Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 43
föstudagur 8. október 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Górillan sem kann táknmál Koko og Penny Koko með Penny Patterson, sálfræðingnum sem kenndi górillunni að tjá sig með táknmáli. Kókó er 39 ára gömul kvengór- illa sem býr á rannsóknarstöð í Woodside í Kaliforníuríki í Banda- ríkjunum. Hún hefur birst á for- síðum New York Times og fleiri stórblaða, um hana hafa verið gerðar tvær heimildarkvikmyndir og skrifaðar margar bækur. Hún hefur öðlast mikla frægð vegna þess að hún er sögð kunna að beita um þúsund táknum í bandaríska táknmálskerfinu og skilja um tvö þúsund tákn til við- bótar. Þannig sé hægt að halda uppi einföldum samræðum við hana. górilla með tannpínu Fyrir nokkrum árum notaði górill- an Kókó hendurnar til að mynda táknið í bandaríska táknmálskerf- inu sem merkir þjáningu og benti því næst á munninn á sér. Hún var haldin tannpínu. Um leið voru 12 sérfræðingar kallaðir til. Þeir báðu Kókó að lýsa kvölum sínum á skal- anum einn til tíu. Hún benti upp í sig og myndaði táknið fyrir níu. Ákveðið var að gera við tann- skemmdir górillunnar og þar sem þurfti að svæfa hana var tækifær- ið nýtt til að framkvæma alhliða læknisskoðun á henni. Í teymi tólfmenninganna var hjartalæknir, svæfingarlæknar, tannlæknar, háls-, nef- og eyrna- læknir, meltingarfæralæknar og kvensjúkdómalæknir. Læknarnir skoðuðu Kókó hátt og lágt og kom- ust að því að hún væri við hesta- heilsu. Þetta er eitt dæmi um hæfi- leika Kókó til að tjá hugsanir sínar. fræg górilla Kókó er orðin nokkuð öldruð á mælikvarða górilla, en þær verða oftast ekki mikið eldri en fimmtug- ar. Hún hefur alla ævi verið um- kringd mönnum á rannsóknar- stöðinni í Woodside í Kaliforníu. Hún er ein frægasta górilla heims vegna ótrúlegrar námskunn- áttu sinnar. Górillur eru náskyld- ar mönnum og eru álitnar ákaf- lega gáfaðar skepnur. Tilfinningalíf þeirra er flókið, górillur geta hleg- ið, syrgt ástvini og myndað sterk vináttubönd. Talið er að margar þeirra geti hugsað í fortíð og fram- tíð. Til eru þeir vísindamenn sem telja að górillur séu andlega þenkj- andi, séu trúaðar verur. Þúsund tákn Vísindamennirnir sem ólu Kókó upp náðu með ótrúlegum hætti að kenna henni að tjá sig. Málvís- indamenn deila nokkuð um hvers eðlis málskilningur hennar er. Það er þó hægt að slá föstu að górillan kann að beita um þúsund táknum fyrir ólíka hluti, til dæmis ólíkar tegundir af mat, dýr, hlutina sína, liti og ýmislegt fleira. Leikarinn góðkunni William Shatner, sem frægastur er fyrir að leika Kirk skipstjóra í Star Trek- þáttunum, kynntist Kókó á sínum tíma og skrifaði um kynnin í sjálfs- ævisögu sinni Up Till Now. Shat- ner skrifar að Kókó hafi kunnað orðin „vatn“ og „fugl“. Þegar hún sá önd lenda á tjörn í fyrsta skipti hafi hún blandað orðunum sam- an í „vatns-fugl“ og notað það fyrir þennan furðulega fugl. Vatns-fugl og drykkjar- ávöxtur Sálfræðingurinn Penny Patterson hefur annast Kókó frá byrjun og kortlagt námsárangur hennar. „Kókó er flókinn persónuleiki, rétt eins og við,“ segir hún. Patterson tekur undir orð Shat- ners og segir að Kókó kunni ekki aðeins að beita um þúsund tákn- um til að tjá einföld orð, heldur kunni hún einnig að blanda þeim saman til að mynda ný orð. Þeg- ar Kókó bragðaði melónu í fyrsta skipti kallaði hún hana „drykkjar- ávöxt“. Górillur hefur hún kallað „dýra-manneskjur“. langt og strangt nám „Þetta snerist í fyrstu um þolin- mæði,“ segir Patterson um það þegar Kókó lærði að tjá sig fyr- ir áratugum síðan þegar hún var barn að aldri. Hún kenndi gór- illunni marga klukkutíma á dag. Frægur sálfræðingur sagði Patter- son að hún gæti hrósað sigri næði Kókó að læra þrjú tákn: éta, drekka og upp. „Allir vita hversu erfitt er að fá lítið barn til að einbeita sér,“ segir Patterson. „Ímyndið ykkur ef barn- ið er í ofanálag górilla. Ég reyndi að fá hana til að skoða hendurn- ar á sér. Ég blés móðu á glugg- ann og teiknaði stjörnur í hana. Kókó elskaði það. Hún blés sjálf á gluggann og reyndi að teikna líka. Við endurtókum æfingarnar hvað eftir annað.“ Patterson náði með margra ára vinnu með Kókó að kenna henni að beita táknum sem górillan hefur nú náð ótrúlegu valdi á, eins og áður segir. skítugu, heimsku klósett Kókó kallar mjólkurís „kalda skálin mín“. Hringur er „fingurarmband“. Jógúrt með appelsínubragði er „appelsínugul blómasósa“. Þegar Kókó verður reið kallar hún fólk- ið á rannsóknarstofunni „skítugu, heimsku klósett“. Og svo mætti lengi telja. Lesendur geta glöggvað sig betur á ótrúlegri tungumála- hæfni Kókó á vefsíðu samtakanna sem kennd eru við hana: koko.org. Górillan Kókó kann þúsund tákn í bandaríska táknmálskerfinu og skilur um tvö þúsund tákn til viðbótar. Þegar hún fékk tannpínu notaði hún táknið fyrir þjáningu og benti á munn sinn. Þegar hún sá önd lenda á vatni í fyrsta sinn kallaði Koko hana „vatns-fugl“. Þegar Koko verður reið kall- ar hún fólkið á rann- sóknarstofunni „skít- ugu, heimsku klósett“. helgi hrafn guðmundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is með kettlingnum Kókó er með fáum dýrum sem vitað er um sem haldið hefur gæludýr. Hún hefur átt nokkra kettlinga í gegnum ævina. Hér er Kókó með All-Ball sem hún nefndi svo. Kókó grét beiskum tárum þegar All-Ball lést.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.