Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 44
Ólöf Jara Skagfjörð leikur eitt af aðalhlutverkunum í Buddy Holly-söngleiknum sem frumsýndur var á fimmtudag. Hún elskar að láta spá fyrir sér og er algjör kuldaskræfa. Hún segir leið Ís- lands út úr kreppunni vera í austurátt og að heiðarleiki og auðmýkt séu á meðal þess mikilvægasta í lífinu. 44 hin hliðin 8. október 2010 föstudagur Nafn og aldur? „Ólöf Jara Skagfjörð, 21 árs.“ Atvinna? „Leik- og söngkona.“ Hjúskaparstaða? „Á föstu.“ Fjöldi barna? „0.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já; fiska, páfagauk, hamstur, ketti og hund.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Carpenters-tónleika með Regínu Ósk í Salnum.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Neibb.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „66°Norður-úlpan mín. Er algjör kuldaskræfa.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, en það er bara svo sjúklega leiðinlegt að ég gefst alltaf upp.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Já.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Já.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „We built this city með Starship en það var einhvern tímann valið versta lag allra tíma. Mér finnst raddkaflinn í byrjun bara svo skemmtilegur!“ Hvaða lag kveikir í þér? „Viva la vida með Coldplay kemur mér alltaf í gott skap.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Frumsýningar á Buddy Holly-söngleiknum!“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Allar Disney-teiknimyndir af augljósum ástæðum og Dumb and Dumber og Anchorman af því að maður er alltaf að finna nýja falda brandara.“ Afrek vikunnar? „Að þora loksins að láta mig detta aftur á bak úr rúmlega 2 metra hæð en ég þarf að gera það í sýningu sem ég er að æfa núna.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, oft. Ég elska að láta spá fyrir mér.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já, ég spila á píanó og glamra mjög illa á gítar.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Pass.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Heiðarleiki, auðmýkt og að hafa trú á sjálfum sér.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Ég myndi nú helst vilja halda ráðamönnum þjóðarinnar edrú.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Ricky Gervais. Hann er bara einum of fyndinn.“ Hefur þú ort ljóð? „Já.“ Nýlegt prakkarastrik? „Pass.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Mömmu minni…“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Jebb.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Neibb.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Heima hjá mér.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Misjafnt. Þessa dagana horfi ég alltaf á einn Friends-þátt fyrir svefninn.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Í austurátt.“ Myndi vilja halda ráðamönnum ed ú www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað myNdir EggErT JóHANNESSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.