Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 8. október 2010 föstudagur Ragnar Emil Hallgrímsson var aðeins þriggja mánaða þegar hann greind- ist með sjúkdóminn SMA-1, sem er sjaldgæfur og alvarlegur hrörnunar- sjúkdómur. Læknarnir gáfu foreldr- um hans ekki miklar vonir og töldu ólíklegt að hann næði tveggja ára aldri. Foreldrar Ragnars neituðu að leggja árar í bát og lögðust sjálfir í mikla rannsóknarvinnu til að kynna sér sjúkdóminn. Þau settu sig í sam- band við lækna víðs vegar um heim- inn og höfðu einnig samband við foreldra annarra barna sem höfðu greinst með sama sjúkdóm. Þannig lærðu þau ýmislegt um sjúkdóminn, hvernig mætti auka lífslíkur Ragn- ars og hvernig þau gætu gert honum kleift að njóta þess að vera til þrátt fyrir sjúkdóminn. Þessi rannsóknar- vinna og gífurleg þrautseigja foreldr- anna hefur svo sannarlega skilað sér, því í dag er hann orðinn þriggja ára gamall. Í æfingabúðum Sjúkdómurinn sem Ragnar glímir við gerir það að verkum að hann getur ekki gengið, setið, tjáð sig eða fram- kvæmt aðrar hreyfingar sem flest þriggja ára börn eru fær um. Hann er þó, að sögn móður hans Aldísar Sig- urðardóttur, ótrúlega klár strákur og virðist vera alveg skýr í kollinum. Þá hefur hann örlítinn mátt í höndun- um sem gerir honum kleift að stýra rafmagnshjólastól sem hann fékk ný- lega. „Hann er farinn að fara í hringi og fer aðeins áfram,“ segir móðir hans um það hvernig honum gangi að stýra stólnum. Hún segir að hann sé í æfingabúðum og ráði sífellt betur við stólinn. Sjúkdómurinn SMA-1 flokkast sem hrörnunarsjúkdómur en þrátt fyrir það fer Ragnari ekki stöðugt aft- ur. „Það er ekkert víst að hann muni hrörna neitt meira,“ segir Aldís. „Það sem skiptir mestu máli núna er í raun bara að viðhalda því sem hann hefur.“ Rafmagnshjólastóllinn er því mikilvægt tæki fyrir þriggja ára strák sem hefur gaman af lífinu og vill njóta þess þrátt fyrir fötlun sína. Ekki hrifin af skammtímavistun Ragnar getur hvorki hóstað né kyngt og þarf því stöðuga umönn- un. Hann þarf að fara eftir öndun- arprógrammi og styðst við öndun- arvél sem auðveldar honum öndun. Þá notast hann einnig við hósta- vél og sogvél. „Það eitt að honum svelgist á munnvatni getur dreg- ið hann til dauða ef ekki er gripið inn í,“ segir móðir hans. Fjölskylda Ragnars reynir þó að hafa hann eins mikið heima og hægt er því þau eru ekki hrifin af því að senda hann á skammtímavistun. „Það er réttur hans að búa með foreldrum sínum,“ segir Aldís. Þau notast því að mestu leyti við heimahjúkrun og fá einn- ig styrk frá Fræðslustofu til að ráða til sín starfsfólk. Sá peningur er þó af skornum skammti og þau berj- ast stöðugt fyrir því að fá styrkinn hækkaðan. Amma fer af stað með fjáröflun Að vera með fatlað barn á heimilinu krefst þess að húsnæðið sé sérútbú- ið fyrir hjólastól og önnur fyrirferðar- mikil tæki. Slíkar breytingar geta kost- að mikla peninga og það er einmitt aðalástæðan fyrir því að fjölskylda og vinir Ragnars ætla að standa fyrir fjár- öflun fyrir hann um helgina. Amma hans, Ragnhildur Harðardóttir, er að- alhvatakonan að fjáröfluninni ásamt vinkonu sinni Gerði Einarsdóttur og Gunnari Þór Sigurjónssyni sem er frændi Ragnars. Eftir að Ragnar fékk rafmagns- hjólastólinn sinn er nauðsynlegt að steypa planið fyrir framan heimili fjölskyldunnar en núna er það þakið möl og því illfært fyrir Ragnar að fara þar um í hjólastól. „Hann er að verða svo duglegur að fara út og vill fara út en hann kemst ekki út af lóðinni,“ segir Ragnhildur. Sjálfboðaliðar óskast Fjáröflunin mun fara fram í Hafnar- firði, heimabæ Ragnars, í dag föstu- daginn, 8. október, frá klukkan 14.00 til 21.00 og á laugardag frá klukk- an 12.00 til 21.00. Þá munu vinir og vandamenn Ragnars og allir þeir sjálfboðaliðar sem vilja slást í hóp- inn selja barmmerki með mynd af honum á, í öllum helstu verslunum í Hafnarfirði. Söngvarinn og skemmti- krafturinn Haffi Haff ætlar að leggja fjölskyldunni lið og verður hann að selja merkin í verslunarmiðstöðinni Firði. Ragnhildur, amma Ragnars Em- ils, vill hvetja alla þá, sem hafa áhuga og tök á að leggja fjölskyldunni lið og auðvelda Ragnari litla lífið, að hafa samband í gegnum Facebook-síðu sem fjölskyldan heldur úti: Vinir Ragnars Emils. Sjúkdómurinn gerir það að verkum að Ragnar getur ekki gengið, setið, tjáð sig eða gert aðrar hreyf- ingar sem flest þriggja ára börn eru fær um. Sólrún liljA rAgnArSdóttir blaðamaður skrifar: solrun@dv.is ÞRIGGJA ÁRA HETJA Á RAFMAGNSHJÓLASTÓL ragnar Emil Hallgrímsson greindist með hrörnunarsjúkdóm- inn SMA-1 aðeins þriggja mánaða og töldu læknar ólíklegt að hann næði tveggja ára aldri. Ragnar litli og foreldrar hans neit- uðu að gefast upp. Í dag er Ragnar orðinn þriggja ára. Hann er lífsglaður strákur og er nýbúinn að fá rafmagnshjólastól sem hann er fær um að stýra sjálfur. Um helgina fer fram fjáröflun til styrktar honum. Klár og lífsglaður strákur HaffiHaffleggurfjölskyldunniliðífjáröflunfyrirRagnar Emil. góð við litla bróður SiljaKatrínog SiggieruduglegaðleikaviðRagnar bróðursinn. Hefur mátt í höndunum RagnarEmilfékknýlega rafmagnshjólastólsemhann geturstýrtsjálfur. Myndir Sigtryggur Ari Svona getur þú hjálpað: Fyrirþá,semhafahvorkitökáaðselja nékaupamerkiumhelginaenvilja samtleggjafjölskyldunnilið,erRagnar meðstyrktarreikning:0140-05-015497, kt.250607-2880.Þáerlíkahægtað fylgjastmeðRagnariábloggsíðunni hans:ragnaremil.blog.is. Facebook-síða:VinirRagnarsEmils.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.