Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 17
föstudagur 8. október 2010 viðtal 17 TrausT er lykill að endurreisninni Ein þeirra viðlagaæfinga sem Göran Lind getur um var haldin af seðlabönkum á Norðurlöndum og í Eystrasalts- löndunum sameiginlega dagana 20. til 25. september 2007. Á Íslandi gerði æfingin ráð fyrir að greiðslufall hefði orðið hjá stórum viðskiptavini Kaupþings og spurning vaknaði hvort ríkið þyrfti að verja bankann falli með því að leggja honum til fé. Prófunin sýndi að bankinn þyrfti samstundis allt að 230 milljarða króna og 400 milljarða síðar til að halda eigin fé yfir settum mörkum og tryggja lausafjárstöðu hans. Í raun heyktist Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið á því að ljúka æfingunni þar eð við- brögð íslenska ríkisins – þótt um æfingu væri að ræða – kynnu að leka út og hafa sjálfstæð áhrif á fjármálakerfið. Af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis má ráða að ríkari leyndarhyggja sé hér á landi en í Svíþjóð og íslensku viðbrögðin séu líkari því sem gerist í Suður-Evrópu. Eftirfarandi texti er beint upp úr 6. bindi skýrslunnar: „Í skýrslu Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur, forstöðumanns viðbúnaðarsviðs Seðlabanka Íslands, fyrir rannsóknarnefnd Alþingis kom fram að það hefði lekið til fjölmiðla að viðbúnaðaræfing stæði yfir hjá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Um þetta sagði Sylvía: „Já, þetta kom á Rás 2 eða í útvarpsfréttum. Ég man að Davíð kom niður og sagði að þetta hefði verið, að þetta hefði lekið út og þá svona, af því að í æfingunni þá eru líka notuð sko nöfn bankanna, þú veist Kaupþing, Glitnir og Nordea og allt. Og það var, lekinn var frá Íslandi, þetta var í öllum þessum löndum og það var svona... Þá kom svolítill titringur í mannskapinn man ég og þá var farið, já, þá var farið í – já, þá var farið að nota gsm-símana, ég man að það var hringt í forsætisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, bara: „Eigum við ekki, heyrðu eigum við ekki bara að hætta þessu núna? Eigum við nokkuð að taka ákvörðun innan kerfisins, þar sem að er tekið upp, heldur frekar ræða þetta seinna, hvað ætti að gera. [...] Það var bara, við sátum þarna öll og Ingimundur ákvað bara að: „Já, við stoppum bara hér.“ Hann kallar það bara út í kerfið. Þannig að við erum búin að læra það sem við þurfum að læra af þessari æfingu, [...] það var svona þannig póll, fannst mér, tekinn í þetta.““ gjaldmiðlanna. Menn þurfa með öðrum orðum að sýna aðgæslu. Hér verður því að spyrja sem svo hvort yfirleitt séu til einhver nothæf verkfæri til aðgerða. Í stuttu máli leitum við að verkfær- um sem nota mætti þrepskipt. Best væri að geta gripið inn í með lágmarksaðgerðum á einhverju stigi án þess að skapa óróa í öllu kerfinu. En þar er enn um að ræða vanda, því það getur verið mikill munur á menningu þjóða. Norðurlönd- in teljast til að mynda mjög opin þjóðfélög með umfangsmikla opinbera starfsemi. Þegar seðla- bankinn grípur til aðgerða í þeim löndum veldur það ekki endilega óróa vegna þess að menn eru vanir opinni umræðu. Í löndum Suður-Evrópu er þessu öðruvísi farið. Þar er engin hefð fyrir því að leggja spilin á borðið með þessum hætti og tala opið um aðgerðir. Þar geta sjokkáhrifin því orðið meiri við sömu aðgerðum og vekja lítil við- brögð á Norðurlöndunum. Hvað var á seyði á Íslandi? Yfirvöld í löndum Suður-Evrópu hafa því síður kjark til þess að segja opinberlega það sem segja þarf og mér finnst það ekki gott enda alinn upp við aðrar aðstæður. Ég hef setið í mörgum sam- starfsnefndum þjóða og kannast vel við þennan mun. Ég nefni dæmi. Seðlabankarnir á Norður- löndunum tóku snemma upp á því að setja á fót viðbragðsáætlanir og æfa viðbrögð við kreppum, rétt eins og um slökkviliðsæfingar væri að ræða. Með því að sviðsetja fjármálakreppu er hægt að meta og sjá hvernig lög og reglur verka þegar á hólminn er komið og hvernig fólk vinnur sem fæst við greininguna og svo framvegis. Við byrj- uðum á þessu fyrir einum áratug eða svo og vor- un nánast einir um þessar æfingar. Við reyndum þetta síðan á Norðurlöndunum og vildum síðan láta reyna þessar aðferðir innan alls Evrópu- sambandsins. En þá voru það nokkur lönd inn- an sambandsins sem harðneituðu að taka þátt í þess háttar æfingum og báru því við að ef tal- að væri um kreppur heimafyrir gæti það í sjálfu sér útleyst hrunhættu. Í Svíþjóð gerðist ekki neitt þótt við sendum út tilkynningu opinberlega um kreppuæfingar. Það segir örugglega eitthvað um sænska hugarfarið.“ Í hliðargrein með viðtalinu er vitnað til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um við- lagaæfingu seðlabanka sem Ísland tók þátt í 20. til 25. september 2007 ásamt Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Fram kemur að íslensk stjórnvöld neituðu í æfingunni að taka ákvörð- un um að auka eigið fé Kaupþings um hund- ruð milljarða af ótta við að viðbrögð stjórnvalda lækju út þó svo að um æfingu væri að ræða. Traustið er lykillinn Göran Lind telur eins og áður segir mest um vert að endurreisa traust og trúnað eftir bankahrun. „Kenning mín er sú að það mikilvægasta sem gera þurfi í bankakreppu sé að endurreisa trún- aðinn og traustið til bankanna. Ég á þá við tiltrú á fjármálakerfinu í heild því að ef trúnaðartraust- ið er ekki fyrir hendi virkar ekki bankakerfið. Ef trúnaðurinn og traustið er ekki fyrir hendi tekur fyrir innlán og útlán og efnahagslífið lognast út af. Sænska bankakreppan náði hápunkti sínum árið 1992. Þetta var þjóðhagsleg kreppa sem átti rætur í allt of mikilli verðbólgu árum saman og lagði þungar byrðar á útflutningsgreinarnar með of háum launum. Þegar efnahagslægð reið yfir heiminn í kringum 1990 féll útflutningsiðnað- urinn saman í Svíþjóð. Á sama tíma var sænska krónan háð fastgengisstefnu sem varð til þess að sænskt efnahagslíf tók dýfu. Þrýstingurinn varð mikill á krónuna. Þú hefur ef til vill lesið um að við hækkuðum vexti í 500 prósent yfir eina helgi til þess að verja krónuna. Sænski seðlabankinn notaði allan gjaldeyrisvarasjóð sinn á 10 dögum, 150 milljarða sænskra króna (2.400 milljarða ísl. kr.) til þess að verja krónuna falli. Þetta bar smám saman árangur. Margar samverkandi kreppur Segja má að þetta hafi verið nokkrar kreppur sem verkuðu hver á aðra, þjóðhagslega krepp- an, gjaldmiðilskreppan og bankakreppan. Þegar efnahagslífið bognaði varð tap bankanna gríðar- legt og þegar tap bankanna varð svona mikið or- sakaði það þrýsting á krónuna. Það að sínu leyti varð til þess að erlendir lánardrottnar, sem voru einkum Þjóðverjar og Japanir á þessum tíma, tóku út fé sitt í landinu og þar með var skollin á skuldakreppa. Þessar þrengingar snérust gegn bönkunum; lausafjárþröng blasti við sem og greiðsluþrot. Það sem er áhugavert í þessu sam- bandi er að í raun og veru var aldrei gert áhlaup á bankana hér innanlands nema í mjög litlum mæli. Þetta er erfitt að útskýra, en þeir sem leggja orð í belg um þetta á gamansaman hátt segja að þetta sé dæmigert fyrir Svía sem vanastir eru því að ríkið bjargi öllum málum frá vöggu til grafar. Allir treystu því að þannig yrði það og því tap- aði fólk ekki fé. Það má segja að þetta sé hluti af heildarmyndinni um trúnað og traust. Þann 24. september 1992 náði kreppan hæð- um þegar Gotabankinn komst í greiðsluþrot. Hann var þá fimmti eða sjötti stærsti bankinn í landinu. Hann varð sem sagt gjaldþrota. Fjár- málaráðuneytið brást við með því að lýsa því yfir að ríkið myndi veita almennar innstæðu- tryggingar í öllum bönkum í landinu. Engin inn- stæðueigandi átti að tapa fé. Innstæðutrygging- arsjóður var í þá daga ekki til; hann kom síðar til sögunnar. Þessar tryggingar náðu einnig að hluta til þeirra sem lánuðu bönkunum fé en ekki til fjármagnseigendanna eða eigenda bankanna. Með þessu var hægt að endurheimta nauðsyn- legt trúnaðartraust til kerfisins.“ Hraðar hendur „Kreppan hófst reyndar árið 1991 með því að Nordbankinn og Fyrsti sparibankinn lentu í erfiðleikum vegna útlánataps. Vandi þeirra var leystur með tvennum hætti. Það var auðvelt að glíma við Nordbankann því hann var í ríkiseign. Fyrsti sparibankinn, sem var í eigu sjálfseignar- sjóðs, fékk hins vegar eins konar tryggingar frá ríkinu til þess að geta viðhaldið lánastarfsemi sinni. Vandi bankans átti eftir að aukast á árinu 1992 og svo bættist Gotabankinn við sem var nánast eins og skemmda eplið í pokanum. Í ljós kom að helmingur útlána bankans var vondur og verðlítill. Traustið á kerfið var endurvakið í fyrsta lagi með áðurgeindri almennri skuldatryggingu af hálfu ríkisins. Önnur lönd hafa nú einnig far- ið þessa leið. Hún er eins og kjarnorkusprengja sem enginn vill í raun nota. En í svona erfiðum aðstæðum var varla um neitt annað að velja. Með þessu almenna loforði var hægt að ná því fram sem mest var um vert, traustinu. En gallinn við þetta er sá að þegar veittar eru tryggingar eða ríkisábyrgð af þessum toga er umtalsverð hætta á að einhverjir bankar taki áhættu í krafti þess- arar ábyrgðar. Ólöglegt? Hér er að finna góða hliðstæðu við það sem gerð- ist á Íslandi. Þegar fjármálaráðherrann gaf út yf- irlýsingu um innstæðutryggingar í öllum bönk- um, fór hann þá ekki yfir strikið? Það er nefnilega aðeins þingið sem hefur heimild til þess að stofna til svo gríðarlegra skuldbindinga. Undir álagi gat útstreymið úr ríkissjóði orðið takmarka- laust í krafti slíkrar yfirlýsingar (a.m.k. 50 þúsund milljarðar íslenskra króna). En þetta var óumflýj- anlegt, það var ekki hægt að bíða eftir ákvörðun þingsins. Fjármálaráðherrann hafði stuðning ríkisstjórnarinnar og þingið tók málið á dagskrá fljótlega eftir þetta. Í desember sama ár staðfesti þingið þessa aðgerð. Í nærri þrjá mánuði rigndi yfir okkur fyrirspurnum frá öðrum löndum um það hvort tryggingin væri lögleg. Við svöruðum að hún nyti stuðnings meirihluta á þingi sem reyndin varð. Í desember 1992 var einnig stofnuð stuðn- ingsnefnd bankanna samkvæmt lögum. Stefan Ingves, núverandi bankastjóri Sveriges Riks- bank, var fenginn til að stýra þeirri nefnd. Þessi nefnd átti eftir að verða miðstöð aðgerða sem miðuðu að endurreisn föllnu bankanna. Menn veltu því fyrir sér hvort verkefnið ætti heima í seðlabanka landsins en það þótti ekki heppilegt þar sem bankinn bar einnig ábyrgð á peninga- stefnu þjóðarinnar. Jafnræðisvandinn Tvö viðfangsefni eru mikilvæg í þessu sambandi. Annars vegar þarf að sjá til þess að allir séu jafn- ir fyrir lögum, allir bankar eiga að fá sömu af- greiðslu. Við könnumst við ásakanir varðandi bankakreppur í öðrum löndum – ég ætla ekki að nefna nein nöfn – um að bankar séu ekki með- höndlaðir á sama hátt. Að einhverjir innan ríkis- stjórna eigi vini í hinum eða þessum bankanum. Þetta kemur fyrir alls staðar. Við settum okkur reglur um það hvernig meðhöndla skyldi bank- ana. Þetta er heldur ekki einfalt vegna þess að vandi bankanna er misjafn. Það þurfti að sníða reglurnar að þessu með einhverjum hætti, það Trekktir á taugum í september 2007 framhald á næstu sÍÐu Göran Lind „Það er nefnilega þannig að kreppa dettur ekki af himnum ofan. Áður en kreppa eða hrun verður hafa skilyrðin fyrir því grafið um sig í langan tíma.“ Mynd JÓHann Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.