Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2009, Blaðsíða 18
Mánudagur 21. desember 200918 Bækur
Fyrri dómar
HARMUR ENGLANNA
Eftir Jón Kalman Stefánsson
SVÖRTULOFT
Eftir Arnald Indriðason
ALLTAF SAMA SAGAN
Eftir Þórarin Eldjárn
JÓN LEIFS – LÍF Í TÓNUM
Eftir Árna Heimi Ingólfsson
HIMINNINN YFIR
ÞINGVÖLLUM
Eftir Steinar Braga
PARADÍSARBORGIN
Eftir Óttar Norðfjörð
FRJÁLS OG ÓHÁÐUR
Eftir Jónas Kristjánsson
ÆVISAGA EINARS
BENEDIKTSSONAR
Eftir Einar Benediktsson
FÖLSK NÓTA
Eftir Ragnar Jónasson
SAGA VIÐSKIPTARÁÐU-
NEYTISINS 1939–1994
Eftir Hugrúnu Ösp Reynisdóttur
SÓLSTJAKAR
Eftir Viktor Arnar Ingólfsson
ENN ER MORGUNN
Eftir Böðvar Guðmundsson
HYLDÝPI
Eftir Stefán Mána
TIL VESTURHEIMS
Eftir Bergstein Jónsson
VORMENN ÍSLANDS
Eftir Mikael Torfason
REYNDU AFTUR – ÆVISAGA
MAGNÚSAR EIRÍKSSONAR
Tómas Hermannsson skráði
MILLI TRJÁNNA
Eftir Gyrði Elíasson
Á MANNAMÁLI
Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur
SNORRI – ÆVISAGA SNORRA
STURLUSONAR
Eftir Óskar Guðmundsson
MYND AF RAGNARI Í SMÁRA
Eftir Jón Karl Helgason
UMSÁTRIÐ
Eftir Styrmi Gunnarsson
KOMIN TIL AÐ VERA, NÓTTIN
Eftir Ingunni Snædal
FÆREYSKUR DANSUR
Eftir Huldar Breiðfjörð
SÖKNUÐUR – ÆVISAGA
VILHJÁLMS
VILHJÁLMSSONAR
Eftir Jón Ólafsson
ÉG OG ÞÚ
Eftir Jónínu Leósdóttur
AÐ SIGRA SJÁLFAN SIG
Eftir Gunnlaug Júlíusson
MILLI MJALTA OG MESSU
Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur
ORRUSTAN UM SPÁN
Eftir Antony Beevor
ENGINN RÆÐUR FÖR
Eftir Runólf Ágústsson
SJÚDDIRARÍ REI – ENDUR-
MINNINGAR GYLFA ÆGISSON-
AR
Eftir Sólmund Hólm Sólmundarson
HVÍTI TÍGURINN
Eftir Aravind Adiga
SPÁNAR KÓNGURINN - ÁSTAR-
SAGA
Eftir Sigurð Gylfa Magnússon
UMMYNDANIR
Eftir Óvíd
AFTUR TIL POMPEI
Eftir Kim M. Kimselius
LEITIN AÐ AUDREY HEPBURN
Eftir Bjarna Bjarnason
Óvæntustu tíðindin í tilnefningum til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna í desemberbyrjun voru eflaust þau
að skáldsagan Bankster eftir tiltölulega óþekktan höfund,
Guðmund Óskarsson að nafni, fékk eina af þeim fimm
sem til skiptanna voru. Þetta er þriðja skáldverk höfund-
ar, áður hefur hann sent frá sér örsagnasafnið Vaxandi
nánd og skáldsöguna Hola í lífi fyrrverandi golfara.
Bankster gerist síðastliðinn vetur og segir frá ung-
um bankastarfsmanni, Markúsi, og sambýliskonu hans,
Hörpu. Bæði missa þau vinnuna í hruninu mikla í fyrra-
haust, hann hjá Landsbankanum, hún hjá Kaupþingi.
Markús er sögumaður bókarinnar, segir söguna í gegn-
um dagbók sem hann byrjar að halda eftir katastrófuna,
en skrif hennar og lestur ýmissa bóka er meira og minna
það eina sem hann tekur sér fyrir hendur í svartholi at-
vinnuleysisins sem hann er allt í einu staddur í. Harpa
bregst öðruvísi við atvinnumissinum, útvegar sér strax
vinnu sem afleysingakennari í grunnskóla og horfir á við-
brögð unnustans í sífellt dekkra ljósi eftir því sem á líður.
Guðmundi tekst hreint ágætlega upp við að lýsa tóm-
leikatilfinningunni og vanmættinum sem Markús upplif-
ir eftir að honum er sagt upp störfum. Og hann er næm-
ur á ýmis smáatriði í hegðun og aðstæðum fólks sem
lesandinn þekkir án þess endilega að hafa leitt hugann
meðvitað að þeim, og færir persónurnar og frásögnina
þannig nær lesandanum. Maður finnur til með Mark-
úsi, og reyndar þeim báðum hjónaleysunum, þrátt fyrir
að í tilviki Markúsar geri hann lítið sem ekkert til þess að
vinna sér inn fyrir samúðinni. Og oft þvert á móti. Í styttra
máli: persónusköpun Guðmundar er afar góð.
Þar sem höfundurinn sjálfur er starfsmaður Lands-
bankans ætlar maður að lýsing hans á andrúmsloftinu
þar innandyra og í samskiptum starfsmanna sé allavega
að töluverðu leyti sannleikanum samkvæm, eða eins og
hann sem óbreyttur bankastarfsmaður skynjaði það og
upplifði. Guðmundur var á hinn bóginn ekki einn þeirra
fjölmörgu sem misstu vinnuna og þarf því að treysta
á skáldagáfuna í þeim efnum, en þekkir þó vafalítið þó
nokkra sem dreyptu á þeim bitra kaleik og hefur því sjálf-
sagt getað sótt að einhverju leyti í reynslubrunn fyrrver-
andi starfsfélaga.
Bankster er haganlega saman sett skáldsaga um
það hvernig tilveran liðast smátt og smátt í sundur hjá
bankastarfsmanni sem vissi ekki betur, frekar en pöpull-
inn, en að lífið fram undan liti bara dável út. Það sem
helst má setja út á sögu Guðmundar fyrir mína parta er
að faðir Markúsar kemur svo gott sem ekkert meira við
sögu eftir að hafa átt áhugaverð samtöl við son sinn á
fyrstu síðum bókarinnar í þann mund sem fjármálakerf-
ið er að hrynja. Samtölin eru athyglisverð því þar ræða
saman innanbúðarmaður í kerfinu og maður sem stend-
ur algjörlega utan við það, það er faðir Markúsar sem er
um leið fulltrúi allra þeirra lesenda sem horfðu utan frá
á pappírsborg bankakerfisins fjúka út í buskann nán-
ast á einni nóttu. Líklegt má telja að mörg svona samtöl
hafi átt sér stað hér á landi þessa örlagaríku daga haust-
ið 2008.
Með öðrum orðum: Guðmundur er vel að verðlauna-
tilnefningunni kominn þó án nokkurs vafa hefði verið
hægt að taka önnur verk bókavertíðarinnar fram yfir án
þess að það hefði verið á nokkurn hátt gagnrýni vert.
KRISTJÁN HRAFN GUÐMUNDSSON
SKÁLDSAGA
Barlómur
bankamanns
BANKSTER
Guðmundur Óskarsson
Haganlega sam-
an sett skáld-
saga um það
hvernig tilveran
liðast smátt og
smátt í sund-
ur hjá atvinnu-
lausum banka-
manni.
Útgefandi:
Ormstunga
Guðmundur Óskarsson Bankster
er þriðja bók Guðmundar sem
sjálfur er bankastarfsmaður.