Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 13
Fréttir 13Mánudagur 26. mars 2012 Ánægð með þriðja sætið n Séra Sigríður Guðmarsdóttir hefur væntingar til að kona verði næsti biskup Íslands É g hefði náttúrulega viljað vinna, en ég er að mörgu leyti mjög ánægð með þriðja sæt- ið,“ segir séra Sigríður Guð- marsdóttir, sóknarprestur í Graf- arholtsprestakalli, um niðurstöðu biskupskjörs sem kunngjörð var á föstudag. Séra Agnes M. Sigurðardóttir og séra Sigurður Árni Þórðarson hlutu flest atkvæði í kjörinu til biskups Ís- lands. Því verður kosið á milli þeirra tveggja í annarri umferð. Séra Sig- ríður varð í þriðja sæti í kjörinu en fjölmargir vildu sjá hana sem næsta biskup Íslands. Þannig hlaut hún flest atkvæði lesenda í könnun sem fram fór á DV.is í janúar um það hver ætti að verða næsti biskup Ís- lands, eða 22,5 prósent atkvæða. Sigríður, sem var yngst fram- bjóðenda, segist vera mjög glöð yfir því að kona skyldi vera í efsta sæti en séra Agnes hlaut 131 atkvæði og séra Sigurður 120 atkvæði. Séra Sig- ríður fékk 76 atkvæði í þriðja sæt- ið. „Ég er ánægð með að það eru sterkar líkur á því að kona verði biskup. Mér fannst þetta var góð og heiðarleg kosningabarátta og samtalið var gott. Ég er rosalega ánægð yfir því,“ segir Sigríður. Hún spáir því að mjótt verði á munum á milli Agnesar og Sigurðar. „Ég hef væntingar til þess að kona verði næsti biskup Íslands í fyrsta sinn. Það hafa verið 110 karlar og það er kominn tími á konu. Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún. Sigríður vill að lokum koma á framfæri þökkum til þeirra sem greiddu henni atkvæði og sýndu henni stuðning. Gert er ráð fyrir að kjörgögn vegna kosningar í annarri umferð verði send út þann 2. apríl næst- komandi að því gefnu að enginn kæri kosninguna. Nýr biskup Ís- lands verður svo vígður á Jóns- messunni, sunnudaginn 24. júní næstkomandi. n Bubbi tók mikla áhættu 2007 n Tapaði miklu en hefur ágætlega upp úr tónlistinni í dag Bubbi keypti bréf fyrir 160 milljónir Fínar arðgreiðslur Í kjölfar hrunsins hætti Bubbi sýsli með hlutabréf í eignarhalds- félaginu Morthens ehf. og hefur hann síðastliðin ár notað félagið til að halda utan um tónleikahald sitt og aðrar tekjur tengdar starfi sínu í tónlistarbransanum. Hann stofnaði líka annað eignarhalds- félag til þessa árið 2009 en það heitir B Morthens ehf. Arðgreiðslurnar út úr þess- um tveimur félögum síðastlið- in ár sýna að Bubbi, sem er einn af þekktari og vinsælli laga- og textasmiðum þjóðarinnar, er ágætlega staddur þrátt fyrir tap- ið á hlutabréfunum í góðærinu. Árið 2010 greiddi hann sér til að mynda 15 milljóna króna arð út úr Morthens ehf. vegna rekstr- arársins 2009 og til stendur að Bubbi greiði sér út 17 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2010. Þá stóð til að eignarhalds- félagið B Morthens myndi greiða Bubba út 7 milljóna króna arð árið 2011 vegna rekstrarársins 2010. Bæði félögin skiluðu nokk- urra milljóna hagnaði árið 2010. Bubbi virðist því vera kominn aftur á réttan kjöl fjárhagslega eftir dýfu góðærisins. H enrý Þór Baldurssyni skop- myndateiknara var sagt upp störfum hjá Íslands- pósti árið 2009 eftir tveggja ára starf. Hann starfaði í þjónustuveri póstsins á Akureyri og hafði unnið sig upp úr því að vera almennur þjónustufulltrúi í að sinna bakvinnslu. Henrý fékk aldrei að vita ástæður uppsagnarinnar þrátt fyrir að hafa gengið mikið á eftir því. DV greindi í síðustu viku frá máli Sólveigar Sigurðardóttur, sem var skyndilega sagt upp störfum sem bréfbera hjá Íslandspósti í ágúst síðastliðnum, eftir 24 ára farsælt starf. Taldi hún ástæður uppsagn- arinnar meðal annars vera þær að eldri starfsmenn líkt og hún væru dýrari starfskraftar, þá var hún að bíða eftir niðurstöðum læknisrann- sóknar og var gjarnan ósammála skoðunum yfirmanns síns. Eftir að hafa lesið sögu Sólveigar ákvað Henrý að deila sinni reynslu af Íslandspósti. Spurði hvort hann yrði rekinn Henrý segist hafa fundið fyrir ein- kennilegu andrúmslofti á milli sín og yfirmanna í Reykjavík í nokkurn tíma áður en honum var sagt upp. „Það var alltaf eitthvað skrýtið en ég vissi aldrei hvað það var,“ segir hann en á erfitt með að útskýra það frekar. Konan hans starfaði einnig hjá Ís- landspósti en fór í fæðingarorlof í lok nóvember 2008 eftir að þau höfðu eignast barn. „Svo fer ég í mitt fæð- ingarorlof. Skipti því upp og vann janúarmánuð og fór aftur í fæðing- arorlof í febrúar. Spurði minn næsta yfirmann hvort ég yrði nokkuð rek- inn þegar ég kláraði orlofið, hún hló og taldi það ekki líklegt, ég væri slík- ur „súper starfsmaður“ eins og hún orðaði það.“ Það virðist þó ekki hafa verið nóg, enda átti eftir að koma á daginn að tilfinning Henrýs reyndist vera á rök- um reist. Fékk áminningu Kona hans ákvað að segja upp starfi sínu á meðan hún var í fæðingar- orlofinu í byrjun maí árið 2009. Rúmum tveimur vikum síðar, þann 19. maí, flaug yfirmaður Henrýs frá Reykjavík norður til Akureyrar og boðaði hann á fund. Var honum sagt upp störfum og vinnuframlag hans á uppsagnartímanum afþakkað. Stóðu því Henrý og kona hans eftir bæði án atvinnu með nýfætt barn. Enginn aðdragandi var að upp- sögninni fyrir utan að í lok október árið 2008 hafði Henrý fengið áminn- ingu fyrir störf sín. Hann fékk þó ekki að vita fyrir hvað hann var áminntur né hver kvartaði yfir honum. „Var það eitt sagt að á fundarferð forstjóra um landið þar sem starfsfólk var peppað upp eftir hrun og það sannfært um að Pósturinn stæði vel og störf þeirra örugg, hefði einhver starfsmaður pósthúss í Reykjavík kvartað undan viðmóti frá mér,“ segir Henrý. Almannatengill fundaði með yfirmönnum Henrý greindi vini sínum, Andrési Jónssyni almannatengli, frá málinu á sínum tíma og blöskraði honum aðfarirnar. Hann hafði samband við yfirmenn Íslandspósts fyrir Henrýs hönd og fékk með þeim fund sem kom þó ekkert út úr. Að sögn Henrýs var upplifun Andrésar af fundinum sú að það hefði verið búið að ákveða að segja honum upp strax haustið 2008, þrátt fyrir að ekki hefði orðið af því fyrr en hálfu ári síðar. Var því borið við að persónu- verndarsjónarmið hömluðu því að hægt væri að greina frá ástæðu upp- sagnarinnar. Tengist öðru en starfinu Henrý telur uppsögn sína tengjast einhverju allt öðru en því sem hann gerði eða gerði ekki á meðan hann starfaði hjá Íslandspósti. Hann tel- ur málið frekar tengjast einhverju sem hann gerði utan vinnutímans og hefur ákveðnar kenningar um hvað það er, án þess að vilja fara út í það nánar. „Að minnsta kosti stórefast ég um að einhver hugsanlegur núningur við annan starfsmann myndi verða stjórnendum póstsins svona mikið hugðarefni og tilefni til þessa upp- sagnarferlis. Einhver hefði kannski stungið upp á að málin væru leyst með samtölum frekar en að beita upp- sögnum. Annar hefði kannski sagt að það væri ólíklegt að starfsmaður bætti sig eftir áminningu ef hann fengi ekki að vita efni kvörtunarinnar sem varð tilefni til áminningar.“ Henrý leitaði til Póstmanna- félags Íslands eftir uppsögnina en að sögn hans vildu þeir ekkert fyrir hann gera. Sögðust ekki sjá sér fært að þrýsta á stjórnendur Íslandspósts um að greina honum frá ástæðum uppsagnarinnar. n Henrý Þór látinn taka pokann sinn hjá Íslandspósti án útskýringa Rekinn en veit ekki af hveRju Sagt upp Henrý Þór fékk aldrei að vita ástæður þess að honum var sagt upp störfum hjá Íslandspósti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is heimamaður“ í stjórnkerfinu. Þann­ ig sendi hann mönnum ekki form­ leg erindi heldur talaði við þá. Því er ekki hægt að staðfesta framgöngu hans né virðist nokkur hafa hlustað á viðvaranir hans. Andstæðingar hans treystu honum ekki og samherjar í Sjálfstæðisflokknum tóku ekki nægi­ lega mikið mark á honum. Það skýr­ ist meðal annars af óformlegu orða­ lagi sem Davíð notaði. Davíð átti til að missa sig fundum, öskra og halda reiðilestra yfir fólki. Hann tal­ aði um „glæpahunda í bönkunum“ við Geir Haarde, en lagði ekki sérstök gögn fram orðum sínum til stuðn­ ings. Þá dró enn úr trúverðugleika Davíðs sem seðlabankastjóra að um­ svifamestu útrásarvíkingar landsins voru svarnir óvinir hans og töldu sig eiga margt sökótt við hann. Skorti traust Skýrslutökur af Davíð og Geir fyrir landsdómi hafa líka varpað ljósi á samband þeirra tveggja. Samskipti þessara tveggja lykilmanna í stjórn­ sýslunni í aðdraganda hrunsins. Sem fyrr segir trúði Geir ekki við­ vörunum Davíðs, þar sem Davíð var svo stóryrtur. Fyrir landsdómi, þegar Geir var spurður út í alvarlega stöðu bankanna, vísaði hann ekki í reiði­ lestra Davíðs heldur í skýrslu Seðla­ bankans frá 19. september 2008 þar sem fjallað var vinsamlega um inn­ lánsreikninga erlendis. „Ég vek at­ hygli á þessu,“ sagði Geir. Davíð lýsti því svo sjálfur fyrir landsdómi að sér þætti vanta upp á trúnað og traust á milli sín og Geirs. Hann taldi sökina hins vegar kannski að hluta til liggja í því að formlegheit á milli þeirra hafi verið lítil. Davíð sagði einnig að samskipti sín og Geirs hefðu mótast af löngu samstarfi og því hefði hann kannski talað á annan hátt við Geir en við aðra ráðherra. Geir og Davíð höfðu enda starfað saman í ríkisstjórn og á Alþingi árum saman áður en Geir varð forsætisráðherra. Samskipti þeirra ná reyndar allt aftur til áranna þegar þeir voru báðir í Menntaskól­ anum í Reykjavík. Fréttir 13Miðvikudagur 21. mars 2012 E ftir 24 ára starf sem bréfberi hjá Íslandspósti var Sólveigu Sigurðardóttur sagt upp fyrir­ varalaust í ágúst síðastliðn­ um. Hún bjóst frekar við því að fá gullúr frá fyrirtækinu, sem er al­ farið í ríkiseigu, eftir aldarfjórðungs­ starf eins og tíðkast en fékk þess í stað uppsagnarbréf. „Ég var rekin í endaðan ágúst og bara út með kvikindið með það sama. Ég kom í vinnuna um morguninn og var bara rekin beint út. Ég var varla búin að fatta það þegar ég stóð úti á plani. Maður er svo hissa að mað­ ur er bara þó nokkurn tíma að átta sig áður en sjokkið kemur. Ég gæti fengið marga meðmælendur um það að ég er búin að standa mig vel þau 24 ár sem ég hef unnið þarna,“ segir Sólveig sem fyrst sagði vefmiðlinum Smugunni sögu sína. Bjóst við gullúri Aðspurð um ástæðu þess að henni var sagt upp segist hún telja að þær séu nokkrar. „Í fyrsta lagi eru eldri starfsmenn dýrari og því losa þeir sig við þá. Síðan var ég að bíða eft­ ir niðurstöðu læknisrannsóknar því ég hafði verið slæm í hendinni og kannski hafa þeir haft áhyggjur af því að það yrðu einhverjir veikinda­ dagar,“ segir Sólveig sem telur að hún hafi tekið 1–2 veikindadaga að með­ altali á ári allan sinn starfsferil hjá Ís­ landspósti. Sólveg starfaði á póststöðinni á Fossaleyni í Grafarvogi. Hún segir starfsandann þar hafa „verið svo hrikalega vondan“ og raunar „alveg hræðilegan“, eins og hún kemst að orði. „Það var svo sem búið að hóta mér því að mér yrði sagt upp en ég tók ekki mark á því. Fólk má ekki hafa skoðanir þarna, ef það fer í sitt félag til þess að leita réttar síns þá er það bara rekið. Ég hafði í þó nokkur skipti áður reynt að hjálpa fólki sem hafði verið sagt upp en þarna er svo­ leiðis búið að leggja fólk í einelti að mér blöskrar,“ segir Sólveig og nefn­ ir dæmi af útlenskum starfsmönnum sem vinni fram á kvöld en fái aðeins greitt til klukkan 16.15. Aðspurð hvað hafi gengið á í sam­ skiptum hennar og yfirmannsins hjá Íslandspósti áður en hún var rekin svarar hún: „Æ, svo sem ekki mik­ ið. Ég myndi ekki segja að það hefði gengið eitthvað sérstakt á.“ Hún tekur fram að næsta yfir­ manni sínum hafi einfaldlega fundist óþolandi að Sólveig hefði aðrar skoð­ anir en hann. „Venjan hjá Íslandspósti er að starfsmenn fá gullúr eftir 25 ára starf en það er svolítið ólíkt að fá uppsagn­ arbréf eftir 24 ára starf. Auðvitað bjóst ég við því að fá gullúrið og ég átti ekki von á því að vera látin fara svona. Ég taldi að ég ætti miklu meira skilið.“ Sér ekki fram á að fá nýja vinnu Sólveg stendur því uppi atvinnulaus, 55 ára, eftir tæplega aldarfjórðungs­ starf sem bréfberi. Það er ekki öf­ undsverð staða því konur á miðjum aldri eiga ekki auðvelt með að fá nýja vinnu. „Það er sko ekki létt, það er eiginlega bara vonlaust. Eins og er þá get ég bara gleymt því. Þetta er ekki einfalt. Maður sýndi fyrirtækinu tryggð í öll þessi ár þegar það var hægt að fá nóg af vinnu annars stað­ ar. Mér finnst tryggð í vinnu vera mikils virði,“ segir hún. Hún sér ekki fram á að fá aðra vinnu. „Auðvitað er þessi vinna búin að skemma mig því þetta eru óhemjuþyngsli sem maður er með á öxlunum alla daga,“ segir Sólveig. Upplýsingafulltrúi Íslandspósts vildi ekki tjá sig við DV þegar eftir því var leitað. Hún sagði það vera stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um mál­ efni einstakra starfsmanna. „Auðvitað bjóst ég við því að fá gull- úrið og ég átti ekki von á því að vera látin fara svona. Ég taldi að ég ætti miklu meira skilið. Bjóst við gullúri en fékk uppsagnarbréf n Sólveig var rekin fyrirvaralaust frá Íslandspósti eftir 24 ára starf Sólveig Sigurðardóttir Venjan hjá Íslandspósti er að starfsmenn fá gullúr eftir 25 ára starf en það er svolítið ólíkt að fá uppsagnarbréf eftir 24 ára starf. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Gjaldþrot hjá Magnúsi Ármann n Félagið skilaði aldrei ársreikningi E ignarhaldsfélagið Runnur 2. ehf., sem meðal annars er í eigu fjárfestisins Magn­ úsar Ármann, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Stofnendur félagsins voru eignar­ haldsfélag í eigu Magnúsar, Gunnars og Gylfa í verktakafyrir­ tækinu Bygg, Hannesar Smára­ sonar, Þorsteins Jónssonar og Nóatúnssystkinanna svokölluðu. Árið 2007 voru stofnuð fimm eignarhaldsfélög sem báru nafn­ ið Runnur 1,2,3, 4 og 5 sem voru í eigu þessara aðila. Félögin voru stofnuð á grunni eignarhalds­ félagsins Runns ehf. sem var skipt upp í fimm félög með áðurnefnd­ um hætti. Runnur ehf. hafði með­ al annars átt um 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu 365 ehf. Runnur ehf. var tekið til gjald­ þrotaskipta árið 2010 og voru um tveggja milljarða króna skuldir inni í félaginu sem ekkert fékkst upp í. Líkt og DV greindi frá í fyrra skulduðu félög tengd Magn­ úsi, meðal annars Runnur ehf. og Runnur 2. ehf., um 4,7 milljarða króna í Byr eftir efnahagshrun­ ið 2008. Í umfjöllun DV um lána­ bók Byrs í júlí í fyrra kom fram að sparisjóðurinn afskrifaði 4,3 millj­ arða af skuldum þessara félaga árið 2009. Skuldir Runns 2. ehf. liggja ekki fyrir þar sem félagið skilaði aldrei ársreikningi á starfstíma sínum. Stjórnarmenn félagsins voru áðurnefndur Magnús og Þor­ steinn Jónsson. ingi@dv.is Byr afskrifaði 4,3 milljarða Sparisjóðurinn Byr afskrifaði 4,3 milljarða af skuldum Runns 2. og tengdra félaga árið 2009. Reiði Davíðs R glaði geiR n Ófagmennska einkenndi samband Davíðs og Geirs n Reiðiköst og gífuryrði Davíð og Geir Davíð varaði við en var of æstur og reiður á fundum til þess að tekið væri mark á orðum hans. 21. mars 2012 Sátt Séra Sigríður Guðmarsdóttir er ánægð með að hafa lent í þriðja sæti. Hún spáir því að mjótt verði á munum á milli séra Agnesar og Sigurðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.