Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 18. apríl 2012 Miðvikudagur Ógnaði með sprautunál n Hótaði að smita fólk af HIV R íkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir hafa þann 1. febrúar síðast- liðinn farið inn í þrjár versl- anir í miðbæ Reykjavíkur, vopnaður sprautunál, sem hann notaði til að ógna starfsfólki, og hafa á brott með sér verðmæti. Maðurinn fór fyrst inn í verslunina Rumputuski við Laugaveg, ógnaði starfsmanni með því að beina að honum sprautunál og skipaði honum að afhenda sér verðmæti. Starfsmað- urinn gerði það og hafði maðurinn á brott með sér 12 þúsund krónur. Því næst fór hann inn í verslunina Yggdrasil við Rauðarárstíg, ógnaði þar starfsstúlku með sprautu nálinni og hótaði að smita hann af HIV ef hún opnaði ekki peningakassa. Er hún neitaði að verða við bón manns- ins sló hann hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut mar á vinstri kinn og eyra. Fór hann í kjöl- farið af vettvangi án þess að hafa á brott með sér verðmæti. Að lokum fór maðurinn inn í verslunina Vikivaka við Barónsstíg, ógnaði þar einnig starfsstúlku með nálinni og hótaði að smita af HIV léti hún hann ekki hafa fjármuni. Stúlkan varð við því og hafði mað- urinn um 35 þúsund krónur upp úr krafsinu. Saksóknari fer fram á að mað- urinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en til vara að honum verði gert að sæta ör- yggisgæslu á stofnun. Fyrirtaka var í máli mannsins í Héraðsdómi Reykja- víkur síðastliðinn þriðjudag. solrun@dv.is Málverkið kostaði 850 þúsund krónur Alþingi borgaði 850 þúsund krón- ur fyrir málverk af Sólveigu Pét- ursdóttur, fyrrverandi forseta Al- þingis. Málverkið var afhjúpað um liðna helgi. Þetta staðfestir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Al- þingis, í svari við fyrirspurn RÚV. Helgi fullyrðir að verð mál- verksins af Sólveigu hafi verið ívið lægra en gangverð á portrett- myndum eftir málarann sem mál- aði verkið. Hann segir þó málverk- ið hafa verið dýrara en málverk sem Alþingi lét gera af Halldóri Blöndal, fyrirrennara Sólveigar í stóli forseta þingsins. Málverkið af Sólveigu var af- hjúpað á föstudag en það hangir í efrideildarsal þingsins. Þegar verkið var afhjúpað kom fram að það væri fimmtugasta og fyrsta portrettmálverkið af forsetum þingsins. Vilja skoða upptöku Kanadadollars Ungir sjálfstæðismenn fagna yfir- lýsingu kanadískra stjórnvalda um að þau séu tilbúin að hefja form- legar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar. „Ísland á að kanna kosti í gjaldmiðilsmálum landsins til hlítar og því á þegar í stað að skipa þverpólitíska nefnd til að hefja viðræður við kanadísk stjórnvöld,“ segir í tilkynningu frá ungum sjálfstæðismönnum. Þar kemur ennfremur fram að ólíklegt sé að krónan muni gagnast Íslandi sem gjaldmiðill til framtíðar. Auk landfræðilegrar nálægðar Íslands og Kanada séu mjög sterk menn- ingarleg og söguleg tengsl milli landanna. Þá sé Kanada eitt þeirra vestrænu ríkja sem hvað best hef- ur staðið af sér alþjóðlegu banka- kreppuna. Hótaði HIV-smiti Maðurinn ógnaði starfs- fólki með sprautunál og hótaði HIV-smiti. G litnir beitti blekkingum í árslok 2007 og ársbyrjun 2008 þegar gefnar voru upp- lýsingar um efnahagsstöðu bankans. Þetta er meðal þess sem lesa má í stefnu slitastjórn- ar Glitnis gegn endurskoðendafyrir- tækinu PwC sem þingfest var fyrr í apríl. Meðal þess sem fólst í blekk- ingunum var að bankinn vanmat, viljandi, afskriftaþörf sína á útlánum í ársreikningi árið 2007, stórir lán- takendur sem hefðu átt að vera skil- greindir sem tengdir aðilar voru það ekki og fengu þeir því alltof há lán auk þess sem eignir bankans voru ofmetnar um 65 prósent. PwC er stefnt fyrir þátttöku sína í þessum blekkingum þar sem fyr- irtækið endurskoðaði ársreikninga bankans. Slitastjórn Glitnis vill að skaðabótaskylda PwC verði viður- kennd með dómi. Lán ekki afskrifuð þrátt fyrir vanskil Stefna Glitnis rennir stoðum undir þá kenningu sem oft hefur verið reif- uð á opinberum vettvangi að strax í ársbyrjun 2008 hafi verið komnir verulegir brestir í rekstur bankans. Í stefnunni segir til dæmis að þann 4. janúar 2008, áður en gengið var frá ársreikningi Glitnis fyrir 2007, hafi yfirmaður áhættustýringar hans sent skjal til áhættunefndar bankans þar sem hann lýsti því yfir að nokkrir viðskiptavina væru í stórfelldum van- skilum vegna lána sem tryggð voru með veðum í bréfum í bankanum sjálfum eða stærsta hluthafa hans, FL Group. Samt voru lán þessara fyr- irtækja ekki afskrifuð í ársreikningi bankans fyrir árið 2007, sem geng- ið var frá í lok janúar 2008. Í áhættu- nefndinni sátu meðal annars Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason. Orðrétt segir um þetta í stefn- unni: „Þann 4. janúar sendi Sverr- ir Örn Þorvaldsson, yfirmað- ur áhættustýringar í bankanum, skjal til áhættunefndar bankans sem sýndi stórfelld vanskil ýmissa eignarhaldsfélaga þar sem trygg- ing bankans fyrir endurgreiðslu var bundin við hlutabréf í bankan- um eða í FL Group og óskaði eft- ir leiðbeiningum nefndarinnar um hvernig með lánin skyldi farið.“ Lánareglum breytt í samræmi við aðstæður Glitnir var því meðvitaður um vanskil þessara félaga, meðal annars Stíms og Prímuss, eignarhaldsfélags í eigu Hannesar Smárasonar sem nú heit- ir FI fjárfestingar. Annaðhvort hefði bankinn því átt að gjaldfella lán þess- ara félaga, óska eftir auknum trygg- ingum eða leysa til sín þær eignir sem lágu að baki lánunum. Þetta var hins vegar ekki gert. Þegar þetta gerð- ist, í janúar 2008, hafði Glitnir þegar afskrifað hlutafé sem bankinn átti í Stími fyrir meira en 600 milljónir króna. Í stað þess að bregðast við með ofangreindum hætti sendi Guðrún Gunnarsdóttir, yfirmaður útlánastýr- ingar bankans, svarpóst til Sverris Arnar þar sem hún sagði að umrædd eignarhaldsfélög væru með mjög lé- lega veðstöðu og að nauðsynlegt væri að bregðast við þessari stöðu með einhverjum hætti. Meðal hugmynda Guðrúnar var að „… breyta lána- reglum og framkvæmd til samræm- is við versnandi markaðsaðstæður,“ samkvæmt því sem segir í stefnunni. Dæmi um 45 tapaða milljarða Meðal þeirra dæma sem rakin eru í stefnu slitastjórnar Glitnis um töp- uð útlán sem bankinn hefði átt að niðurfæra í árslok 2007 er 27 millj- arða króna lánveitingar til eignar- haldsfélagsins Gnúps, sem lent hafði í rekstrarerfiðleikum í árslok 2007 vegna verðhruns á hlutabréfum FL Group, og í kringum 20 milljarða lán til Stíms. Líkt og kunnugt er hafði Stím keypt hlutabréf í Glitni og FL Group með um 25 milljarða króna lánveitingum í nóvember 2007 og af- skrifaði bankinn 650 milljóna hlutafé sitt í árslok 2007. Þrátt fyrir að tap bankans út af Gnúpi lægi fyrir sá PwC ekki tilefni til að niðurfæra lán félagsins í ársreikn- ingi ársins 2007, jafnvel þó fyrir lægju upplýsingar um að lánin væru töpuð. Orðrétt segir um þetta í stefnunni: „Þann 28. janúar 2008 sendi bankinn hins vegar gögn til PwC um að heild- aráhætta bankans á hendur Gnúpi næmi 27 milljörðum króna. Þrátt fyr- ir að þá lægi fyrir vitneskja um gjald- þrot Gnúps var engin sérstök niður- færsla gerð í ársreikningi 2007 til að mæta kröfum bankans á hendur Gnúpi.“ Í stefnunni segir að „háttsemi PwC hafi verið sérlega ámælisverð“ í ljósi þess að endurskoðendafyrirtæk- ið bjó yfir þessum upplýsingum um áhættuskuldbindingar og fall Gnúps þegar fyrirtækið endurskoðaði árs- reikning Glitnis fyrir árið 2007. Þá lá ljóst fyrir í árslok 2007 að færa hefði átt niður lán til FL Group, sem námu nærri 100 milljörðum króna, Baugs, sem námu meira en 50 millj- örðum króna, og Milestone, sem námu rúmum 30 milljörðum króna, sökum þess að fyrir lá að eignir þess- ara félaga, meðal annars í Glitni, höfðu rýrnað verulega í verði á árinu 2007. 6 milljarðar á afskrifta reikning Heildarafskriftir Glitnissamstæð- unnar í ársreikningi félagsins árið 2007 vegna einstakra félaga voru á endanum aðeins rúmlega sex milljarðar þrátt fyrir að PwC byggi yfir þessari vitneskju um töpuð útlán til einstakra aðila, til dæmis Gnúps. Telur slitastjórn Glitnis að PwC hefði átt að setja miklu hærri upp- hæð á afskriftareikning en raun bar vitni. „Tilefni til mun meiri niður- færslu var þó bersýnilega fyrir hendi í ljós aðstæðna.“ Sérgreind framlög á afskriftareikning bankans hefðu þó átt að nema tugum milljarða miðað við stöðu félaga eins og Gnúps og Stíms á þessum tíma. Ef þetta hefði verið gert hefði raunveruleg slæm staða Glitnis verið gerð opinber í árs- byrjun 2008. Niðurstaða slitastjórnarinnar er að starfsmenn PwC hafi sýnt af sér saknæma hegðun og ólögmæta háttsemi með vinnu sinni við upp- gjör á ársreikningi Glitnis 2007: „Með því að starfsmenn PwC fylgdu ekki lögum við framkvæmd endur- skoðunarstarfa sinna í þágu bank- ans, sýndu þeir af sér saknæma og ólögmæta háttsemi og ollu bankan- um fjártjóni.“ hundsaði milljarða afskriftir útlána n PwC vissi um töpuð útlán hjá Glitni n Staðan var fegruð „Þrátt fyrir að þá lægi fyrir vitneskja um gjaldþrot Gnúps var engin sérstök niðurfærsla gerð í ársreikningi 2007 til að mæta kröfum bank- ans á hendur Gnúpi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Hefðu átt að afskrifa Slita stjórn Glitnis telur að tilefni hafi verið til að færa lán til félaga Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Baugs og FL Group, á afskriftareikning að hluta í árslok 2007. Þetta var hins vegar ekki gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.