Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 27. apríl 2011 Miðvikudagur Ítalir ekki á eitt sáttir við Kínverja: Króati við opnun Marco Polo-safns Einn frægasti Ítali sögunnar er tví­ mælalaust Marco Polo, landkönn­ uðurinn sem er talinn hafa ferðast fyrstur allra Evrópubúa til Kína. Nú eru Ítalir æfir af reiði því sumir halda því fram að Polo hafi alls ekki ver­ ið ítalskur. Í síðustu viku var opnað safn tileinkað Marco Polo í Kína, í borginni Yangzhou, en þangað ferð­ aðist Marco Polo einhvern tímann á árabilinu 1270 til 1275. Kínverjarnir sem stóðu fyrir opnun safnsins fengu fyrrverandi forseta Króatíu, Stjepan Pesic, til að vera viðstaddan vígslu­ athöfnina og fékk hann þann heiður að klippa á borðann í tilefni dagsins. Staðreyndin er nefnilega sú að Polo var fæddur í bænum Korcula, sem telst til Króatíu í dag. Ítalir eru hins vegar á öðru máli, enda var Kor­ cula betur þekkt sem Curzola þegar Polo kom í heiminn, en hann er tal­ inn hafa fæðst árið 1254 – eða þar um bil. Ítalir taka málið mjög alvarlega og telja að Kínverjar hafi gert mikil mis­ tök með því að hafa ekki fengið full­ trúa Ítala til að vera viðstaddan opn­ un safnsins í Yangzhou. Einn þeirra er sagnfræðingurinn Alvise Zorzi, sem er sérfræðingur í sögu Feneyja. Að hans mati er fáránlegt að tala um Cur­ zola sem króatískan bæ, jafnvel þó að hann kunni að tilheyra Króatíu í dag. „Það er allt eins hægt að segja að Gu­ iseppe Garibaldi sé franskur, þar sem hann fæddist í Nice.“ Eins og margir vita var Nice eitt sinn ítölsk borg, og ber heitið Nizza á ítölsku. Garibaldi er ein helsta sjálfstæðishetja Ítala, sem taka því greinilega ekki sem neinu gamanmáli þegar þjóðerni þeirra dáðustu sona er talið annað en ítalskt. bjorn@dv.is Árangur stjórnmálaflokksins Sannir Finnar hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteina Finnlands. Sannir Finnar unnu mikinn kosningasigur í þingkosningum þar í landi og hlutu alls 19 prósent atkvæða og bættu sig þar með um heil 15 prósent frá síð­ ustu kosningum árið 2007. Í síðustu skoðanakönnunum sem birtust fyrir kosningarnar leit út fyrir að Sannir Finnar myndu ná allt að 15 prósenta fylgi og því ljóst að stuðningur við flokkinn var enn meiri en skoðana­ kannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir hinn mikla sigur Sannra Finna var það finnski sameiningar­ flokkurinn sem hlaut flest atkvæði, eða 20,4 prósent. Það er því leiðtogi þeirra, Jyrki Katainen, sem hefur fengið umboð til stjórnarmyndunar en hann hefur þegar hafið viðræður við aðra flokka. Þó er ekki búist við að ný ríkisstjórn verði kynnt til sögunn­ ar fyrr en um miðjan maí. Vilja út úr ESB Katainen hefur lýst því yfir að hann muni ræða við Timo Soini, hinn lit­ ríka leiðtoga Sannra Finna, þrátt fyrir stefnu hans í Evrópumálum. Stefna Sannra Finna er í stuttu máli sú, að þeir vilja út úr Evrópusamband­ inu. Þeim gremst það sérstaklega að Finnar hafa þurft að greiða fyrir mis­ tök annarra aðildarríkja sambands­ ins, en þeirra á meðal eru Grikkland og Írland – sem hafa þurft að sækjast eftir efnahagslegum björgunarað­ gerðum frá ESB og Alþjóðagjaldeyr­ issjóðnum. Málið er talið neyðarlegt meðal talsmanna Evrópusambandsins og sýnir enn og aftur fram á mikla hægri sveiflu í evrópskum stjórnmálum síðan hin alþjóðlega efnahagskreppa gerði vart við sig árið 2008, með graf­ alvarlegum afleiðingum. Fari svo að Soini og félagar hans fái sæti í ríkisstjórn, er allt eins líklegt að þeir muni standa í vegi fyrir lagafrum­ vörpum framkvæmdastjórnar ESB. Í Finnlandi þurfa öll mál sem tekin eru fyrir í stjórnskipun sambandsins að fara fyrir finnska þingið. Verði þau mál ekki staðfest gætu mikilvæg mál ESB strandað hjá finnska þinginu, meðal annars neyðarlán sambands­ ins til Portúgal. Öll aðildarríki þurfa að samþykkja slíkt mál einróma. Ekki aðeins Finnland Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóð­ ar, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna úrslita finnsku þingkosninganna og það gerði einnig Hans­Dietrich Gensher, fyrrverandi leiðtogi Frjálsra demókrata í Þýskalandi. Ráðamenn í Brussel eru einnig uggandi um hag ESB, en Finnland er ekki eina landið sem virðist vera í „órólegu deildinni“. Í Danmörku og Hollandi hanga rík­ isstjórnirnar saman einungis vegna stuðnings hægri öfgaflokka. Í Hol­ landi fékk Frelsisflokkur Geert Wild­ ers 15,5 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum, en sá flokkur hef­ ur ekki farið leynt með stefnu sína í innflytjendamálum – sem byggist að miklu leyti á útlendingahatri. Það sama má segja um Danska þjóðar­ flokkinn. Breytingar í Frakklandi Það hefur lengi verið ljóst að sam­ starf Evrópuþjóða hefur verið leitt af stærstu iðnveldum sambandsins, Þýskalandi og Frakklandi. Nú er hins vegar svo komið að Frakkar virðast í auknum mæli vera andsnúnir Evr­ ópusamstarfinu, að minnsta kosti ef marka má auknar vinsældir Þjóð­ fylkingarinnar, flokks Marine Le Pen. Le Pen tók við leiðtogahlutverkinu í flokknum af föður sínum, Jean­Marie, en hann var þekktur fyrir útlendinga­ hatur og félagslega íhaldsemi. Marine Le Pen hefur þó reynt að hverfa frá allra hörðustu skoðunum föður síns en hún er þó sammála hon­ um í því að takmarka eigi fjölda inn­ flytjenda í Frakklandi og jafnframt að Frakkland eigi að segja sig úr Mynt­ bandalagi Evrópu og taka aftur upp frankann sem gjaldmiðil. Telur hún fjórfrelsið í ESB; sem þýðir frjáls för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu, vera úrelt. Henni þóknast betur inni­ lokunarstefna, hún vill ekki flytja út vörur frá Frakklandi. Samkvæmt nýj­ ustu skoðanakönnunum lítur út fyr­ ir að Le Pen myndi hafa betur gegn Nicolas Sarkozy, núverandi forseta Frakklands, þó líklegra verði að telj­ ast að næsti forseti verði frambjóð­ Hægrisveifla í Evrópu n Sannir Finnar unnu mikinn kosningasigur í þingkosningum og hlutu 19 prósent atkvæða n Hægri sveifla í stjórnmálum í Evrópu n Farið að bera á óánægju í Þýskalandi og Frakklandi „Við höfum lofað tveimur þriðju af skatttekjum ríkisstjórnar- innar til að greiða skuldir annarra þjóða. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Timo Soini fagnar Hann hafði ástæðu til að brosa þann 17. apríl eftir kosningasigur Sannra Finna. Feneyjar á Ítalíu Ítalir telja sig eiga einkarétt á Marco Polo. Vladimír Pútín á Norðurlöndum Forsætisráðherra Rússlands, Vla­ dimír Pútín, er á ferð um Norður­ löndin þessa dagana. Hann kom til Kaupmannahafnar eftir páska og ferðast því næst til Svíþjóðar í dag, miðvikudag. Tilgangur ferðalagsins er viðræður um orkumál, en með forsætisráðherranum í för er Alexei Miller, forstjóri Gazprom – stærsta orkufyrirtækis Rússlands. Munu Pút­ ín og Miller meðal annars ræða við Lars Løkke Rasmussen, forsætisráð­ herra Dana, og þá munu þeir einnig hitta drottninguna sjálfa, Margréti Þórhildi. Viðræðurnar við Rasmus­ sen munu að mestu leyti snúast um aðgang danska orkufyrirtækisins Dong Energy að mögulegum ga­ sauðlindum við norðurskautið. Ríkasti maður heims sektaður Samkeppniseftirlitið í Mexíkó hefur ákveðið að sekta ríkasta mann í heimi, Carlos Slim, um einn millj­ arð dollara – eða sem nemur um 112 milljörðum íslenskra króna. Sektina fær Slim vegna einokunar­ tilburða símafyrirtækisins Telcel, þar sem Slim er aðaleigandi. Telcel hefur rukkað önnur fyrirtæki óeðli­ lega mikið fyrir símtöl sem kemur auðvitað mest niður á mexíkóskum neytendum. Þrátt fyrir sektina er Slim ennþá ríkasti maður í heimi, samkvæmt bandaríska tímaritinu Forbes. Eru auðævi hans metin á 74 milljarða dollara en hann hefur fjár­ fest mikið í fjarskiptafyrirtækjum en einnig í olíu­ og stáliðnaði. Enn og aftur rit- stuldur í Þýska- landi Það vakti mikla athygli þegar þýski stjórnmálamaðurinn Karl­Theodor zu Guttenberg sagði af sér embætti varnarmálaráðherra í Þýskalandi, í kjölfar þess að upp komst um stór­ felldan ritstuld hans í doktorsverk­ efni hans í lögfræði frá Bayreuth­há­ skóla. Nú er komið upp annað mál af svipuðum meiði en komið hefur í ljós að Silvana Koch­Mehrin, sem er einn varaforseta Evrópuþings­ ins, tók að minnsta kosti efni fjórð­ ungs doktorsverkefnis síns í hag­ fræði ófrjálsri hendi. Athygli vekur að það eru sömu samtök og stóðu zu Gutten berg að verki sem hafa nú opinberað Koch­Mehrin. Sam­ tökin heita Vroniplag og er markmið þeirra að opinbera svindlara innan fræðaheimsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.