Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 27. apríl 2011 Miðvikudagur „Þetta var skand- all hjá dómar- anum.“ n Naglinn Ólafur Þórðarson var ekki ánægður með störf dómarans í kringum þriðja mark Valsmanna í úrslitum Lengjubikars- ins á mánudagskvöldið. – Fótbolti.net „Ég kláraði skammtinn minn og menn þurftu ekkert lengur að nota mig.“ n Björn Jörundur Friðbjörnsson lék í haug af myndum um aldamótin en hann hefur ekki sést lengi á hvíta tjaldinu. Hann er kominn með hlutverk í myndinni Svartur á leik. – Fréttablaðið „Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur.“ n Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global, ánægður með tilnefningar sem fyrirtækið fékk á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game. – Fréttablaðið „Ég kveinka mér ekki undan málefnalegri gagnrýni.“ n Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir í fyrsta stóra blaðavið- talinu sínu í tvö ár um páskana. – DV „Orðið leppi er ekki til í íslensku, nema sem þágufallsmyndin af orðinu leppur.“ n Sendiherrann fyrrverandi Eiður Guðnason skólar fréttamenn og bloggara til á heimasíðu sinni. – eidur.is Leyndarmál biskups V ið höfðum sannfært okkur um að við lifðum í borgaralegu himnaríki, þar sem stjórn- kerfinu, stjórnmálunum og viðskiptalífinu var haldið uppi af Jes- ús Kristum í jakkafötum. Við trúð- um, treystum, vonuðum og væntum. Svona var það í góðærinu og svona á það aftur að verða. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, kallaði um páskana eftir end- urhvarfi íslensku þjóðarinnar til já- kvæðni og trausts gagnvart stofnum samfélagsins. „Við megum ekki við því öllu lengur að sitja föst í vantrausti og tortryggni!“ sagði Karl biskup í páska- postillunni [upphrópunarmerki er biskups]. „Ári eftir útkomu Rannsókn- arskýrslu Alþingis setja neikvæðnin, sakbendingarnar og dómharkan mark sitt á þjóðarsálina.“ Líkt og í góðri söluræðu lýsti Karl því hvað væri að okkur áður en hann kom sjálfur með lausnina. Hann gekk svo langt að segja börnin okkar líða fyrir að traust til grunnstoða sam- félagsins væri ekki nægilega mikið. Hann benti okkur á að við værum breysk og varnarlaus, honum varð tíð- rætt um náttúruhamfarir og nefndi ítrekað að Kristur hefði risið upp frá dauðum. „Góðu fréttirnar eru sann- leikur, við megum treysta því og trúa, fagnaðarerindið er raunveruleiki,“ sagði hann. Svarið við vandanum er að auka jákvæðni og fyllast trú og bjartsýni. Margir hafa vanist á að taka orð- um biskupsins með fyrirvara, þar sem ekki er gerð sannleikskrafa til kirkj- unnar manna. En hann er upphaf- inn sem einn af helstu burðarstólp- um samfélagsins ásamt forsetanum og forsætisráðherranum. Boðskap- ur hans er endurómaður í kvöldfrétt- um ríkisins. Hann fær 1,4 milljarða úr ríkissjóði á fjárlögum. Þetta nær inn í stjórnmálin. Framsóknarflokkurinn ályktaði til dæmis á landsfundi fyrr í mánuðinum að styðja við „öflugt starf þjóðkirkjunnar“. En það sem mestu skiptir er að krafa biskupsins um von, trú, traust og jákvæðni er alls ekki bundin við trúmálin á Íslandi, held- ur er hún endurtekning á reglulegri kröfu í samfélaginu. Ein mesta metsölubók góðæris- ins var Leyndarmálið, eða The Sec- ret, sem snerist um að ef fólk trúði einhverju nógu djúpstætt myndi það raunverulega gerast. Söluræða bisk- upsins er af svipuðum toga. Svo lengi sem við fyllumst trú, trausti og bjart- sýni uppskerum við hamingju. Samkvæmt biskupi ná skyldur okkar til að fegra veruleikann ekki aðeins til okkar sjálfs, heldur „skipt- ir máli að börnin læri sitt Faðir vor“, eins og hann orðar það. Biskupinn leggur til umfangsmikla innrætingu á börnum og sjálfsinnrætingu til að auka hamingju. Þetta virðist ekki gal- ið, enda er hamingjan á endanum takmark okkar. Skiptir máli þótt við förum styttri leið að hamingjunni? Vandinn við Leyndarmálið, góðær- ið og boðskap biskupsins er sá sami. Sjálfsblekkingin gerir okkur hamingju- söm, eins og andlegt kúlulán sem lend- ir svo á gjalddaga. Úttektir á hamingju framtíðarinnar eru ósjálfbærar, hvort sem það eru lántökur eða óraunhæf trú og traust. Okkur vantar fyrst og fremst skuldbindingu við sannleikann, en ekki aukna innrætingu um að stjórnmála- mönnum, biskupnum og fleiri valda- mönnum sé fyllilega treystandi. Þeim fjölgar sífellt í efstu lögum samfélagsins sem vilja að við leggjum niður gagnrýnið viðhorf og tökum upp trú og bjartsýni að nýju. Alþingi, kirkj- an, forsetinn; öll vilja þau traustið aft- ur sem þau voru rænd vegna þess að raunveruleikinn sýndi að þau væru ekki traustsins verð. Við sækjum núna í eðlilegt ástand, þar sem fólk er ekki blindað af trú, heldur lærir að efast og gagnrýna. Það er nauðsynlegur hluti þess að vera upplýstur borgari í lýð- ræðisríki. Leiðari Hvernig var að stýra rokkinu? Jón Þór Þorleifsson var rokkstjóri á árlegu tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Talið er að íbúafjöldi Ísafjarðar hafi tvöfaldast meðan á hátíðinni stóð. Hátíðin þótti heppnast ein- staklega vel þetta árið. „Það var bara sullandi, bullandi stuð.“ Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar„Sjálfsblekkingin gerir okkur ham- ingjusöm, eins og andlegt kúlulán. Davíð sér samsæri n Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins, hefur komið auga á samsæri gegn Jóhönnu Sigurðardóttur. Því er lýst í Staksteinum Morgunblaðsins. Samkvæmt þeim er eyjan. is, undir forystu Karls Th. Birgis- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Sam- fylkingarinnar, að reyna að koma Jóhönnu frá, með þeim aðferðum að gera skoðana- könnun um traust á henni. Tortryggni Davíðs gagnvart skoðanakönnunum er þekkt. Vorið 2009 sýndu kannanir afgerandi andstöðu almennings við að hann væri Seðlabankastjóri. En Davíð afskrifaði þær. Þær voru „á vegum Baugsmiðlanna“, eins og hann orðaði það í Kastljósinu. Óli Björn sér samsæri n Fjölmiðlarnir eru nú uppfullir af pólitískum samsærum, ef marka má umræðu meðal stjórnmálamanna. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur greint samsæri gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins. Það birtist í því að fjallað var um menntun hans í „Samfylkingarblaðinu“ Frétta- tímanum, eins og algerlega óháða fréttamiðstöðin amx.is orðar það. Til- gangurinn mun vera að koma höggi á Sigmund og upphefja þá þingmenn í Framsókn sem vilja ganga í Evrópu- sambandið. Hinn möguleikinn er að Sigmundur hafi skreytt sig ýmsum mismunandi titlum fyrir menntun sína og því verið fjallað um það. En það er auðvitað ekkert almennilegt samsæri. Sveigjanlegir í stjórnmálum n Á Íslandi hefur margt breyst á skömmum tíma. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði í viðtali við Morgunblaðið að það væri ekki hlutverk stjórn- valda að „skapa störfin“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hefur hins vegar sagt að það sé „lykilatriði að skapa störf“. Þeim sem þekkja til stjórn- málafræði þykja þessi umskipti vinstri og hægri til marks um að íslenskir stjórnmálamenn- og flokkar séu haldnir gríðarlegum sveigjanleika, líkt og íslenska krónan. Forysta Sannra Íslendinga n Í kjölfar stórsigurs hinna þjóðernis- sinnuðu Sönnu Finna í Finnlandi er rætt um að skapast hafi nýr grund- völlur fyrir stjórnmálaflokki á Íslandi, sem gæti vaxið á grunni Nei-hreyf- ingarinnar í Icesave-málinu og byggt á vaxandi þjóðernishyggju hérlendis. Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Davíð Oddsson ritstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru taldir vera tilvaldir í forystu slíks flokks, að mati Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Það er engum blöðum um það að fletta. Næg eru sannindin. Engin ástæða er til að þegja um það lengur. Íslendingar eru besta þjóð í heimi. Það er þannig með Íslendinga að ef þeir klára lambakjötið sitt – lítið mál. Við tökum magann úr kindinni, búum til poka úr honum og troðjum restinni af innyflunum í hann, áður en við étum þetta allt. Og ef inn- yflin eru uppurin örvæntum við ekki. Við tökum hausinn af kibbunum, sög- um hann í tvennt, logsjóð- um hann og étum allt and- litið. Líka augun. Ef andlitin eru búin, engar áhyggjur. Við skerum undan hrút- unum, og viti menn: Eistu á diskinn minn! Við erum með besta og hreinasta hráefni í heimi. En þegar við borðum vondan mat förum við alla leið. Þegar við erum orðin útbelgd af eistum borðum við súrs- aðan hákarl. Aðrar þjóðir eru étnar af hákörlum. Ógeðslegasti hátíðarmat- ur í heimi er skatan. Við mígum á hana áður en við borðum hana. Nágrannar okkar þurfa að flýja húsið sitt. Þetta er versta matarlykt í heimi. Fyrir nokkrum árum ákváðu Ís-lendingar að helga sig banka-rekstri, og viti menn! Ef titillinn „sterkasti nýliðinn“ hefði verið í boði hefði Ísland hirt hann. Ekkert banka- kerfi óx eins hratt og það íslenska. Allir töluðu um okkur. Hvernig getið þið þetta? Við vissum það. Við erum best. Það hefur með menninguna, genin og söguna að gera. Lestu Íslendingasög- urnar, maður! Svo kom að því að íslenska banka-kerfið hrundi. Ísland var fyrsta landið til að falla í heimskrepp- unni. Enn héldum við forystu á heims- vísu. Allir horfðu á Ísland og spurðu: Hvernig fóruð þið að þessu? Hvernig gat ein minnsta þjóð í heimi lent í einu stærsta gjaldþroti heims? Og það er þannig. Ef Íslendingur ákveður að fara á hausinn svífur hann í 180 gráður og stendur á haus og snýst í hringi. Ef Íslendingur myndi til dæmis stíga á bananahýði og detta, sem hann gerir ekki því Íslendingar eru ekki klaufar, myndi Íslendingurinn fljúga miklu hærra en aðrir. Hann myndi líklega aldrei lenda. En ef hann myndi lenda myndi hann gera gat á jörðina. Þegar Ísland gaus gaus það ekki einhverjum slettum, eins og eld-fjöll erlendis. Við slógum heims- met í að stoppa flugumferð. Al-Kaída hvað? Allir töluðu um Ísland. Ef Íslendingur skuldar pening skuldar enginn meiri pening en hann. Útlendingur myndi vera miður sín, en ekki Íslendingur. Hann er fljótur að hugsa og snýr stöð- unni sér í vil. Icesave-samningur- inn breyttist úr því að vera skulda- mál í það að Ísland tók forystu í lýðræðismálum á heimsvísu. Allra augu hvíldu á Íslandi. Allir töluðu um okkur. Og auðvitað sögðum við: „Troddonum!“ Ef allt fer til fjandans og stjórn-málamennirnir okkar klúðra öllu vegna þess að þeir voru dýralæknar og seðlabankastjórarnir lögfræðingar, kjósum við grínista sem borgarstjóra höfuðborgarinnar. Því við erum best! Nú gæti einhver föðurlandssvikari spurt hvers vegna Íslendingar séu bestir eða yfirhöfuð betri en aðrar þjóðir. Því er einfalt að svara. Ís- lendingar eru bestir af því að þeir geta ekki tapað. Sá sem getur ekki tapað hlýtur alltaf að vinna, nema hann geri jafntefli. Og Íslendingar gera ekki jafntefli. Þeir vinna alltaf. Jafnvel þótt þeir tapi. Svona höfum við alltaf verið. Við fundum Ameríku, en fórum bara aftur heim. Við rændum alla í Evrópu. Meira segja á versta tíma Ís- lendinga, í móðuharðindunum, þegar kólnun varð í Evrópu vegna gjósku og Íslendingar hrundu niður af sulti sat restin af okkur og hugsaði: Það eru allir að tala um okkur. Svarthöfði BEST Í HEIMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.