Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 42
42 sakamál umsjón: kolbeinn þorsteinsson kolbeinn@dv.is 8. október 2010 föstudagur að ástin sé eilíf hefur ver-ið þema ótrúlegs fjölda kvikmynda og skáld-sagna. Svo virðist sem Frakkinn Patrick Massin hafi ver- ið þessarar skoðunar; að logi ást- arinnar slokknaði aldrei og, líkt og með margar hugmyndir sem hann ól á, átti hann eftir að brenna sig á þessari. Sagan hófst þegar Massin var á táningsaldri, á heitu sumri á átt- unda áratug tuttugustu aldar þeg- ar sumarfrí voru í fullum gangi hjá fjölda fólks í Evrópu. Kvöld eitt hitti hann stúlku; Sabine frá Marokkó. Sabine var bjarteyg, dökkhærð, ávallt með bros á vör og líkt og hann taldi hún að ástin væri eilíf. „Ég elska þig,“ sagði Massin við Sabine sem deplaði augunum ótt og títt og svaraði honum í sömu mynt. En ólíkt hversdagslegu lífi taka sumarfrí enda og draumurinn endar þegar hversdagurinn knýr dyra og tilbreytingarleysið umvefur tilveruna. Sumarást turtildúfnanna rann sitt skeið þegar Patrick Mass- in snéri aftur heim tíl sín í Le Mans og Sabine hætti í skóla, fékk vinnu, giftist, eignaðist tvö börn, gekk í gegnum skilnað og þegar hún náði miðjum aldri var hún búin að sætta sig við tilbreytingarsnauða tilveru og starfaði sem einkaritari í ráð- húsi Macon-bæjar í Rónardalnum. rödd úr fortíðinni Dag einn árið 2003 hringdi sím- inn hjá Sabine. „Halló. Manstu eftir mér? Þetta er Patrick,“ sagði röddin á hinum enda línunnar. „Patrick,“ endurómaði Sabine í forundrun. „Patrick Massin. Við hittumst í sumarfríi fyrir þrjátíu árum og ég sagðist elska þig. Ég geri það enn,“ sagði Patrick. Engum blöðum er um það að fletta að upphafsorð Patricks höfðu áhrif á Sabine – einstæða móður sem yljaði sér endrum og sinnum við rómantískar endurminningar æskuáranna. Patrick sagði Sabine að hann vildi endilega hitta hana aftur og hjarta hennar sló aukaslög; gat þetta virkilega verið að gerast? Nokkrum dögum síðar var dyrabjöllunni hringt. Hann stóð á tröppunum, fullorðinn og farinn að grána, en engu að síður auð- þekkjanlegur sem hinn bjarteygi unglingur sem hafði hrifið hana á sínum tíma. Hann var líkt og hún fráskil- inn, átti tvö börn – stúlkur – og lífs- mynstur hans var í flestu líkt og annarra. Hann hafði verið skipu- lagsstjóri hjá frönsku fyrirtæki, en þegar það var tekið yfir af Banda- ríkjamönnum var hann látinn fara. Hann var enn atvinnulaus en átti áhyggjulausa tilveru því hann var ágætlega fjáður. Vonbrigði á vonbrigði ofan Ekki eitt andartak efuðust þau um að eldingu gæti slegið niður á sama stað tvisvar og án hiks köstuðu þau sér hvort í annars faðm. Þau stofn- uðu heimili í Cluny í Mið-Frakk- landi og fylgdu börn Sabine, tá- ningsstúlka og tíu ára sonur, með þeim. Patrick og Sabine ræddu stund- um um fyrri hjónabönd sín og ástæður þess að þau fóru út um þúfur. Í ljós kom að fyrrverandi eig- inmaður Sabine hafði verið mjög metnaðarfullur og hafði oftar en einu sinni fengið hugmyndir sem aldrei urðu að veruleika og „ollu okkur miklum vandræðum“. Í ljós kom að Patrick var að mörgu leyti líkur fyrrverandi eigin- manni Sabine og eftir að hafa tvisv- ar reynt fyrir sér í sjálfstæðum at- vinnurekstri stóð hann uppi með miklar skuldir. Engu að síður litu hlutirnir bet- ur út í einkalífinu. Sabine hafði fengið stöðuhækkun í ráðhúsinu, og launahækkun, en átti í erfiðleik- um með að kynna Patrick fyrir vin- um hennar því hann var ekki hvers manns hugljúfi og var fjarlægur og lét eins og hann sæti skör ofar en aðrir. skellir sér út í stjórnmál Velgengni Sabine fór fyrir brjóstið á Patrick og hann hugsaði með sér að hann skyldi „sýna þeim“. „Ég næ kjöri sem bæjarstjóri og síðan reyni ég við Evrópuþingið,“ tilkynnti hann Sabine uppnuminn. Til að gera langa sögu stutta var stjórnmálaferill Patricks stórslys, en hann var ekki af baki dottinn og reyndi fyrir sér sem skipuleggjandi tónleika, bæði á svið popps og sí- gildrar tónlistar og alls þar á milli. En Patrick láðist að auglýsa tón- leikana og enn meira fé fór í súg- inn. Þegar þar var komið sögu var Sabine farin að velta því fyr- ir sér hvort hún hefði gifst eftir- líkingu af fyrri eiginmanni sín- um. En Patrick var ákveðinn í því að leggja ekki árar í bát og hugði á byggingarframkvæmdir í miðju bæjarins. Hann hafði þegar keypt lóð og næsta skref var að fá lána- fyrirgreiðslu svo unnt yrði að hefja byggingarframkvæmdir. Hann mætti ekki skilningi í bankanum. Örvæntingin helltist yfir Patrick þegar hann yfirgaf bankann. Hann fór heim, gleypti handfylli af ró- andi töflum og hringdi í Sabine. Sabine hringdi án tafar á sjúkrabíl og tókst að koma Patrick til meðvit- undar; tilveru sem var full af von- brigðum. ný stefna Þar sem verulega hafði gengið á reiðufé Massins stakk hann upp á því að þay flyttu sig um set. Hug- myndin var að flytja í íbúð í húsi sem Massin hafði keypt og var íbúðin fyrir ofan verslunarhúsnæði sem Massin hafði á sínum tíma ætlað til verslunarreksturs. Húsið var autt og illa farið. Ef Sabine samþykkti að flytja ætlaði Patrick að gera upp íbúð- arhúsnæðið, reyndar myndi hann þurfa að ráða nokkra iðnaðarmenn til verksins. Sabine leist vel á hugmyndina, en verkið dróst á langinn og sjóð- ir Pat ricks minnkuðu enn frekar. Engu að síður sáu þau loks fyrir endann á verkinu og flutningadag- urinn var ákveðinn; 4. október 2008. Ætla mætti að Patrick yrði í skýj- unum með að eitthvað gengi eft- ir í kjölfar raða af misheppnuðum áformum og mistökum, en harm- leikur var í uppsiglingu. sabine myrt Fyrstur til að verða þess áskynja að ekki væri allt með felldu var son- ur Sabine. Hann vaknaði klukk- an sex að morgni og átti von á því að móðir hans væri, venju sam- kvæmt, komin á stjá. En húsið var hljótt og engin hefðibundin morg- unhljóð að heyra. Hann laumaðist inn í svefnherbergi móður sinnar og starði orðvana á blóði drifið lík hennar. Lík Sabine lá þvert yfir rúmið. Andlit hennar var blóðug kássa. Morðinginn hafði keflað hana áður en hann gekk til verks, en hann hafði barið Sabine ítrekað með hamri og stungið hana ótal sinn- um. En Patrick Massin var hvergi að finna. Patrick var sá sem lög- regluna grunaði helst um morð- ið og víðtæk leit var sett í gang í Frakklandi. En hvorki fannst tang- ur né tetur af Patrick. Hugmyndir vöknuðu um að hann hefði framið sjálfsmorð, en þá ætti að liggja ein- hvers staðar lík í óskilum. Síðar komst lögreglan að því að Patrick talaði spænsku og þýsku reiprennandi og leitin að honum færðist til annarra landa. Í desem- ber 2008 var Patrick Massin hand- tekinn í Þýskalandi og færður til Frakklands til að svara fyrir gerðir sínar. Hvað gerðist og hvað var sagt síðasta kvöldið í lífi Sabine er enn á huldu. Þegar þar var komið sögu var Sabine farin að velta því fyrir sér hvort hún hefði gifst eftirlíkingu af fyrri eiginmanni sínum. ást úr fortíðinni sabine og Patrick hikuðu hvorugt þegar þeim bauðst að blása lífi í glæður ástar sem kviknað hafði þrjátíu árum áður. Bæði áttu misheppnað hjónaband að baki og voru komin af besta skeiði og trúðu að ástin væri eilíf og logi hennar myndi aldrei slokkna. „Ástmaður sabine Piard handtekinn“ Patrick tókst að fara huldu höfði um tveggja mánaða skeið eftir að hafa myrt sabine.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.