Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 8. október 2010 föstudagur Bjarni græðir í kreppunni n Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrver- andi forstjóri Glitnis, hefur hagnast umtalsvert á viðskiptum með ís- lensk ríkisskuldabréf frá hruninu árið 2008. DV fjallaði um málið á mánudag en samkvæmt heim- ildum DV er aðallega um að ræða ríkisskuldabréf, sem eru ein traustasta fjár- festing sem menn geta ráðist í. Sjálfur neitaði Bjarni að staðfesta að hann hefði fjárfest umtalsvert ríkisskuldabréfum frá hruninu en vildi heldur ekki neita því. „Ég svara því ekki.“ Hann neitaði því hins vegar aðspurður að Íslandsbanki hefði fjármagnað kaupin á skuldabréfunum í hans tiltelli. „Svarið við því er nei.“ Heimildir DV herma að mörg dæmi séu um það að fjármálafyrirtæki, fyrst og fremst Íslandsbanki og MP Banki, láni fjárfestum allt upp í 90 prósent af kaupverði ríkisskuldabréfa gegn tíu prósent eiginfjárframlagi þeirra sjálfra. Samkvæmt því sem Bjarni segir á þetta hins vegar ekki við í hans tilfelli. Heimilið tæmt um miðjan dag n Brotist var inn hjá Veru Rut Ragnarsdóttur og Sóleyju Þor- björnsdóttur um hábjartan dag á þriðjudaginn í síðustu viku. Vera Rut skrapp frá í þrjá tíma og á meðan virðast afar skipulagð- ir innbrotsþjófar hafa látið greipar sópa í íbúðinni. Miklum verðmætum var stolið, en að sögn Veru Rutar er mesta tjónið falið í því sem ekki verður metið til fjár. „Ég fer í vinnuna klukkan þrjú á þriðju- dag og kem heim klukkan sex aftur. Ég var að tala við vinkonu mína í símann þegar ég sé að rúða er brotin. Hurðin var ólæst og það fyrsta sem ég hugsaði var hvort Sóley vinkona mín sem býr með mér væri nokkuð heima, og enn inni, og hvar hundurinn minn væri. Ég fer inn og öll íbúðin er á hvolfi,“ sagði Vera Rut í DV á mánudag. Meðal þess sem stolið var má nefna tvær fartölvur, tveir flatskjáir og önnur verðmæt raf- magnstæki. Fengu aFskriFað en HöFða mál n Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Glitn- is hafa farið í mál gegn þrotabúi bankans út af launakröfum sem þeir gerðu í þrotabú bankans. Mál nokkurra þeirra voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstu- daginn í síðustu viku. Glitnisstarfsmennirnir fyrrverandi fara í mál við bankann vegna þess að launakröfur þeirra voru ekki samþykktar á sínum tíma af starfsmönnum slitastjórnar Glitnis. Þeir reyna nú að fá úr því skorið fyrir dómstól- um hvort þeir eigi rétt á að fá kröfur sínar greiddar út eða ekki. Kröfurnar byggja á ákvæðum í ráðningarsamningum þeirra. Starfsmennirnir sem um ræðir eru meðal annars þeir Magnús Bjarnason, Eggert Þór Kristófersson, Jóhannes Bald- ursson og Ingi Rafnar Júlíusson. Þrír þeirra eru þeir þekktir fyrir aðkomu sína að ýmsum þekktum málum tengdum Glitni sem verið hafa til umræðu fyrir og eftir hrunið. 3 1 n Vera og Sóley Vilja endurheimta eigur SínarHEIMILIÐ TÆMT UM MIÐJAN DAG GRÆÐIR MILLJÓN Á DAG mánudagur og þriðjudagur 4. – 5. október 2010 dagblaðið vísir 114. tbl.100. árg. – verð kr. 395 n tóK 400 milljónir Króna í arð n FÉKK aFSKriFaðar 800 milljónir n átti SKuldabrÉF Fyrir 6 milljarða n „Ég Segi eKKi neitt“ FrÉttir 2–3 SVONA GRÆÐI R BJARNI Góðæri hjá Bjarna Ármanns: FrÉttir 623leiðir að lífshamingju líFSStíll 22–23 FrÉttir 4 FrÉttir 12–13 eiginmaður ingibjargar sólrúnar: FÉKK BÍL HJÁ RÁÐUNEYTINU n til að Sýna KínVerja landið aron Pálmarsson: LIFIR HÁTT Í KIEL FólKið 26 Vilja Valtý burt n ummæli í dV VeKja reiði AUSTURVÖLLUR LOGAÐI n EKKI NÓG AÐ FÁ HUNDRUÐ MILLJÓNA AFSKRIFUÐ n JÓHANNES FéKK 782 MILLJÓNIR AFSKRIFAÐAR EN HEIMtAR Nú 68 MILLJÓNIR í LAUN n INGI RAFNAR, FoRStJÓRI vERÐbRéFA- MIÐLUNAR, FéKK 519 MILLJÓNIR AFSKRIFAÐAR EN KREFSt Nú 85 MILLJÓNA í LAUN Fara í mál við þrotabú Glitnis: MIÐvIKUDAGUR og FIMMtUDAGUR 6. – 7. oKTÓBER 2010 dagblaðið vísir 115. tbl.100. árg. – verð kr. 395 BANKA- MENN HEIMTA MEIRA n „SÓÐALEGAR“ AFSKRIFtIR HJÁ bJARNA FRéttIR 4/8 FRéttIR 10–11 nýnasismi á íslandi: ÖFGAR RíSA í EvRÓPU FRéttIR 16–17 ÞROSKAÐ kynlíf LíFSStíLL 22–23 stórleikur gegn skotum: FRAMTÍÐ ÍSLENSKS FÓTBOLTA RÆÐST SPoRt 24–25 StRíÐIÐ UM KvÓtANN n LEIÐIRNAR tvæR oG ÁLIt SAMEINUÐU þJÓÐANNAn „SAMNINGALEIÐIN ER vERStA MÖGULEGA útKoMAN“ 12–13 ALLT SNÝST UM HAGVÖXT OG ATVINNU Á ÍSLANDI n FULLtRúI AGS útSKýRIR StEFNUNA Franek rozwadowsky: FRéttIR 2–3 svona er staðan: vENJULEGt FÓLK í FULLRI vINNU StEFNIR í þRot NEytENDUR 14–15 Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, ekur sínum fjallajeppa þar sem honum sýnist. Hann ók yfir gangstétt út af bílastæði en slapp við sekt. hitt málið Fjölþrepa bakbrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun • Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18 Verð: 7.950 kr. Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is 2 „Ég fer í vinnuna klukkan þrjú á þriðjudag og kem heim klukkan sex aftur. Ég var að tala við vinkonu mína í símann þegar ég sé að rúða er brot- in. Hurðin var ólæst og það fyrsta sem ég hugsaði var hvort Sóley vinkona mín sem býr með mér væri nokkuð heima, og enn inni, og hvar hundur- inn minn væri. Ég fer inn og öll íbúð- in er á hvolfi,“ segir Vera Rut Ragn- arsdóttir sem varð fyrir því að brotist var inn á heimili hennar og Sóleyjar Þorbjörnsdóttur á þriðjudaginn um hábjartan dag. Hinir óprúttnu þjófar létu greipar sópa á heimili þeirra vin- kvenna og höfðu á brott með sér gríð- arlega verðmæt raftæki. Allt tómt „Það var búið að henda öllu úr fata- skápunum hjá okkur, allar skúffur og skápar voru opnir og stofan mín er tóm. Það eru öll raftæki farin, allt sem kostaði einhvern pening er horf- ið,“ segir Vera Rut þegar hún lýsir að- komunni að verstu martröð hvers húseiganda. Meðal þeirra hluta sem hurfu voru tvær dýrar fartölvur, tvö stór flatskjássjónvörp, Bose-græjur og myndavélar. Hún kveðst ekki vera búin að taka saman hvert fjárhags- legt tjón af innbrotinu sé. Ef litið er til þeirra hluta sem stolið var, og þeirra vörumerkja sem um ræðir, er ljóst að góssið sem þjófarnir höfðu með sér er metið á hundruð þúsunda. Vera var í miklu uppnámi þegar hún hringdi í lögregluna sem kom að hennar sögn rúmlega klukkustund síðar. „Það var tekin skýrsla og listi útbúinn yfir þá hluti sem ég sakna.“ Hún veltir fyrir sér hvers vegna lögreglan sé ekki búin að lýsa eftir vitnum að atburðinum. Umfang innbrotsins gefi vissulega til- efni til þess að hennar mati. Leitar vitna og biðlar til Facebook-vina Vera Rut og Sóley hafa því brugðið á það ráð að biðla til almennings í gegnum Facebook þar sem þær hafa sett á laggirnar síðu undir yfirskrift- inni VANTAR HJÁLP!! INNBROT. Þar lýsa þær nokkrum af þeim hlut- um sem hurfu í innbrotinu og biðja fólk að hafa augun hjá sér ef hlutirn- ir verði auglýstir til sölu á vinsælum síðum. Að auki vill Vera nota tæki- færið til að lýsa eftir vitnum að inn- brotinu. „Þetta gerist um hábjartan dag á þriðjudaginn, á Smiðjustíg við Laugaveg, þannig að fólk hlýtur nú að hafa séð þetta. Þú labbar ekkert með svona stóra hluti óséður.“ Hún hvetur þá sem telja sig geta veitt upplýsing- ar um málið að hafa upp á Facebook- síðunni og hafa samband við sig. Hún kveðst þegar hafa fengið nokkr- ar góðar vísbendingar í gegnum síð- una. „Það eru nokkrir sem koma til greina.“ Ómetanlegum minningum stolið „Ég er meira að segja tilbúin að kaupa dótið mitt aftur ef það er það sem til þarf,“ segir Vera sem segir þær vin- konurnar vera í góðri vinnu og hafi haft það virkilega gott í gegnum tíð- ina og því haft efni á flottum og dýr- um hlutum. Þrátt fyrir að fjárhags- legt tjón innbrotsins sé augljóslega hundruð þúsunda, segir hún mesta missinn vera í því dóti sem hafi per- sónulegt gildi fyrir sig. Eins og ómet- anlegar minningar geymdar í tölv- unni sem stolið var. „Tölvan mín er eitt það persónu- legasta sem ég á. Á henni eru ljós- myndir frá ferðalögum mínum um fjórar heimsálfur,“ segir Vera Rut mið- ur sín. 6 fréttir 4. október 2010 má nudagur Brotist var inn hjá Veru Rut Ragnarsdóttur og Sóleyju Þorbjörnsdóttur um háb jartan dag á þriðjudaginn. Vera Rut skrapp frá í þrjá tíma og á meðan létu afar skipulagðir innbrotsþjófa r greipar sópa í íbúðinni. Miklum verðmætum var stolið, en að sögn Veru Rutar er mesta tjónið falið í því sem ek ki verður metið til fjár. SiguRðuR mikAeL jÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Fórnarlömb innbrotsþjófa VeraRutogSóley töpuðuraftækjumogöðrumpersónulegummunum fyrirhundruðþúsundaáþriðjudaginnþegarbrotist varinnáheimiliþeirraviðSmiðjustígímiðbænum. mYnD eggeRT jÓhAnneSSon Rúmensku handboltahjónin Gabriela og Leonard Cristescu hafa stefnt Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH, og handknattleiksdeild félagsins. Krafa þeirra gegn félaginu er upp á tæpar 2,5 milljónir króna sem þau telja sig eiga inni vegna starfsloka hjá FH. Þau Gabriela og Leonard léku sem markverðir fyrir meistarflokka FH í handbolta ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. Launagreiðslur þeirra beggja við félagið voru bundn- ar í evrum og við bankahrunið tvö- földaðast skyndilega sú fjárhæð sem félagið þurfti að leggja út. FH komst að samkomulagi við hjónin um að þau hættu störfum hjá félaginu en dómsmálið nú snýst um launaupp- gjör. Launakrafa handboltahjónanna hljóðar upp á 15 þúsund evrur eða tæpar 2,5 milljónir króna. Ekki er deilt um þá launafjárhæð heldur um við hvaða gengi skal miða við launa- uppgjörið ásamt því að FH hefur lagt fram ýmsar mótkröfur á hendur sín- um fyrrverandi starfsmönnum, til að mynda kröfur vegna húsaleigu og bif- reiðar sem leikmennirnir fengu. Eftir því sem DV kemst næst hefði málið ekki farið fyrir dóm ef launasamning- ur þeirra hefði verið í íslenskum krónum en algengt var að erlend- ir íþróttamenn hérlendis semdu við íþróttafélög um laun í erlendum gjaldmiðlum. trausti@dv.is Fyrrverandi leikmenn FH í mál við félagið: Vilja milljónir Fh FyrrverandileikmennogþjálfararviljalauníevrumfráFH. Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 LAGERSALA www.xena.is no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no16 st. 36-41 verð kr. 6495.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- no22 st. 36-41 verð kr. 7995.- Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýjum skóm á alla fjölskylduna heimili tæmt um hábjartan dag Tölvan mín er eitt það per- sónulegasta sem ég á. Á henni eru ljósmyndir frá ferðalögum mínum um fjórar heimsálfur nErustormjárnígluggumsemlokasttilhliðar? nErgluggiviðhliðinaáhurðöruggur? nErláshurðatrausturogekkihægtaðopnaánverkfæra? nErheimiliðvelupplýstaðutan? nErudagblöðfjarlægðþegarenginnerheima? nTæmireinhverpóstkassannþinn(fjölbýli)? nErheimasíminnstillturyfiríGSM? nErugardínurnarskildareftirþegarþúferðíburtueinsog einhverværiheima? nErsvalahurðinalltaflæst? nErtubúinaðbiðjanágranna/vinaðfarareglulegaheimtilþín þegarþúertaðheiman? nEröryggisgleríútidyrahurðmeðgleri? nEruaukalyklaröruggirogekkigeymdirundirmottueðaí blómapotti? nVeistþúhvarölleintökafhúslyklumeru? nErbréfalúgastaðsettáþjófheldumstað? nOpnarþúíeinhverjutilfellifyrirþeimsemþúþekkirekkisem segistt.d.hafaýttárangabjöllu? nByrgirgróðursýnfrágötu? nErgluggiáhúsveggviðþéttangróður? nErutómarumbúðirt.d.raftækjaávalltfjarlægðareðasettarí geymslueðarusl? nErfrágangurverðmæta(s.s.fartölva)þannigaðþausjást ekkiinnumglugga? nErtillistiogmyndirafinnbúi? nEruháarpeningaupphæðirgeymdaríbankaeða öryggishólfi? nErgóðlæsingábílskúrshurð? nHefurþúþaðsemregluaðgeymaaldreisímaeðaveskií bílnum? nErbúiðaðfjarlægjaverðmætiúrhanskahólfibílsins? nGetaallirséðferðaáætlunþínaánetinu,t.d.áFacebookeða bloggsíðu? komdu í veg fyrir innbrot 25 spurningar úr handbók um nágrannavörslu Sjóvár. n13“MacbookPro nSvörtAcerfartölva n32“Sonyflatskjár n42“Samsungflatskjár niPodsvartur80GB niPodgrár16GB niPodbleikur16GB nBose-græjurfyririPod nCannonmyndavélgrá nLeikjatölvur nAnnað:Demantshringur,aðrir skartgripirogarmbandsúr. LiSTinn eR ekki TæmAnDi Að Sögn VeRu Þessu var stolið Heildarfjöldi innbrota á höfuð- borgarsvæðinu fyrstu átta mánuði áranna 2006 til 2010 innbrot 2006 1.243 2007 1.327 2008 1.234 2009 2.068 2010 1.893* *miðAð Við jAnúAR TiL ágúST 2010 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og upp- hafsmaður Icesave-reikninganna, var í tómu pati þar sem hann var staddur á bílastæðinu við Tryggva- götu nærri Kolaportinu á miðviku- dag. Skömmu áður hafði sést til Sig- urjóns rölta yfir Tryggvagötu í átt að Nissan Patrol-jeppa sínum. Annar ökumaður kom hins vegar aðvífandi þegar bankastjórinn fyrrverandi hugðist bakka jeppanum úr stæð- inu. Eftir að hafa reynt að smokra sér fram hjá í bakkgírnum sá Sigur- jón sér þann kost vænstan að halda beint af augum. Yfir háan gangstétt- arkantinn, upp á gangstéttina og yfir og þaðan út á Tryggvagötu þar sem hann lét sig hverfa. Vegfarandi náði öllu saman á mynd og Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn segir morgunljóst að um umferðarlagabrot er að ræða og að ef lögreglumenn hefðu séð umrætt atvik hefðu þeir haft af- skipti af ökumanninum, í þessu tilfelli Sigurjóni, og hann verið sektaður. Við umferðarlagabroti Sigurjóns liggur 5.000 króna sekt að sögn Geirs Jóns. Lítið hefur farið fyrir bankastjór- anum fyrrverandi eftir hrun, en 6. október síðastliðinn voru tvö ár lið- in frá því. Sést hefur til Sigurjóns í húsnæði að Skúlagötu 19 þar sem talið er að hann reki einhvers konar ráðgjafarfyrirtæki líkt og svo marg- ir fyrrverandi kollegar hans og lykil- stjórendur föllnu bankanna. Sigurður mikael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Áfram veginn Sigurjónsáþannkostvænstanaðhaldabeintafaugum.Skýrtlögbrot,segirGeirJónÞórisson. myndir Sigtryggur ari Bankastjóri Brýt r lög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.