Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Side 10
R annsókn eftirlitsaðila á Ís­ landi á meintum brotum útgerðarfélagsins Samherja á lögum um gjaldeyrismál er umfangsmeiri en kom­ ið hefur fram í fjölmiðlum og teygir anga sína meðal annars til dóttur­ félaga Samherja á aflandseyjunni Kýpur. Eignarhaldið á nokkrum evr­ ópskum dótturfélögum Samherja er í gegnum þessi félög, meðal annars nýstofnað færeyskt dótturfélag Sam­ herja sem og pólskt dótturfélag þess. Mörg alþjóðleg fyrirtæki notast við eignarhaldsfélög á aflandseyjum eins og Kýpur og Tortóla vegna þess skattalega hagræðis sem af því getur hlotist. Í umfjöllun fjölmiðla, aðallega Kastljósi Ríkissjónvarpsins sem greindi fyrst frá málinu, hefur komið fram að Seðlabanki Íslands hafi látið til skarar skríða og hafið rannsókn á Samherja vegna gruns um að fyrir­ tækið hafi selt fisk til þýsks dóttur­ félags síns, DFFU, á undirverði. Sér­ staklega var rætt um að karfi hefði verið seldur til félagsins á undirverði. Rannsakað hvort hagnaður hafi orðið eftir erlendis Með þessu á Samherji að hafa tekið út hagnað af fiskveiðum hér á landi í gegnum erlend dótturfélög með óeðlilegum og jafnvel ólöglegum hætti framhjá gjaldeyrishaftalögun­ um sem sett voru á Íslandi eftir efna­ hagshrunið 2008. Þessi hagnaður Samherja á því, samkvæmt þessu, að verða eftir í öðrum löndum en ekki hér á landi. Gjaldeyriseftirlit Seðla­ banka Íslands, sérstakur saksóknari og tollstjórinn í Reykjavík tóku þátt í húsleit hjá Samherja í lok síðasta mánaðar vegna rannsóknarinnar. Í viðtali Kastljóssins við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, neitaði Þorsteinn því að Samherji héldi eftir hagnaði í útlöndum af sinni starfsemi. Orðrétt sagði hann: „Við erum ekki að halda eftir nein­ um hagnaði í útlöndum enda erum við að reka fyrirtæki þar sem eru sið­ uð þjóðfélög, hvort sem er í Þýska­ landi eða Englandi og svo framveg­ is. Eins og ég sagði, það er ekki hægt að fjarlægja peninga út úr þessum fyrirtækjum nema í gegnum arð­ greiðslur.“ Stefán Jóhann Stefánsson, sem sér um samskipti Seðlabankans við fjölmiðla, neitar að tjá sig um rann­ sóknina á Samherja. Hann segir rannsóknina vera í gangi og að ekk­ ert sé hægt að segja um gang hennar. Katla skuldaði tæplega 13 milljarða DV hefur hins vegar heimildir fyr­ ir því að það sem komið hefur fram um þessa rannsókn í fjölmiðlum sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Rannsóknin er meðal annars talin tengjast dótturfélögum Samherja sem eru með starfsemi í Afríku og á aflandseyjunni Kýpur. Eitt af félögunum sem um ræð­ ir hét Katla Seafood, nú Polaris Sea­ food, fyrirtæki sem stofnað var utan um starfsemi Samherja í Máritaníu og Marokkó sem áður var í eigu út­ gerðarfyrirtækisins Sjóla í Hafnar­ firði. Kaupverðið nam nærri 12 millj­ örðum króna samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Meðal þess sem keypt var voru átta verk­ smiðju­ og þjónustuskip sem voru í eigu Sjóla. Í ársbyrjun 2008 skuldaði Katla Seafood Glitni tæplega 13 milljarða króna vegna kaupanna á erlendri starfsemi Sjóla. Við banka­ hrunið námu skuldir Kötlu Seafood við Glitni rúmlega tuttugu milljörð­ um króna. Tvö aflandsfélög á Kýpur Kötlu var skipt upp í félögin Merc­ ury Seafood og Polaris Seafood í ársbyrjun 2008 og tóku þessi félög við hluta af eignum Kötlu, meðal annars þremur fiskiskipum. Þessi tvö félög, Mercury og Polaris, áttu tvö dótturfélög sem skráð eru á Kýp­ ur, Fidelity Bond Investments Ltd. og Miginato Holdings Ltd. Hlutafé hvors félags um sig nam tæplega 1.500 milljónum dollara árið 2010. Þá hafði Mercury runnið inn í Pol­ aris ásamt tveimur öðrum dóttur­ félögum Samherja. Í stofngögnum Fidelity Bond In­ vestments frá Limassol á Kýpur, sem send voru til endurskoðanda Sam­ herja í byrjun febrúar 2009, kem­ ur fram að félagið hafi verið stofnað þar í landi í lok janúar það ár. Stjórn­ endur félagsins heita Irene Anastas­ iou og Eleni Charalampous. Annað aflandsfélagið var því stofnað eftir ís­ lenska efnahagshrunið 2008 og eftir setningu gjaldeyrishaftalaganna í kjölfar hrunsins. Tilvist þessara félaga kemur nokk­ uð á óvart þar sem Þorsteinn Már sagði aðspurður í umræddu Kast­ ljósviðtali að Samherji ætti ekki félög í skattaskjólum. Í viðtalinu spurði Jó­ hannes Kr. Kristjánsson Þorstein Má hvort Samherji eða tengd félög ættu fyrirtæki í skattaskjóli. Sagði Þor­ steinn að svo væri ekki. „Nei, hefur aldrei átt, aldrei nokkurn tímann,“ sagði Þorsteinn. Milljarðaeignir á Kýpur Í ársreikningum Mercury og Polaris eru þessi dótturfélög á Kýpur verð­ metin á samtals 80 milljónir dollara, um tíu milljarða króna, í árslok 2009. Ekki er skilgreint í ársreikningunum í hverju verðmæti þessara aflands­ félaga felst. Eigið fé Mercury og Pol­ aris nam samtals nærri 155 millj­ ónum dollara, nærri 20 milljörðum króna, í árslok 2009. Eignarhlutirnir í aflandsfélögunum á Kýpur námu því rúmlega helmingi af eignum þessara tveggja dótturfélaga. Polaris Seafood var eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi sem skilaði hvað mestum hagnaði árið 2009, samtals 3,9 milljörðum. Félagið var í tuttugasta sæti yfir þau félög sem skiluðu mestum hagnaði í landinu. Um 30 milljarða eignir Í árslok 2010, eftir sameiningu Mercury og Polaris undir nafni þess síðarnefnda, voru eignarhlutirnir í þessum tveimur dótturfélögum Samherji á milljarða í SkattaSkjóli á kýpur 10 Fréttir 18. apríl 2012 Miðvikudagur n Rannsókn Seðlabankans snýr að meintum gjaldeyrisbrotum n Aflandsfélög eiga í erlendri starfsemi Samherja Keyptu erlenda starfsemi Sjóla Árið 2007 keypti Samherji erlenda starfsemi hafnfirska útgerðarfyrirtækisins Sjólaskipa. Fyrirtækið Katla Seafood var stofnað utan um þessa starfsemi í Máritaníu og Marokkó. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér ásamt öðrum forsvarsmönnum Samherja og eigendum Sjólaskipa. Útgerð rannsökuð Samherji er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Það sætir nú rannsókn vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Hér má sjá frystitogarann Björgvin EA 311 úr Samherjaflotanum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Félagið átti í árslok tvö dótturfélög, Fidelity Bond Investments Ltd. og Miginato Holdings Ltd. Dómsuppsög- unni sjónvarpað Dómsuppsögu í landsdómi verður sjónvarpað af bæði RÚV og Stöð 2. Dómur í málinu verður kveð­ inn upp í Þjóðmenningarhúsinu á mánudag. Réttarhöldin stóðu í tvær vikur fyrr á árinu en ekki var sýnt frá þeim þar sem bæði hljóð og myndupptökur voru bannaðar. Báðar sjónvarpsstöðvarnar sendu dómnum formlegt erindi þar sem þess var farið á leit að útsending frá dómsuppsögunni yrði heimiluð. Engin slík beiðni barst dómnum áður en málið var dómtekið og var því í raun aldrei tekin efnisleg afstaða til mynd­ og hljóðupptöku frá málflutningi og vitnaleiðslum. Gripu olíuþjófa Lögreglunni á Suðurnesjum var um helgina tilkynnt um óeðlilegar mannaferðir við húsnæði fyrirtæk­ is í Reykjanesbæ. Vísbendingar leiddu til þess að lögreglumenn höfðu fljótlega upp á tveimur karl­ mönnum sem grunaðir voru um að hafa verið í óða önn að stela olíu úr tanki steypubifreiðar í eigu fyrirtækisins þegar styggð kom að þeim og þeir höfðu sig á brott. Við steypubílinn fundust þrír brúsar; einn hálfur af olíu og tveir tómir. Að auki voru slöngur á vettvangi. Mennirnir voru yfirheyrðir og látnir lausir að því loknu. Fundurinn sem ekki var „Það misfórust eitthvað skilaboð á milli þingsins og ráðuneytisins varðandi það hvort ráðherra kæm­ ist eða ekki,“ segir Árni Þór Sig­ urðsson, formaður utanríkismála­ nefndar, en Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mætti til fundar nefndarinnar á þriðjudagsmorg­ un þótt nefndin hafi ekki gert slíkt hið sama. Þar með er ekki sagt að nefndin hafi skrópað enda barst aldrei boð um breyttan fundar­ tíma til nefndarinnar. Ráðherra hafði boðað komu sína á fund nefndarinnar klukkan hálf níu að morgni þriðjudagsins 17. apríl en fundur nefndarinnar hefst oftar en ekki klukkan níu að morgni. Þótt sá tími sé sveigjan­ legur og stjórnist að einhverju leyti af því hvenær nefndarmenn og gestir nefndarinnar sjá sér fært að mæta. „Össur vissi ekki annað en að þau skilaboð hefðu borist þinginu að hann myndi koma. Ég fékk þau ekki þannig að ég gerði ekki ráð fyrir honum. Þess vegna var fundurinn boðaður klukk­ an níu en ekki hálf níu eins og annars hefði verið,“ segir Árni um fundinn. „Þetta er nú ekki stór­ mál,“ segir hann enda sé málið bara klaufaskapur. „Þetta var bara handvömm í kerfinu hérna og raunar ekkert um það að segja. Svona kemur fyrir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.