar birtist hún í speglinum og reynir að klóra úr fólki augun eða hrifsa það til sín í bókstaflegri merkingu. En til eru sögur um að Blóð-María sé ekki alltaf slíkt óhræsi. Ef þú ert heppinn gerist ekkert voðalegra en að þú sérð andlit hennar í speglinum og stundum er hún fáan- leg til að svara nokkrum spurningum um framtíð þína. Og jafnvel þó að ekkert andlit birtist í speglinum kann Blóð-María ýmsar kúnstir til að gera vart við sig með öðrum hætti. Þú færð kannski allt í einu skrámu eða ör sem þú veist ekkert hvernig eru til komin eða þá að gluggi skellist harkalega og það ískrar í hurðarlömum. Helsti gallinn við þessa bók er að börn gætu orðið hrædd við að lesa suma kafla, þó sérstaklega um Blóð-Maríu. Bókin er sögð vera fyrir stelpur á aldrin- um átta til 80 ára. Hún er ekki fyrir yngstu lesendurna. Bókin er að öðru leyti mjög skemmtileg og fræðandi. Harpa mjöll reynisdóttir,13 ára stórskemmtilega stelpuBókin Andrea J. Buchanan og miriam peskowitzMjög skemmti- leg og fræðandi. Helsti gallinn er að börn gætu orðið hrædd við að lesa suma kaflana. Þýðandi:Halla Sverrisdóttir Útgefandi:Forlagið BARNA-/UNGLINGABÓk kom skemmtilega á óvart Þessi bók fjallar um unga stelpu sem er í skólaferðalagi í rústum borgarinnar Pompei. Hún verður þreytt og ákveður að að hvíla sig undir bekk en sofnar. Hún flyst aftur í tíma til lifandi borgarinnar Pompei og hún er sú eina sem veit hvað mun gerast þar. Hún hittir þar strák sem er á sama aldri og hún. Hann hjálpar henni að reyna að komast aftur heim til sín. Bókin er mjög spennandi og áhrifarík. Eftir að hafa lesið bók- ina hugsaði ég mikið um fólkið og dýrin sem létust í eldgosinu. Mér finnst þessi bók segja manni að flest- ir ættu bara að vera ánægðir með líf sitt eins og það er og þakka fyrir að geta lifað góðu lífi. Þessi bók kom mér mjög á óvart. Þegar ég sá bókar- kápuna fannst mér bókin ekki líta út fyrir að vera skemmtileg. Það kom því skemmtilega á óvart að bókin er mjög áhugaverð og heldur manni vel við lesefnið. Ég gef bókinni fjórar stjörnur. Þetta er mjög góð bók. maría gústavsdóttir, 13 ára aFtur til pompei kim m.kimselius Spennandi og áhrifarík. Segir manni að flest- ir ættu að vera ánægðir með líf sitt eins og það er. Útgefandi: Urður bókafélag Breskir togarar, enskir og skoskir, stunduðu veiðar á Íslandsmiðum í nærfellt níu áratugi, frá því skömmu fyrir 1890 og til miðnættis 30. nóv- ember 1976, er síðustu skipin hífðu veiðarfæri sín úr sjó og héldu heim á leið. Bretarnir stunduðu veiðar allt í kringum landið, allan ársins hring, og þegar sókn þeirra var mest, voru á annað hundrað skip að veiðum hér við land á ári hverju. Íslandsveiðarn- ar voru veigamikill þáttur í breskri togaraútgerð, svo mikill að þegar Bretar neyddust til að hverfa á braut í samræmi við samninga um lok síðasta þorskastríðsins, var grund- vellinum í raun kippt undan útgerð stórra togara í fiskveiðibæjunum við Humru, Grimsby og Hull, og einn- ig í Fleetwood og Aberdeen. Mikil- vægi veiðanna við Ísland fyrir breska togaraútgerð sést gleggst af því, að þegar mest var höfðu liðlega 43 pró- sent allra íbúa í Hull lífsviðurværi af þeim. Sitthvað hefur verið skrifað um þessar veiðar. Hér á landi hafa menn einkum beint sjónum að landhelg- ismálum og -deilum, þorskastríð- unum svonefndu, en þau voru þó í rauninni undantekningartilvik, frá- vik frá samskiptum, sem voru alla jafna góð og skiptu Íslendinga miklu máli ekki síður en Breta. Bresku tog- ararnir voru tíðir gestir á íslenskum höfnum, sóttu hingað vatn og vistir og margskyns þjónustu, settu sjúka menn og slasaða á land og þess voru dæmi, að þjónustufyrirtæki víða um land byggðu starfsemi sína að veru- legu leyti á viðskiptum við bresku togaramennina og útgerðir þeirra. Veiðar togaranna áttu sér stað á öllum árstímum og í svartasta skammdeginu, þegar allra veðra var von, voru þeir tíðum að veiðum úti fyrir Vestfjörðum. Þá var oft teflt á tæpasta vað, skipin voru misvel búin, stjórnendur þeirra misjafnlega hæf- ir og oft urðu stórslys þegar skyndi- lega brast á með fárviðri, haugasjó og ísingu. Þá reyndu skipstjórar að leita vars inni á fjörðum og flóum, en við það skapaðist önnur hætta, ekki síst á fyrri hluta 20. aldarinnar, áður en ratsjár komu í togarana og menn urðu bókstaflega að þreifa sig áfram með ófullkomnum tækjum í stórhríð og myrkri. Þá gerðist það því miður alltof oft að skipin strönduðu og tíð- um á stöðum, þar sem björgun af sjó var útilokuð og mjög erfið, ef ekki ómöguleg, úr landi. Þannig var um þau tvö strönd, sem sagt er frá á þessari bók, og orð- ið hafa frægust allra slysa á breskum togurum hér við land: strandi togar- ans Dhoon við Látrabjarg í desem- ber árið 1947 og togarans Sargon við Hafnarmúla í Patreksfirði réttu ári síðar. Í báðum tilvikunum unnu íslenskir björgunarmenn mikið af- rek við ótrúlega erfiðar aðstæður og tókst að bjarga mörgum breskum sjómönnum, þótt allmargir færust. Lesendanna vegna ætla ég ekki að rekja söguna hér, en Óttari Sveins- syni tekst að segja hana á listilegan hátt í þessari nýjustu „Útkallsbók“. Frásögn hans er hröð og spennandi, afar vel skrifuð og sögð með þeim hætti að lesandanum finnst hann standa sjálfur í miðri atburðarásinni, hvort sem er í hópi skipbrotsmanna, sem bíða björgunar um borð í skip- um sínum, björgunarmanna, sem bíða birtingar á Flaugarnefi eða í fjörunni undir Látrabjargi, eða með fólkinu sem bíður í ofvæni heima á bæjum. Eins og vænta má er sagan af björgun skipverjanna á Dhoon lengri og rækilegri. Sú björgun var hið eig- inlega „björgunarafrek við Látra- bjarg“ og fór fram við ótrúlega erfiðar aðstæður, svo erfiðar að þetta „átti“ ekki að vera mögulegt og hvað þá að allir björgunarmennirnir kæmu lif- andi til baka. Björgun skipverjanna á Sargon var á allan hátt einfaldari, en þó engan veginn auðvelt verk. Þar var Óskar Gíslason kvikmynda- tökumaður með í för og afrakstur- inn af starfi hans var kvikmyndin „Björgunarafrekið við Látrabjarg,“ sem sýnd var í kvikmyndahúsum hér á landi og erlendis og vakti mikla at- hygli. Ég sá þessa mynd á barnsaldri og aftur að hluta á safninu á Hnjóti síðastliðið sumar. Áhrifin voru nán- ast hin sömu, gífurlega sterk, en enn er mér lítt skiljanlegt, hvernig björg- unin á Látrabjargi í desember 1947 tókst svo giftusamlega. Ég get hins vegar vel skilið að fólkið, sem tók þátt í björguninni, hafi viljað sem minnst um þetta allt tala. Þeir, sem lenda í mannraunum, vilja sjaldan hafa um þá reynslu mörg orð fyrr en löngu seinna. Myndir, sem Óskar tók í leiðangrinum, sem reyndar var far- inn til að gera kvikmynd um björgun skipverjanna á Dhoon, eru uppistað- an í myndefni sem prýðir þessa bók, og hafa margar þeirra ómetanlegt heimildagildi. Mér skilst að „Útkallsbækur“ Ótt- ars Sveinssonar séu nú orðnar sextán eða sautján talsins. Allar hafa þær vakið mikla athygli og notið mikilla verðskuldaðra vinsælda. Ekki vil ég kasta rýrð á fyrri bækur í flokknum, en að mínu mati er þessi hin besta þeirra allra. Frásögnin er hófstillt en lifandi og mestu máli skiptir, að höf- undinum tekst að bregða upp skýrri mynd af veröld og mannlífi, sem nú er löngu horfið og kemur aldrei aftur. Hér segir frá veröld sem var, „gamla Íslandi“ þar sem fólk gekk til þeirra verka sem þurfti að vinna af æðru- leysi og án þess að spyrja um laun eða vegtyllur. Að því leyti er þessi saga af þrekvirki björgunarmann- anna og -kvennanna við Látrabjarg óður til veigamikils þáttar íslenskrar alþýðumenningar fyrri tíma. jón Þ. Þór útkall við látraBjarg Óttar Sveinsson Góð lýsing á ótrúleg- um mann- raunum. Útgefandi: Útkall ehf. Þrekvirki í Látrabjargi Óttar Sveinsson, höfundur Útkalls við Látrabjarg „Frásögnin er hófstillt en lifandi og mestu máli skiptir, að höfundinum tekst að bregða upp skýrri mynd af veröld og mannlífi, sem nú er löngu horfið og kemur aldrei aftur,“ segir gagnrýnandi um bók Óttars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.