Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 48
48 LífsstíLL umsjón: Indíana ása hreInsdóttIr indiana@dv.is 8. október 2010 föstudagur Of feit börn fá síður fjárhagslega aðstoð við bílakaup: Harðari við feit börn Ástin er fíkniefni Þeir sem verða fyrir höfnun í ást- arlífinu verða sjúkir í ást á sama hátt og fíklar ánetjast kókaíni, samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of Neurophysiology. Vísindamenn skoðuðu heila 15 manna, sem hafði nýlega verið sagt upp af ástinni sinni, á með- an þeir horfðu á mynd af sínum eða sinni fyrrverandi og svo aðra af ókunnugum einstakl- ingi. Þegar myndin af ástinni var sýnd mældist aukin virkni í þeim hluta heilans sem tengist kókaín- og nikótínfíkn. „Fíknin í rómantíska ást er yndisleg þegar allt gengur vel en jafn hrikaleg þegar hlutirnir ganga ekki upp,“ sagði Helen Fisher, líffræðing- ur, mannfræðingur og höfundur rannsóknarinnar. Náðu tökum á streitunni farðu oftar inn á bað Hvort sem það er heima eða í vinnunni þá finnurðu ekki betri stað ef þú vilt fá að vera í friði. Ef álagið er mikið sestu þá á klósett- setuna og andaðu djúpt. Mættu fyrr í vinnuna Umferðarhnútar auka aðeins á streituna. Gefðu þér nokkurra mínútna forskot svo þú sért búin að ná andanum áður en þú tekst á við verkefni dagsins. Borðaðu stressið í burtu Ber eru rík af C-vítamíni sem berst gegn hormónum tengdum streitu og pistasíuhnetur lækka blóðþrýstinginn. Ekki drekka þig niður Áfengi róar þig en alkóhól kemur einnig í veg fyrir að þú náir djúp- um svefni og getur valdið því að þú komist í skaðlegan vítahring. Ef þú ert stressuð verður þú frek- ar andvaka og ef þú sefur lítið eykst stressið. Ekki drekka meira en einn drykk á kvöldi. Láttu hjartað dæla Fáðu útrás fyrir spennuna sem streituhormónin kortisól og adrena lín framleiða með því að taka rækilega á. Horfðu á grínmynd Samkvæmt rannsóknum virkar hlátur vel gegn streitu, offitu, hjartasjúkdómum og minnistapi. Vertu með vinum Skemmtilegur félagsskapur losar um hormónið oxýtósín sem berst gegn streituhormónum og lækk- ar blóðþrýsting. Samkvæmt nýrri bandarískri rann- sókn eru foreldrar harðari við of feit börn. Vísindamenn við háskóla í Denton í Texas fundu út að foreldr- ar eru ólíklegri til að hjálpa feitum unglingum fjárhagslega við bílakaup. „Það er ekkert leyndarmál að feit börn eru sjaldnast vinsælustu krakk- arnir í bekknum og börn geta verið grimm. Það sem kemur á óvart er að feit börn verða einnig fyrir mismun- un á eigin heimili,“ segir félagsvís- indamaðurinn Adriel Boals í viðtali við Reuters-fréttastofuna en rann- sókn Boals birtist í tímaritinu Obes- ity. Boals segir 20 prósent banda- rískra barna þjást af offitu og 18 pró- sent unglinga. Það sé því ljóst að sá fjöldi sem verði fyrir mismunun á heimilinu sé mikill. Boals telur að for- eldrar séu harðari við of feita krakka af ótta. „Feitir eiga erfiðar uppdráttar í lífinu. Samkvæmt könnunum geng- ur feitum verr í vinnu og í ástamál- um. Þessi hópur er einnig ólíklegri til að mennta sig, giftast og líklegri til að lifa við fátækt,“ segir Boals sem telur foreldra sjaldnast gera sér grein fyrir mismununinni. Dan Kirschenbaum, prófessor við Northwestern University Medical School, efast um niðurstöður Boals. „Mín reynsla er að foreldrar of feitra barna taki of mikinn þátt í lífi barna sinna. Þeir kæfa þau með velvild, sem varð einmitt til þess að þau urðu of feit.“ Feitir unglingar Feitir krakkar verða oftar fyrir einelti í skólum, en vísinda- manninum Boals kom á óvart að feitum börnum er einnig mismunað heima við. mynd Photos.com DV1010062129 DV101006570 DV1010066844 DV1010069110 Sjö tilfinningar sem skaða þig tortryggni Tortryggnir einstaklingar eiga erfitt með að treysta öðrum og eru líklegri til að þjást af hjartasjúkdómum, samkvæmt rannsókn vís- indamannsins Stephen Boyle. „Þetta eru ekki endilega skapbráðir einstaklingar en eru lík- legir til að búast við því versta af öðrum og skora hátt á skala yfir fjandskap,“ segir Boyle sem framkvæmdi rannsókn sína á 300 her- mönnum þar sem kom í ljós að þeir tortryggnu voru 25% líklegri til að þróa með sér hjarta- sjúkdóma en hinir. Boyle og félagar segja fjandsamlega einstaklingar líklega stressaðri en aðra sem útskýri líklega heilsuleysið. tilgangsleysi Ef líf þitt hefur tilgang lifirðu lengur, sam- kvæmt rannsókn sem birtist í tímaritinu Psycho somatic Medicine. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að einstaklingar sem lifa inni- haldsríku lífi eru heilsubetri og hafa sterkara ónæmiskerfi. Gremja Taugaveiklaðir einstaklingar, sem hafa sífelld- ar áhyggjur og þjást af þunglyndi, deyja fyrr, samkvæmt rannsókn vísindamannsins Daniels Mroczek við Purdue-háskólann í Indiana-ríki. Mroczek komst einnig að því að þessir einstak- lingar eru líklegri til að reykja. skortur á sjálfsstjórn Ertu alltaf of sein/n? Tekst þér ekki að halda skrifborðinu skipulögðu? Skortir þig alla sjálfs- stjórn? Slíkt gæti tekið toll af heilsunni. Yfir 20 rannsóknir gefa til kynna að skipulagðir og agað ir einstaklingar lifa allt að fjórum árum lengur en þeir hvatvísu. Kvíði Félagsfælnin getur haft áhrif á heilsuna. Í rann- sókn sem framkvæmd var á meira en 500 eldri borgurum á yfir fimm ára tímabili kom í ljós að þeir yfirveguðu voru helmingi ólíklegri til að þjást af elliglöpum en þeir stressuðu og kvíðnu. drungi Það tekur ekki einungis toll af félagslífinu að þjást af svartsýni því drunginn hefur einnig áhrif á þig líkamlega samkvæmt rannsókn sem birt- ist í tímaritinu Archives of Surgery. Svokallaðar D-týpur, mæddir, svartsýnir einstaklingar, sem reyna að bæla niður neikvæðar tilfinningar, eru líklegri til að deyja fyrr en aðrir. stress Ekki láta þennan lista stressa þig! Rannsókn- ir hafa sýnt að langvarandi áhyggjur geta verið lífshættulegar. Stress vegna vinnu eykur líkur á hjartasjúkdómum, flensu og háum blóðþrýstingi. Ísraelsk rannsókn gefur til kynna að starfsmenn sem upplifðu sig útbrunna í starfi voru tvisvar sinnum líklegri til að þróa með sér týpu 2 af syk- ursýki. Samkvæmt breskri rannsókn getur eftir- sóttur starfsframi einnig haft neikvæð áhrif. Þar kom í ljós að þegar starfsmaður fær stöðuhækkun er hann 10% líklegri til að þjást af andlegu álagi og ólíklegri til að hafa tíma til leita sér læknis. Tortryggni, kvíði og stress getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu okkar samkvæmt rannsóknum. Vísindamenn segja þessar neikvæðu tilfinningar geta valdið ýmsum sjúkdómum og jafnvel aukið líkur á ótímabærum dauða. Þetta eru ekki endilega skap- bráðir einstaklingar en eru líklegir til að búast við því versta af öðrum og skora hátt á skala yfir fjandskap. róleg! samkvæmt rannsókn lifa skipulagðir einstaklingar að meðaltali fjórum árum lengur en þeir hvatvísu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.