Alþýðublaðið - 03.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1919, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Áður á tímum fóru kaupmenn tíðum á „hausinn", sem kallað var. Sem kallað var segi eg, því nú þekkist það ekki lengur, að kaupmaður fari á hausinn. Þeir hafa gert samtök sín á milli um það, að keppa ekki svo hver við annan, að þeir fari „á hausinp", t. d. er sagt, að heild- salar séu að tryggja sína stöðu með því í fyrsta lagi, að einn selji ekki ódýrara en annar sömu vörutegundina, og í öðru lagi, að koma þvi fyrirkomulagi á, að hver verzli með sína vörutegund og enginn annar með þá sömu. Þetta gæti verið ágætt, ef heildsalarnir væru nægilega óeigingjarnir. En þetta væri einokun í orðsins fylsta skiiningi. Og að þessu stefna þeir menn, sem hafa stuðlað að því, að grein eins og „Frjáls verzlun" var rituð í Morgunblaðið, til þess að segja alþýðunni hvað satt væri. Nú vil eg spyrja: Er þetta fyrir- komulag frjáls verzlun? Þessu verður varla svarað ját- andi. Því verður eigi svarað öðru- vísi en þannig, að kaupmennirnir sjálfir, og þá sérstaklega heildsal- ar og umboðsmenn, hafa orðið til til þess að leggja svo mörg höft á hana, að hún getur ekki með bezta vilja orðið kölluð frjáls verzlun. Með þessu er hrakið hjal kaup- mannanna um „frjálsa verzlun". (Frh.). Ormar. Hikur ejtir 17. ðes. Maður nokkur kom inn á kaffi- hús, þar sem verið var að ræða um heimsendi. Yirtust flestir, sem viðstaddir voru, hafa tekið skrum blaðanna alvariega. Maðurinn bauðst til að veðja 10 gegn 1 um að heimsendir væri ekki ná- lægur. Urðu tveir menn til að veðja 1000 kr. hver og varð það handsalað — þó lygilegt sé — og bíður maðurinn nú með óþreyju 18. des., þegar hann fær sín 2000, en ekki er getið hvernig hinir búist við veðtou, ef þeir skyldu vinna. -f- Mannrækt. m. FJestir munu vilja taka undir þá ósk að íslenzka þjóðin verði framfaraþjóð. FJestir bæjarbúar munu unna höfuðborginni þess, að verða framfaraborg, — fyrir- mynd annara landshluta í líkam- iegum og andlegum framförum. En þetta getur aðeins orðið með því móti, að hver kynslóð, sem byggir þessa borg skilji svo við, að næsta kynslóð taki við bætt- um og auknum lífsskilyrðum. Yið eigum að gera næstu kynslóð svo úr garði, að hún sé auðugri en við, að þekkingu, siðgæði, lausa- fé, framleiðslutækjum, klæðnaði, húsnæði og — umfram alt ann- að — heilbrigði. Það varðar því miklu að við aukum og bætum skólana, að við öflum meira en við eyðum, svo skiftaráðandinn fái eitthvað að gera þegar við föllum frá. En það varðar meiru. — Það varðar mestu, að við leggjum góðan grundvöll undir heilsufar næstu kynslóðar. UppeJdi næstu kynslóðar — barnanha okkar — er vandasam- asta og merkílegasta viðfangsefn- ið, sem við höfum með höndum. Hepnist það vel getum við geng- ið til grafar hróðugir yfir því, að hafa hrundið menningunni nokk- uð áleiðis. Takist það ekki, verð- um við að skammast okkar fyrir æfina. En þetta happaverk, að ala upp hrausta kynslóð, fáum við aldrei unnið með því móti, að hver og einn hugsi og annist að eins um sín börn. Heldur með því að finna ráð til að allír sem vilja, geti al- ið upp börn sín viðunanlega, og fylgja þeim ráðum fram. Dökkustu blettirnir á bæjarlíf- inu eru ekki bio, dansleikir og kaffihús, búðarölt og göturáp. — Dökkasti bletturinn er sá menn- ingarsnauði, drotnandi hugsunar- háitur, að flestallir sem geta alið upp börn sín sæmilega láta sig engu skiftá um hina, sem geta það ekki. Það stoðar lítið að lögbjóða skólaskyldu, auka lögreglueftirlit, bæta sóttvarnir gagnvart útlönd- um, fjölga sjúkrahúsum, baðhús- um, leikvöllum, efla líknarfélög, stofna styrktarsjóði, halda ræður og rita blaðagreinar um mentun og siðgæði ef uppeldisstofnanir bæjarins, heimilin, eru menguð andlegu og líkamlegu óheilnæmi. Uppeldi barnanna fer ekki fram í skólum og samkomuhúsum, á. götum eða almenningum. Það fer fram á heimilum þeirra. Eg er ekki að flytja hér nýja kenningu eða halda fram fágaðri skoðun. Eg er að drepa á nokkuð sem allir vita og fáir neita. Er þá þetta óþarfamas ? Er ekki þessa grundvallar undir velferð komandi kynslóðar gætt svo vel af valdhöfum og almenningi, sem þörf krefur og máttur leyfir? Eru nokkur brögð að því, að heimilin séu hemill á andlegum og líkam- legum þroska barna og unglinga? Eg skal bráðum athugá þessar spurningar nánari. G. Om daginn og vep. Snðurland er hætt ferðum nú, og er búíð að binda það við eystri hafnargarðinn, þar sem íslending- urinn lá áður. Það á að taka hlerana (portin) af hliðunum og gera þá þétta. í síðustu ferð> „Suðurlands" kom svo mikill sjór inn á millidekkið, af því portin voru óþétt, að farþegunum þótti nóg um, enda mundi skipið hafa verið hætt statt, hefði þetta verið ósvikið íslenzkt vetrarveður. Skip þetta hefir áreiðanlega ekki verið bygt fyrir íslenzkt sjólag. Úr því á að fara að gera við skipið, þá verður vonandi líka gert við lek- ann á fyrsta farrými, svo farþegar þurfi ekki að flýja farrými sín. (xullfoss kom í gærdag tií Seyðisfjarðar. Lagarfoss fer ekki fyr en á morgun kl. 4 e. h. eins og aug- Jýst er annarsstaðar í blaðinu. Jarðaríör Sveins Sveinssonar steinsmiðs fór fram í gær. K. F. U. M. Unglingadeildin heldúr árshátíð sína í kvöld. Húsbruni. í Ólafsvík brann til kaldra kola á laugardagsnóttina

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.