Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 27. apríl 2011 Miðvikudagur Einkaþota Björgólfs á söluskrá í tvö ár: Kostar rúmlega milljarð Einn helsti tákngervingur íslensku útrásarinnar, glæsileg einkaþota Björgólfs Thors Björgólfssonar, er til sölu. Einkaþotan, sem er af gerðinni Bombardier Challenger 604, hefur verið í eigu Björgólfs frá árinu 2005 þegar íslenski fjárfestirinn keypti hana fyrir, að því er talið er, rúman einn milljarð króna. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, staðfestir að þotan hafi verið á söluskrá í rúm tvö ár. Á þeim tíma hafi vélin verið í útleigu. Samkvæmt auglýsingu sem finna má á vefsíðunni Aircraft Shopper Online er lúxusþotan metin á 9,5 milljón- ir Bandaríkjadala, eða rétt rúmlega einn milljarð króna að núvirði. Það er þotusölufyrirtækið Jetbrokers sem annast söluna fyrir Björgólf Thor. „Björgólfur Thor hefur átt hana frá 2005 og rétt að taka fram að hún var keypt fyrir hans reikning, kaupin voru ekki fjármögnuð af íslenskum bönkum,“ segir Ragnhildur Sverris- dóttir, talskona Björgólfs, í svari við fyrirspurn DV um þotuna. Hún seg- ir þotuna alla tíð hafa verið rekna á kostnað Björgólfs – en „ekki almenn- ingsfélaga, eins og líklega var raunin með sumar aðrar vélar,“ bætir Ragn- hildur við. mikael@dv.is Viðurkenndar stuðningshlífar í úrvali Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Hluti af skilnaðarsamningi Karls Wer- nerssonar, fyrrverandi aðaleiganda Milestone, og eiginkonu hans Sigríðar Jónsdóttur var að Karl átti að tryggja henni nokkrar flugferðir með einka- þotum á hverju ári, samkvæmt heim- ildum DV. Hjónin skildu árið 2004 en DV greindi frá því fyrr í mánuðinum að Sigríður og Karl tækjust nú á fyrir dómstólum. Samkvæmt upplýsingum af heima- síðu Héraðsdóms Reykjavíkur var það Sigríður sem stefndi Karli. Blaðið hefur ekki heimildir fyrir því um hvað mál- ið snýst en hvorugt þeirra vildi tjá sig þegar DV fjallaði um að málið væri komið fyrir dóm. Ætla má þó að stefn- an sé tilkomin vegna meintra van- efnda á skilnaðar samningnum. Búið er að kveða til matsmenn í dómsmál- inu og lögmaður sem DV hafði sam- band við og tengist málinu ekki, taldi nánast öruggt að tilgangur matsmann- anna væri að endurmeta einhverjar eignir. Það gæti verið vegna þess að Sigríður teldi sig ekki hafa fengið það sem hún henni bar samkvæmt samn- ingnum eða að hún teldi sameiginlegt bú þeirra meira virði en upphaflega var talið. Átti að sjá fyrir þotuferðum Nú hefur DV hins vegar heimildir fyr- ir því að hluti af samningnum á milli Karls og Sigríðar hafi að minnsta kosti snúist um það að fjárfestirinn ætti að sjá Sigríði fyrir nokkrum einkaþotu- ferðum á hverju ári. Milestone leigði einkaþotur af tveimur fyrirtækjum, Netjets og Closeair, fyrir að minnsta kosti rúmlega 700 milljónir króna á árunum 2005 til 2008, líkt og DV hef- ur greint frá. Karl var sá stjórnandi Milestone sem notaði einkaþoturnar hvað mest, líkt og kom fram í DV fyr- ir skömmu. Þá var sagt frá því að Karl hefði notað einkaþotu frá Netjets í um 125 klukkutíma af tæplega 165 sem Milestone greiddi Netjets fyrir frá því í apríl 2005 til apríl 2006. Áttu saman íbúð á Ítalíu Heimildir DV herma að meðal þeirra eigna sem voru hluti af sameigin- legu búi hjónanna við skilnaðinn hafi verið íbúð í borginni Lucca í Toskana á Ítalíu. Hugsanlegt er íbúðin í Lucca sé ástæða þess að einkaþotuflugið hafi verið hluti af skilnaðarsamningn- um og ekki er ólíklegt að þotuferðirn- ar hafi verið ætlaðar til að komast til Lucca. Jafnframt er ekki hægt að úti- loka að umrædd íbúð hafi verið hluti af skilnaðarsamkomulaginu á milli Karls og Sigríðar. Þar sem Karl hefur verið stóreignamaður síðastliðin ár má þó fullyrða að umræddar einkaþotuferð- ir og íbúðin í Lucca hafi aðeins ver- ið lítill hluti af skilnaðarsamningnum og að auk þess hafi Sigríður fengið að minnsta kosti nokkur hundruð millj- ónir króna í sinn hlut. Eðlilegir skilnaðarsamningar Samkvæmt upplýsingum frá lög- mönnum sem sjá um skilnaðarmál er algengt, ef annar makinn í hjónabandi er mjög efnaður en hinn með lágar tekjur eða jafnvel heimavinnandi, að við skilnað sé gerður samningur á milli hjóna um ákveðnar greiðslur í ákveð- inn fjölda ára, eða ákveðin hlunnindi. Í sumum tilfellum er jafnvel um ein- hvers konar lífeyrisgreiðslur að ræða. Sigríður er hjúkrunarfræðingur en Karl er eigandi og framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu og jafnframt fjárfestir og því má telja eðlilegt að skilnaðarsamn- ingurinn á milli þeirra hafi falið í sér að Sigríður nyti vissra hlunninda áfram eftir skilnaðinn. n Heimildir herma að Karl Wernersson hafi átt að sjá fyrrverandi eiginkonu fyrir einkaþotuferðum n Karl notaði einkaþoturnar sem Milestone leigði langmest n Íbúð á Ítalíu hluti af sameiginlegu búi hjónanna, samkvæmt heimildum DV Þotuferðir hluti af skilnaðarsamningi „Hugsanlegt er íbúðin í Lucca sé ástæða þess að einka- þotuflugið hafi verið hluti af skilnaðarsamningnum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Takast á Sigríður Jónsdóttir hefur stefnt Karli Werners- syni, fyrrverandi eiginmanni sínum. Líklegt er að stefnan sé tilkomin vegna vanefnda á skilnaðarsamningi. Einkaþotuferðir Heimildir DV herma að það hafi verið hluti af skilnaðarsamningi Karls og Sigríðar að hann tryggði henni nokkrar flugferðir með einkaþotum á ári hverju. Í þotu til Lucca? Heimildir DV herma að þotuferðir hafi verið hluti af skilnaðar- samningi Sigríðar og Karls. Eiður Smár launahæstur Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er með rúmlega 2,5 milljónir Bandaríkjadala í árslaun samkvæmt tímariti bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar ESPN. Þar er birt- ur listi yfir launahæstu íþróttamenn hvers lands og er Eiður þar launa- hæstur Íslendinga. Eiður er sem fyrr segir sagður vera með rúmlega 2,5 milljónir dala í árslaun sem samsvara um 286 milljónum króna. Einungis er miðað við launa- greiðslur vinnuveitanda, sem í til- viki Eiðs er enska úrvalsdeildarliðið Fullham, en ekki eru reiknaðar inn í aðrar tekjur. Ætla aldrei að koma aftur Tölvunarfræðingurinn Guðmundur Ásmundsson ætlar að flytja til Nor- egs ásamt fjölskyldu sinni og hefur ekki hug á að snúa aftur til Íslands. Í viðtali við norska blaðið DN segist Guðmundur hafa misst vinnuna og spariféð í bankahruninu árið 2008. Rætt er við hann og eiginkonu hans, Jacqueline Michelle Becker, en þau segja að þeim hafi verið það ljóst fyrir hrun bankanna árið 2008 að stjórnkerfið á Íslandi væri ekki í lagi. Bankahrunið var einungis staðfest- ing á því. Í viðtalinu er greint frá því að þau hafi tapað sparnaði sínum upp á tíu milljónir króna og fasteign, sem þau keyptu fyrir 46 milljónir króna árið 2005, sé farin. „Ég get ekki lengur horft á sjón- varpið. Í stað þess prjóna ég,“ segir Jacqueline í viðtalinu. Guðmundur missti vinnuna árið 2008 en síðan þá hefur hann stundað nám í viðskipta- fræði til þess að verða samkeppnis- fær á atvinnumarkaði. Til sölu Bombardier Challenger 604, einkaþota Björgólfs Thors, er til sölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.