Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 33
föstudagur 8. október 2010 viðtal 33 mjög mikið á tónlist. Tónlist veitir mér hugarró og sáluhjálp. Jón hlustar ekki á neina tónlist og fílar það alls ekki. Honum þykir öll tónlist skrýtin. Mér finnst það mjög skrýtið.“ Hún segir að það sé margt í hennar fari sem hentar Jóni ekki. „Við erum bæði svolitlir sveim- hugar. Ég held að hann hafi meiri þörf fyrir ein- hvern sem hefur báða fætur á jörðinni. Ég er miklu meira út á við og betri í því að halda utan um verkefni og drífa fólk áfram. En það er alltaf gaman í vinnunni. Jón er maður sem gefur ofsa- lega mikla gleði frá sér. Þú þarft ekkert að vera lengi í kringum hann til að finna það og það hent- ar mér ofsalega vel. Ég get ekki verið lengi í kring- um fólk sem hefur ekki húmor. Jón og allt þetta fólk eru miklir vinir mínir og það er mikil kærleik- ur á milli okkar.“ „The Prince of Darkness“ Sigurður Björn Blöndal hefur tekið við starfinu. „Bjössi er alveg frábær kandídat í það. Aðstoð- armaðurinn þarf oft að vera leiðinlegi gaurinn, sem ég get alveg verið en það er Birni eðlis- lægara heldur en mér. Enda kalla ég hann The Prince of Darkness,“ segir hún og flissar. „Bjössi er meiri rekstraraðili og talnamaður en ég. Hann hefur líka betri einbeitingu. Ég hef hana ekki al- veg núna. Kannski mun ég einhvern tíma ná ró og einbeitingu,“ segir hún og hlær. Hún útskýrir betur hvað hún á við. „Jón er alveg með athyglis- brest og alls konar. Það getur alveg verið erfitt því ég á mjög auðvelt með að detta inn í það líka af því að mér finnst það gaman en þegar maður þarf að fókusera á eitthvað, þá er það ekkert ákjósan- legt. Við erum kannski búin að koma einhverjum umræðum af stað en síðan fer Jón allt í einu að segja einhverja sögu. Hann er voða mikið í því að segja sögur. Síðan eru allir farnir að hlusta á þessa sögu. Þetta er alveg fallegt að því leyti að hann leyfir sér að vera eins og hann er.“ skuggi gnarr Við sitjum í sófanum heima hjá henni á Ljós- vallagötunni þar sem útsýnið nær yfir kirkjugarð- inn og ómurinn af dúndrandi bumbuslætti berst frá Austurvelli. Heiða Kristín vefur hvítu hand- ofnu teppi utan um sig og dregur fæturna að sér. Það er komið kvöld og hún er þreytt. Þetta var síð- asti dagurinn hennar sem aðstoðarmaður Jóns. Nýlega sáu þau heimildamyndina sem Gauk- ur er að gera um Besta flokkinn. Þau sáu hana hvort í sínu lagi en hugsuðu nákvæmlega það sama. „Dýnamíkin á milli okkar kemur svo vel fram í þessari mynd. Hún er mjög góð, sérstak- lega þegar við erum bæði að gera okkar besta. Í kosningabaráttunni vorum við bæði að nýta okk- ar styrkleika til hins ýtrasta en aðstoðarmanns- hlutverkið krefst þess að ég haldi mér til hlés, sé til baka. Ég á ekki að sjást svo mikið. Þannig að eftir að ég varð aðstoðarmaðurinn hans varð þessi dýnamík mjög skrýtin. Hún var ekki lengur sú sama. Það hæfir mér ekki að vera skugginn af einhverjum.“ Á rosa hraða Þrátt fyrir mikla athygli í kosningabaráttunni og ítrekaðar óskir fjölmiðlamanna um viðtal hef- ur Heiða Kristín aldrei viljað koma fram. „Út af þessu hef ég ekki viljað fara í viðtöl. Ég átti ekki að vera í framlínunni og ég átti ekki að vera sýnileg. Ekki það að ég ætli að verða einhver poppstjarna en ég á auðvelt með að koma hlutum áleiðis. Í þessu hlutverki var það ekki í boði, því ég átti að standa á bak við Jón og styðja hann í því sem hann var að gera. Það er ekki mín sterka hlið og þessi dýnamík á milli okkar var ekki að virka. Mér finnst þessar breyting- ar vera til marks um það hvað Besti flokkurinn stendur fyrir. Þegar við finnum að eitthvað er ekki að virka get- um við gert breytingar án þess að það sé stórmál. Mér finnst það gott veganesti fyrir egóið mitt að þótt ég hafi tekið að mér að vera aðstoðarmað- urinn hans verð ég ekki að vera það næstu fjög- ur árin, ég get skipt um starf án þess að líf mitt verði ónýtt.“ Þessi ákvörðun var ekki tekin í neinu glap- ræði. Þau voru búin að íhuga það lengi hvað best væri að gera í stöðunni. Þegar Heiða Kristín fór í frí í ágúst fór Bjössi í hennar stöðu. „Hann próf- aði það. Jón segir að hann hafi gert þrenn mistök, Bjössi segir að hann hafi gert ein,“ segir hún og glottir. „En við ákváðum að gefa þessu lengri tíma og prófa þetta aftur. Við ætluðum að reyna að finna einhvern takt í þessu en niðurstaðan er sú að það er betra að við Bjössi skiptum um stöðu. Við erum að reyna að finna út úr því hvernig við gerum þetta best. Þetta er allt á fleygiferð. Við höfum verið á 100 km hraða og erum fyrst núna að ná okkur niður á jörðina.“ gekk Á vegg Hraðinn hefur verið svo mikill að Heiða Kristín fékk aldrei svigrúm til þess að átta sig á breyting- unum sem urðu á lífi hennar í kringum áramótin. Þá skildi hún við barnsföður sinn og kærasta til tíu ára. Þau kynntust þegar hún var sautján ára og hafa verið saman síðan. Það var því ekki auðvelt skref að stíga út úr því sambandi en í stað þess að sitja heima og væla sökkti Heiða Kristín sér ofan í vinnu. Þegar hún fór svo loksins í frí í ágúst hellt- ist þetta allt yfir hana. „Fram að því hafði ég aldrei tekið mér pásu til þess að átta mig á breytingun- um. Það var ekki fyrr en ég gekk á vegg sem ég gerði það. Það er náttúrulega dálítið mikið búið að ganga á og þetta hefur verið ár mikilla breyt- inga. Það fleytti mér áfram lengi vel að takast á við verkefni flokksins. Það var viss terapía fólgin í því að fá þetta Bestaflokksbarn í faðminn á sama tíma og ég var að skilja því þar fann ég fyrir styrk mínum. En svo kemur alltaf að því að maður þarf að gera svona hluti upp og átta sig á stöðunni. Ná utan um þessa reynslu og sættast við hana. Það leikur sér enginn að því að skilja. Ég þurfti ofsa- lega mikið á því að halda að reka mig á og neyðast til þess að horfast í augu við þetta. Kannski er það mín lexía í lífinu, að ná að framkvæma með ró og yfirvegun. En ég er þannig að ég díla við hlutina, finn lausn og held áfram. Ég er ekki að segja að ég sé búin að gera þetta upp en í ágúst leyfði ég þessum tilfinningum að hellast yfir mig og taka yfir allt. Það var bæði erfitt og vont, en það var óumflýjanlegt og í þeim skilningi gott.“ er að þroskasT Til að komast í gegnum þetta leitaði hún á náð- ir æðri máttarvalda. „Ég geri það alltaf þegar eitt- hvað kemur upp. Ég á samtal við mig og tengi við minn innri styrk og rækta hann með mér. Góðir vinir hjálpuðu mér líka að komast í gegn- um þetta án þess að liggja lengi uppi í rúmi og grenja. Annað sem hjálpaði mér mikið var lagið This Will Be Our Year með hljómsveitinni Zomb- ies. Það er geðveikt. Ég tengdi mjög sterkt við það, enda fjallar það um að nú sé búið að vera erfitt en ljósið sé á leiðinni. Ókei, þetta er mjög inn á við. En aðalatriðið í þessu er að ég hef trú á því að allt sé eins og það á að vera. Ég treysti því að það sé verið að leiða mig áfram og allt hafi sínar ástæður og tilgang. Ég þurfi bara að taka ábyrgð á sjálfri mér og reyna að hugsa ekki of mikið til baka. Reyna frekar að vera hér og nú, sem reynist mér mjög erfitt þar sem ég er svo mikið fiðrildi og alltof mikið í framtíðinni. Erfiðleikar og mótlæti gera mig sterkari og ég trúi því einlæglega að ég gangi ekki í gegnum neitt sem ég ræð ekki við. Ég vildi að ég hefði gert margt betur en ég trúi því að ég sé að þroskast og læra. Allt þetta gerir mig að þeirri sem ég er.“ Lífið Án sTrÁkanna Þau Birgir Ísleifur Gunnarsson kynntust þegar hún var sautján ára. „Það er líka þannig að mað- ur er að þroskast og breytast mjög mikið á þess- um árum, frá því að maður er sautján ára og þar til maður kemst yfir tvítugt. Svona er staðan og þó að hún sé ekkert alltaf best er hún ekkert hræði- leg heldur ...“ Hún hugsar sig um stutta stund og heldur svo áfram: „Ef þú missir tengingu við þig eða maka þinn út af öllum þessum látum, áreiti, reiði og öðrum vondum hlutum mun það annaðhvort leiða til þess að fólk kemur sterkara saman út úr því eða þá að það brotnar eitthvað á milli þeirra og ef það ger- ist er mjög erfitt að laga það. Ég held að það reyni ofsalega mikið á mörg sambönd í dag. Fjárhagserfiðleikar liggja eins og mara á samböndum. Ég held að það sé mikilvægt að fólki muni hvort eftir öðru, ég tengi það líka við Besta flokk- inn, og gleymi því ekki að við erum manneskjur, það geri allir mistök og að við töpum ekki tengingunni við hjartað og okkur sjálf. Um leið og ég tapa tengingunni við mig ger- ast slæmir hlutir. Ég fer mjög fljótlega á vondan stað. Um leið og ég fer í sjálfsréttlæt- ingu og hætti að taka ábyrgð á sjálfri mér missi ég tökin á lífinu.“ Heiða Kristín á tvo syni, Benedikt Espólín og Snorra Espólín. Aðra hvora viku dvelja strákarn- ir hjá pabba sínum. „Það er skrýtin upplifun. Ég á ekkert minna í þeim og ég er ekkert minna að hugsa um þá þegar þeir eru ekki hjá mér. En þá reyni ég að nota tímann til að vinna mikið. En það fylgir því alltaf sektarkennd, það er aldrei neitt frábært í því. Ég finn alltaf fyrir því að þeir séu ekki hjá mér og það koma stundir sem eru mjög erfiðar. Þá hugsa ég, þrátt fyrir allt, er þetta málið? Ég veit ekki hvernig það væri hægt að leysa þetta þannig að það sé best. Það er mjög erfitt að útfæra það.“ ÁhyggjufuLLT barn Hún dregur andann djúpt. „Ég á mjög erfitt með að tala um þetta. Akkúrat núna, í þessu viðtali, er ég að átta mig á því að í grunninn er ég mjög lok- uð. Ég á auðvelt með að vera innan um fólk en ég er líka alveg ofsalegur einfari. Það er mér ekki eðlislægt að bera tilfinningar mínar á torg og það var heldur ekkert í mínu uppeldi sem ýtti undir það.“ Hún er dóttir Birnu Pálsdóttur og popparans Helga P. sem var í Ríó Tríó og starfar nú í Orku- veitunni. „Ég var mjög sérstakt barn. Allt frá því að ég man eftir mér langaði mig svo innilega ekki til að vera í samskiptum við annað fólk. Mig langaði bara til þess að vera heima hjá mér í bar- bí, helst alltaf. Mamma hafði miklar áhyggjur af þessu. Hún gerði mikið í því að fara með mig hingað og þangað og kynna mig fyrir krökkum en ég var alltaf komin til hennar eftir kortér og vildi fara heim. Ég hafði enga þörf fyrir þetta. Krakk- arnir voru of barnalegir fyrir minn smekk. Ég er eins og Benjamin Button, fæddist gömul og yng- ist stöðugt. Ég er unglingur í anda í dag, miklu kærulausari og auðveldari í samskiptum núna en ég var sem barn. Þá var ég mjög áhyggjufull.“ svaraði fyrir sig Á veggnum inni í stofu hanga myndir af henni og þeim sem henni þykir vænst um – og af uppá- haldstónlistarmönnunum. Þarna eru John og Yoko Ono og þarna er Bob Dylan. Plötualbúm frá Bruce Springsteen. Ein myndin er af henni sem barni þar sem hún gengur hönd í hönd með föður sínum og Jónasi Friðriki, textahöfundi Ríó Tríó. Heiða Kristín er bransabarn. Pabbi hennar var líka fréttamaður og eins og Heiða segir þá er ekkert erfitt að verða frægur á Íslandi. Hann var allavega frægur. „Ég man að ég lamdi bekkjarbróður minn fyrir að gera grín að honum. Pabbi var oft rauður í framan og þessi strákur var alltaf að halda niðri í sér andanum til þess að verða rauður í framan eins og pabbi. Þannig að ég kýldi hann.“ Hún skellir upp úr þeg- ar hún rifjar upp þessa hörku sjö ára stelpu. Heiða Kristín varð heldur ekkert rosalega hissa þegar stelpa sem hafði gengið í skóla með henni sagðist alltaf hafa verið hrædd við hana. „Ég bjó til ímynd af mér þar sem ég var ósnertanleg út af óöryggi og töffaraskap. Ég brynjaði mig fyrir öllu. Ég er til dæmis lesblind og var í sérkennslu með vand- ræðastrákum. Kennarinn var hræddur við þá því þeir voru alltaf með læti en ég var alltaf með ei- lífan töffaraskap á móti og leyfði þeim aldrei að komast upp með það að stríða mér, ég svaraði alltaf fyrir mig. Ég var ekkert mjög skemmtileg. Ég var svona smart ass og var oft í því að stríða öðr- um. En ég er ekki svoleiðis í dag,“ segir hún með áherslu og hlær dátt. einmana í æsku Hún eignaðist ekki vinkonu fyrr en í 9. bekk. Fram að því var hún alltaf ein. „Ég var einmana. Ég vildi helst vera með eldri krökkum en það þótti ekk- ert sjálfsagt á þessum tíma. Fólk reyndi að vingast við mig en ég var of vandlát. Ef mér þótti eitthvað skrýtið í fari viðkomandi, einhver ekki alveg nógu „Ég er feitur fertugur karl inni í mér“ En svo kemur alltaf að því að maður þarf að gera svona hluti upp og átta sig á stöðunni. Ná utan um þessa reynslu og sættast við hana. Það leikur sér enginn að því að skilja. framhald á næstu sÍÐu Ég finn alltaf fyrir því að þeir séu ekki hjá mér og það koma stundir sem eru mjög erfiðar. Þá hugsa ég, þrátt fyrir allt, er þetta málið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.