Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2011, Blaðsíða 29
Fólk | 29Miðvikudagur 27. apríl 2011 www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Verkstæði - Varahlutir - Smurþjónusta - Metan ísetningar Karlhóran GENGIN Í ÞAÐ HEILAGA Íslandsvinurinn Rob Schneider fann draumadísina: Leikarinn Rob Schne ider sem er þekktastur fyrir leik sinn í myndunum um karlhóruna Deuce Bigalow gekk í það heilaga á laugardaginn. Sú heppna heitir Patricia Azarcoya Arce en athöfn- in fór fram í Beverly Hills og aðeins þeim allra nánustu var boðið. Rob hefur einnig komið fram í mörgum myndum með Adam Sandler og árið 2005 heiðraði hann Íslendinga með nærveru sinni þeg- ar hann kom hingað til að kynna myndina Deuce Bigalow: European Gigolo, sem er framhald myndar- innar Deuce Bigalow: Male Gigolo. Rob sagði í viðtali við People Magazine að laugardagurinn hefði verið besti dagur ævi sinnar en Rob er 47 ára. „Við skemmtum okk- ur stórkostlega í brúðkaupinu og hlökkum nú til brúðkaupsferðar- innar,“ sagði gamanleikarinn sátt- ur. Í hlutverki gígólós Rob varð frægur fyrir að leika karlhóru. Gullfalleg eiginkona Patricia og Rob eru lukkuleg saman. Lindsay Lohan er sérlega lagin við að koma sér í vandræði en nýverið var hún dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í líkhúsi og sinna heimilislausum konum. Lindsay vann sér það til saka að þessu sinni að rjúfa skilorð og því var hún dæmd til að vinna í 120 klukkustundir við samfélagsþjónustu í líkhúsi. Hún á að sinna helstu verkum húsvarðar og ræstitæknis, meðal annars þrífa klósett, þurrka úr gluggum, sópa gólf og sitthvað fleira. Þetta mun vera í annað sinn sem Lindsay Lohan starfar í líkhúsinu en árið 2007 var hún dæmd til starfa þar fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Fyrir utan að sinna ræstistörfum innan um látna þarf Lindsay jafnframt að leggja af mörk- um 360 klukkustunda vinnu á heimili fyrir vega- lausar konur í Los Angeles. Sökum þessara anna verður eflaust nokkuð langt að bíða þar til vand- ræðagemlingurinn nær að blása lífi í það sem eitt sinn hét leiklistarferill. Lindsay Lohan fer hamförum: Dæmd til að þrífa klósett í líkhúsi Elton John er ekki þekktur fyrir annað en að fara sínar eig-in leiðir í lífinu og það sama gildir þegar kemur að um-önnun sonar hans en popparinn lætur staðgöngumóður drengsins senda brjóstamjólk á degi hverjum með hraðpósti. Drengurinn litli er fjögurra mánaða og hefur fengið hið nánast konunglega nafn Zachary Jackson Levon Furnish-John. Þrátt fyrir að slúðurblöðin í Bretlandi haldi öðru fram er drengur- inn sagður búa við gott atlæti frá feðrum sínum og aðeins ein fóstra var ráðin til að annast hann en ekki fjórar eins og haldið var fram. Sá litli er heldur ekki með sinn eigin kokk eða barna- herbergi sem hefur verið innréttað fyrir marga milljarða. Elton John, sem er 64 ára, og eiginmaður hans David Furn- ish, sem er 48 ára, segjast leggja sig fram um að annast þann litla sjálfir en í því felst að þeir baða hann, skipta á honum, gefa honum að borða og lesa fyrir hann á kvöldin. Pabbarnir leggja áherslu á að kenna syninum góð gildi í lífinu og segjast meðvit- aðir um gallana sem fylgja því að alast upp hjá heimsfrægum foreldrum. Elton og David hugsa vel um son sinn: Fær brjóstamjólk með hraðpósti Mariah Carey er fremur þekkt fyrir glaðlyndi en stíl og þokka. Mariah á von á barni bráðlega með manni sínum Nick Cannon og tók upp á því um páskana að mála á sér bumbuna. Hún sýndi svo afraksturinn á Twitter-síðu sinni og skrifaði: „Gleðilega páska! Namm... Tilbúið!!!“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Mariah tekur upp á því að skreyta bumbuna en í síðasta mánuði lét hún skreyta hana með risastóru fiðrildi. Páskabumba! Mariah Carey skreytir bumbuna: Ja, hérna hér! Mariah er ekkert lítið hrifin af því að ota fram bumbunni á meðgöngunni. Endurnærir og hreinsar ristilinn allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.