Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 2
2 Fréttir 26. mars 2012 Mánudagur Misstu allt í Eldhrímni n Vildu hætta við dómsmál vegna skorts á lagalegum rökum F yrrverandi eigendur persneska veitingastaðarins Eldhrímnis í Borgartúni sem varð gjald- þrota í september í fyrra töp- uðu í síðustu viku máli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Íslandsbanki höfðaði málið gegn þeim vegna tæplega 1,4 milljóna króna sjálfskuldarábyrgðar sem þau gengust í fyrir rekstarfélagið Zafran ehf. Stefndu tóku sjálf til varnar í mál- inu, kröfðust þess að vera sýknuð og að vanskil þeirra yrðu afskráð ásamt niðurfellingu annarra krafna á hend- ur þeim. Í sameiginlegri greinargerð sem stefndu lögðu fram segir að Eld- hrímnir hafi boðið upp á persnesk- an mat í fyrsta skipti í Reykjavík og þau hafi verið stolt af því að skapa at- vinnu í þeirri kreppu sem ríkti á Ís- landi. Þrátt fyrir að þau hafi unnið allan daginn alla daga hafi þau aldrei fengið laun. Þau hafi því þurft að tak- ast á við mörg vandamál og mikið álag. Annað stefndu hafi til að mynda lagt 16 milljónir króna af eigin fé í reksturinn. Í greinargerðinni kemur einnig fram að stefndu séu frænd- fólk, bæði vel menntuð og hafi misst allt sem þau settu inn í fyrirtækið og meira til. Í dómnum segir að fyrir áætl- aða aðalmeðferð málsins hafi ann- að stefndu sent tölvupóst til héraðs- dóms sem í stóð: „Okkur hefur verið ráðlagt að hætta með málið vegna skorts á lagalegum rökum. Vinsam- legast, tilkynnið háttsettum dóm- ara um að við munum ekki halda uppi frekari vörnum. Í ljósi þessarar ákvörðunar, munum við ekki mæta á miðvikudaginn.“ Stefndu voru því ekki viðstödd aðalmeðferðina en dæmt var í málinu eftir sem áður. Var þeim gert að greiða Íslands- banka sjálfskuldarábyrgðina með dráttarvöxtum auk þess að greiða málskostnað upp á 200 þúsund krónur. Hótaði að fleygja sér í höfnina: Fannst þurr heima hjá sér Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn um þrjúleytið á aðfaranótt sunnudags þegar talið var að karlmaður hefði fleygt sér í höfnina. Voru kafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins kallaðir út sem og lögregla og var leitað að manninum við Austurbakka. Þá fóru björgunarsveitarmenn um á bátum og sigldu um höfnina. Slökkvilið hafði fengið tilkynningu um að maðurinn hefði fleygt sér í höfnina við tónlistarhúsið Hörpu, en hann hafði hótað því að stökkva í höfnina og horfið síðan og var félagi hans áhyggjufullur. Rétt um fjögur um nóttina kom í ljós að maðurinn hafði ekki látið verða af fyrirætlunum sínum. Þá hafði lögreglu tekist að miða farsíma mannsins út og fannst hann heill á húfi heima hjá sér. Nóg að gera hjá lögreglu: Rændur með exi Á laugardagseftirmiðdag fékk lög- regla tilkynningu um mann með hníf á lofti sem reyndi að komast inn í íbúð við Skúlagötu. Mað- urinn, sem var mjög ölvaður, var handtekinn og vistaður í fanga- geymslu þar til hægt var að ræða við hann. Mikið var um líkams- árásir á laugardagskvöld. Um kvöldmatarleytið sama kvöld kom aðili á slysadeild og tilkynnti um líkamsárás sem hann hafði orðið fyrir um tveimur klukkustundum fyrr. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Stuttu síðar var tilkynnt um rán í Kópavogi, en þar höfðu aðilar ráðist að ungum karlmanni og hótað honum með exi. Mennirnir rændu hann. Þeirra er nú leitað og málið er í rannsókn. Um hálf eitt sömu nótt var maður handtekinn við veitingahús á Laugaveginum og er hann grunaður um að hafa slegið mann með flösku á veitingastað og mundað þar hníf. Hann var í annarlegu ástandi og hafði töluvert af fíkniefnum á sér. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann. Eins og venjulega um helgar var mikið um útköll hjá lögreglu vegna samkvæmishávaða og mála tengdum ölvun, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Ölvaður flúði af slysstað Rétt fyrir miðnættið á laugardags- kvöld varð umferðaróhapp á Höfða- bakka við Vesturhóla. Þar hafði bifreið verið ekið út af og endaði hún á ljósastaur. Lögregla fékk til- kynningu um slysið, en þegar hana bar að garði var engan ökumann að finna. Hafði hann flúið af vettvangi. Hann fannst stuttu síðar og er grun- aður um ölvun við akstur. Hann var handtekinn og gisti fangageymslu þar til hægt var að yfirheyra hann. S málánafyrirtækin Kredia og Hraðpeningar, sem eru þau fyrirtæki sem lengst hafa verið starfandi á smálána- markaðinum á Íslandi, eru með hlutfallslega fleiri viðskipta- vini á aldrinum 18 og 19 ára en sem nemur hlutfalli viðskiptavina Lands- bankans, eins stærsta viðskipta- banka landsins, á aldrinum 18–25 sem er með yfirdrátt. Samkvæmt upplýsingnum frá smálánafyrirtækj- unum eru níu prósent viðskiptavina undir 20 ára en samkvæmt gögnum frá Landsbankanum eru átta prósent þeirra sem eru með yfirdráttarlán undir 25 ára eða yngri. Ekki fengust nákvæmar tölur frá hinum viðskipta- bönkunum áður en þessi frétt var skrifuð en í samtölum við talsmenn þeirra eru þær á svipuðu reki. Talsvert hærri vextir Upphæðirnar sem einstaklingar hafa möguleika á að fá í gegnum smálána- fyrirtækin eru þó umtalsvert lægri en þær sem einstaklingar geta fengið sem yfirdráttarheimild hjá bönkun- um. Vextirnir sem eru á smálánun- um eru þó ekki í líkingu við það sem gerist hjá smálánafyrirtækjunum og eru því smálánin umtalsvert kostn- aðarsamari en yfirdráttarlán. Kröf- urnar sem gerðar eru á lántakendur yfirdráttarlána eru þó ekki ósvipaðar þeim sem gerðar eru á lántakendur smálána. Smálánafyrirtækin hafa flest ein- faldar reglur sem snúast um að við- skiptavinir mega ekki vera á vanskila- skrá, skjólstæðingar umboðsmanns skuldara eða eiga útistandandi skuldir við fyrirtækin. Þar að auki kveða skilmálar flestra fyrirtækjanna á um að viðskiptavinur sé með virk- an farsíma og netfang. Í tölvupósti frá Óskari Stefánssyni, rekstrarstjóra Hraðpeninga, til blaðamanns kemur fram að um 52 prósentum af lána- beiðnum viðskiptavina félagsins sé hafnað. Lagasetning í undirbúningi Unnið er að lagasetningu um smá- lán sem koma í veg fyrir að fyrirtæk- in sem nú eru starfandi hér á landi á þessum markaði geti unnið eins og þau hafa gert undanfarin ár. Lög- in eiga að vera í takt við tilskipanir Evrópusambandsins um neytenda- lán en þar er meðal annars kveðið á um skyldu lánveitanda til að fram- kvæma lánshæfismat fyrir lánveit- ingu. Tilskipunin gerir þá einnig Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hættu við Stefndu mættu ekki við aðalmeðferð málsins því þeim var ráðlagt að hætta með málið vegna skorts á lagalegum rökum. Ungt fólk tekur frekar smálán n Unga fólkið sækist frekar eftir smálánum en yfirdrætti hjá viðskiptabönkunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.