Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Side 30
Gunnleifur Gunnleifsson, lands- liðsmarkvörður Íslands í knatt- spyrnu, á góða vini að, eða svo hélt hann áður en síðastliðinn laugardagur rann upp. Verið var þá að steggja Gunnleif sem gengur brátt að eiga Hildi Ein- arsdóttur, systur Egils „þykka“ Einarssonar. Byrjað var á að fara með Gunnleif í stúdíó þar sem hann söng inn á plötu íslenska útgáfu af laginu When I´m Sixty- Four. Það var þó ekki það versta því eftir upptökuna var brunað með Gunnleif í beina útsend- ingu útvarpsþáttarins Fótbolta. net á X-inu. Þar þurfti Gunnleif- ur að fara eftir handriti og ræða tónlistarferil sinn og hvernig sú uppljómum hefði komið til hans í draumi. Þá þurfti hann einnig að segjast vera besti markvörð- ur landsliðsins frá upphafi áður en áðurnefnt lag var á endanum spilað fyrir alla hlustendur X-ins. Bændur fyrir- gáfu okkur vitleysuna „Það var komin upp ný stétt manna á Íslandi sem virtist lifa á einhverju platformi sem var ekki í boði fyr- ir hina dauðlegu og þessi geð- veiki eyðilagði næstum laxveið- ina til frambúðar og fæstir þessara manna kunna að veiða,“ segir Bubbi Morthens sem er í forsíðuviðtali við Mannlíf sem nýverið kom út. Bubbi hefur margt til málanna að leggja og er ekkert smeykur við að segja sína skoðun frekar en fyrri daginn. Bubbi frumsýnir með- al annars nýju prinsessuna sína, Dögun París, í fyrsta sinn í blöðum landsins og ljóst er að sú stutta hef- ur erft allt það besta frá foreldrum sínum. Bubbi er einn þekktasti laxveiði- maður landsins og hefur greini- lega lítið álit á kunnáttu jakkafata- klæddra bankamanna á bökkum laxáa landsins. Bubbi ræðir einnig að hann hafi verið gerandi í góðær- inu og segir að hann hafi gleypt við hugmyndafræði útrásavíkinganna sem hann hafi litið á sem klóka fjár- málasnillinga. „Þótt þessir menn fái að ganga lausir og þurfi ekki að gjalda gjörða sinna mun skömm- in hvíla yfir þeim næstu 1000 árin í íslenskri sögu. Það getur vel verið að þeim hafi tekist að komast und- an með gríðarlega fjármuni svo þeir eigi sæg af peningum en ærulausir eru þeir og ættmenni þeirra þurfa að bera frá þeim skítinn svo verði þeim að góðu.“ benni@dv.is Steggjaður í beinni BuBBi Morthens í forsíðuviðtali Mannlífs: Stefán Pétur: Brynjar Már Valdimarsson, BMV, er hættur sem útvarpsmaður á FM957 en hann hefur verið með þátt sinn alla virka daga frá kl.10-14. Þó að hann stígi nú til hliðar frá daglegum stúdíó-út- sendingum heldur hann áfram sem dagskrár- og tónlistarstjóri stöðvarinnar sem er með þeim vinsælli á Íslandi. Einn reyndasti útvarpsmaður FM957, klassa- hnakkinn Heiðar Austmann, tekur stað BMV. Stað Heiðars í loftinu frá kl. 14-18 tekur síðan einn efnilegasti útvarpsmaður landsins, Yngvi Þórir Eysteins- son, sem hefur séð um FM Partí og leyst af í þættinum Kósý síð- astliðið ár. Yngvi hóf útvarps- feril sinn á Flass 104.5 áður en FM957 sóttist eftir starfskröftum hans. BMv hættur í loftinu 30 Miðvikudagur 2. desember 2009 fólkið BankaMenn eyðilögðu næstuM laxveiðina Frumsýning Bubbi með yngstu prinsessuna sína, Dögun París. Mynd:Vera Pálsdóttir „Það tók minni tíma að gera þetta spil en Hrútaspil númer eitt. Það voru gallar á því – við gleymdum að skrifa hvaðan hrútarnir voru, en það fór ótrúlega lítið í taugarnar á bænd- um hvað við vorum vitlausir,“ segir Stefán Pétur Sólveigarson hönnuð- ur Hrútaspilsins sem er væntanlegt í allar betri verslanir. Hrútaspilið byggist á því að keppa um eiginleika íslenska hrúts- ins. Á hverju spili er mynd af hrút, nafn hans og ýmsar upplýsingar sem varða útlit, líkamsburði og aðra eiginleika hans. Hverjum þykir sinn fugl fagur og það á líka við um hrúta, en þeir geta verið hyrndir, kollóttir, stuttfættir, langir, gulir, kubbslaga, með útstæð horn og svona mætti lengi telja. Þetta er annað hrútaspilið sem Stefán býr til en það fyrra sló í gegn og seldist upp. „Þetta er það íslensk- asta sem maður finnur held ég – alla- vega eitt af því. Kindur er íslenskar og hrútar enn íslenskari. Útlend- ingar voru mjög hrifnir af spilinu og keyptu það í gríð og erg og þetta er ekkert bara fyrir bændur heldur fyr- ir alla fjölskylduna.“ Hrútaspilið er hægt að nota sem venjulegan spila- stokk auk þess sem á hverju spili er einn hrútur. „Þar eru upplýsingar um hrút- inn og svo er leynileikur með. Reglur fylgja ekki með leynileiknum,“ seg- ir Stefán afar leyndar- dómsfullur. Stefán Pétur hefur verið hægt en örugg- lega að vinna sig upp metorðastiga hönnuða. Fyrir utan Hrútaspilið hef- ur hann einnig gefið út Veiðimann sem er álíka spil, nema með fiskum, og einn- ig Stóðhestaspilið þar sem hestar eru aðalsöguhetjurnar. Þá hannaði Stefán Framhaldsnemann sem keppt er um í Söngkeppni fram- haldsskólanna ásamt fleiri litlum og stórum verkefnum. benni@dv.is „Þetta er ekkert bara fyrir bændur heldur fyr- ir alla fjölskylduna.“ spilið góða Hrútaspilið er fyrir alla fjölskylduna. Og kostar lítið. Flottur Stefán Pétur með spilin. Flottur á uppleið. Mynd Kristinn Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.