Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 8. október 2010 FÖSTUDAGUR „FINNST BARA AÐ ÞEIR HAFI VERIÐ PLATAÐIR“ Ásbjörn Jónsson, skiptastjóri hug- búnaðar- og leikfangafyrirtækisins Mind ehf., sem var meðal annars í eigu Jóhannesar Þórðarsonar og Jó- hannesar G. Péturssonar, ætlar að rifta sölu félagsins á hugmynd að barnatölvu skömmu áður en félagið fór í þrot í fyrra. Þetta var ákveðið á kröfuhafafundi þrotabúsins í ágúst. Hugmyndin var seld til félags sem er að hluta til í eigu eiginkonu Jó- hannesar G., Stefaníu Karlsdóttur, að sögn Ásbjarnar. „Það er verið að skoða hugsanlega riftun á sölunni á hönnunarvinnu út af þessari tölvu. Það var bara einfaldlega þannig að tveir stjórnarmenn ákváðu bara að selja þetta út úr félaginu til annars félags sem er þeim tengt,“ segir Ás- björn en þessi hugmyndavinna var helsta eign félagsins. Ásbjörn seg- ir að þrotabúið sé annars eignalaust fyrir utan tölvur, skrifborð og aðra slíka hluti. Mind átti dótturfélag í Asíu sem einnig er gjaldþrota að sögn Ásbjarnar. Enn unnið með hugmyndina Salan á hugmyndavinnunni átti sér stað í október árið 2009, að sögn Ás- bjarnar, en félagið var tekið til gjald- þrotaskipta í maí síðastliðnum. Kaupverðið var 14 milljónir króna. Ásbjörn segir að ekki hafi fengist staðfesting á því að búið hafi fengið greitt fyrir söluna á hugmyndavinn- unni. Hann segir að vinna þrotabús- ins byggist meðal annars á því að kanna hvert raunverulegt verðmæti hugmyndarinnar sé og hvort og þá hvernig greiðslan fyrir hana átti sér stað. Ásbjörn segir að stjórnarmenn- irnir fyrrverandi séu ennþá að vinna með hugmyndina að barnatölvunni í öðru einkahlutafélagi, Bluerock ehf. Starfsemi Mind gekk út á að hanna og selja leikföng. Hugmynd- in var að þróa tölvu sem hægt væri að bæta nýjum og nýjum einingum við eftir því sem barnið þroskaðist. Þannig átti að vera hægt að miða tölvuna við þroskastig barnsins og bæta við hana einingum sem hæfðu þroska og greind barnsins hverju sinni. Barnið átti að geta alist upp með tölvunni ef svo má segja. Hluthafar og starfsmenn ósáttir Ásbjörn segir að lýstar kröfur í þrotabú Mind nemi um 480 millj- ónum króna og að ljóst sé að af öllu óbreyttu fáist lítið sem ekkert upp í þær. Meðal þeirra sem gera kröfu í búið eru aðrir hluthafar Mind sem eru ósáttir við söluna á hugmynd- inni að barnatölvunni út úr félag- inu. „Þeim finnst bara að þeir hafi verið plataðir. Þeim finnst þessi sala vera óeðlileg,“ segir Ásbjörn. Hann segir hins vegar að enn sé alveg óljóst hversu mikil verðmæti felist í hugmyndinni að barnatölvunni í dag. „Þetta er hönnun sem er 2007 eða 2008. Nú ertu kominn með iPad og fleira slíkt.“ Hvað sem þessu líður vilja kröfuhafarnir fá viðskiptunum með barnatölvuna rift. Fyrrverandi starfsmenn Mind, fólkið sem vann að barnatölvunni, gera sömuleiðis kröfur upp á millj- ónir króna í þrotabúið samkvæmt kröfuskránni. „Frumkvöðull deilir reynslu sinni“ Athygli vekur að á sama tíma og fyrirtæki Jóhannesar er í áður- nefndri slitameðferð heldur hann fyrirlestra um viðskipti við Kína þar sem hann er titlaður frum- kvöðull. Síðastliðinn fimmtudag hélt Jóhannes til að mynda fyr- irlestur í Húsi verslunarinnar í Kringlunni á vegum Íslensk-kín- verska verslunarráðsins. Þar tjáði Jóhannes sig um viðskipti við Kína undir yfirskriftinni: „Viðskipti við Kína: Frumkvöðull deilir reynslu sinni.“ Auglýsing um fyrirlesturinn birtist á leiðarasíðu Fréttablaðsins síðastliðinn miðvikudag. Þar er Jó- hannes titlaður framkvæmdastjóri Mind. Einhverjir af þeim sem lýsa kröfum í bú Mind munu hafa mætt á fyrirlestur Jóhannesar. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Það er verið að skoða hugsan- lega riftun á sölunni á þessari hönnunarvinnu út af þessari tölvu. Þrotabú fyrirtækisins Mind íhugar nú riftun á sölu á hugmyndum að barnatölvu út úr fyrirtækinu skömmu áður en það varð gjaldþrota. Kaupandinn var félag í eigu eig- inkonu hluthafa í Mind. Skiptastjóri þrotabúsins segir engar eignir vera í því á móti nærri 500 milljóna króna kröfum. Frumkvöðull stendur í ströngu Skiptastjóri íhugar riftunarmál vegna sölu á hugverkum út úr félaginu. Jóhannes Þórðarson, einn af hluthöfum Mind, sést hér halda fyrirlestur á vegum Íslensk-kín- verska verslunarráðsins í Húsi verslunarinnar á fimmtudaginn. Riftunarmálið beinist meðal annars að þeirri ákvörðun Jóhannesar að selja hugverk út úr félaginu. MYND EGGERT JÓHANNESSON SIGURÐUR HARALDSSON: Rekinn eftir mótmæli „Ég hef aldrei verið einkennisklæddur eða mótmælt sem öryggisvörður,“ seg- ir Sigurður Haraldsson, mótmælandi og verktaki. Sigurður missti vinnu sína hjá Sec- uritas eftir að fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis tók ranga mynd af Facebook- síðu hans þar sem hann er einkennis- klæddur og birti með viðtali við hann. Sigurður var einn þeirra mótmælenda sem á mánudagskvöldið gengu í veg fyrir ráðherrabifreið Össurar Skarp- héðinssonar með þeim afleiðingum að á hann var ekið. Sigurður segir að myndbirtingin af honum í búningi Securitas hafi farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans og því hafi honum verið tjáð að hann yrði að víkja, allavega í bili. Sigurður hefur að eigin sögn mótmælt nær linnulaust frá falli kerfisins. Í tvígang hafi komið fyrir að hann sýndi öryggisvarðarskír- teini sín í mótmælum í sumar og fékk hann þá áminningu. Þegar myndin birtist af honum í gallanum var það kornið sem fyllti mælinn hjá Secu- ritas, að hans sögn, enda margir þeir sem hann er að mótmæla viðskipta- vinir fyrirtækisins. „Það er andskoti hart að þurfa að kyngja þessu eftir tíu ára flekklaust starf sem öryggisvörð- ur.“ mikael@dv.is Minkar á ferð í Hafnarfirði „Minkar eru farnir að færa sig upp á skaftið hérna í Hafnarfirðinum,“ segir Hafnfirðingurinn Gísli Már Árnason sem smellti myndum af mink sem í mestu makindum rölti um götur, torg og stíga í nágrenni við heimili hans á miðvikudag. Hann segir að fleiri hafi orðið varir við minka á ólíklegustu stöðum í bænum. „Við kærastan mín stóðum á tröppunum við heimili okkar þegar þessi minkur kemur á vappinu upp göngustíginn. Hann virtist nú ekki vera mikið hræddur við mannfólkið,“ segir Gísli. mikael@dv.is F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 ÞÆGILEGIR & LÉTTIR www.gabor.is Sérverslun með Stærðir 35-42 Verð kr. 16.495.- Frumvarp um varnir gegn kynferðisofbeldi gegn börnum: Banna barngert klám Refsiréttarnefnd í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu hefur ver- ið falið að útbúa frumvarp til laga sem ætlað er að banna svokallað barngert klám. DV fjallaði fyrir skemmstu um að- gerðahóp sem fór í vettvangsferðir í nokkrar klámverslanir á höfuðborgar- svæðinu þar sem var að finna barngert klám, klám þar sem fullorðinn einstakl- ingur er barngerður í kynferðislegum tilgangi. Hópurinn útbjó plaköt sem hengd voru upp í skjóli nætur og vildu meðlimir hópsins sjá aðgerðir gegn barngerðu klámi. Meðal annars hengdi hópurinn umrædd plaköt á dyr dóms- mála- og mannréttindaráðuneytis. „Efni þar sem æskan er klámvædd eða gerð erótísk á einfaldlega að vera ólöglegt,“ sagði Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona ráðherra í DV á dögun- um. Handtökin í dómsmála- og mann- réttindaráðuneyti eru snör því nú hef- ur refsiréttarnefnd verið falið að út- búa frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum svo að hægt sé að fullgilda samning Evrópu- ráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri mis- notkun á börnum. Refsiréttarnefnd er samhliða fal- ið að skoða mögulegar lagabreyting- ar á ákvæðum almennra hegningar- laga um bann við vörslu og dreifingu á barnaklámi og hvort og þá hvernig unnt sé að heimfæra undir refsiákvæð- ið tilvik þar sem fullorðinn einstakl- ingur er barngerður í kynferðislegum tilgangi en slík lagaákvæði er að finna í norskum hegningarlögum. „Við erum að sjálfsögðu ánægð með þessi viðbrögð,“ segir forsprakki hópsins um fréttirnar. „Við ætlum samt ekkert að fagna strax. Þetta er farið í nefnd sem þá býr til frumvarp. Og við vitum svo sem vel að frumvarp er alls ekki ávísun á lagabreytingu.“ kristjana@dv.is Snör handtök í ráðuneytinu Refsiréttarnefnd mun útbúa frumvarp sem bannar barngert klám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.