Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 15.–17. apríl 2011 Helgarblað UppstokkUn óUmflýjanleg Naumur þingmeirihluti Samfylk- ingarinnar og Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs skimar nú í kringum sig eftir auknum stuðn- ingi eftir að þrír þingmenn VG hafa gengið úr þingflokknum og lýst van- trausti á ríkisstjórnina að tillögu Sjálfstæðisflokksins. Sú staða er uppi að atkvæðagreiðsla um þingrof og kosningar leiddi í ljós að aðeins þriðjungur þingmanna vill kosning- ar nú. Allur þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins, rúmlega helmingur þing- manna Framsóknarflokksins, þeirra á meðal formaður flokksins, og einn þingmaður Hreyfingarinnar vilja þingkosningar sem fyrst. Fjórir þingmenn Framsóknar- flokksins láta líklega um samvinnu við ríkisstjórnina og vel sýnist hugs- anlegt að tveir þingmenn Hreyf- ingarinnar geti hugsað sér slíkt hið sama til þess að verja störf og starfs- frið stjórnlagaráðs. Framsókn í lykilstöðu Athygli vekur að stjórnarflokkarnir hafa ekki gert neitt til þess að styggja Framsóknarflokkinn að undanförnu og Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra minntist ekki einu orði á flokkinn eða þingmenn hans í um- ræðunni um vantraust á ríkisstjórn- ina. Samkvæmt heimildum DV kann sá kostur að verða athugaður nánar að fá þingflokk Framsóknarflokks- ins til samstarfs. Jafnvel þótt við- ræður við formann flokksins og aðra jafnharða andstæðinga ríkisstjórn- arinnar innan þingflokksins bæri ekki árangur er ekki þar með sagt að stuðningur gæti ekki borist úr þeirri átt. Nefna má þau sem krefjast ekki kosninga nú, þau Guðmund Stein- grímsson, Siv Friðleifsdóttur, Eygló Harðardóttur og Höskuld Þórhalls- son sem reyndar sat hjá í atkvæða- greiðslu um þingrof og kosningar. Ljóst er að vandi VG er afar mik- ill eftir brotthvarf Ásmundar Ein- ars Daðasonar úr þingflokknum og andstöðu hans við ríkisstjórnina. Þá er augljóst að Samfylkingin vill nota hvert tækifæri sem gefst til þess að losna við Jón Bjarnason úr ríkis- stjórninni. Eftir því sem næst verður komist er engin dæmi að finna á Norður- löndum fyrr eða síðar um að vinstri- menn lýsi vantrausti á vinstri- eða jafnaðarmannastjórnir, hvað þá að tillögu hægriflokka, líkt og þrír kjörn- ir VG-þingmenn gerðu á Alþingi í vikunni. Þingið ræður ekki þingrofi Svanur Kristjánsson, stjórnmálafræ- ðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að vantrauststillaga standi sjálfstæð. „Það er hin þinglega leið að aðskilja vantrauststillögu frá tillögum um þingrof og kosningar. Árið 1974 vofði vantraust yfir þáverandi ríkisstjórn. Þá var boðað til kosninga til þess að koma í veg fyrir að vantrauststillaga yrði borin fram. Stjórnin var búin að missa meirihlutann. Ef við lítum til dæmis á Siv Friðleifsdóttur og Guðmund Steingrímsson úr Fram- sóknarflokknum. Þau greiddu van- trausti atkvæði sitt en voru á móti þingrofi og kosningum. Það gera þau vegna þess að þau telja að hægt sé að mynda nýjan meirihluta án þess að ganga fyrst til kosninga. Þetta eru með öðrum orðum tvær að- skildar spurningar og eðlilegt að að- skilja þær. Þar að auki ræður þingið sjálft engu um þingrof eitt og sér þótt það geti samþykkt áskorun í þá veru. Samkvæmt íslenskri stjórnskipan er þingrof þannig að forsætisráðherra gerir tillögu um þingrof. Síðan er forseta Íslands í sjálfsvald sett hvort hann samþykkir það eða ekki.“ Óvenjuleg tillaga Svanur nefndir dæmi um þingrofs- tillögu frá árinu 1950. „Ólafur Thors (Sjálfstæðisflokki), sem var forsætis- ráðherra þá, lagði tillögu um þingrof fyrir forsetann en forsetinn neitaði að verða við henni. Stjórnskipulega er það ekki á valdi þingsins að rjúfa þing. Ef þingið samþykkir vantraust ber ríkisstjórninni að víkja, en það hefur engar stjórnskipulegar afleið- ingar þótt þingið samþykki að rjúfa þing og efna til kosninga. Það voru kannski ekki meinbugir á vantraust- stillög Sjálfstæðisflokksins í vikunni en þar var blandað saman óskyldum hlutum, annars vegar vantrauststil- lögu og hins vegar tillögu um þingrof og kosningar. Ég man ekki eftir ann- arri vantrauststillögu þar sem einnig var borin fram tillaga um þingrof og kosningar. Það var því óhjákvæmi- legt að aðgreina þetta í atkvæða- greiðslu til þess að afgreiða það sem er á valdi þingsins. Hitt snérist í raun um að beina þeirri áskorun til for- sætisráðherra að hann legði fram til- lögu um þingrof og kosningar.“ Pólitísku tíðindin... Svanur telur að rökréttast hefði verið að draga tillögu um þingrof og kosn- ingar til baka þegar búið var að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins um van- traust á ríkisstjórnina. „Því á að kjósa þegar búið er að fella vantrauststil- lögu? Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið sterkari ef hann hefði ekki borið fram tillögu um þingrof og kosningar líka. Þá hefðu þeir getað haldið á lofti að ríkisstjórnin stydd- ist við minnsta mögulega meirihluta. Nú vita menn að 2/3 þingsins vilja ekki kosningar. Það er hægt að styrkja meirihlutann með því að snúa sér til Framsóknarflokksins, en það er einn- ig hægt að kanna vilja Hreyfingarinn- ar. Þá væri forsendan sú, sem ég tel reyndar stóru tíðindin í stjórnmál- unum, að það beri ekki að kjósa nú til þess að trufla ekki störf stjórnlaga- ráðsins. Stóru pólitísku tíðindi dags- ins tengjast því hvernig stjórnlaga- ráðið ætlar hægt og bítandi að byggja upp pólitískan stuðning þjóðarinn- ar fyrir sínum tillögum. Það gera þau meðal annars með því að tefla fram því sem er ofarlega í huga manna og er bæði vinsælt og stórt mál, en það er spurningin um þjóðareign á auðlind- um. Ég sé það fyrr mér að ef stjórn- lagaráðið viðhefur þau vinnubrögð sem mér sýnast vera í mótun getur það haft mjög traustan grundvöll fyrir því að fara fram á það að þjóðin kjósi beint um endanlegar tillögur þess. Sem er það sem Hreyfingin vill.“ Einsemd Sjálfstæðisflokksins ... Eygló Harðardóttir, Framsóknar- flokki, greiddi vantrausti atkvæði sitt líkt og Siv Friðleifsdóttir. Hún lagðist hins vegar gegn þingrofi og að geng- ið yrði til kosninga og fór þar gegn formanni sínum líkt og Siv, Guð- mundur Steingrímsson og Höskuld- ur Þórhallsson, en hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna um þingrof og kosningar. Ræða hennar um vantrauststil- lögu Sjálfstæðisflokksins styður á ýmsa lund sjónarmið Svans Krist- jánssonar um að hluti stjórnarand- stöðunnar telji að unnt sé að mynda nýjan meirihluta á þingi án kosn- inga. Eygló sagði meðal annars: „Þessi tillaga var því algert frum- hlaup formanns Sjálfstæðisflokksins og slíkt vekur hjá manni grunsemdir um að tilgangur formanns Sjálfstæð- isflokksins með tillögu sem þessari sé ekki endilega að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina heldur að beina at- hyglinni frá eigin ábyrgð í Icesave- málinu og berja í bresti innan eigin flokks. Er það kannski einnig ástæðan fyrir því að formanni Sjálfstæðis- flokksins liggur svo á að boða til kosninga sem allra fyrst því að hvaða þýðingu hefði það? Lítill tími yrði fyrir ný framboð að koma fram og tæplega hefðu flokkarnir færi á að endur nýja framboðslista sína. Þjóðin hefði því ekkert raunverulegt val, að- eins sama graut í sömu skál, en það hentar kannski einhverjum. Kosn- ingar strax þýddu einnig að Sjálf- stæðisflokkurinn næði því markmiði sínu sem hann náði ekki með hat- rammri baráttu í þinginu, kærumál- um og hæstaréttardómi, það er að koma í veg fyrir endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Kosningar á næstu vik- um gengju því þvert á vilja þjóðar- innar um nýtt upphaf og nýtt Ísland. Ef fram færi sem horfir samkvæmt skoðanakönnunum yrði svo þjóðin að bíða þess að Sjálfstæðisflokknum þóknaðist að breyta hér einhverju og við þekkjum öll hversu viljugur hann er til þess.“ ... og óeining í Framsóknarflokki Í sama streng tók Siv Friðleifsdóttir þegar hún hafnaði þingrofi og kosn- ingum: „Ég styð ekki þingrof. Ríkis- stjórnin hefur nú staðið af sér van- trauststillöguna þannig að líka af þeim ástæðum er svo sem ekkert sem mælir með þingrofi. Þó að ríkis- stjórnin hefði fallið hefði ég samt ekki stutt þingrof. Ég tel að það komi ekki til greina að kalla pólitískan óstöðugleika yfir landið. Það þarf að efla hér pólitískan stöðugleika og það verður ekki gert með þingkosn- ingum. Það var kosið árið 2007 og það var kosið árið 2009. Það eru ekki tvö ár síðan var kosið. Á að kjósa aft- ur? Ég segi nei. Það er miklu nærtækara að raða upp nýrri ríkisstjórn... Þess vegna segi ég nei við þessari tillögu. Við þau tímamót sem hér hafa orðið í kvöld er mjög brýnt að við snúum bökum saman á þessari samkundu og kom- um þessu samfélagi áfram.“ Athygli vekur að Höskuldur Þór- hallsson sat hjá við afgreiðslu tillög- unnar um vantraust og kosningar, en Guðmundur lagðist gegn tillög- unni líkt og Eygló og Siv. Fjórir af níu Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is n Þreifingar milli stjórnarflokka og Framsóknarflokksins n Óeining innan Framsóknar og lítill áhugi á kosn- ingum í þágu Sjálfstæðisflokksins n Pólitísku tíðindin eru stjórnlagaráðið og varðstaðan um það, segir stjórn- málafræðiprófessor n Þingrof alls ekki í höndum Alþingis n Aðeins þriðjungur þingmanna vill kosningar Þreytt á ystavinstrinu Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin geta helst ekki hugsað sér að hafa Jón Bjarnason áfram í ríkisstjórn og knýja á um fækkun ráðuneyta. mynd HEiðA HElgAdÓttir Þingflokkur Já nei greiddu ekki atkvæði Framsóknarflokkur 5 3 1 Hreyfingin 1 1 1 Samfylkingin 0 20 0 Sjálfstæðisflokkur 16 0 0 Utan þingflokka 0 0 2 VG 0 12 1 Samtals 22 36 5 tillaga um þingrof og kosningar 22 JÁ: Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eva Magnúsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árna- dóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhanns- son, Sigurður Kári Kristjánsson,Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Víðir Smári Petersen, Þór Saari. 36 NEI: Auður Lilja Erlingsdóttir, Árni Páll Árnason, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jó- hannesdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðbjartur Hannesson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guð- mundur Steingrímsson, Helena Þ. Karlsdóttir, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magn- úsdóttir, Logi Már Einarsson, Magnús Orri Schram, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardótt- ir, Ólína Þorvarðardóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadótt- ir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þráinn Bertelsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson. 5 GREIDDU EKKI ATKVÆÐI: Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Hösk- uldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir. „Þá er augljóst að Samfylkingin vill nota hvert tækifæri sem gefst til þess að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.