Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Qupperneq 26
26 | Fólk 27. apríl 2011 Miðvikudagur „Ég var í litun áðan og er kominn með eins svart hár og hægt er,“ segir vöðva- fjallið og rithöfundurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz eða Þykki. Egill fer með hlutverk í spennumyndinni Svartur á leik sem byggð er á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána og hefur þess vegna þurft að gangast undir minniháttar útlitsbreytingu. Er hann kominn með kolbikasvart hár. „Ég er ógeðslegur,“ segir hann kíminn. „Þetta er svo svakalega svart hár að fólk hefur verið að ruglast á mér og Ásgeiri Kol- beins. Ég tek því nú samt sem hrósi, að vera líkt við „Kolbarann“. Ég er samt ekki alveg búinn að venjast þessu. Mér líður svolítið eins og ég sé á leiðinni á Skímó-ball,“ segir Egill en hárið er ekki það eina sem breytist við Egil. „Svo fæ ég líka tattú yfir alla höndina. Og ekki bara eitthvert tattú, heldur træbal, takk fyrir. Þar sem ég læt ekki sjá mig í ræktinni í öðru en hlýrabol eiga allir eftir að sjá tattúið. Það á nú samt sem betur fer að fara á einum mánuði,“ segir Egill. Egill hefur verið með ýmiss konar hár- greiðslur í gegnum tíðina en aldrei hefur hann verið svarthærður. „Ég var með fjólu- blátt hár í MK sem var ógeðslegt. Mér fannst það samt töff þá. En þetta er eins og ég segi alltaf, hár vex. Hjöbbi félagi minn [Hjörvar Hafliðason knattspyrnuspekingur, innsk. blm.] er til dæmis búinn að vera með sömu greiðsluna frá því hann var tólf ára. Ég og hársnyrtirinn okkar, Robbi Carter, erum alltaf að reyna að fá hann til að breyta til en það gengur ekkert. Menn verða að flippa aðeins með hárið á sér. Ég verð allavega svona ógeðslegur í einhverjar þrjár vikur,“ segir Egill Þykki Einarsson. tomas@dv.is Gillz orðinn svarthærður og fær bráðum træbal-húðflúr: „ÉG ER ÓGEÐSLEGUR“ Svarthærður Gillz Þykki er breyttur maður þessa dagana. MYND SIGTRYGGUR ARI GEIR ALLTAF Í BOLTANUM Söngvarinn Geir Ólafsson er mikill fótboltaunnandi og einnig mikill Valsari. Hann hefur undanfarna daga verið að slá í gegn í liðnum „álitið“ á sparkvefsíðunni fotbolti.net þar sem hann leggur sitt mat á fótboltasumarið sem hefst um helgina. Geir hefur fylgst ötullega með Völsurunum sínum að undanförnu og sat á fremsta bekk á mánudagskvöldið þegar Valur vann Lengju- bikarinn eftir framlengdan leik gegn Fylki. Hemmi Gunn ekki á leið í pólitík Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, Gaukur Úlfarsson leikstjóri og Heiða Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, hafa undanfarið haft í nógu að snúast vegna heimildarmyndar um borgarstjórann og Besta flokkinn sem tekin var til sýninga á Tribeca-kvik- myndahátíðinni í New York. Þau hafa meðal annars farið í ótal viðtöl við erlenda miðla en í viðtali við vefritið NY1 sögðust þau Heiða og Gaukur merkja breytingar í stjórnmálum. Heiða sagði forsætisráðherra vera farinn að nota Facebook meira en áður og Gaukur bætti við að hann hefði heyrt orðróm þess efnis að Sjálfstæðis- flokkurinn væri að reyna að fá Hemma Gunn til liðs við sig. Blaðamaður DV sló á þráðinn til Hemma og innti hann eftir þessu en Hemmi kom af fjöllum: „Nei, ég kannast nú ekkert við það. Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn leituðu til mín um einhvers konar liðsstyrk á sínum tíma en ég hef aldrei viljað gefa kost á mér í neitt svona,“ sagði Hemmi sem lá slakur í 28 stiga hita í sólinni á Spáni. „Hann Gaukur hefur bara eflaust verið eitthvað að grínast,“ sagði hann og bætti við: „Er þetta ekki allt eitthvert grín hjá þessum flokki?“ JULIU STILES OG TAYE DIGGS VINNUR MEÐ É g er aðallega að finna og skoða tökustaði víða um Suður-Kaliforníu og mun vera í ýmsum verkefnum í tökunum,“ segir Ragnhildur um þátt sinn í kvik- mynd í Hollywood með þeim Juliu Stiles og Taye Diggs í aðalhlutverkum. „Ég er auðvitað bara að gera þetta sem hluta af starfsnámi í námi mínu við New York Film Academy hjá Universal. Ég var heppin að detta í þessa indí-mynd með skemmtilegu fólki.“ Fleiri frægir í myndinni Myndin sem um ræðir er kolsvört grín- mynd sem heitir Between Us. Myndin er byggð á samnefndu Broadway-leik- riti og fjallar um tvö vinapör og gamla félaga sem hittast og ræða um afdrif sín í lífinu og hvernig peningar, frami og barneignir hafa haft sitt að segja um gang lífsins. Aðrir frægir leikarar í myndinni eru Melissa George, sem lék í In Treat- ment, og David Harbour, úr The Green Hornet. Handritið skrifaði Joe Hortua og Dan Mirvish leikstýrir. Myndin er framleidd í Los Angeles þar sem Ragnhildur stundar nám. Líður vel í Bandaríkjunum Ragnhildi líður vel úti í Bandaríkjun- um þar sem hún varði stórum hluta æsku- og unglingsáranna. Hún fluttist aftur þangað síðastliðið sumar ásamt Mikael Torfasyni rithöfundi til þess að fara í þetta vandaða nám. Þau slitu sambandinu og Ragnhildur er ein eft- ir úti og gengur augljóslega vel í nám- inu. „Við erum í „pre-production“, eða að undirbúa tökur. Julia Stiles er mjög flott og hefur komið til Íslands. Þetta er verulega skemmtilegur hópur og fjöl- breyttur sem ég vinn með og leikstjór- inn er mjög flippaður og skemmtilegur Ameríkani af bestu gerð.“ Ragnhildur fær nóg af tækifærum í Hollywood. Hún lærir allt frá lög- fræði upp í að framleiða myndir, skrifa handrit og vinna við stærri myndir eins og þessa sem hún mun vinna við í maí og júní. Í stjörnufans Ragnhildur fær ótrúleg tækifæri í Hollywood. Íslandsvinur Julia Stiles dvaldi hér á landi við tökur á myndinni A Little Trip to Heaven með Forrest Whitaker. Dáður leikari Taye Diggs er virtur og dáður í Hollywood. n Lærir við New York Film Academy hjá Uni- versal Studios n Líður vel í Bandaríkjunum n Vinnur með stórstjörnum í náminu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.