Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Síða 6
6 | Fréttir 27. apríl 2011 Miðvikudagur Tuttugu og sjö ára karlmaður ákærður fyrir íkveikju, þjófnað og eignaspjöll: Lét greipar sópa og kveikti í „Hann fór inn um gluggan hjá mér og rústaði öllu, stal bæði skartgrip- um og öðru. Síðan fór hann á efri hæðina, og þar byrjaði hann að tína saman alls konar góss og kveikti síð- an í hjónarúminu,“ segir Eygló H. Guðbjartsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, sem lenti í þeirri óskemmtilegu lífs- reynslu árið 2007 að brotist var inn á heimili hennar. Héraðsdóm- ur Reykjaness þingfesti á þriðjudag ákæru á hendur 27 ára gömlum karl- manni en hann er sakaður um stór- felld eignaspjöll, þjófnað og eins og fyrr greinir að hafa kveikt í hjóna- rúmi í íbúð á efri hæð hússins þar sem Eygló býr ásamt eiginmanni sín- um. Á efri hæð hússins bjó ungt par ásamt þriggja mánaða gömlu barni sínu og þykir mikil mildi að eng- inn var heima þegar atburðurinn átti sér stað. „Þegar ég kom heim úr vinnunni þá sá ég að hvolft hafði ver- ið úr kommóðuskúffum og nærföt af okkur lágu eins og hráviði út um allt. Hann hafði hent niður myndum af börnum mínum og barnabörn- um, sem héngu á svefnherbergis- veggnum,“ segir Eygló og vill meina að óþarflega mikil eyðilegging hafi átt sér stað. „Það er eins og hann hafi ekki fundið nógu mikil verðmæti og hann hafi farið bara og rústað öllu. Hann tók til dæmis annað náttborð- ið og henti því bara í gólfið.“ Eygló og maður hennar þurftu að flytja út úr íbúðinni í tvo mánuði á meðan gert var að skemmdum en íbúðin var mjög illa farin vegna reyk- og vatns- skemmda. Efri hæðin gjöreyðilagðist og misstu íbúar hennar allt sitt. Krafist er rúmlega fimmtán millj- óna króna skaðabóta af tryggingar- félögum íbúa hússins. hanna@dv.is St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 36-41 kr. 6.595 St. 36-41 kr. 5.895 St. 24-35 kr. .395 St. 41-46 kr. 6.795 „Ég efast ekkert um það að höfnin verður opnuð í vikunni, en það leysir ekki vandann. Við verðum að tryggja það að næsti vetur verði ekki eins og þessi var,“ segir Elliði Vignisson, bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við blaðamann DV. Hann segir eyja- skeggja vera orðna langþreytta á þeirri óvissu sem hefur ríkt síðastliðið ár í tengslum við siglingar til og frá Eyj- um og bendir á að mögulega þurfi að setja upp fastan dælubúnað við Land- eyjahöfn, eins og þekkist í sandhöfn- um erlendis. Alls óvíst sé að dæluskip, hversu vel sem það sé útbúið, ráði við verkið. Höfnin var tekin í notkun þann 21. júlí með mikilli viðhöfn og búist var við að hún yrði mikil bót í samgöngum og myndi auka samvinnu í atvinnu- og félagslífi á milli íbúa Vestmannaeyja og íbúa Suðurlands. Höfnin hefur hins vegar verið að miklu leyti lokuð frá því í lok september vegna efnisburðar inn í hana, meðal annars frá eldgossinu í Eyjafjallajökli. Óljóst framhald Einn bæjarbúa, verslunareigandinn Helgi Hjálmarsson, sendi Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra opið bréf vegna málsins, fyrr í mánuðinum. Þar lagði hann til að fleiri skip yrðu fengin til þess að dæla sandi úr höfn- inni. Í svarbréfi Ögmundar kom fram að skipulags- og reynsluleysi verktak- ans hafi meðal annars leitt til þess að sums staðar hafi verið dýpkað of mik- ið. Þá sagði hann að til greina kæmi að nýta uppsagnarákvæði samnings- ins sem gerður var við Íslenska gáma- félagið. Samningurinn gildir til 1. maí næstkomandi og því er alls óljóst hvort að dæluskipið Scandia muni dæla sandi úr höfninni eftir það. Í verksamningnum var miðað við að skipið myndi dæla um 180 þúsund tonnum af sandi til vors en nú er svo komið að skipið er einungis búið að dæla um 40 þúsund tonnum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum, segir íbúa nánast telja hvern klukkutíma þangað til aftur verði hægt að sigla reglulega um Landeyjahöfn. Þarf fastan dælubúnað „Við höfum farið fram á það að höfn- inni verði skilað til okkar eins og ríkið ætlaði sér. Þetta er bara hálfbyggð höfn þangað til hún veitir þá þjónustu sem henni er ætlað,“ segir Elliði í samtali við DV. Hann segir ljóst að undanfar- ið hafi Vestmannaeyingar verið í sömu stöðu og síðustu tuttugu árin, ennþá sé siglt með Herjólfi til Þorlákshafn- ar tvisvar á dag. Elliði segir innlenda sem og erlenda sérfræðinga sem hann hafi talað við sammála um það að erf- itt verði fyrir dæluskip að athafna sig í innsiglingunni í framtíðinni, sama hvaða skip það verði. Hann líkir ástandinu við það ef snjófljóð félli ítrekað á tiltekinn veg- skika, og segir ljóst að í slíkri stöðu yrðu byggðir almennilegir varnar- garðar. „Ég tel ekki ólíklegt að hér þurfi einfaldlega fastan dælubúnað, dælu- kerfi sem er botnlægt og dæli stöð- ugt. Þannig er þetta gert í sandhöfn- um mjög víða erlendis,“ segir hann. Þá segir hann að mögulega þurfi að breyta görðunum til þess að skipið geti nýtt höfnina betur. Treystir yfirvöldum Elliði segir ljóst að möguleikinn á að fá fastan dælubúnað í höfnina sé til skoð- unar hjá Siglingastofnun, rétt eins og aðrir möguleikar. „Ríkið er einfaldlega ekki ennþá búið að skila mannvirkinu eins og okkur var lofað og ég ætla rétt að vona að það detti engum í hug að láta hér staðar numið. Höfnin kemur ekki til með að veita heilsársþjónustu eins og hún er núna. Það þarf einfaldlega að klára framkvæmdina,“ segir Elliði. Hann segir að í upphafi fram- kvæmda hafi verið gengið út frá ákveðnum forsendum; að hægt yrði að sigla Herjólfi inn í höfnina í 90–95 prósent tilvika, að höfnin yrði not- hæf í allt að 3,7 metra ölduhæð. „Þeg- ar þeim markmiðum verður náð þá verður höfnin fullbyggð og ekki fyrr. Ég treysti samgönguyfirvöldum til þess að ganga þannig frá hnútun- um að höfnin virki, það væri algjör vanvirða við fé skattborgara að reisa samgöngumannvirki og láta það svo stoppa á því að menn kláruðu ekki framkvæmdina,“ segir Elliði. Langþreyttir eyjaskeggjar Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „ Í svarbréfi Ögmundar kom fram að skipulags- og reynsluleysi verktakans hafi meðal annars leitt til þess að sums staðar hafi verið dýpkað of mikið. n Íbúar Vestmannaeyja eru orðnir langþreyttir á seinaganginum við Landeyjahöfn n Bæjarstjóri segir höfnina hálfbyggða þar til hún veitir fulla þjónustu n Óljóst hvort að samningur verði framlengdur Elliði Vignisson „Þetta er bara hálfbyggð höfn þangað til hún veitir þá þjónustu sem henni er ætlað,“ segir Elliði. Óljóst framhald Samningur við Gáma- félagið gildir til 1. maí næstkomandi og því er alls óljóst hvort að sanddæluskipið Scandia muni dæla sandi úr höfninni eftir það. Mynd sigTryggur ari Ákæra þingfest Héraðsdómur Reykjaness hefur þingfest ákæru á hendur 27 ára innbrotsþjófi. „Engin óskastaða“ „Þetta er engin óskastaða,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, í samtali við DV.is á þriðjudag en hann sagði að það stefndi í verkfall ef atvinnurek- endur sjá sér ekki fært að ganga frá kjarasamningum. Samtök atvinnulífsins hafa krafist þess að lausn fáist í sjávarútvegs- málum áður en samið verður. Kjara- viðræðurnar sigldu í strand vegna þeirrar kröfu en Gylfi segir að þarna séu Samtök atvinnulífsins að setja sjónarmið fárra fram yfir þjóðarhag. Formaður samninganefndar Flóafélaganna afhenti ríkissátta- semjara bréf í dag þar sem kjara- deilu Eflingar-stéttarfélags, Verka- lýðs – og sjómannafélags Keflavíkur var formlega vísað til embættis ríkis- sáttasemjara. Í yfirlýsingu frá Sam- tökum atvinnulífsins kemur fram að besti kosturinn fyrir þjóðina sé að atvinnuleiðin verði farin út úr krepp- unni, en mikilvægur þáttur í þeirri leið sé að samið verði til þriggja ára. Leiðrétting Í páskablaði DV var fjallað um örlög vistmanna sem voru á vist- heimilinu í Breiðavík. Í greininni var rangfært að Björn Loftsson hafi verið yfirmaður á þeim tíma sem greinin fjallaði um. Hið rétta er að Þórhallur Hálfdánarson var yfirmaður þá. Rétt er að biðjast velvirðingar á þeirri rangfærslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.