Alþýðublaðið - 27.08.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.08.1924, Blaðsíða 4
4 Mikil er trú þín.kona! Ég hefi orðiS þess varf aö ýrasar konur hér í bæ líta svo á, að hinn íslenzki kaffibætir sé ekki jafn- sterkur og sá útlendi, og byggja þær það á þvi, að sá íslenzki sé ijósari og þurrari. Fyrir nokkrum árum var ég atvinnulaus í útlandinu, og fékk ég þá loks atvinnu á kaffibætis verksmiðju, sem hver annar dag- launamaður. Ég veitti því eftirtekt, að kaffibætir sá, sem búinn var til fyrir íslendinga, var öðruvísi með- hðndlaður en annar kaffibætir, sem seldur var þar. Sá íslenzki var settur í rakafull herbergi, en sá útlendi ekki. Ég spurði þá yfirmann minn, hvernig stæði á þessu, og svaraði hann mér á þá leið, að ísiendingar vildu hafa hann rakan, og látum við þá borga vatnið; þeir um það. Mig hefir oft undrað sá mis- skilningur, sem ríkir hjá fólki hér að haida, að útlendi kaffibætirinn só sterkari, þótt hann só dekkri og mýkri. Eaffibcetirinn veröur döklcur og tnjúkur við vatnið. Að svo só, getur hver sannfærst um at eigin reynslu. Sjálfur hefi ég að g.;mni mínu keypt tvö stykki af kaffibæti. Annað var íslenzkt og vóg 245 gr. Hitt var útlent og vóg 270 gr. Lét ég þau bæði liggja í þurru herbergi í 5 daga, og kom þá í ljós, að sá útlendi lýstist og lóttist ofan í 240 gr., en sá innlendi stóð í stað. Af þessu getur hver maður séð, að þyngdarmunurinn lá að eins í vatninu, en það getur ekki gefið neinn kraft. Pað heflr líka sýnt sig, og er sannað með vott- orðum margra manna, að íslenzki katfibætirinn er sterkari. Ég hefi skrifað þessa grein til þess að reyna að opna augu fólks fyrir því, að það skuli ekki láta blekkjast af litnum einum. Mikil er trú þín kona, ef þú ekki lætur þína eigin reynslu ráða frekar en gamlar kreddur. Reykjavík, 25. ág. 1924. B. B. Beybjayíkarapótek hefir vörð þeasa viku. Um daginn opesinn. Yiðtalstími Páis tannlæknis er kl. 10—4. S. R. Sjúkra trygging og slysa, læknishjálp, sjúkrahússvist og lyf að */* hlutum fyrir að eins S1/^ til 5 kr. á raánuði. Upplýsingar á Laugavegi 11 kl. 2 — 3 (Sæmundur Bjarnhóðinsson) og Bergstaðastr. 3 kl. 6-8. Fiskveiðafélagið <Höfrtmg- nr< í Haínarfirði bauð verk fóiki sínu í skemtiferð til Þlngvalla fyrra sunnudag. Eru sltk boð vel til fundin og vei þegin og ættu að verða að venju. Lciðrétting. í greininni >At vlncumAlaráðherrann og verk- smiðjan í KrossánesU i blaðlnu í gær stóð í upphafinu >Atvinnu- málaránherra< í stað >Atvlnnu- málaráðherrá<. Þetta var auð- vitað mlsprentun. íslenzknkensla >danska Mogga<. Timarltstjótlnn er nú sestur að fótum þeirra Valtýs og Kjartansens og nemur af ritleikni og rétta hugsun, kallar hann nú atvinnurekendur at- vinnuvegi og prentár það með feitu letrl til að sína kennurun- um kunnáttu sina. Hallfoss kom í gærkveldi norðan og vestan um iand. Mercnr fer i kvol kl. 6 álelðis til Noregs. Dönsku iögjafnaðar- nefndarmennirnir fara með honum tsland er væntanlegt. í dag frá útlöndum. Gertrad Rask kom hingað i gær frá austurströnd Grænlands, hafði verið þar vegna fiugsins. Jarðskjálftakippar, all-snarp- ur, varð i gærkveldi kl. rúmlega n. Hann fanst greinilega i hús- um in i, en liklega hafa þeir Hvers vegna er bezt að auglýsa í Alþýðublaðinu? Vegna þess, að það er allra blaða mest lesið. að það er allra kaupstaða- og dag- blaða útbreiddaat. að það er lítið og því úyalt lesið frá uppbafi til enda. að aakir alls þeesa koma auglýsingar þar að langmestum notum. að þess eru dæmi, að menn og mál- efni hafa beðið tjón við það að auglýsa ekki í Alþýðublaðinu. Hafið þér ekki lesið þetta? Góð mjólk, gott kaifl, gott brauó. Litla kattihdsið. ekkl tekið eftir honum, sem voru á gangi. Fél»g Yestur Islendinga held- ur kaffisamkomu i kvöid. Johanne Stockmarr er vænt- aaieg hlngað með íslandi í kvöld. Er hún talin lelka bezt alira nú- lifandi Dána á slaghörpu og álíta margir, að á öllum Norður- löndum sé enginn sá, er jafnist á við hana í þessari fögru list. Gyðingar og hlathafaskráin. >Danski Moggi<, sem dáist mjög að Mussolini, líklega af því, að hann predikár >fagnaðarerindi miskunnseminnar og kærleikans< eins og Fenger skilur það, hefir það eítir >einum skarpgáfaðasta mentamauni þessa lands<, að endi- leysan um >kommunisma< og Gyð- inga, sem >danski Moggi< þýddi, só mjög merkileg. Alþýðublaðið vill ekki meiðyiða nokkra mentamenn þessa bæjar með því að telja þá skarpgáfaða á þessa vísu, nema þá Jón Kjartansson og Valtý Stefáns- son. En þeir gleyma víst að sýna Fenger þessar greinar. Begar hlut- hafaskráin verður birt, kemur það í ljós, að þar standa nöfn þeirra einu Gyðinga, sem eru hór á landi. Ritstjórl @g ábyrgðamadsir: Haíibjcrsa HaSMéra«»a, Pf«flitBiœslðja Hæfiijirísss! lös*iilfcts®_®aar, MMrgétáff>atnn|j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.