Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 16
16 viðtal texti: jóhann hauksson johannh@dv.is 8. október 2010 föstudagur Eitt erfiðasta og viðkvæmasta verkefni endurreisnar eftir bankahrun er að skapa trúnað og traust. Þetta er afdrátt-arlaus skoðun Görans Lind, ráðgjafa hjá seðlabanka Svíþjóðar, sem DV ræðir hér við. Traustið er undirstaða viðskiptanna – ekki síst bankastarfseminnar. Vinnan við að leysa vanda- söm verkefni sem snerta kjör og framtíð lítillar þjóðar þarf því að hvíla á haldgóðri þekkingu og góðu siðferði, þar sem rétt fólk er fengið til verka í réttar stöður. Sú hugsun leitar á fjölda Íslendinga tveimur árum eftir bankahrunið að einmitt þetta við- fangsefni – að skapa traust og trúnað – gangi ekki sem skyldi og sé því dragbítur í uppbygg- ingarstarfinu. Stjórnvöld ráði ekki við klíkur og gæðingahópa sem í senn blésu upp bóluna sem sprakk og hafi nú sest að kjötkötlunum og bíði færis að taka lífvænleg fyrirtæki herfangi. Enn búi hér forhert stétt kaupsýslumanna sem einskis svífst við að fela gamlar og vafasamar slóðir og komast yfir eignir. Þessi hópur viti full- vel af veiku embættismannakerfi og leiðitamri stjórnmálastétt sem reynst hefur um megn að fylgja eftir loforðum um aukið gagnsæi og tekur stundum þátt í að fela slóðir. Þegar svo er í pottinn búið er varla við því að búast að traust og trúnaður eigi upp á pallborð- ið. Þvert á móti virðist þjóðin nær því að flæða upp úr farvegi sínum og hætta að löghelga ríkj- andi skipulag og leita réttlætis með mótmæla- aðgerðum. Reynslubolti í endurreisn banka Göran Lind er háttsettur ráðgjafi í sænska seðla- bankanum, Sveriges Riksbank, og vinnur náið með Stefan Ingves, seðlabankastjóranum. Gör- an hefur unnið í bankanum frá árinu 1975 og tók þátt í því ásamt Ingves að endurreisa sænska bankakerfið eftir alvarlega kreppu í byrjun tí- unda áratugarins. Endurreisnin var kunnáttu- samlega unnin og varð fræg víða um jarðir, enda var leitað í smiðju Svía fljótlega eftir bankahrun- ið fyrir tveimur árum. Á aðeins 10 dögum var öll- um gjaldeyrisforða sænska seðlabankans var- ið til þess að verja sænsku krónuna og yfir eina helgi eða svo hækkaði bankinn stýrivexti upp í 500 prósent til að stöðva áhlaupið. Í samtali við DV lýsir Göran Lind hvers vegna mikilvægasta verkefnið sé að endurvekja trúnað og traust og hvernig það var gert í Svíþjóð. Jafn- framt ræðir hann þá spurningu sem svo mjög hefur brunnið á vörum íslensku þjóðarinnar í tvö ár: Gátu stjórnvöld gripið í taumana? Hvenær ber að grípa til aðgerða gegn bönkum á bauðfót- um? Hvenær hafa menn safnað nægilegum upp- lýsingum til að láta til skarar skríða? Er hættulegt að grípa inn í bankastarfsemi – geta menn skýlt sér á bak við það að með aðgerðum gegn bönk- um verði hættan á áhlaupi yfirþyrmandi og að aðgerðir framkalli þar með tjónið sem ætlunin var að koma í veg fyrir? Hvað ber að gera þegar í óefni stefnir? Hvenær hafa menn gerst sekir um vanrækslu? Göran byrjar á því að svara spurningum um aðdragandann og hlutverk eftirlitsstofnana. Merkin koma fram löngu fyrir hrun „Almennt séð, og það gildir um öll lönd en ekki aðeins Ísland, er fyrsta spurningin þessi: Hvenær eiga stjórnvöld að grípa til aðgerða? Á þetta má líta frá mörgum hliðum. Segjum sem svo í fyrstu að yfirvöld og eftirlitsstofnanir komi sér upp upplýsingakerfi við eðlilegar þjóðfélagsaðstæð- ur til þess að meta mikilvægar upplýsingar sem berast. Það er nefnilega þannig að kreppa dettur ekki af himnum ofan. Áður en kreppa eða hrun verður hafa skilyrðin fyrir því grafið um sig í lang- an tíma. Það er því nauðsynlegt að smíða kerfi til þess að meta þær upplýsingar sem berast um verkan og stöðu bankakerfisins. Þetta er laga- skylda sænska fjármálaeftirlitsins og hér í sænska seðlabankanum. Sem dæmi um þetta komumst við að því í bankakreppunni í Svíþjóð snemma á tíunda áratugnum að hér í landinu var enginn sem tók saman upplýsingar og lagði mat á kerfis- áhættu fjármálastarfseminnar allrar í landinu. Fjármálaeftirlitið skoðaði hvað um var að vera innan einstakra banka og lagði mat á upplýsing- ar um hvern og einn þeirra og sömuleiðis trygg- ingafélögin. Það má auðveldlega komast að því að allt sé í stakasta lagi hjá einstökum banka sem til skoðunar er hverju sinni. En myndin sem við blasir ef skoðuð er til dæmis þróun útlána til ein- stakra greina á einhverju tímabili getur á sama tíma verið sú að þau séu komin úr böndunum og geti skapað hættuástand. Við slíkar aðstæð- ur væri vandinn mjög umfangsmikill. Ekki væri hægt að reikna áhættuna út í hörgul, en auð- velt væri að meta aukna áhættu engu að síður. Í kjölfar kreppunnar var Sveriges Riksbank fengið það hlutverk upp úr miðjum tíunda áratugnum að koma á fót slíkri greiningu. Hér vinna nú við þetta 55 manns í sérstakri deild innan bankans. Fasteignabóla Þetta er fyrsta vers, ef svo mætti segja, að koma upp verkfærum til þess að meta kerfisáhættuna. Næsta skref er að ráða fram úr því hvað gera skal ef viðvörunarbjöllurnar fara að hringja. Í fyrstu er hringingin frekar lágvær en svo verður hljóð- ið greinilegra. Þá er spurningin þessi: Á hvaða tímapunkti er í senn rétt og hægt að grípa til að- gerða gegn bönkunum? Þetta er vandasamt; ef gripið er of snemma í taumana er mögulegt að menn hafi ofmetið fyrirliggjandi upplýsinar um áhættu. Kannski er vandinn ekki mjög mikill þegar öllu er á botninn hvolft og með aðgerðum væri verið að trufla viðskipti og fjármálastarf- semi að nauðsynjalausu. Hinn vandinn er vitan- lega fólginn í að grípa of seint til aðgerða eða að aðgerðirnar séu of fálmkenndar eða alls engar. Þannig myndi veikleiki fjármálakerfisins verða æ umfangsmeiri og óviðráðanlegri þar til bólan spryngi. Svo mikið er víst að bólur springa alltaf og það er þá sem við stöndum frammi fyrir hruni eða kreppu. Gögn frá níunda áratugnum leiða til dæmis í ljós að húsnæðisverð hækkaði hér í Svíþjóð um fjórðung ár hvert mörg ár í röð. Og útlánin jukust að sama skapi um 25 prósent ár hvert. Þetta gat ekki haldið til lengdar og einhvers staðar hefði þurft að grípa í taumana. Viðkvæmar upplýsingar Við glímum við enn einn vanda sem er í eðli sínu alþjóðlegur. Eins og þú veist kannski eru sænskir bankar með umtalsverða starfsemi í Eystrasalts- löndunum. Þegar árið 2005 sáum við í greiningu okkar hættumerki vegna þenslunnar þar. Við töldum hættuna ekki mjög mikla á þeim tíma en hún var fyrir hendi og ef málin þróuðust áfram á verri veginn gæti vandinn orðið mikill. Það var það sem gerðist. Viðvörunarljósin urðu æ skær- ari og haustið 2008 var fjármálakreppan orð- in að veruleika í löndunum. Segja má að þarna hafi Sveriges Riksbank varað of snemma við. En viðvaranir og aðgerðir eru afar viðkvæmar þeg- ar önnur lönd eiga í hlut. Það er ófært að fram- kalla með aðgerðum þær aðstæður sem einnig geta orsakað kreppuna sem ætlunin er að koma í veg fyrir. Eystrasaltslöndin bjuggu við fastgengis- stefnu á þessum tíma. Ef við hefðum sagt við yfir- völd þessara landa að fjármálastarfsemin væri ófullnægjandi hefði það orsakað þrýsting á gengi TrausT er lykill að endurreisninni Bankakreppa dettur ekki af himnum ofan heldur grefur um sig lengi í aðdragandanum. Til að ráða við vandann þarf skipulag og þekkingu, segir Göran Lind, ráðgjafi hjá Sveriges Riksbank og samstarfsmaður stefans Ingves seðlabankastjóra, í samtali við jóhann hauksson. Hann útskýrir hvað menn hefðu getað gert í aðdraganda íslenska bankahrunsins og hvernig hann og fleiri fóru að því að endurheimta tiltrú í alvarlegi bankakreppu í Svíþjóð í byrjun tíunda áratugarins. Heppnin liggur í andartakinu þegar skotið ríður af, en færnin eða hæfnin er í lykilhlutverki í aðdraganda skots- ins. Um bankakreppuna og okkar starf má segja í þessari líkingu að ef menn hefðu aldrei aflað sér kunnáttu og þekkingar hefðu menn ekki einu sinni aflað sér tækifæris til að vera heppnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.