Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 22
22 | Lífsstíll 27. apríl 2011 Miðvikudagur Þ ví hefur löngum verið haldið fram að konur hafi minni áhuga á klámi en karlar, sem í meira mæli verði jafn- vel háðir því, og séu jafnvel í meira mæli á móti því en samkvæmt um- fjöllum vefútgáfu breska dagblaðs- ins The Guardian færist nú í vöxt að konur verði háðar klámi – sem jafn- vel er framleitt sérstaklega með þær í huga. Áður en lengra er haldið er þó vert að taka fram að í þessum efn- um líkt og flestum öðrum er enginn einn sannleikur, engin ein regla, ekkert algilt svar eða fullyrðing sem allir geta verið sammála um. Allt að einu. Í vefútgáfu The Guardian er að finna viðtal við klámmyndaleikstjórann Önnu Arrow smith, sem einnig er þekkt undir nafninu Anna Span. Sú stað- reynd að hún hefur haft þann starfa í tólf ár en hefur nú ákveðið að skella sér á annað forað og hefur boðið sig fram í Gravesham, í norð- vesturhluta Kent á Englandi, und- ir merkjum frjálslyndra demókrata hefur vakið athygli. Ekki óþekkar hjúkkur Þótt mörgum kunni að finnast ákvörðun Önnu umdeilanleg hef- ur aðstoðarforsætisráðherra Bret- lands, Nick Clegg, ekkert við fram- boð hennar að athuga. „Ekki mínar ær og kýr,“ sagði Nick Clegg um fyrri störf Önnu þegar leitað var við- bragða hans vegna framboðs henn- ar. Sagðist Clegg í raun lítið vita um hennar starfa á tímum fyrri. Um þær myndir sem Anna hef- ur komið nálægt er sagt að þær séu ekki hefðbundnar klámmynd- ir heldur sé um að ræða klám sem sérstaklega er ætlað konum. Þær ku ekki fjalla um skólastúlkur, óþekkar hjúkkur, kynóðar barnfóstrur eða aðþrengdar eiginkonur. Í myndun- um er ekki að finna koníakssvelgj- andi milljónamæringa, melludólga eða ótrúlega vel kýlda karlmenn. Ástæðan er sú að fjöldi kvenna er búinn að fá sig fullsaddan af venju- legu klámi og þreyttur á að gagn- rýna það án þess að bjóða upp á valkost. Önnur kona sem hefur haft þann starfa að leikstýra klámmyndum er Erika Lust og orð hennar um klám eru engin ný sannindi; að allt mið- ist við karlmenn, að konur séu hlut- gerðar og að mestu leyti sýndar sem vændiskonur. En, segir Erika: „Það eru fordómar að segja að konur kunni ekki að meta klám.“ Tveggja mínútna fix En eitt er að kunna að meta klám og annað að verða háður því og í reynd eru skiptar skoðanir á því hvort „klámfíkn“ fyrirfinnist yfirhöfuð og á það verður ekki lagt mat hér og nú. Í viðtali við The Guardian er haft eftir konu, Caroline, að morg- un einn hafi hún fyrst gert sér grein fyrir því hve stórt hlutverk klám léki í tilveru hennar. Kortéri áður en hún átti að vera mætt í starfsviðtal opnaði hún fartölvuna til að prenta út starfsferil- skrána. Á skjáborð- inu blasti við henni myndskeið af klám- síðu sem hún hafði vistað. „Ég man að ég fékk ekki við neitt ráðið, ég þráði þetta tveggja mínútna fix, þennan doða sem ég upplifði þegar ég skoðaði klám,“ sagði Caroline. Þrátt fyrir að geta orðið of sein í við- talið lét Caroline eftir sér að skoða myndskeiðið og „... spólaði áfram að þeim kafla sem ég vildi horfa á. Það tók tvær mínútur.“ Í kjölfarið upplifði Caroline blendnar tilfinningar: „Á eft- ir hataði ég sjálfa mig fyrir að láta undan og fá það fyrir tilstilli mynda þar sem konur voru sýndar eins og kjötstykki. En ég fór alltaf aftur.“ Stöðug barátta Caroline er 21 árs og hefur rétt ný- lokið meðferð hjá ráðgjafa, sem sér- hæfir sig í kynlífs- fíkn, með það fyrir augum að ná stjórn á klámnotkun- inni. Líkt og hjá fjölda fólks rak for- vitni hana til að skoða klám á vefn- um þegar hún var á unglingsaldri og hún notaði, ásamt vinum sínum, klám sem eins konar kynlífsfræðslu. Caroline sá ekkert athugavert við það, enda taldist það engin nýlunda í vinkvennahópi hennar að horfa á klám, þvert á móti þótti það eilítið svalt og frelsandi að hafa gaman af því. Þegar hún kom út á vinnumark- aðinn, sem ekki leit alltof vel út, að loknu háskólanámi tók notk- un Caroline eða skoðun á klámi á sig aðra og alvarlegri mynd. Í stað dægradvalar varð klámið Caroline athvarf, eins konar flótti þegar kvíði eða leiði gerði vart við sig: „Ég var föst heima við fartölvuna. Alein all- an daginn. Ég vaknaði með allar þessar hugmyndir um hvernig ég ætti að verja deginum – og endaði í klámleit, til að gleyma mér, fékk mér að borða og snéri mér svo aft- ur að kláminu. Enginn hefði getað ímyndað sér það. En ég kom ekki miklu í verk. Þetta var eins og stöð- ug barátta á milli kynferðislegra langana minna og sjálfstjórnar.“ Caroline taldi þetta með öllu skaðlaust: „En þá fylltist ég sjálfs- fyrirlitningu vegna þess að ég lét undan og vegna þess tíma sem fór í þetta.“ Konum í ráðgjöf fjölgar Caroline er ekki ein um að standa í þessum sporum. Í grein The Guardian um efnið er vitnað í orð ráðgjafans Jasons Dean, stofnanda Quit Porn Addiction, ráðgjafar- stofnunar sem er í fararbroddi klámráðgjafar í Bretlandi. Dean segir að nærri þrjár af hverjum tíu konum sem leita ráðgjafar hjá stofnuninni hafi áhyggjur af eig- in klámfíkn. Fyrir tveimur árum þekktist slíkt ekki. Á sama tíma og sex af hverjum tíu konum segjast skoða netklám sýnir könnun sem Internet Filter Review gerði árið 2006 að 17 prósent kvenna lýsa sér sem „fíklum“. „Ég man þegar ég fékk fyrsta kvenskjólstæðinginn fyrir um tveimur árum og fannst það frek- ar óvanalegt. Núna heyri ég í sjö- tíu konum á ári sem koma vegna eigin mála, ekki vandamála manna sinna,“ segir Dean. Að hans sögn er lítill munur á því sem veldur fíkn- inni hjá konum og körlum, en hvað afleiðingar varðar sé einn regin- munur; konur fyllist meiri sektar- kennd en karlar. „Klámfíkn er talin vera vandamál karla – og því ekki ásættanleg hjá konum ... Tilfinn- ingar sem konur tengja klámi eru að það sé slæmt, óhreint og þeim gengur oft illa að horfa fram hjá því.“ Sykur og rjómi Það sem skín í gegn á vefsíðum fyrir klámfíkla, samkvæmt grein The Klámfíkn KVENNAn Klám hefur löngumverið talið karlamáln Konur verða í auknum mæli háðar netklámi n Leiði og þunglyndi liggur gjarna að baki klámfíkn kvenna Guardian, er hið raun- verulega hugarangur og einmanaleiki sem virð- ist einkenna konur sem verða háðar klámi og einnig hve snemma fíknin gerir vart við sig hjá þeim: „Þetta varð alvarlegt þegar ég var 14 ára, ég hnaut um einhverjar myndir þegar ég var að gera heimavinn- una mína. Vegna þess að ég hafði gúgglað „sykur og rjóma“ vissi ég að for- eldrar mínir tækju ekki eftir þessu,“ er haft eftir 19 ára ónafngreindri stúd- ínu í grein The Guardian. Hún lærði allar leiðir til að komast fram hjá síum á netinu og eyddi netslóð- inni reglulega og af mikilli vandvirkni til að komast upp með að skoða klám. Sálfræðingurinn Phillip Hodson, hjá British Asso- ciation of Counselling and Psychotherapy, segir að vanabindandi notkun kvenna á klámi sé nýlunda í ráðgjöf fyrir konur. „Sam- kvæmt hefð hafa konur tal- að gegn klámi. Það var tal- ið tengjast körlum, því það væru menn sem ættu frekar að upplifa sjónræna örvun. En það merkir ekki að kon- ur geri það ekki. Karlmenn gera það kannski í ríkari mæli,“ segir Hodson. Að hans sögn kunna kon- ur sem leita í klám að stað- aldri að detta í þunglyndi og tileinka sér lágt sjálfsmat því þeim kann að ganga illa að finna ásættanlegan flöt á þeirri ánægju sem klámið veitir þeim annars vegar og þeirri óbeit sem þær hafa á því að konur séu notaðar sem hlutir í kynlífi: „Konan kann að upplifa að líkaminn segi já, jafnvel þó að hugur- inn segi nei – og það kann að valda hugarangri.“ Tilbreytingarlaus tilvera Hodson segir að mikilvægt sé að forðast að flokka stöku klámnotk- un undir meiri háttar hamfarir. Að hans sögn er, hjá fjölda kvenna, um að ræða tímabil sem tekur enda. Einnig segist Hodson setja spurn- ingamerki við orðið fíkn í þessu sambandi og veltir upp spurn- ingunni um hvað sé of mikið þeg- ar kemur að því að langa í eða lifa kynlífi: „Ef kona eyðir tveimur mín- útum í að fá fullnægingu með hjálp kláms, og hún gerir það, kannski tíu sinnum á dag, þá eru það samt að- eins 20 mínútur á dag.“ En Hodson fer ekki í launkofa með það álit sitt að um alvarlegt vandamál geti verið að ræða engu að síður. Hann segir að fari þessi ástundun að hafa áhrif á öðrum sviðum sé tímabært að staldra við, taka stöðuna og viðurkenna að kannski sé tilvera viðkomandi frek- ar tilbreytingarsnauð. „Fyrirgefðu þér að þú fallir í freistni og fáir fullnægingu nokkr- um sinnum. Ef málið verður alvar- legra en það, þá er hægt að fá ut- anaðkomandi aðstoð,“ segir Phillip Hodson. hEiMiLd: guardian.co.uK, wiKipEdia og fLEiri MiðLar Klámmyndaframleiðandinn Erika Lust „Það eru fordómar að segja að konur kunni ekki að meta klám.“„Ég vaknaði með allar þessar hug- myndir um hvernig ég ætti að verja deginum – og endaði í klámleit, til að gleyma mér, fékk mér að borða og snéri mér svo aftur að kláminu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.