Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Qupperneq 22
Frítt inn á tónleika All the Young n Valin 12. besta hljómsveit Bretlands af XFM Í tilefni þess að sól fer hækkandi og vorið á næsta leiti vill Iceland Airwaves hita upp fyrir hátíðina í ár og bjóða upp á fría tónleika á Nasa laugar- dagskvöldið 31. mars. Fram koma Sóley, Agent Fresco og breska gítarrokksveitin All The Young sem XFM-út- varpsstöðin í London út- nefndi eina af tólf bestu hljómsveitunum fyrir árið 2012, auk þess sem þeir voru tilnefndir til „the next big thing“-verðlaunanna hjá HMV. Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves segir tónlistaráhugamenn sem vilja sjá All The Young á tónleikum verða að mæta á Nasa um næstu helgi því hún verður ekki meðal þeirra sem mæta á hátíðina í haust. „Þetta er eina tæki- færið á landinu í ár því sveit- in kemur ekki í haust.“ Athygli vekur að frítt er inn á tónleikana. „Þetta eru nokkurs konar kynningar- tónleikar og við hitum upp nokkuð snemma í ár, við höfum verið að gefa ókeypis miða á midi.is en við af- hendum einnig með miða við dyrnar á Nasa á sjálfu tónleikakvöldinu.“ Kamilla segir þau bönd sem mæta á hátíðina í haust kynnt eftir páska og fram eftir sumri. „Við kynnum 10 til 14 hljómsveitir eftir páska og svo bætist í þann hóp listamanna fram eftir sumri, þetta verður verulega góð hátíð,“ lofar hún. Þess má geta að fyrstu 100 sem mæta fá glaðning frá Tuborg og geta unnið miða á Iceland Airwaves-tónlist- arhátíðina sem fer fram dag- ana 31. október til 4. nóvem- ber en uppselt hefur verið á hátíðina síðustu árin. Nánari upplýsingar má finna á ice- landairwaves.is. 22 Menning 26. mars 2012 Mánudagur All the Young Bresk sveit sem sló í gegn í heimalandi sínu í fyrra. Hugrof Þórðar í Dauðagalleríinu Í Dauðagalleríinu á Lauga- vegi 29 heldur Þórður Gríms- son sýninguna Hugrof. Sýningin samanstendur af blekteikningum sem unnar eru út frá aðferðafræði sem nefnist „Paranoiac Critical Method“ sem mætti þýða sem gagnrýnin ofsóknarað- ferð. Aðferðin er fólgin í að láta hugann tengja á milli óreiðukenndra hugmynda og búa til form, fígúrur eða landslag. Þórður Gríms- son útskrifaðist úr Listahá- skóla Íslands árið 2009 og er búsettur í Reykjavík. Þetta er þriðja einkasýning hans. 110 ára afmæli Laxness Út er komið yfirlitsrit um Gljúfrasteinshjónin og heimili þeirra í tilefni 110 ára afmæli skáldsins í ár. Hér er spor- um Nóbelsskáldsins fylgt frá vöggu til grafar; heiman úr Mosfellsdal og út í veröld- ina, út á stræti stórborganna vestanhafs og austan – og aftur heim í dalinn. Skáldfer- ill Halldórs er rakinn og sagt frá ritverkum hans, pólitískri baráttu og innri átökum, sorg- um og sigrum. Einnig segir frá störfum Auðar, sem færri þekkja, og hversdagslífi jafnt sem tyllidögum á menningar- heimili þeirra hjóna. Aðrir viðburðir eru á dagskrá í af- mælisviku skáldsins, viku bók- arinnar, í apríl. Má þar meðal annars nefna Laxness-kvik- myndaviku í Bíó Paradís og sýningu til heiðurs afmælis- barninu á Landsbókasafni. Ókeypis tæling „Tælingarsöngvar“ – hádeg- istónleikar Íslensku óper- unnar verða í Norðurljós- um, Hörpu, þriðjudaginn 27. mars kl. 12.15. Barítón- söngvarinn Ágúst Ólafs- son og píanó- leikarinn Antonía Hevesi freista þess að tæla áheyr- endur sína en þá flytja þau serenöður og mansöngva eftir W.A. Mozart, Donizetti, Schu- bert og Tsjækovskí undir yfir- skriftinni „Tælingarsöngvar“. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum og taka um hálftíma í flutningi. Líkt og venja var á hinum margróm- uðu hádegistónleikum Ís- lensku óperunnar í fyrra hús- næði sínu í Gamla bíói geta tónleikagestir keypt sér hress- ingu fyrir og eftir tónleika og þannig nælt sér í andlega og líkamlega næringu í einu og sama hádegishléinu. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. H ungurleikarnir, ein þriggja bóka um Katniss Everdeen og ríkið Panem, eftir Suzanne Collins, hef- ur notið fádæma vinsælda síð- asta ár. Nú virðist sigurganga bókarinnar halda áfram á hvíta tjaldinu. Frumsýningar- helgin ytra er sögð sú sjöunda stærsta frá upphafi. Væntingar áhorfenda eru miklar og leik- stjórinn Gary Ross, þarf að búa sig undir samanburð bók- ar og myndar. Sagan um Hungurleikana er grípandi og á þess utan mikið erindi við ungt fólk. Hún fjallar um réttlæti og misskiptingu auðs í heiminum. Aðalsögu- hetja Hungurleikanna, Katniss Everdeen, leikin af Jennifer Lawrence, býr í 12. umdæmi ríkisins Panem. 12. umdæmi er endastöð ríkisins og hung- urdauði er þar ekki óalgeng örlög. Þar eru skilyrði íbúa Pa- nem verst. Best eru þau hins vegar í Kapítól þar sem fólk býr við allsnægtir og forréttindi. Þar býr fólk sem er tilgerðarlegt og ýkt. Það klæðist tískufatnaði og er bæði litað og svo breytt eftir skurðaðgerðir að það er eins og skrípi. Höfundurinn hefur í raun dregið upp ein- faldaða mynd af samtímanum þar sem íbúar vestrænna ríkja lifa lífi friðþægingar í heimi neyslu og afþreyingar á meðan íbúar fátækra ríkja heims deyja hungurdauða eða láta lífið vegna stríðs og ofbeldis. Oft vegna baráttu um auðlindir sem vestræn ríki hagnast á. Saga leikanna Handan 12. umdæmis eru óbyggðir, rústir 13. umdæmis sem Kapítól tortímdi vegna uppreisnar íbúanna. Það er vegna þeirrar uppreisnar sem Hungurleikarnir eru haldnir. Á hverju ári senda yfirvöld í Kapítól einn strák og eina stelpu til að keppa á hungur- leikum. Í 12. umdæmi er nafn barnungrar systur Katniss dregið og hún býður sig sjálf fram í hennar stað. Strákurinn sem dreginn er með henni í förina er Peeta Mellark, leik- inn af Josh Hutcherson. Kap- ítólbúar þurfa ekki að taka þátt í leikunum. Eða eins og Katniss spyr Peeta eitt sinn: Hvað gera þeir annað í Kap- ítól en að skreyta líkama sinn og bíða eftir nýjum farmi af framlögum sem deyja þeim til skemmtunar. Fulltrúar tólfta umdæmis eiga litla möguleika á sigri. Þau eru vannærð og skort- ir alla þjálfun og fá sjaldnast styrktaraðila. Það eru styrkt- araðilar sem hafa líf kepp- enda oft í hendi sér. Þeir geta sent lyf og mat þeim til bjargar. Flestir styrktaraðilar eru hins vegar gjarnir á að styrkja þá sem eru líklegir til sigurs og þannig halda halda fulltrúar 12. umdæmis til höfuðborgar- innar, vonlitlir um sigur. Fyrirsæta frekar en fyllibytta Hvert umdæmi fær ráðgjafa sér til halds og trausts. Ráð- gjafi þeirra Katniss og Peeta, Haymitch, er leikinn af Woody Harrelson. Hann á að vera líf- taug þeirra við umheiminn, ráðleggja þeim og útvega þeim styrktaraðila en er duglaus fyllibytta sem vaknar ekki til lífsins fyrr en hann sér von um breytta tíma í hugrekki Katniss. Leikur Woody er ósannfærandi, hann er hvergi nærri eins bilaður og sjúsk- aður og frásögn Suzanne gefur til kynna. Aldrei dettur hann í volæði sínu í eigin ælupoll. Nei, hann er sólbrúnn og snyrtilegur til fara og frekar eins og karlfyrirsæta á leiðinni í myndatöku frekar en fylli- bytta í ræsinu. Tilfinningakaldar stelpur og heitir strákar Katniss verður stjarna leik- anna. Frá því hún bauð sig fram til að bjarga lífi systur sinnar vekur hún eftirtekt og aðdáun áhorfenda og breytir gangi Hungurleikanna. Jenni- fer Lawrence fer vel með hlut- verk Katniss. Hún er sterk og fim og ekki síst er hún barns- leg. Hún minnir á kvenhetjur myndanna Kick-Ass og Hanna. Kaldar kvenhetjur sem láta ekki deigan síga eru greinilega málið í Hollywood í dag og er það vel. Josh Hutch erson sem fer með hlutverk Peeta sýnir hjartnæman leik. Hann er til- finningavera og það er hans styrkur. Með góðsemd sinni og tilfinningagreind nær hann að halda sér á lífi. Þarna eru komnar tvær aðalhetjur sem strax brjóta allar steríótýpu- reglur Hollywood sem er ágæt- is rokk. Of mikil mýkt Það er leikstjórinn Gary Ross sem heldur um taumana, hann hefur áður leikstýrt myndum svo sem Pleasant- ville og Seabisquet. Hann er að margra mati fremur mjúkur leikstjóri og mýktin smitast á þessa sögu ofbeldis. Myndin er í alla staði góð og vel heppnuð en það vekur stund- um gremju hversu mikið er dregið úr ofbeldi og grimmd bókarinnar enda þjónar það ákveðnum afhjúpandi til- gangi. Á hinn bóginn er margt í myndinni sem er vel gert. Tilgerð Kapítólbúa er keyrð upp í hæstu hæðir, áhorfenda- pallarnir minna óþægilega á tískuvikur stórborganna og svipmyndir úr lífi borgarbúa eru eins og skopmyndir af lífi Vesturlandabúa. Eða kapítal- ista. Þeirra sem sækjast aðeins eftir ágóða sér til handa. Til mótvægis sjá áhorfendur svip- myndir af örbirgð þeirra sem búa fyrir utan borgina. Það var einnig vel til fund- ið að lágmarka notkun tón- listar í myndinni. Þögnin var áhrifamikil í dramatísk- ustu atriðunum og afhjúp- aði reyndar áhorfendur sem snöktu án afláts yfir grimmd- inni Það var stútfullur salur í Háskólabíó þegar undirrituð fór að horfa á myndina. Lang- stærstur hluti áhorfenda var unglingar og myndin snerti þá augljóslega og á að gera. Flest- ir þeirra sem sjá hana ná að yfirfæra boðskapinn yfir á lífið almennt. Lífið er leikurinn. Og við eigum langt því frá jafna möguleika á að lifa af. Þessari líkingu höfundarins nær Gay Ross að koma til skila í þess- ari áhrifamiklu mynd. Ef þessi mynd snertir þig ekki, þá ertu frá Kapítól. Snöktandi unglingar í bíó n Ef þessi mynd snertir þig ekki, þá ertu frá Kapítól Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Bíómynd Hunger Games IMDb 8,1 RottenTomatoes 86% Leikstjóri: Gary Ross Aðalhlutverk: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson, Woody Harrelson, Donald Sutherland. Katniss og Peeta Það eru Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson sem fara með aðalhlutverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.