Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Side 15
Erlent 15Mánudagur 26. mars 2012 Þ ó Google Maps gefi þér möguleika á að skoða býsna nákvæmar gervi- hnattamyndir af nánast öll- um borgum heimsins eru nokkrir staðir sem ekki er hægt að skoða myndir af. Þannig er ekki hægt að sjá myndir frá Norður-Kóreu. Þá eru myndir af konungshöllinni í Hollandi og orkuveri sem stend- ur skammt frá heimavistinni við Cornell-háskóla í New York móðu- kenndar. Ástæðurnar fyrir þessu eru margþættar að sögn forsvarsmanna Google, en sumir staðir eru ekki sýnilegir af öryggisástæðum. Þurfa að fara að lögum Deanna Yick, talsmaður hjá Google, segir í samtali við vefritið mashable. com að gervinhnattamyndir sem Google Maps notast við séu stund- um fengnar frá opinberum stofnun- um víðs vegar um heiminn. Þessar stofnanir þurfi að framfylgja lögum sem eru í gildi í hverju landi fyrir sig og stundum séu gerðar kröfur um að myndir séu gerðar ógreinilegar. Þeg- ar Google Maps fór fyrst í loftið voru myndir af Hvíta húsinu í Washing- ton gerðar óskýrar. Sú er ekki raunin lengur og getur hver sem er skoðað myndir af húsi forsetans og lóð hans. „Við reynum að útvega fólki eins góð- ar upplýsingar og mögulegt er. Kerfið okkar er í sífelldri þróun,“ segir Yick. Hér eru birtar myndir af tíu stöðum sem búið er að gera óskýr- ar. „Við reynum að útvega fólki eins góðar upplýsingar og mögulegt er. n 10 staðir sem ekki eru sýnilegir á Google Maps mátt ekki sjá staðir sem þú Konungshöllin í Hollandi Koninklijk Paleis-höllin í Amsterdam í Hollandi er meðal þeirra bygginga sem ekki má sýna með skýrum hætti á Google Maps. Raunar eru fleiri byggingar sem tilheyra hollensku konungsfjölskyldunni á sama lista, þar á meðal Royal Stables- byggingin í borginni Haag. Flugvöllur í Japan Á þessari mynd, sem tekin er á eyjunni Minami Torishima sem tilheyrir Japan, sést flugvöllur ef vel er gáð. Japanski her- inn notar flugvöllinn og líklega er myndin óskýr af þeim sökum. Flugvöllurinn í Buffalo Eins og sést á meðfylgjandi mynd Google Maps af Buffalo Niagara-alþjóðaflug- vellinum í Bandaríkjunum er búið að gera hann óskýran. Myndin er óvenjuhvít og verður óskýrari eftir því sem þysjað er inn. Bygging í Utah Á þessari mynd er búið að gera óskýra mynd af Michael Aaf-byggingunni í Utah. Bandaríski herinn hefur aðsetur á svæðinu en talið er að þar fari meðal annars fram þróunarvinna á kjarnorku- vopnum. Myndin er því móðukennd af augljósri ástæðu. Þjóðgarður í Chile Aðeins er hægt að sjá Tantauco-þjóð- garðinn í Chíle úr mjög mikilli fjarlægð. Ef þysjað er inn verður myndin óskýr. Líklega er um öryggisráðstöfun að ræða en svæðið er heimkynni fjölmargra dýra í útrýmingarhættu. Orkuver í New York-ríki Hér sést mynd af orkuveri sem staðsett er skammt frá Cornell-háskóla í Íþöku í New York-ríki. Orkuverið var tekið í notkun árið 2010 en það framleiðir rafmagn með jarðgasi. Líklega er um öryggisráðstöfun að ræða enda orkuverið gríðarlega stórt og umfangsmikið. Stífla í Suður-Karólínu Við Keowee-stöðuvatnið í Suður-Karólínu er stór stífla sem er óskýr á Google Maps. Stíflan var byggð til að útvega orkuveri Duke Energy-fyrirtækisins næga orku. Þarna er um öryggisráðstöfun að ræða enda myndi stórhætta skapast ef stíflan yrði skotmark hryðjuverkamanna. Vissingen í Hollandi Eins og áður segir eru eignir hollensku konungsfjölskyldunnar gerðar óskýrar á Google Maps. Það á við um fleiri mannvirki þar í landi. Í Vissingen hefur hollenski herinn meðal annars aðsetur og þar standa einnig gríðarstórir olíutankar. Hvað leynist nákvæmlega vinstra megin á myndinni skal ósagt látið enda ómögulegt að sjá það. Dularfullt svæði í Síberíu Ekki liggur fyrir hvers vegna þetta svæði í Rússlandi hefur verið gert óskýrt, ekki síst þar sem myndin er tekin yfir óbyggðum Síberíu. Svæðið er skammt frá borginni Egvekinot við Beringshaf. Babylon í Írak Undir svörtu blettunum á myndinni stendur Babylon. Um er að ræða forna borg sem var svo endurreist en notendur Google Maps geta hins vegar ekki notið dýrðarinnar. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Jörðin Með aðstoð Google Maps er hægt að skoða nánast allt sem fyrir augu ber. Þó eru nokkrir háleynilegir staðir sem ekki er hægt að skoða. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.