Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 22
22 erlent 8. október 2010 föstudagur Svíar velta því nú fyrir sér hvort stríð sé í uppsiglingu úr heldur óvenjulegri átt – á milli stjórnmála- flokks og glæpagengis. Í kjölfar úr- slita þingkosninganna í Svíþjóð 19. september hafa margir velt fyrir sér hvort uppgangur hægriöfgaflokka sé orðið að áhyggjuefni á Norður- löndunum. Er það ekki síst vegna stóraukins kjörfylgis flokks Sví- þjóðardemókrata, þjóðernisflokks sem hefur verið vændur um að aðhyllast hugmyndafræði nasista. Svíþjóðardemókratar hlutu alls 5,7% atkvæða og komust nærri því að tvöfalda kjörfylgi sitt frá síðustu þingkosningum 2006. Þrátt fyrir þennan kosningasigur, sem tryggði flokknum 20 þingsæti, virðast nú öll spjót standa á Jimmie Åkes- son, formanni flokksins, nú síðast úr óvæntri átt, nefnilega frá glæpa- samtökunum Original Gangsters. Mafía sem á rætur að rekja til Mið-Austurlanda Original Gangsters draga nafn sitt af lagi eftir bandaríska rapparann Ice-T og voru samtökin stofnuð í Gautaborg árið 1993. Stofnand- inn Denho Acar fluttist barnungur til Svíþjóðar ásamt foreldrum sín- um frá Tyrklandi og var aðeins 18 ára gamall er samtökin voru stofn- uð. Starfsemi þeirra vatt upp á sig og voru þau fljótt talin mjög valda- mikil í undirheimum Gautaborg- ar en einnig fyrirfinnast meðlimir í Halmstad og Jönköping og jafn- vel víðar. Original Gangsters láta helst til sín taka í eiturlyfjasölu, vændi, sölu á stolnum varningi og ólöglegri veðmálastarfsemi. Fjöldi meðlima er á reiki en jafnan er tal- ið að um 500 manns starfi fyrir Ori- ginal Gangsters og á bróðurpartur þeirra rætur að rekja til Mið-Aust- urlanda, en einnig til Albaníu og fyrrverandi ríkja Júgóslavíu. Þar sem flestir meðlimanna teljast til innflytjenda liggur í augum uppi að stefna hins þjóðernissinnaða stjórnmálaflokks Svíþjóðardemó- krata á lítið upp á pallborðið hjá Original Gangsters. Á dögunum fengu þeir til liðs við sig tölvuþrjóta til að brjótast inn í tölvukerfi Sví- þjóðardemókrata og birta þar með nöfn um 5.700 stuðningsmanna flokksins. Nasistar jafnslæmir og barnaníðingar Svíþjóðardemókratar hafa ekki farið leynt með andúð sína á innflytjenda- stefnu sænskra stjórnvalda. Vilja þeir styrkja sænska þjóðarímynd og þjóðareiningu sem þeir segja að stafi mikil hætta af fjölmenningarstefnu. Telja þeir flest það sem miður fer í sænsku samfélagi stafa af vandamál- um tengdum innflytjendum og vilja heldur eyða því fé sem er varið til aðlögunar nýbúa í Svíþjóð til „þarf- ari málefna“. Sumir myndu því segja að það sé kaldhæðnislegt að það eru einmitt yfirlýst glæpasamtök sem taka að sér óumbeðin að verja heið- ur innflytjenda. Eftir að hinn tyrkneski stofn- andi og leiðtogi Original Gang- sters, Denho Acar, þurfti að flýja land vegna ákæru árið 2008 varð Lars Bergquist eiginlegur leiðtogi samtakanna í Svíþjóð en hann er borinn og barnfæddur Svíi. Hef- ur Bergquist, sem ber viðurnefn- ið „Leðurlassi“, farið mikinn í fjöl- miðlum og meðal annars lýst yfir andúð sinni á Svíþjóðardemó- krötum í viðtali við Aftonbladet: „Þetta snýst um að veita fólki upp- lýsingar um hverjir styðja þennan flokk. Ef fólk á rétt á að vita hverj- ir eru dæmdir barnaníðingar, á það einnig rétt á að vita hverjir eru nasistar.“ Bergquist lætur þar ekki staðar numið heldur hefur hann látið að því liggja að þingmenn Sví- þjóðardemókrata eigi ekki von á góðu: „Það er ekkert leyndarmál að draumur okkar er að sætin sem Svíþjóðardemókratar hafa tekið á þingi muni senn standa auð,“ seg- ir Bergquist sem útilokar heldur ekki framboð Original Gangsters til þingkosninga: „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi við okkar málstað. Fólk sem er illa við kyn- þáttafordóma myndi örugglega kjósa okkur. Ef flokki eins og Sví- þjóðardemókrötum tókst að koma mönnum inn á þing, því ætti okkur ekki að takast það líka?“ Engin lömb að leika sér við Talsverður uggur hefur verið í flokksmönnum Svíþjóðardemó- krata í kjölfar óbeinna hótana Original Gangsters og skal eng- an undra. Meðlimir glæpasam- takanna eru þekktir fyrir að bera vopn, hnífa og í mörgum tilfellum skotvopn. DV hafði samband við íslenskan sagnfræðinema, Daní- el Sólveigarson, sem búsettur er í Gautaborg. Segir hann fréttir af starfsemi Original Gangsters svo gott sem daglegt brauð: „Ég skil mjög vel að Svíþjóðardemókratar skjálfi á beinunum. Eftir því sem ég kemst næst eru þetta alls engin lömb að leika sér við. Af umfjöll- un fjölmiðla [í Svíþjóð] má skilja að margir háttsettra meðlima sam- takanna sem eiga rætur að rekja til gömlu Júgóslavíu hafi barist í stríð- inu og eru því ýmsu vanir. Það er ekkert óvanalegt að lesa fréttir um skotbardaga hérna.“ Svíþjóðardemókratar einangraðir Jimmie Åkesson hefur greinilega í mörg horn að líta. Í kjölfar úr- slita kosninganna kepptust aðrir flokkar við að lýsa yfir andstöðu sinni við stefnu Svíþjóðardemó- krata og útilokuðu með öllu sam- starf við þá. Standa þeir nú ein- angraðir á þingi og sitja hvorki í stjórn né eiga í samstarfi við stjórnarandstöðuna. Virðast þeir eiga litla samúð meðal flestra al- mennra borgara en flokkurinn hefur löngum kvartað undan ósanngjarnri meðferð sænskra fjölmiðla á stefnu sinni og var hann lengi vel sniðgenginn af öllum stærstu fjölmiðlum Svía. Ekkert hefur heyrst í forsætis- ráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt, vegna málsins en örlögin hög- uðu því þó þannig að hann get- ur þakkað Svíþjóðardemókröt- um áframhaldandi veru sína á forsætisráðherrastóli. Sam- steypustjórn Reinfeldts nýtur ekki hreins meirihluta á sænska þinginu en sú staðreynd að eng- inn flokkur vill starfa með Jimme Åkesson og hans mönnum tryggir Reinfeldt áframhaldandi starfsöryggi, að minnsta kosti um sinn. Glæpasamtök hóta stjórnmálaflokki Svíþjóðardemókratar hafa verið sakaðir um að aðhyllast hugmyndafræði nasista. Nú hafa glæpasamtök- in Original Gangsters lýst yfir andúð sinni á stefnu þeirra og hyggjast láta verkin tala. Hafa glæpasam- tökin þegar brotist inn í tölvukerfi flokksins og birt nöfn 5.700 velunnara hans. Íslendingur búsettur í Gautaborg segir fréttir af starfsemi Original Gangsters daglegt brauð í Svíþjóð. björN tEitSSoN blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Leðurlassi LeiðtogiOriginalGang- stersíSvíþjóð,LarsBergquist. Glæpasamtökin Original Gang- sters hafa fengið nóg af kynþáttahatri Sví- þjóðardemókrata. Leiðtogi nasista? Leiðtogi Svíþjóðardemókrata,Jimmie Åkesson,hefurímörghornað lítaþessadagana.MYND rEutErS 101 gæðastund suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga hverfisgata 10 sími. 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.