Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 3
Fréttir 3Mánudagur 26. mars 2012 Kom siglandi í prófið n Vildu hætta við dómsmál vegna skorts á lagalegum rökum n 67 ára bóndi tók skipstjórnarréttindi S igfús Vilhjálmsson, bóndi, útgerðarmaður og hrepp- stjóri frá Brekku í Mjóafirði, var í hópi 20 manna sem öðl- uðust skipstjórnarréttindi, svokallað pungapróf, í Neskaupstað á dögunum. Það væri vart í frásög- ur færandi nema fyrir þá staðreynd að Sigfús er 67 ára og hefur verið á sjó stærstan hluta ævi sinnar. Þá má einnig nefna að þar sem ófært var á milli Neskaupstaðar og Mjóafjarð- ar þegar námskeiðið var haldið kom Sigfús siglandi á Sómabátnum sín- um til þess að sækja sér réttindin til þess að sigla bátnum. Með punga- prófi öðlast menn réttindi til að sigla smábátum, allt að 12 metra löngum. Magni Kristjánsson skipstjóri stóð fyrir námskeiðinu í samvinnu við Fjöltækniskóla Íslands. Nemend- urnir 20 voru á bilinu 15 til 67 ára og komu úr ýmsum stéttum þjóðfélags- ins. Í hópnum voru grunnskóla- kennarar, sjómenn, útgerðarstjóri, organisti, skrifstofumaður og björg- unarsveitarmaður. Þó Sigfús hafi ekki tekið réttindin fyrr en nú hefur hann verið við riðinn sjómennsku allt frá árinu 1970. Hann veiddi grásleppu samhliða bú- skapnum en um árið 1980 fór hann að leggja síldarnet. Aflinn var salt- aður í tunnum og nýttur sem fóður handa rollunum yfir veturinn. Síðar fór hann að veiða þorsk sem unninn var í Neskaupstað. Hann gerði svo út lítinn bát ásamt bróður sínum í 19 ár. Sigfús, sem hefur verið viðriðinn sjóinn í 40 ár, sagði af þessu tilefni að tími hefði verið til kominn að sækja sér skipstjórnarréttindi. Eins og áður sagði kom Sigfús réttindalaus siglandi frá Mjóafirði yfir til Neskaupstaðar í prófið, vegna ófærðar. Það er raunar ekki í fyrsta sinn sem álíka hefur hent Sigfús því þegar hann var 19 ára ók hann frá frá Mjóafirði yfir til Neskaupstaðar, und- ir leiðsögn föður síns, til að taka bíl- próf. Hann þótti svo standa sig með prýði í prófinu sjálfu. Til gamans má geta að Kjartan Þorbergsson, smiður á Egilsstöðum, sendi Sigfúsi vini sínum eftirfarandi vísu þegar hann frétti af honum á námskeiðinu. Enn er fagur söngur sunginn Sleginn er þó falskur hljómur Fúsi tekur próf á punginn Þótt pokinn sé víst löngu tómur Þessir eiga smálánafyrirtækin Kredia og Smálán Eigandi er Leifur Alexander Haraldsson (f. 1977). n Leifur er stofnandi Dempsey & Clark, sem er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu ásamt veflausnum, sérforritunarlausnum og hýsingarþjónustu. Leifur er einn í stjórn en varamaður beggja félaganna er faðir Leifs, Haraldur Leifsson, sem er framkvæmdastjóri Würth á Íslandi. Kredia skilaði tapi upp á rúmlega 300 þúsund krónur á sínu fyrsta starfsári, 2009. Hraðpeningar Skorri Rafn Rafnsson (f. 1985) er eigandi Hraðpeninga. n Skorri hefur ekki látið að sér kveða í viðskiptalífinu en bróðir hans, Fjölvar Darri Rafnsson, situr í stjórn félagsins. Hann hefur komið nokkuð víða við. Hann er stjórnarformaður og prókúruhafi Skíf- unnar, var á tímabili framkvæmdastjóri Office 1 Superstore og var framkvæmda- stjóri Pharma Investment, dótturfélags Milestone, en það rak á tímabili 180 apótek í fimm löndum. Félagið skilaði rúmlega 14 milljóna króna hagnaði árið 2010. Til gamans má reyndar geta þess að Skorri Rafn var á lista yfir 110 menn, sem DV birti í janúar 2010, sem flugu með einkaþotum á vegum Glitnis og Milestone. 1909 Smálánafyrirtækið 1909 er stofnað af Hraðpeningum. n Í stjórn er Óskar Þorgil Stefánsson (f. 1983). Hann er ekki þekktur úr viðskiptalífinu, frekar en margir aðrir eigendur smálánafyrirtækjanna. Varamaður í eins manns stjórn félagsins er Fjölvar Darri Rafnsson, sem einnig situr í stjórn Hraðpeninga og er bróðir eiganda þess félags. Fyrsta rekstrarár félagsins var í fyrra. Múla Eigendur eru Ævar Rafn Björnsson (f. 1976) og Gunnar Snævar Sigurðsson (f. 1965). n Gunnar Sigurðsson var forstjóri Baugs og hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknir á málum sem tengjast efnahagshruninu. Hann hefur starfað í Bretlandi frá árinu 2003. Ævar Rafn er ekki eins þekktur og Gunnar en hann er lögmaður og hefur starfað hjá EFTA og síðar ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA. Þá hefur hann starfað sem lögfræðingur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. auknar kröfur um upplýsingaskyldu lánveitanda í auglýsingum, þar sem er fjallað um vexti eða kostnað neyt- anda af láninu, fyrir og við samn- ingsgerð. Verði nýja frumvarpið að lögum má gera ráð fyrir að réttarstaða lán- taka batni umtalsvert frá því sem nú er. Lögin færa smálán undir eftir- lit Neytendastofu og verður lánveit- endum skylt að framkvæma láns- hæfismat á lántaka áður en gerður er lánssamningur. Fæstir fá lán Samkvæmt upplýsingum frá Hraðpeningum fá flestir þeir sem sækja um lán synjun fyrir einhverjar sakir. Einfaldar reglur gilda um lántaka hjá fyrirtækinu. Svo lengi lærir sem lifir Sigfús hefur verið viðriðinn sjómennsku frá árinu 1970. Ungt fólk tekur frekar smálán Líkamshár Hafa verið til umræðu síðastliðna daga. Finna fyrir stuðningi n Hætta að raka líkamshár D V.is greindi frá því síðastlið- inn föstudag að Femínista- félag Háskóla Íslands hefði ákveðið að fara að fordæmi sænskra femínista sem ákváðu að hætta rakstri líkamshára. Var greint frá ályktun Femínista- félags Háskóla Íslands þar sem það fordæmdi aðför að ungri sænskri konu eftir myndbirtingu af henni í kjölfar undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva í Svíþjóð. Á myndinni var konan að fagna sigri söngkonunnar Loreen og lyft- ir upp höndunum og sést þá að handarkriki konunnar var órakaður. Myndin hefur farið sem eldur í sinu um netheima og margir látið afar ljót orð falla um hana. Í kjölfarið var sett af stað í Svíþjóð átakið Ta håret tillbaka á Facebook, þar sem konur setja inn myndir af hárvexti á líkama sínum. Líkt og áður segir ákvað Femín- istafélag Háskóla Íslands að fara að fordæmi sænskra femínista en Halla Tryggvadóttir, formaður Femínista- félags HÍ, segist hafa fundið fyrir stuðningi á netinu eftir að greint var frá ályktun félagsins. „Við höfum fundið fyrir stuðn- ingi við þessu á netinu, sem er nátt- úrlega bæði stuðningur og ekki,“ segir Halla í samtali við DV.is. Femínistafélag Háskóla Íslands segist ekki telja að vöxtur líkams- hára geri fólk ógeðslegt eða konur á einhvern hátt minna kvenlegar. Fé- lagið trúir hins vegar á rétt hvers og eins til að raka sig eða raka sig ekki en telur ríkjandi viðhorf til rakst- urs líkamshára og háværa kröfu um fjarlægingu þeirra brjóta á þeim rétti. Femínistafélag Háskóla Ísland segir að með ályktuninni sé ekki einungis verið að sýna sænskum femínistum stuðning heldur einn- ig að hvetja til umræðu í íslensku samfélagi um líkamsrakstur. Fem- ínistafélag Háskóla Íslands hafni þeirri ríkjandi kröfu samfélagsins að konur eigi að raka af sér öll hár nema af höfði. Félagið fordæmir einnig gagn- rýni á líkamshár kvenna, sem og niðrandi ummæli um konur sem kjósa að raka sig ekki og tilraunir til kúgunar líka þeirri sem sænska konan varð fyrir. n Unga fólkið sækist frekar eftir smálánum en yfirdrætti hjá viðskiptabönkunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.