Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2010, Blaðsíða 54
54 sport umsjón: tómas þór þórðarson tomas@dv.is 8. október 2010 föstudagur Við töluðum um það strax í upp-hafi að ég væri tilbúinn að gera þessa bók með honum ef hann væri tilbúinn að koma hreint og beint fram,“ segir íþrótta- fréttastjóri Fréttablaðsins, Henry Birgir Gunnarsson, sem skrifar bókina 10.10.10 – Atvinnumannssaga Loga Geirssonar, sem kemur út á sunnudaginn. Bókin segir frá sex ótrúlegum árum Loga Geirssonar hjá stórliði Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta en þangað fór Logi aðeins 22 ára gamall. „Logi þurfti ekkert að láta lemja sig áfram í þeim efnum að segja hlutina eins og þeir eru. Hann vildi gefa frá sér opna, ein- læga og heiðarlega bók. Ekki síst heiðarlega gagnvart honum sjálfum og það er held ég nákvæmlega það sem okkur tókst,“ segir Henry Birgir. Ekki bara fyrir íþróttanörda Henry Birgir hefur á ferli sínum sem íþrótta- blaðamaður sjaldan látið satt kyrrt liggja og hann lýsir bókinni þannig. Hann segir hana skrifaða á mannamáli og að sagt sé frá öllu, bæði því jákvæða og því neikvæða. „Þetta gerir það að verkum að bókin er innihalds- rík og heldur manni alveg frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu. Þetta er bók sem skilur eitthvað eftir sig og fullt af fólki mun finna sjálft sig í þessari bók sem er góð lesning. VIð erum báðir alveg hrikalega ánægðir með út- komuna og stoltir af þessu verki,“ segir hann. En er bókin fyrir alla? „Já, algjörlega. Þetta er engin handbolta- bók þar sem farið er yfir alla leiki sem Logi hefur spilað. Bókin er miklu meira um lífið og er í raun þroskasaga ungs drengs sem fer út fyrir sex árum og kemur heim algjörlega breyttur maður. Bókin er mannleg og alls ekki bara fyrir íþróttanörda,“ segir Henry og hlær. Logi orðinn kvíðinn Logi Geirsson sat spakur heima þegar DV ræddi við hann aðeins nokkrum dögum fyrir útgáfu bókarinnar. Logi hefur verið gríðarlega spenntur fyrir bókinni en eft- ir því sem nær dregur fer tilfinningin að breytast. „Ég er meira kvíðinn núna en það er klárlega kominn fiðringur í mann,“ segir Logi sem segir dökkar sögur af sér og mar- greyndum landsliðsmönnum hjá Lemgo í bókinni. „Mig langaði að gera þetta og því mun ég alveg bakka þetta upp. Ég geri mér grein fyrir því að bókin mun vekja umtal en það gefur augaleið í bókinni að ég er ekkert að forðast neitt svoleiðis. Bókin inniheld- ur bara sögur úr raunveruleikanum,“ segir hann. „Ég er samt ekki að sverta neinn. Strák- arnir hjá Lemgo eru fínir vinir mínir og ég er í sambandi við marga af þessum gaur- um í dag. Hlutirnir sem sagt er frá í bókinni gerðust og sumir verða bara að geta fyrirgef- ið manni. Ég er samt að skíta sjálfan mig út líka, menn gera mistök og ég er bara að sýna þennan heim,“ segir Logi. var rænt Logi ítrekar að bókin sé einfaldlega sagan hans. „Þetta er mín saga. Svo er saga atvinnu- manna eins og Óla Stef eflaust allt öðruvísi. Þótt ég segi dökkar sögur er þetta ekki allt- af svona í atvinnumennskunni. Ég lenti í erf- iðum hlutum eins og meiðslum, miklu stríði og það var mikil harka. Ég sé samt ekki eftir þessari leið sem ég fór þrátt fyrir að ég myndi kannski breyta nokkrum hlutum ef ég gæti spólað til baka,“ segir Logi og bætir við að sumar sögurnar í bókinni séu einfaldlega lyginni líkastar. „Sögurnar í bókinni eru svo ruglaðar að fólk trúir þessu ekki og heldur að við séum farnir að skálda. Ég hef oft pælt í að hringja í forlagið og hætta við þetta. Ég ætla samt að leyfa fólki að lesa þetta. Bókin er alveg rugl- uð. Sögurnar í henni eru svo ruglaðar að fólk trúir þessu ekki og heldur að við séum farn- ir að skálda. Mér var til dæmis rænt. Ég segi samt ekki meira en það,“ segir Logi Geirsson dularfullur að lokum. Ekki bara bók fyrir íþróttanörda Á sunnudaginn kemur út bókin 10.10.10 – atvinnu- mannssaga Loga Geirssonar, sem íþróttablaða- maðurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar. Eins og sjá má á meðfylgjandi kafla úr bókinni segir Logi hreinlega frá öllu sem gerðist á sex árum með Lemgo og dregur hvergi af sér. Báðir eru þeir virki- lega ánægðir og stoltir af bókinni. S umarið 2009 mætti ég ferskur aftur til æfinga þrátt fyrir að vera ekki orðinn nógu góður í öxlinni. Ég var búinn að vera á tryggingarpeningum allt sumarið og Lemgo var að græða vel á því. Þegar ég mætti á fyrstu æfinguna var ég sífellt pressaður áfram, hvattur til að skjóta fastar og fastar; þeir vildu augljóslega sjá hversu góður ég væri orðinn í öxlinni. Ég spilaði síðan nokkra leiki en var alls ekki nógu góður. Gat því miður ekki kastað nógu fast á markið. markus Baur og Daniel stephan voru báðir að þjálfa liðið á þessum tíma. Þeir gerðu nokkrar viðamiklar breytingar á undirbúningi liðsins, við fengum meðal annars sálfræðing til liðs við okkur. Það var maður sem sá til þess að við löbbuðum í réttum skóm, svokölluðum mPT-skóm. Við urðum að hlusta á ákveðna tónlist einu sinni til tvisvar í viku. Ég keyrði í hálftíma hvora leið til þess eins að hlusta á tónlist. svo var mættur styrktarþjálfari sem átti að kenna okkur að hoppa. undirbúningurinn snerist í rauninni um allt annað en handbolta og yfirleitt mest áhersla lögð á eitthvað sem engu skiptir þegar út á völlinn er komið, þetta var meira einhvers konar tilraunamennska. Baur vildi engu að síður leggja áherslu á þetta. Hann hélt að mikið væri meira en oftast er því nú öfugt farið, minna er meira. Það einfalda er best. Eftir vikutíma ákvað Baur að fara með okkur í æfingabúðir þar sem foreldrar hans búa við Bodensee-vatn, syðst í Þýskalandi. Þar var mann- skapurinn fullur alla daga sem var ekki sérstak- lega gott þar sem þetta var mikilvægasti tíminn í undirbúningnum. Allir gáfu skít í áfengisbann sem átti að ríkja. nú hafði taflið snúist við því á meðan Baur var sjálfur leikmaður klikkaði hann aldrei á því að fá sér bjór eftir leiki. Þetta á við um fleiri leikmenn sem verða þjálfarar, það fyrsta sem þeir gera er að setja á áfengisbann. Þeir vildu koma aga á hópinn sem fór ekki vel í mannskapinn. menn vældu mikið undan þessu og sögðu að þetta myndi aldrei ganga upp. Þjálfurunum varð þó ekki haggað. Það stóð einnig til að taka þátt í æfingamóti þar sem við áttum að spila þrjá leiki. En engu breytti hvort leikir eða æfingar stóðu fyrir dyrum: menn voru fullir öll kvöld. Þurfti því engan að undra að við skyldum tapa öllum leikjunum. Kvöldið fyrir lokaleikinn var svo mikið partí í gangi á hótelinu. menn rúllandi eftir göngunum og mikil stemning. Þó var alltaf einn á vakt að fylgjast með því hvort þjálfararnir væru ekki niðri. Á endanum var farið út á einhverjar hliðarsvalir þar sem djammið hélt áfram. mimi Kraus var þar í miklu stuði. mimi er frábær karakter. Hann er ruglaðri en ég, og þá er nú mikið sagt. Það er ekkert til sem heitir stopp hjá honum. Á ákveðnum tímapunkti stakk hann upp á því að við skelltum okkur í bæinn. menn tóku misjafnlega í það en þó ákváðu Kehrmann og martin strobel að fara með honum. Þeir stukku niður af svölunum og lentu í bíla- portinu. Þar beið þeirra bíll en mimi hafði hringt í einhvern félaga sinn. Þeir hlóðu sér í skottið á bílnum og komust út úr hótelgarðinum óséðir. Ég horfði á aðfarirnar ofan af svölum og var að míga á mig af hlátri. Þarna voru leikmenn að gera uppreisn gegn þeirri frelsissviptingu sem þjálfararnir stóðu fyrir. menn fengu engu ráðið og dagurinn frá sjö á morgnana til tólf á kvöldin var skipulagður. Þetta var agi sem enginn hafði kynnst áður. Eflaust bjuggu góðar hvatir á bak við, þjálfarar- nir ætluðu sér að ná árangri með liðið. stefnan hafði verið tekin á topp þrjú í deildinni enda vorum við klárlega með liðið til að standa undir því, heimsklassamenn í hverri stöðu og jafnvel tveir í sumum stöðum. markið var því eðlilega sett hátt. Þeir félagar héldu síðan á eitthvert diskótek en voru ekki heppnari en svo að Daniel stephan var einmitt staddur þar. Hann var fullur sjálfur en hann klagaði samt leikmennina. sem betur fer fór ég ekki með að þessu sinni. Ég var í erfiðri stöðu vegna meiðslanna og þurfti að halda fókus og fara varlega. Ef ég hefði verið heill og aðalspaðinn í liðinu hefði ég örugglega farið með þeim. Þegar við sem fórum snemma að sofa mættum í morgunmat klukkan sjö var þríeykið að skila sér heim af djamminu, frekar hressir allir og ansi langt frá því að það væri runnið af öllum. strobel var þó manna drukknastur. Hann var það fullur að mimi varð að hjálpa honum í fötin og síðan niður í morgunmatinn. Og nú voru aðeins þrír klukkutímar í leikinn. Kafli úr 10.10.10 – Atvinnumannssögu Loga Geirssonar brot úr bókinni 10.10.10 Bókarkápan sem prýðir sögu Loga Geirssonar. Á bEkknum Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður, skrifar atvinnumanns- sögu Loga Geirssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.