Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 18. apríl 2012 Miðvikudagur B jörgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er við að ganga frá sölunni á samheitalyfjafyrir­ tækinu Actavis til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson. Fjárfestirinn fór til höfuðstöðva Wat­ son í New Jersey í Bandaríkjunum, ásamt lögmanni sínum, Birgi Má Ragnarssyni, fyrir skömmu í tengslum við söluferli samheitalyfja­ fyrirtækisins, samkvæmt heimildum DV. Björgólfur Thor er stærsti hlut­ hafi Actavis en hann fjármagnaði yfirtöku sína á fyrirtækinu með lán­ um frá þýska bankanum Deutsche Bank árið 2007. Fréttastofan Reuters greindi frá því fyrir nokkru að til stæði að ganga frá sölunni á Actavis til Watson í lok apríl. Söluverð fyrirtækisins hleypur á um það bil 4,5 til 5,5 milljörðum evra, rúmlega 750 til tæplega 920 milljarð­ ar króna. Talið er að Björgólfur Thor muni sjálfur hagnast umtalsvert á sölunni eftir að lánardrottnar hans hafa tekið til sín lungann af söluand­ virði Acta vis. Björgólfur gæti fengið allt að um 150 milljónum evra, rúm­ lega 25 milljarða króna í sinn hlut, og yrði hann þá langríkasti maður Ís­ lands. Salan á Actavis er liður í um 1.200 milljarða króna skuldauppgjöri Björgólfs Thors við kröfuhafa sína sem greint var frá í fjölmiðlum í sept­ ember árið 2010. Björgólfur var í Bandaríkjunum Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors, vill ekkert tjá sig um söluferli Actavis: „Ekki múkk.“ Hún segir hins vegar að Björgólfur Thor fari víða í sínum störfum og hafi með­ al annars verið í Bandaríkjunum. Þegar væntanlegt söluverð Actavis er borið upp við hana segir hún að hún telji nokkuð „vel í lagt“ þegar talan 5,5 milljarðar evra er nefnd til sög­ unnar. Ekki náðist í Björgólf Thor sjálfan á þriðjudaginn eða lögmann hans, Birgi Má Ragnarsson. Getur hagnast um tugi milljarða Eftir að skuldauppgjör Björg­ ólfs Thors var kynnt kom í ljós að hann ætti mikla persónulega hags­ muni undir í því að sem hæst verð fengist fyrir Actavis. Lánardrottn­ ar fjárfestisins, Deutsche Bank, Landsbankinn, Standard­bank­ inn í Suður­Afríku meðal annarra, munu taka til sín í kringum fimm milljarða evra upp í skuldir Björg­ ólfs Thors. Hann getur hins vegar, ásamt lykilstarfsmönnum Actav­ is, fengið 30 prósenta hlutdeild af söluandvirðinu ef fyrirtækið verð­ ur selt fyrir meira en fimm millj­ arða evra. Björgólfur Thor mun persónulega fá 80 prósent af þess­ um 30 prósenta hagnaði. Ef Actavis verður selt fyrir 5,5 milljarða evra fá Björgólfur Thor og starfsmenn Actavis um 150 milljónir evra í sinn hlut og kröfuhafarnir 350 milljónir evra. Björgólfur Thor gæti fengið 80 prósent af þessari upphæð eða sem nemur um 120 milljónum evra, sem nema rúmlega 20 milljörð­ um króna. Styttist í sölu Actavis Björgólfur Thor Björgólfsson er við að ganga frá sölunni á Actavis til bandaríska lyfjafyrirtækisins Watson. Hann heimsótti Wat- son í New Jersey fyrir skömmu. Björgólfur nálægt því að ljúka sölu actavis n Björgólfur gæti fengið 20 milljarða n Heimsótti Watson Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ekki múkk Dæmdur í fangelsi á Spáni: Gekk út með flatskjá og stal bensíni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 21 árs karlmann, Einar Örn Arason, í tólf mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot. Einar var meðal annars ákærður fyrir að hafa í verslun Hagkaups í Smáralind tekið 32 tommu LCD­flatskjá, sett hann í innkaupakörfu og gengið út úr versluninni án þess að greiða fyrir. Þá var hann ákærður fyrir að stela farsíma að verðmæti 69.900 króna úr verslun Nova í Kringl­ unni. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa í tólf skipti dælt elds­ neyti á bifreið sína og ekið henni á brott án þess að greiða fyrir. Einar var að auki ákærður fyrir að aka í nokkur skipti undir áhrifum fíkni­ efna. Brotin sem hann var ákærð­ ur fyrir voru mun fleiri. Hinn dæmdi á talsverðan sakaferil að baki og hefur hann hlotið dóm fyrir þjófnað, grip­ deild, skjalafals, nytjastuld og lík­ amsárás. Þá var hann dæmdur í Héraðsdómi Madríd á Spáni í sex ára fangelsi fyrir að flytja til lands­ ins rúm fimm kíló af kókaíni. Auk þess að sæta fangelsi í eitt ár var Einar sviptur ökuréttindum í tvö og hálft ár. Þá var lítilræði af am­ fetamíni gert upptækt. Hundaeigendur í hár saman Lögreglunni á Suðurnesjum var á mánudag tilkynnt um tvo hunda­ eigendur sem ættu í deilum í hesthúsahverfi í umdæminu eftir að hundum þeirra hefði lent sam­ an. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var þar fyrir annar hundeigendanna, sem bar hinum illa söguna. Kvaðst hann hafa verið á gangi með hund sinn þeg­ ar annar hundur kom aðvífandi og réðst á hann. Eigandi árásar­ hundsins hefði verið í akstri á bifreið sinni og látið sinn hund hlaupa lausan með þegar atvikið átti sér stað. Maðurinn kvaðst hafa átalið hann fyrir athæfið en sá sem bílnum ók tekið það óstinnt upp. Lögreglan hafði upp á hinum síðarnefnda og gerði honum grein fyrir því að ólíðandi væri að hundur hans gengi laus og réðist á aðra hunda. Hann lof­ aði bót og betrun, samkvæmt til­ kynningu frá lögreglu. Hjalti Úrsus braut lög n Deildi við Magnús Ver um notkun á titlinum „sterkasti maður Íslands“ N eytendastofa hefur kom­ ist að þeirri niðurstöðu að Hjalti Úrsus Árnason hafi með ólögmætum hætti hót­ að viðskiptavinum IFSA, félags ís­ lenskra kraftamanna. Telur stofn­ unin að með þessu hafi Hjalti og Félag íslenskra aflraunamanna, sem hann er í forsvari fyrir, brotið lög um viðskiptahætti og markaðs­ setningu. Hótanir Hjalta fólust í því að hefja málsókn á hendur viðskipta­ mönnum IFSA í þeim tilgangi að fá þá til að láta af samstarfi við fé­ lagið. Stofnunin taldi að yfirlýsing­ ar FÍA og Hjalta hefðu verið rangar og hótanir um málshöfðanir hefðu verið til þess fallnar að hafa áhrif á viðskiptamenn IFSA. Deilurnar snérust um notkun á „sterkasti maður Íslands“ í mark­ aðssetningu og auglýsingum á afl­ raunamótum. Hjalti og FÍA töldu sig eiga vörumerkið þrátt fyrir að bæði þeim og IFSA hefði verið hafnað um skráningu vörumerk­ isins. Voru því fullyrðingar Hjalta um að IFSA, undir stjórn aflrauna­ mannsins Magnúsar Vers, hefði notað vörumerki í eigu FÍA úr lausu lofti gripnar. Þar sem þetta er fyrsta brot Hjalta og FÍA taldi Neytendastofa ekki ástæðu til að beita stjórn­ valdssekt. adalsteinn@dv.is Hótanir Hjalti og félagar hótuðu viðskiptavinum IFSA. Dýrafjarðar- göng 2018 Hafist verður handa við gerð Dýrafjarðarganga í fyrsta lagi árið 2018. Þetta sagði Ög­ mundur Jónasson innanríkis­ ráðherra á fundi á Hótel Ísa­ firði á mánudag. Sagði hann framkvæmdir við Norðurfjarð­ argöng hefjast 2015 og ekki hægt að byrja á öðrum fyrr en því verki væri lokið sem áætlað er að taki þrjú ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.