Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 10
10 | Fréttir 27. apríl 2011 Miðvikudagur „Þessi frásögn er mjög óljós finnst mér því hvaða heila- og taugaskurð- læknir hefur fullyrt þetta og hvernig eru menn að mæla þetta? Það er tal- að um kvikasilfur í bóluefnum sem er mjög rangt því það eru engin kvika- silfursambönd í bóluefnum sem not- uð eru á Íslandi og hafa ekki verið í mjög langan tíma,“ segir Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarna- sviði Landlæknisembættisins í sam- tali við DV. Ragna Erlendsdóttir, móðir Ellu Dísar, fimm ára gamallar stúlku sem barist hefur við óþekktan hrörn- unarsjúkdóm í fjögur ár, fullyrð- ir í viðtali á vefmiðlinum bleikt.is síðastliðinn sunnudag að íslensk- ur heila- og taugaskurðlæknir hafi staðfest að stúlkan þjáist af sjálfs- ofnæmi vegna bólusetningaróþols eða „vaccine induced disease syn- drome“. Hún gaf þó ekki upp hvaða íslenski læknir staðfesti þessar nið- urstöður. Þá hafa bæði ísraelskur og þýskur læknir haldið því sama fram, að sögn Rögnu. Hún segir einnig að mikið magn af kvikasilfri hafi fund- ist í líkama Ellu Dísar við mælingar erlendis og vill meina að það tengist bólusetningunum. Ragna segir Ellu Dís hafa orðið mikið veika eftir all- ar bólusetningar frá 2 til 24 mánaða aldurs og hafi lamast hratt eftir það. Bóluefnin tengjast ekki taugasjúkdómum Þórólfur segir það lengi hafa verið í umræðunni að bólusetningar valdi sjálfsofnæmissjúkdómum, sem er stór flokkur af sjúkdómum, til að mynda gigtarsjúkdómum. „Orsakir þeirra eru að flestu leyti óþekktar en þó er vitað að margir sjálfsofnæmis- sjúkdómar koma í kjölfarið af sýking- um, eins og inflúensu og fleiru.“ Þór- ólfur segir margar rannsóknir til þar sem tengsl sjálfsofnæmissjúkdóma og bólusetninga hafi verið könnuð en það hafi ekki verið hægt að sýna fram á nein bein tengsl þar á milli. „Það er að vísu þannig með misl- inga- og rauðu hunda-bóluefnin, þau geta í einu tilfelli af mörghundr- uð þúsund bólusettra valdið breyt- ingum á blóðflögum sem flokkast sem sjálfsofnæmissjúkdómur en það er ekkert af þessum bóluefnum sem hefur tengst taugasjúkdómum eins og hún er að lýsa,“ segir Þórólfur og vísar til fullyrðinga Rögnu. Hann segir að þegar svona mál komi upp þá verði auðvitað að rann- saka það. „Það verður þó að varast að halda einhverju svona fram. Að bera fyrir sig að einhver hafi sagt eitthvað eru ekki nógu góð rök fyrir einhverj- um svona tengingum,“ segir Þórólfur. Alvarlegir fylgilkvillar sjaldgæfir Geir Gunnlaugsson landlæknir segist í samtali við DV ekki þekkja til þessa sjúkdóms sem Ragna fullyrðir að Ella Dís þjáist af. Að hans mati eru fullyrð- ingar um tengsl á milli bólusetninga og sjálfsofnæmis með þessum hætti óábyrgar. „Ég held að allir foreldr- ar óski þess af heilum hug að barnið þeirra veikist ekki og bóluefni er með- al þeirra alöflugustu forvarnar aðgerða sem íslenska heilbrigðiskerfið get- ur boðið upp á. Alvarlegir fylgikvill- ar bólusetningar eru mjög sjaldgæf- ir og það eru alltaf deilur um það.“ Geir bendir á að börn séu bólusett oft á fyrstu átján mánuðum ævi sinn- ar og að ýmislegt gerist hjá barninu á þeim tíma alveg óháð bólusetning- um. Hann segir erfitt að að halda fram sambandi á milli bólusetninganna og þess að einhver ákveðinn atburður gerist eða sjúkdómur komi fram, sem valdi hrörnun eða öðrum vandkvæð- um hjá börnunum. Kemur í veg fyrir 3 milljónir dauðsfalla Nú stendur yfir alþjóðleg vika til- einkuð bólusetningum á vegum Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, en hún hófst þann 26. apríl síð- astliðinn. Tilgangurinn er að vekja at- hygli á einstökum árangri sem náðst hefur með bólusetningum og jafn- framt hvetja til áframhaldandi og al- mennrar þátttöku í þeim. Á heima- síðu Landlæknisembættisins kemur fram að bólusetningar komi árlega í veg fyrir um þrjár milljónir dauðsfalla og örkuml hjá um 750 þúsund börn- um í heiminum. Þátttaka í almenn- um bólusetningum hefur ávallt verið mjög góð á Íslandi og það er ástæða þess að tekist hefur að útrýma nán- ast öllum barnasjúkdómum sem enn sjást í nálægum löndum. Búast má við alvarlegum aukaverkunum hjá um það bil einu af hverjum milljón bólusettum börnum. Hér á landi má því búast við að slíkt gerist á fimmtíu ára fresti. Margar kenningar um skaðsemi bólusetninga hafa skotið upp kollinum: Bóluefni valdi einhverfu Í gegnum tíðina hafa reglulega bor- ist fréttir af hugsanlegum skaðleg- um afleiðingum bólusetninga sem ekki hafa átt við rök að styðjast. Gott dæmi um slíkt eru kenningar Andrew Wakefield frá árinu 1998 þar sem hann, ásamt fleiri læknum, fullyrti að tengsl væru á milli MMR bóluefnisins og einhverfu. Bóluefn- ið er notað gegn mislingum, rauð- um hundum og hettusótt, sem eru allt alvarlegir sjúkdómar. Þessar kenningar voru hraktar á skömm- um tíma. Þeir læknar sem tóku þátt í rannsókninni með Wakefield drógu kenningarnar til baka en hann sjálfur var sviptur læknisleyf- inu og rekinn úr breska læknasam- bandinu. Þá voru í byrjun þessa árs flutt- ar fréttir af því að fjölgun hefði verið á tilfellum drómasýki í bæði Svíþjóð og Finnlandi og getgátur hafa verið uppi um að tengsl séu á milli drómasýkinnar og bólu- efnisins Pandemrix sem notað er gegn svínaflensu. Íslensk stúlka, Berglind Dúna Sigurðardóttir sem greindist með drómasýki í fyrra, sagði í viðtali við fréttastofu Rík- issjónvarpsins að hún óttaðist að svínaflensubólusetningin hefði valdið sjúkdómnum hjá henni. Haraldur Briem sóttvarnalækn- ir sagði í samtali við DV í febrú- ar að engin tengsl hefðu fundist á milli drómasýki og bólusetningar við svínaflensu hér á landi. Hann benti jafnframt á að ekki hefðu fundist nein tengsl á milli þess- ara tveggja þátta í öðrum löndum nema Svíþjóð og Finnlandi. Nú stendur yfir fjölþjóðleg rannsókn í Evrópu, sem Íslendingar taka þátt í, þar sem hugsanleg tengsl drómasýki og svínaflensubólu- setningar eru rannsökuð frá öllum hliðum. Kannast ekki við sjúkdóm Ellu Dísar n Móðir Ellu Dísar segir staðfest að hún þjáist af sjálfsofnæmi vegna bólusetningaróþols n Landlæknir kannast ekki við sjúkdóminn n Yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins segir málið mjög óljóst n Búast má við alvarlegum aukaverkunum vegna bólusetningar á börnum á Íslandi á 50 ára fresti„Alvarlegir fylgikvillar bólusetningar eru mjög sjaldgæfir og það eru alltaf deilur um það. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Ella Dís Ragna segir dóttur sína þjást af sjálfsofnæmi í kjölfar bólusetningaróþols. Berglind Dúna Óttast að hún hafi fengið drómasýki í kjöl- far bólusetningar við svínaflensu. MYND SKJÁSKOT AF RÚV Landlæknir Geir Gunnlaugsson segir mjög óábyrgt að setja fram fullyrðingar um tengsl bólusetningar og sjálfsofnæmis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.