Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Side 30
É g sný ekki aftur með það – al- veg sama hvað Ásmundi Ein- ari Daðasyni eða Heimssýn eða kvótagreifunum finnst: Ein mikilvægasta spurningin sem við Íslendingar munum standa frammi fyrir á næstunni er hvort við ættum að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Þetta er mjög mikilvæg spurning vegna þess að það er ljóst að aðild að ESB myndi hafa margvísleg góð áhrif á íslenskt samfélag. Það er enginn áróður, það er bara staðreynd. Margir kostir Evrópusambandið er ekki fullkomið, en það eru þó vandfundin viðkunn- anlegri og gagnlegri alþjóðasamtök. Menn tala um lýðræðishalla en það er þó staðreynd að lítil ríki, jafnvel örríki, eins og við erum að mannfjölda, hafa áreiðanlega hvergi meiri áhrif í alþjóð- legu samstarfi en innan ESB. Menn tala um bákn, en sannleik- urinn mun þó vera sá að allt hið al- ræmda skrifræðisbákn ESB ku sam- svara um það bil sama mannfjölda og vinnur í landbúnaðarráðuneytinu í Frakklandi. Ég hef að vísu ekki talið það sjálfur, en þessu sá ég haldið fram og ekki var það dregið til baka. Og menn tala um að ESB sé að þró- ast í átt að sambandsríki, en ég sé nú satt að segja engin teikn á lofti um það. Stundum kvikna hugmyndir í þá átt, líkt og gerðist um hina sameiginlegu stjórnarskrá, en þær eru undantekn- ingarlítið skotnar niður fljótlega. Og loks er svo auðvitað fáránlegt að halda því fram að með aðild að ESB af- sali ríki sér fullveldi sínu og sjálfstæði. Reynið að segja ríkjunum í ESB að þau séu ekki sjálfstæð og fullvalda! Stöðugleiki Kostirnir við ESB-aðild yrðu líklega helst aukinn stöðugleiki, umfram allt en þó ekki aðeins í efnahagsmál- um. Þótt evran hafi gengið í gegnum ólgusjó síðustu missera, þá virðist hún nú ætla að standa illviðrið alveg ljómandi af sér. Og þá verður hún væntanlega sterkari eftir en áður. Jafnframt nytum við margs góðs af því að tilheyra í fullri alvöru sam- tökum okkar helstu vina- og frænd- þjóða og taka þátt í margvíslegu starfi þeirra á jafnréttisgrundvelli – já, jafn- réttisgrundvelli! Og fullveldi okkar myndi styrkjast frekar en hitt, vegna þess að við gæt- um þá haft áhrif á margvíslega laga- setningu sem við þiggjum nú frá ESB gegnum EES án þess að hafa nokkuð um þau lög að segja. Áhrif okkar yrðu ekkert rosaleg. En á þeim sviðum sem við létum okkur mestu varða – þar gætum við alveg haft umtalsverð áhrif. Og svo framvegis. Kostirnir eru margir. Ég ítreka að það er ekki áróð- ur, heldur staðreynd. Aðild að ESB myndi leiða til margvíslegs ábata fyrir okkur, og styrkja okkur á ýmsa lund. Þeir sem berjast harðast gegn ESB-aðild ættu að viðurkenna þetta, en ekki halda áfram að hamra á því að ESB-aðild myndi hafa í för með sér eymd og volæði fyrir okkur öll sem eitt. Kostirnir eru margir, og það er bara svoleiðis. Af hverju haldiði að öll þau ríki sem nú eru í ESB hafi sóst eftir að komast þangað, og í engu þeirra eru mjög háværar raddir um að segja skilið við sambandið? Líka gallar En andstæðingar ESB hafa hins veg- ar rétt fyrir sér að því leyti að auð- vitað fylgja aðild líka gallar. Við vitum ekki nákvæmlega hverjir þeir yrðu helstir – vegna þess að gallarnir velta meira á niðurstöð- um aðildarviðræðna en kostirnir. Ef okkur gengi vel að semja við ESB er ekki víst að ókostirnir við aðild yrðu svo ýkja miklir – eða kæmu niður á svo mörgum. En ókostir myndu auðvitað verða einhverjir – það er bara óhjákvæmi- legt. Stærsta spurningin snýst auð- vitað um sjávarútvegsmál, og á því sviði getum við fullyrt og rifist eins og okkur sýnist, en það er í rauninni til lítils – kostir og gallar aðildar með tilliti til sjávarútvegsmála koma ekki raunverulega í ljós fyrr en að aflokn- um aðildarviðræðum. Landbúnaðurinn verður líka fyrir áhrifum – og fyrir suma bænd- ur munu ókostirnir vega þyngra en kostirnir. Aðrir munu sjálfsagt ekki þurfa að kvarta. En þetta vitum við ekki fyrr en niðurstöður í aðildarviðræðum liggja fyrir. Ýmsir þeir sem eru af hugmynda- fræðilegum ástæðum andsnúnir að- ild Íslands að ESB, þeir vilja hins vegar ekki leyfa okkur að fá að sjá niðurstöðurnar úr samningaviðræð- um við ESB. Þeir hafa málað skrattann á vegg- inn, teiknað horn og hala á Evrópu- sambandið og róa nú að því öllum árum að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sumir af þeir eru innilega sann- færðir um að við eigum ekki að koma nálægt þessu sambandi evrópskra þjóða. Aðrir – grunar mig – af því þeir eru smeykir um að þegar niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir, þá muni renna upp fyrir mörgum að það væri ekkert hættulegt að ganga til liðs við sambandið. Vil fá að taka afstöðu sjálfur Íslendingar virðast sumir halda að innganga í ESB sé að selja sálu sína. Það er aldeilis ekki, þetta er bara kalt hagsmunamat sem hátt í 30 þjóðir í Evrópu hafa staðið frammi fyrir nú þegar og allar utan ein hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé rétta leiðin til að efla sinn hag. Í nánu sambandi við önnur full- valda Evrópuríki. Af hverju skyldi það nú vera? Það er vitanlega vegna þess að það hefur góða kosti í för með sér að vera með í þessu sambandi. En gallarnir eru líka til, og kannski myndu þeir í okkar tilfelli vega þyngra en kostirnir. Ég veit það, en mér þætti verra að fá ekki að meta það sjálfur – heldur skuli menn eins og Ásmundur Einar, Sig- mundur Davíð og Davíð Oddsson eiga að fá að meta það fyrir mig. Ég vil fá að taka afstöðu til ESB sjálfur, í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar samningur liggur fyrir, og ég hef skömm á þeim stjórnmála- mönnum sem reyna nú af kappi að svipta mig þeim lýðræðislega rétti mínum – að taka sjálfur ákvörðun í einhverju mesta og mikilvægasta hagsmunamáli Íslendinga í náinni framtíð. Ég vil fá að greiða atkvæði sjálfur! Sennilega eru nær allir sem það hafa prófað sammála um að það er gott að eignast börn. Miklu fleiri jákvæðar hliðar en neikvæðar fylgja því barn komi í heiminn enda fylgir því nánast dýrðleg gleði og hamingja. Fyrir utan slíka persónulega hamingju sem fylgir barneignum er það auð- vitað einn helsti tilgangur manns- ins á jörðinni, líkt og annarra dýra, að viðhalda tegund sinni. Ástæð- ur okkar fyrir barneignum eru því bæði persónulegar og meðvitaðar – fólk eignast yfirleitt börn af því að það vill það og sér gildi þess – en einnig ópersónulegar og ómeðvit- aðar – í eðli okkar sem dýra er ein- hver hvati sem gerir það að verk- um að maðurinn er knúinn til að fjölga sér. Báðar þessar ólíku ástæður – sem við getum sagt að séu annars vegar siðferðilegar og snúist um leit okkar að lífsham- ingju, hinu góða lífi, og hins veg- ar darwinískar, líffræðilegar – fyr- ir barneignum eru að mínu mati jákvæðar og gildar ástæður. Gildi barneigna virðist almennt séð vera viðurkennt. Það eru ekki margir sem finna það hjá sér að færa rök gegn barneignum á opinberum vettvangi með röksemdafærslum sem enda einhvern veginn eins og: „Þess vegna tel ég neikvætt og óæskilegt að eignast börn.“ Fólk getur vitanlega ákveðið sjálft að það vilji ekki ekki eignast börn af einhverri persónulegri ástæðu eins og þeirri að það vilji einbeita sér alfarið að starfi sínu, sama hvað það er, og að barnaumönnun og -uppeldi taki frá því dýrmætan tíma sem það hefði annars getað varið til vinnu. En slíkar ástæður eru persónulegar en ekki rökleg- ar og snúast almennt séð ekki um það að fólk hafi komist að þeirri niðurstöðu með beitingu skyn- seminnar að barneignir séu í eðli sínu slæmar. Barneignir eru það vitanlega ekki, þvert á móti, og væri mjög erfitt að sýna fram á slíkt með rökum almennt séð. Eiginlega má segja að fáir at-burðir í lífi fólks geti talist vera eins afgerandi jákvæðir og það að eignast barn. Ég reyni til dæmis að upphugsa hvað sé nei- kvætt við fæðingu Hallgríms son- ar míns, sem kom í heiminn í byrj- un febrúar síðastliðins, og ég gríp í galtómt – eða næstum því. Ein bölvunin – ef við notum þessa af- gerandi hugsun sem er andstæð þeirri sem kemur fram í einum af fjölmörgum íslenskum málshátt- um um jákvætt gildi barneigna: „Blessun vex með barni hverju“ – sem fylgir barneignum snýst nefnilega um eitthvað allt annað en barnið sjálft. Bölvunin snýr að einu atriði í viðtökum fólks við barninu: Þeirri ótrúlega útbreiddu til- hneigingu manna að þurfa stöðugt að rýna í andlit barnsins þegar það er rétt nýkomið í heiminn og reyna að finna út hverjum það líkist helst, mömmunni eða pabbanum, fólki í föður- eða móðurfjölskyldunni eða jafnvel bara einhverjum úti í bæ. Nær allir hafa mjög sterkar skoð- anir á þessu atriði: Hverjum nýja barnið líkist hvað mest og af hverju og virðist þetta vera einhvers konar samkvæmisleikur. Þeir allra hörð- ustu í þessum fræðum reyna jafn- vel að grein uppruna einstakra lík- amshluta á barninu: eyrun eru frá mömmunni, nefið frá pabbanum, hakan frá móðurafanum, ennið frá föðurömmunni, miðsnesið frá föð- urfrændanum og hárið frá einhverri ömmusysturinni í móðurætt. Þessi íþrótt getur jafnvel orðið eins konar typpakeppni á milli fjölskyldna for- eldranna þar sem hvor um sig þyk- ist eiga meira í litla barninu en hin og getur þar af leiðandi orðið upp- spretta úlfúðar eða sárinda. Leiðindi þessara spekúlasjóna bitna auðvitað sem betur fer ekki á litla barninu sjálfu sem sleppur blessunarlega við að með- taka bollaleggingarnar vegna ungs aldurs og skilningsleysis á tungu- málinu. Foreldrarnir, og jafnvel að- standendur þeirra, þurfa hins veg- ar að sitja undir þessum þreytandi pælingum á nánast hverjum degi þar sem hver og einn þykist hafa náð að lesa rétt í svip barnsins og greint uppruna þess á næstum vís- indalegan hátt. Þessar skoðanir á útliti barnsins eru hins vegar eins ólíkar og þær eru margar enda eru þessi fræði ekki ósvipuð því, þegar börnin eru spánný, og að lesa orð og myndir út úr skýjunum á himn- inum. Þessi útlitslestur fólks verður því svo yfirleitt ekkert mikið ann- að en skraf við skýin þegar líkinga- dæmin eru sett fram og foreldrarnir heyra margar ólíkar kenningar um uppruna miðsnessins á nýfæddu barninu sínu. Best þætti mér ef við leyfðum smábörnunum bara að vera þau sjálf, að minnsta kosti þeg- ar þau eru nýkomin í heiminn, og nánast ómögulegt er að segja hverj- um þau eru lík og þau breytast dag frá degi. Hvaða máli skiptir það líka hverjum börnin líkjast og hvern- ig? Leyfum börnunum bara að vera þau sjálf og sú einhliða blessun sem þau eru áður en þau verða viðfang þessara tilgangslausu útlitsfræða. Myrkrið er kannski skemmtilegt, en ekki þegar það snýst um nýfædd börn og bitnar á foreldrum þeirra. 30 | Umræða 15.–17. apríl 2011 Helgarblað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Keppt um útlit krógans „Kostirnir eru margir, og það er bara svoleiðis. Helgarpistill Ingi F. Vilhjálmsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.