Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 27. apríl 2011 Miðvikudagur Beðið eftir Parker n Enn eru tvær vikur í að besti leik- maður ensku úrvalsdeildarinnar að mati blaðamanna, Scott Parker, verði heill heilsu. Verður hann því ekki með liðinu í baráttunni um næstu helgi en vonast er til að hann verði klár um þar- næstu helgi. Parker hefur verið langbesti leikmaður West Ham á tímabilinu og er liðið nánast dæmt til þess að falla taki hann ekki virkan þátt í lokaleikjunum. West Ham er á botni deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Nýtt upphaf Dzekos n Einhver alverstu janúarkaup seinni tíma í enska boltanum eru án efa kaup Manchester City á Bosníumann- inum Edin Dzeko. Þrjátíu milljóna punda framherj- inn gerði þó loks gagn og skoraði sigurmark City gegn Blackburn í gífurlega mikilvægum leik á mánudags- kvöldið. „Nú verð ég bara að horfa til framtíðar. Þetta er nýtt upphaf fyrir mig hjá Manchester City,“ segir Dzeko um markið. „Ég er samt ekki sá fyrsti sem byrjar illa hjá nýju liði,“ afsakar hann sig. Vill skáka Ferrari n Nick Heidfeld, ökuþór Renault í Formúlu 1, segir liðið geta gert atlögu að Ferrari í stigakeppni bílasmiða en Ferrari hefur undanfarin tvö ár verið í bronssæt- inu. Eftir fyrstu þrjár keppnirnar er Ferrari með átján stiga for- skot á Renault en Heidfeld er bjartsýnn. „Við erum búnir að uppfæra bílinn mikið og hann er alltaf að verða betri. Ég hef fulla trú á að við getum orðið mun stöðugari í keppnum og farið að raka inn stigum þannig að við tökum fram úr Ferrari,“ segir Þjóðverjinn. Berbatov aftur til Tottenham? n Samkvæmt frétt breska blaðsins Sunday Mirror gæti búlgarski fram- herjinn Dimitar Berbatov farið aftur til Tottenham í sumar en þaðan kom hann til Manchester United fyrir 30,5 milljónir punda sumarið 2008. Talið er að United myndi sætta sig við níu milljónir punda vilji Tottenham fá hann aftur en þar skoraði Berbatov 46 mörk á tveimur keppnistímabilum. Hann á núna sitt besta tímabil í ensku úrvalsdeildinni hingað til og er markahæstur með 20 mörk. Golfkrísa í Bandaríkjunum n Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að þeir séu að missa tangarhald sitt á golfinu en risagrein birtist í íþrótta- blaði ESPN um málefnið. Er þar farið yfir þær stað- reyndir að Banda- ríkjamenn eiga ekki stigahæsta kylfing heims lengur og ekki einu sinni kylfing á topp þremur. Þá eru fjórir af fimm efstu kylfingum heims ekki Bandaríkjamenn og sama má segja um 16 af topp 25 og 32 af 50 stigahæstu kylfingunum. Þá er enginn Bandaríkjamaður ríkjandi meistari á risamótunum fjórum. Molar Ronaldo n Nýr listi portúgalska fjármálafyrirtækisins Futebol Finance yfir 100 launahæstu knattspyrnumennina n Aðeins fjórir, Beckham, Ronaldinho, Kuranyi og Deco, spila utan Evrópu n Torres og Rooney fljúga upp listann enn launahæstur 15. Xavi, Barcelona 7,5 milljónir evra (1,23 milljarðar króna) 19. Edin Dzeko, Manchester City 6,5 milljónir evra (1 milljarður króna) 20. Rio Ferdinand, Manchester United 6,5 milljónir evra (1 milljarður króna) 24. Glenn Johnson, Liverpool 6,5 milljónir evra (1 milljarður króna) 29. Cesc Fabregas, Arsenal 6 milljónir evra (985 milljónir króna) 34. Frederic Kanoute, Sevilla 6 milljónir evra (985 milljónir króna) 37. Kevin Kuranyi, Dinamo Moscow 5,5 milljónir evra (904 milljónir króna) 46. Ronaldinho, Flamengo 5 milljónir evra (821 milljón króna) 55. Andy Carroll, Liverpool 5 milljónir evra (821 milljón króna) 60. Ryan Giggs, Manchester United 4,8 milljónir evra (789 milljónir króna) 67. David Beckham, LA Galaxy 4,5 milljónir evra (740 milljónir króna) Aðrir áhugaverðir Fernando Torres Chelsea Tekjur á ári: 10 milljónir evra (1,65 milljarðar króna) Síðasti listi: 34. sæti n Það var heldur betur búbót fyrir spænska fram- herjann Fernando Torres að skella sér til Chelsea. Með því að flytja sig frá Liverpool til Lundúna stökk markamaskínan upp um 31 sæti, hvorki meira né minna. Cristiano Ronaldo Real Madrid Tekjur á ári: 12 milljónir evra (2 milljarðar króna) Síðasti listi: 1. sæti n Cristiano Ronaldo er enn tekjuhæsti knattspyrnumaðurinn en hann fær vel borgað fyrir störf sín hjá Real Madrid. Hann fær 500 milljónum meira í laun á ári en helsti keppinautur hans, Leo Messi, þó sá stutti sé almennt talinn betri en hann. Yaya Toure Manchester City Tekjur á ári: 10 milljónir evra (1,65 milljarðar króna) Síðasti listi: Ekki á lista. n Það fær líklega enginn knattspyrnumaður í heim- inum of mikið borgað miðað við gæði annar en Yaya Toure. Það verður ekki sagt að hann svelti í Manchester City en hann er kominn í fjórða sætið eftir að hafa ekki komist á lista þegar hann spilaði með Barcelona. Wayne Rooney Manchester United Tekjur á ári: 9,5 milljónir evra (1,5 milljarðar króna) Síðasti listi: 20. sæti n Vælið í Rooney í byrjun tímabils borgaði sig heldur betur. Hann hótaði öllu illu og vildi fara frá liðinu. Við hann var gerður nýr samningur sem nær tvöfaldaði launin hans. Hoppar hann því úr tuttugasta sæti upp í það fimmta. Kaká Real Madrid Tekjur á ári: 9 milljónir evra (1,48 milljarðar króna) Síðasti listi: 5. sæti n Kaká hefur það fínt í Madrid, hann fellur um eitt sæti frá síðasta lista en hefur það samt mjög gott. Hann er búinn að vera mikið meiddur en snéri aftur með stæl um daginn gegn Valencia og skoraði gullfallegt mark. Lionel Messi Barcelona Tekjur á ári: 10,5 milljónir evra (1,7 milljarðar króna) Síðasti listi: 2. sæti n Þó að Messi sé líklega sá besti í heimi í dag fær hann ekki best borgað. Annan listann í röð kemur hann á eftir Ronaldo enda er Messi meira í því að hirða titla á vellinum, ekki að vera ofarlega á listum. Zlatan Ibrahimovic AC Milan Tekjur á ári: 9 milljónir evra (1,48 milljarðar króna) Síðasti listi: 2. sæti n Zlatan fellur niður um fimm sæti frá síðasta lista en hann fær ekki alveg jafn vel borgað hjá Milan og hann fékk í Katalóníu. Það þarf þó enginn að vorkenna Svíanum sem er á leiðinni að verða deildarmeistari sjöunda árið í röð. Emmanuel Adebayor Real Madrid Tekjur á ári: 8,5 milljónir evra (1,4 milljarðar króna) Síðasti listi: 6. sæti n Emmanuel Adebayor er á láni hjá Real Madrid núna en hann er á mála hjá Manchester City. Eins og svo margir í bláa hluta Manchester-borgar fær hann frábærlega greitt fyrir sín störf og heldur sér á topp tíu. Carlos Tevez Manchester City Tekjur á ári: 8 milljónir evra (1,3 milljarðar króna) Síðasti listi: 8. sæti n Þrátt fyrir að vera City-liðinu töluvert mikilvægari en Adebayor fær Tevez aðeins minna greitt. Það er þó um að gera að hafa það í huga að hér er aðeins verið að tala um launagreiðslur, engir bónusar eða undir- skriftargreiðslur eru inni í þessum tölum. Samuel Eto’o Inter Tekjur á ári: 8 milljónir evra (1,3 milljarðar króna) Síðasti listi: 4. sæti n Kamerúninn Samuel Eto‘o hefur það gott í Mílanó en hann fær töluvert betur borgað þar en hjá Barcelona. Hann var einnig á mála hjá Inter á síðasta lista en vegna annarra breytinga fellur hann niður um fjögur sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.