Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 18. apríl 2012 Miðvikudagur Hætti keppni vegna búlimíu Þ að var meira að segja verið að hvetja mig áfram til að taka þátt þrátt fyrir að ég væri með búlimíu,“ segir 19 ára gömul stúlka sem stefndi á að taka þátt í Íslandsmóti í módelfitness um páskana en hætti við á síðustu stundu vegna veikinda sinna. Hún bloggaði opinskátt um undir búninginn og játaði það síðan skömmu fyrir keppnina að hún þjáðist að búlimíu. Það gerði hún til að leita ráða hjá lesendum bloggsíðunnar um hvort hún ætti að halda áfram að und- irbúa sig fyrir keppnina og taka þátt eða einbeita sér að því að ná tökum á sjúkdómnum. Eftir á að hyggja kom það henni mikið á óvart hve marg- ir hvöttu hana til að halda sínu striki og leita sér hjálpar eftir mótið. Hún væri búin að leggja of mikið á sig til að hætta á lokasprettinum. Sá stjörnur Stúlkan æfði tvisvar á dag, alla daga frá því í desember og þangað til í lok mars og innbyrti á þeim tíma mjög fáar hitaeiningar á dag. Á bloggsíð- unni lýsti hún því hvernig ástandið var orðið undir lokin: „Ég er búin að borða svo lítið af kolvetnum að stund- um veit ég ekki einu sinni hvar ég lagði bílnum mínum! Stundum get ég varla klárað setningarnar sem ég er byrjuð á.“ Í samtali við DV bætir hún við að hún hafi varla haldið höfði í vinnunni og bókstaflega séð stjörnur. Hún hafði áður glímt við átröskun- arsjúkdóm sem hún taldi sig hafa náð tökum á en stífur undirbúningur fyr- ir mótið ýfði upp sjúkdóminn á nýjan leik. „Ég var með anorexíu fyrir ári og náði að jafna mig og svo tók ég kol- Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is n 19 ára stúlka þróaði með sér átröskunarsjúkdóm fyrir mót í módelfitness „Þessi keppni sem slík, eða sérstaklega undirbúningur fyrir hana, er mjög áhuga- verður. Þú setur líkamann í aðstæður sem þú myndir annars ekki gera og nærð út úr honum kannski meiru en góðu hófi gegnir,“ segir Stefán B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur. Hann bendir á að grunnhitaeiningaþörf konu sem er um 165 sentimetrar á hæð og í kringum 60 til 62 kíló sé um 1.400 til 1.600 hitaeiningar á dag. Sú orka dugi þó aðeins til að liggja í rúminu allan sólarhringinn. „Við þetta bætist við öll hreyfing. Fyrir meðal- konu er hitaeiningaþörf dagsins kannski 2.000 hitaeiningar plús,“ útskýrir Stefán. Sígur á ógæfuhliðina Á svo hitaeiningaskertu fæði minnkar orku- brennsluhæfni líkamans sjálfkrafa, að sögn Stefáns. Í undirbúningi fyrir fitnesskeppni æfa stelpur hins vegar svo mikið að þær ná að halda brennslunni töluvert hárri þrátt fyrir takmarkaða orku. „En rannsóknir benda ein- dregið til þess að þetta gerist bara í upphafi. Það er að segja, þú ert á orkuskertu fæði, þú æfir mikið og nærð að halda uppi hitaein- ingabrennslu líkamans í einhverja daga, svo fer að síga á ógæfuhliðina því líkaminn getur þetta ekki.“ Stefán segir líkamann ekki geta haldið uppi svo hárri brennslu með svo litlu magni af mat til lengdar. Rannsóknir sýni fram á að brennslugeta líkamans skerðist því í raun í undirbúningi fyrir keppnir sem þessa. Stelpurnar blása út „Ég veit um mýmörg dæmi um að, sérstak- lega stelpurnar, þær alveg blása út í kjölfarið á keppninni. Það er meðal annars vegna þess að brennsluhæfni líkamans er orðin verulega skert og svo byrja þær að borða kannski 1.800 til 2.200 hitaeiningar á dag sem þær eiga að gera miðað við sinn aldur, hæð og stærð. Auðvitað eru ekki allir sem fara út í svona öfgar fyrir keppni. Það er ekki heil brú í hvernig farið er með líkamann í aðdraganda svona keppni.“ Samkvæmt heimildum DV er þetta raunin með margar stúlk- urnar sem tóku þátt í keppninni í ár. Þeim finnst þær vera að blása út og hafa þyngst um fleiri, fleiri kíló á mjög skömmum tíma. Heimildir herma að þær hafi einnig margar fundið fyrir almennri vanlíðan og meðal annars vaknað í svitabaði á nóttunni. Heilinn hættir að virka almennilega Undirbúningur fyrir fitnesskeppni tekur margar vikur og að sögn Stefáns geta ein- staklingar á orkuskertu fæði ekki verið með athyglina 100 prósent í lagi á þeim tíma. „Það er bæði vegna hitaeiningaskorts og að orkan er ekki nægilega mikil og líka því það er svo mikill kolvetnisskortur.“ Algengt er að keppendur skeri mikið niður í kolvetnum fyrir keppni en Stefán segir að heilinn virki langbest á kolvetnum. „Þannig að þegar þú skerðir kolvetnin svona gífurlega sem er gert í þessum undirbúningi ertu að minnka orkuefnin sem heilinn getur notar til að funkera.“ „Líkaminn getur þetta ekki“ vetnissvelti mánuði fyrir mót til að sjá hvernig ég myndi bregðast við.“ Í upp- hafi kolvetnissveltisins var líkamsfita hennar 16 prósent og eftir viku í slíku svelti stóð hún í stað hvað líkamsfit- una varðaði. „Það voru rosaleg von- brigði og ég fór alveg í kerfi. Þetta var svolítið erfitt.“ Veikindin ekkert feimnismál Það var erfið ákvörðun fyrir hana að hætta, bæði út af allri vinnunni sem henni fannst hún vera búin að leggja á sig, sem og kostnaðinum sem undirbúningnum fylgdi. „Ég var búin að eyða yfir 200 þúsund krón- um í þetta. Allt í vaskinn,“ segir hún hálfsvekkt. Stúlkan er þó mjög sátt við þá ákvörðun að hafa hætt við að taka þátt í keppninni að þessu sinni. Henni leið strax miklu betur þegar hún fór að nærast betur og lýsti breytingunum á blogginu sínu. „Höfuðverkurinn sem ég var með daglega út af orkuleysi og kolvetnis- leysi er loksins farinn og loksins er ég byrjuð að sjá almennilegar tölur á einkunnablaðinu mínu. Ég vona að ég verði komin á réttan veg sem allra allra fyrst.“ Hún segir ákveðna aðila hafa gagn- rýnt það að hún bloggaði um veikindi sín og hún var sögð sækjast eftir at- hygli. Það var þó ekki raunin. „Þetta er ekkert feimnismál fyrir mig,“ segir hún og bendir á að fyrsta skrefið sé að við- urkenna vandann. Án þess sé erfitt að leita sér hjálpar. Þurfti að skafa meira af sér Stúlkan bar sig gjarnan saman við aðr- ar stelpur sem voru að undirbúa sig fyrir sama mót og heyrði einhverjar þeirra segja að þær væru komnar nið- ur í 13 prósenta líkamsfitu. Þá barst henni það til eyrna að dómari í keppninni hefði sagt að hún þyrfti að skera meira niður ef hún ætl- aði sér að eiga möguleika. Henni féll- ust hendur við þessar upplýsingar. „Að vera með það fast í hausnum að ég ætti að skera meira niður var svo- lítið erfitt. Að ég þyrfti að skafa meira af mér.“ Í kjölfarið fór að síga á ógæfu- hliðina hjá henni. Líkamsrækt er hennar ær og kýr og þrátt fyrir að hafa hætt við að keppa um páskana stefnir hún ótrauð á ann- að mót sem haldið verður í nóvember. Hún er undir stöðugu eftirliti vegna sjúkdómsins og segist aldrei fá að vera ein. Hún æfir ennþá mikið, jafn- vel tvisvar til þrisvar á dag, en hefur, að eigin sögn, náð tökum á búlimíunni, sem hún var sem betur fer ekki orðin langt leidd af. Neytti 1.030 kaloría á dag Stúlkan segist í raun hafa hellt sér út í undirbúning fyrir keppnina án þess að vita hvað hún var að gera og þjálf- arinn sem hún var með í upphafi var ekki mikið fyrir að leiðbeina henni. „Fyrir jól var ég hjá þjálfara á Akra- nesi sem mælti með að ég borðaði 1.030 kaloríur á dag. Það var svelti.“ Samkvæmt matarplani þjálfarans sem hún er með núna á hún að borða um 1.500 kaloríur á dag og fylgir hún því. Rétt er þó að geta þess að samkvæmt Lýðheilsustöð er æskilegur hitaein- ingafjöldi fyrir konur sem æfa allt að sjö sinnum í viku um 2.600 hitaeining- ar á dag. Ekki megrunarátak Stúlkan er nú öllu fróðari um það hvernig á að undirbúa sig fyrir fitness- mót og segir allt of marga líta á undir- búning fyrir módelfitness sem megr- unarátak. Það sé hins vegar mikill misskilningur. Hún segir vanta miklu meiri fræðslu og upplýsingar um hvað felst í því að taka þátt í módelfitness og við hverju megi búast. Þá segir hún að síðast en ekki síst skipti miklu máli að vera með góðan þjálfara sem sýni hverjum einstaklingi áhuga. Brennslugetan skerðist Steinar segir líkamann ekki geta haldið uppi mikilli brennslu á orkuskertu fæði nema í mjög skamman tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.