Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 25
Fjöldamótmæl- in á Austur- velli skekja sálir stjórnmálamann- anna sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir þeirra standa að vísu óhaggaðir hvað svo sem á gengur og hlusta ekki á neitt á meðan aðr- ir hrekjast um eins og tættur bréfpoki í sviptivindum haustlægðanna sem nú ríða yfir Ísland. Ég veit eiginlega ekki hvort er verra. Áhugavert túlkunarstríð Svo hefur nú verið ansi áhugavert að fylgjast með túlkunarstríðinu um skilaboð mótmælenda. Í umræðun- um um stefnuræðu forsætisráðherra sem fóru fram undir beljandi tunnu- slætti var til að mynda engu líkara en að Bjarni Benediktsson hafi hald- ið að fólkið á Austurvelli væri að kalla Sjálfstæðisflokkinn og hann sjálfan til valda. Ég er ekki jafnviss. Og satt að segja ætla ég mér ekki þá dul að geta ráðið í hug allra þeirra þúsunda sem þustu út á Austurvöll til að mót- mæla stjórnmálamönnunum. Líkast til er þar sitt af hverju, svo sem óþol vegna aðgerðaleysis stjórnvalda varð- andi skuldavanda heimilanna. Margir hafa líka fengið upp í kok af stanslausu karpi þingmanna sem virðast hafa meiri áhuga á þrasi og undirfurðuleg- um brögðum til að komast í fjölmiðla fremur en á raunverulegum lausnum fyrir fólkið í landinu. Sú krafa er held ég nokkuð almenn að stjórnmálamenn láti nú þegar af stöðugum hnýfilyrðum í hefðbundnum sjónvarpsskylming- um og fari þess í stað að vinna saman. Furðulegt hefur verið að fylgjast með flótta þeirra margra undan kröfunni um að þingmenn vinni sem ein heild að hagsmunum lands og lýðs. Er til of mikils mælst? Hvers vegna bjóða Jóhanna og Stein- grímur stjórnarandstöðunni ekki upp á raunverulegt kerfisbundið samstarf í mikilvægum málum í stað þess að láta duga að boða til tilviljanakenndra funda þegar allt er hvort eð er kom- ið i hnút? Og af hverju í ósköpun- um þverskallast leiðtogar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks við að vinna með stjórninni þegar það þó er boðið – eins og gerðist nú í vikunni? Sigmundur Davíð vildi ekki mæta til fundar við formenn stjórnarflokkanna nema til að ræða þjóðstjórn og Bjarni Benediktsson segist ekki geta unnið með ríkisstjórn sem hann sjálfur prí- vat og persónulega telur vera á rangri leið. Er nema von að fólk sé sótreitt út í svona leikskólaleiki? Og á meðan ég man, hvers vegna var Birgitta Jóns- dóttir að berja tunnur á Austurvelli á meðan fólkið í kringum hana var að mótmæla henni sjálfri og öllum hin- um sextíu og tveimur þingmönnum landsins? Væri ekki nær að hún og all- ir hinir þingmennirnir myndu láta af illdeilum sínum? Er hér virkilega til of mikils mælst? Kosningar og viðsjár Ríkisstjórn sem ekki nýtur meirihluta- fylgis á Alþingi ætti auðvitað að fara frá. Í hverju málinu á fætur öðru hef- ur hópur stjórnarþingmanna gert eig- in ríkisstjórn afturreka með mál sem stjórnin hefur sjálf talið nauðsynlegt að ná í gegn. Öllum má því ljóst vera að þessi ríkisstjórn nýtur ekki meiri- hlutafylgis á þingi. Og þegar við bætist að hún virðist einnig hafa misst tiltrú kjósenda þá ætti svarið að blasa við; svoleiðis stjórn ætti vitaskuld undir öllum venjulegum kringumstæðum að fara frá og boða til kosninga. Fyr- ir tveimur árum hrundi fjármálakerf- ið á einni viku og skilanefndir settar yfir bankana. Í þessari viku hefur op- inberast að stjórnmálakerfið er einnig svo gott sem hrunið líka, svo nú vantar aðeins að setja skilanefndir yfir stjórn- málaflokkana. Að öllu samanlögðu hníga flest rök að því að efna þurfi til kosninga. Samt sem áður er ég þó ekki viss um að ráð- legt sé að halda þær of fljótt. Því þrátt fyrir allt eru ekki venjulegar kringum- stæður nú. Í landinu ríkir nánast neyð- arástand og því yrði það aðeins til að fresta bráðnauðynlegum aðgerðum að hleypa stjórnmálamönnunum út í kosningabaráttu þar sem þeir munu ekki gera annað en klóra augun hver úr öðrum næstu mánuðina. Svo eru ýmsar viðsjár í því þrúgandi vonleysisástandi sem nú ríkir í sam- félaginu. Svona upplausnarástand er til að mynda gróðrarstía fyrir lýð- skrumara af ýmsu sauðahúsi sem gætu nýtt sér ófremdina með jafnvel enn hörmulegri afleiðingum en við búum við nú. Því verðum við held ég enn um sinn að bíta í það gallsúra epli að ráðlegast er að bíða með kos- ingar en gera þess í stað svera kröfu á bæði stjórn og stjórnarandstöðu að þau nái saman um brýnustu að- gerðir. Takist það hins vegar ekki þá getum við skipt öllu þingliðinu út í næstu kosningum – eins og það legg- ur sig. ÓLAFUR EGILL EGILSSON er einn af aðalleikurunum í kvikmyndinni Brim en myndin hefur fengið afar góða dóma. Ólafur Egill er einn úr leikhópnum Vesturport en leikhópurinn hlaut Evrópsku leiklistarverðlaunin í ár. AFREK VIKUNNAR AÐ NÁ ENDUM SAMAN MYNDIN Hver er maðurinn? „Ólafur Egill Egilsson, heimilisfaðir í Þingholtunum.“ Hvar ólstu upp? „Á Grettisgötunni.“ Hvað drífur þig áfram? „Vonin um hlýnandi hjörtu og batnandi heim.“ Afrek vikunnar? „Ná endum saman. Vonandi að sem flestir hafi náð að afreka það.“ Hvað þýða Evrópsku leiklistarverð- launin fyrir Vesturport? „Þau þýða leikferð í apríl til Pétursborgar þar sem við sýnum tvær eða þrjár sýningar og tökum við verðlaununum.“ Uppáhaldsbók? „Líf mitt og leikur, ævi- saga Charlie Chaplin finnst mér frábær. Sem og Gróður jarðar og auðvitað Brennu-Njálssaga.“ Áttu þér draumahlutverk? „Já, það hefur alltaf verið Lína langsokkur. Ég myndi gera Línu góð skil.“ Hvar líður þér best? „Í góðra vina og vandamanna hópi.“ Átt þú þér fyrirmynd? „Þær eru margar og mismunandi, koma og fara. Eiga sína daga og stundum ekki.“ Hvað er fram undan? „Frumsýning á Fólkinu í kjallaranum, þrjár sýningar af Íslandsklukkunni, heimildamynd um lausagöngu sauðfjár og Lér konungur í Þjóðleikhúsinu.“ Uppáhaldsleikari? „Brjálæðingurinn Klaus Kinski.“ MAÐUR DAGSINS „Enginn. Þeir hafa allir staðið sig mjög illa.“ HEIÐAR JÓNSSON 39 ÁRA FRAMKVÆMDASTJÓRI „Þeir eru allir handónýtir.“ GUÐNÝ KRISTINSDÓTTIR 78 ÁRA ELLILÍFEYRISÞEGI „Það er Steingrímur J. Þetta er vanþakk- látt starf sem hann er í. Það er mesta furða hvað hann hefur þraukað.“ STEFÁN JÓHANNSSON 54 ÁRA SÉRFRÆÐINGUR „Ef einhver þá er það Ögmundur Jónasson. Hann er samkvæmastur sjálfum sér.“ GUNNLAUGUR EIÐSSON 31 ÁRS AÐSTOÐARFRAMKVÆMDASTJÓRI „Steingrímur J. En eru þeir ekki annars allir að skíta upp á bak?“ SIGURÐUR ÓSKARSSON 22 ÁRA, VINNUR Í FRYSTIHÚSI HVAÐA ÞINGMAÐUR HEFUR STAÐIÐ SIG BEST? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR FÖSTUDAGUR 8. október 2010 UMRÆÐA 25 Hverju er fólkið að mótmæla? Ríkisstjórn sem ekki nýtur meiri- hlutafylgis á Alþingi ætti auðvitað að fara frá. KJALLARI DR. EIRÍKUR BERGMANN stjórnmálafræðingur skrifar Byltingin hvíld Þegar ró færist yfir Austurvöll rata olíutunnurnar, sem höggin dynja annars á, í þetta skot við Ingólfstorg. Einhver hefur komið til þess að athuga hvort allt væri ekki á sínum stað. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.