Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 16
F yrir stuttu kvaddi ég gamla vini. Þau voru að flytja utan og höfðu ekki í hyggju að snúa aftur. Stað- an á Íslandi var rædd. Fleiri vinir sögðu að þeir væru að íhuga að fara. Allt barnafólk með góða menntun, í vinnu og búsett á höfuðborgarsvæð- inu. Allir nefndu baslið við að halda í húsnæðið, reka bílinn og borga tóm- stundir fyrir börnin. Húsnæðislána- kerfið væri í rugli, verðtryggðu lánin hækka bara og hækka, launin duga varla til að standa undir lágmarks- framfærslu og afborgunum, og áhersl- an virðist vera á að refsa fólki fyrir að standa í skilum – hvað þá að eiga börn. Samanburður við vini þeirra er- lendis þegar kæmi að launum og lán- um væri sláandi. Einn dæsti og sagði: „Það er hálf- einkennilegt að flokkast sem hátekju- fólk, starfandi við kennslu hjá ríkinu. Greiða aukalega í skatt, fá nánast eng- ar vaxta- eða barnabætur með þrjú börn og ná ekki endum saman í alltof lítilli íbúð og á fimm ára gömlum fólksbíl. Hvaða framtíð er eiginlega á Íslandi?“ Allt misskilningur? Ég var mjög hugsi eftir þetta sam- tal og birti pistil um þetta á vefsíðu minni. Viðbrögðin voru margvísleg. Margir bentu á Evrópusambandið og evruna sem lausn á meðan aðrir töldu að menn ættu nú ekki að kvarta yfir 5 ára gömlum bíl. Grasið væri ekki alltaf grænna í útlöndum og þingmaður ætti nú ekki að láta svona svartagalls- raus frá sér. Skilaboðin frá núverandi stjórn- völdum eru mjög svipuð. Það varð hrun, staðan sé ekkert slæm miðað við það, margir hafa það verra, fólks- fækkunin sé ekkert meiri en í síðustu kreppu og þetta sé allt á réttri leið. Hlutverk þeirra sem stjórna land- inu er að hlusta, greina vandann, koma með lausnir og framkvæma þær. Lausnir sem gera það að verkum að fólk hafi trú á framtíð hér á Íslandi. Ég hef trú á Íslendingum og getu okkar til að vinna okkur út úr þessu. Leiðin til þess er ekki að veifa niðurskurðar- hnífnum og hækka skatta. Við vinnum okkur út úr vandanum aðeins með því að taka á skuldavandanum og at- vinnusköpun. Án vinnu verður hvorki vöxtur né velferð og heimili og fyrirtæki sem eru að drukkna í skuldum skapa engin ný störf. Fyrirtæki sem eru tæknilega gjaldþrota leggja ekki í fjárfestingar, rannsóknir eða þróun og ráða ekki nýja starfsmenn. Heimili sem eru á mörkum þess að geta greitt skuldir sínar bíða með að endurnýja teketil- inn, fara sjaldnar í klippingu og aka eins lengi á gömlu sumardekkjunum og mögulegt er. Afleiðingin er engin vinna, enginn vöxtur og engin velferð. Framsóknarlausnir Þess vegna hefur þingflokkur fram- sóknarmanna ítrekað lagt fram til- lögur til lausnar á skuldavandanum. Nú síðast með því að leggja til að skattkerfið verði nýtt til að koma til móts við vanda yfirskuldsettra heim- ila og takast á við lánsveð og skort á greiðsluvilja. Auk þess höfum við lagt fram frumvarp um 4% þak á hækkun verðtryggingar á meðan við leitum leiða til að afnema verðtryggingu á neytendamarkaði og lækkum vexti. Samhliða aðgerðum til lausnar skuldavandanum verður að grípa til aðgerða til atvinnusköpunar. Grunn- urinn að því eru nær 50 tillögur til sköpunar 12 þúsund nýrra starfa sem þingflokkur framsóknarmanna hefur lagt fram á Alþingi. Sköpun meiri verðmæta með vinnu er forsenda hærri launa, betri samkeppnishæfni og aukinnar velmegunar. Í atvinnusköpuninni verðum við að trúa á getu okkar til að vera sjálfum okkur sem mest nóg. Við verðum að velta fyrir okkur hvað við getum fram- leitt hér innanlands í auknu mæli til að búa til störf og spara gjaldeyri. Mikilvægur þáttur í því er að nýta auð- lindir, landið og fólkið okkar á sem bestan máta – til að skapa framtíð fyrir börnin okkar. Eftir hörmungar seinni heimsstyrj- aldarinnar var það mikil framsýni hjá Íslendingum að beina Marshall-að- stoðinni m.a. í uppbyggingu virkjana, vega og sjávarútvegsins og njótum við öll góðs af því enn í dag. Næstu stóru skrefin verða að koma landbúnað- inum, sjávarútveginum, bílaflotanum og flugvélunum okkar yfir á innlenda, endurnýjanlega orkugjafa. Sama nálgun þarf að vera í uppbyggingu á innlendri matvælaframleiðslu. Að við tryggjum að sem mest af íslenskum matvælum verði í matarkörfu okkar, á borðum erlendra ferðamanna sem sækja okkur heim og til útflutnings. Tökum á skuldunum. Byggjum upp atvinnu. Tryggjum þannig vel- ferðina. Framtíð á Íslandi fyrir okkur öll. Sandkorn S ú staðreynd blasir við að Sjálf- stæðisflokkurinn er á hraðri leið til æðstu áhrifa á Íslandi að nýju, aðeins fjórum árum eftir hrun. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst að flokk- urinn er kominn með yfir 40 prósenta fylgi, ef tekið er eingöngu tillit til þeirra sem gefa upp afstöðu sína. Verði þetta niðurstaðan í kosningum er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn mun ráða því hver situr í stjórnarráðinu á næsta kjörtímabili. Í rauninni má segja að þetta sé ákall eftir því að hægriflokkur taki við valdataumunum. Ástæðan er von- brigði fólksins í landinu með fyrstu hreinu vinstristjórnina. Óeining hefur sett mark sitt á allt samstarf Samfylk- ingar og Vinstrigrænna. Ríkisstjórn sem var með mikinn og sterkan meiri- hluta er nú í rauninni minnihluta- stjórn sem þarf að reiða sig á stuðning Hreyfingarinnar og Guðmundar Stein- grímssonar í einstökum málum. Flótt- inn úr stjórnarliðinu er staðfesting þess að ríkisstjórnin er illa starfhæf. Hún kemur ekki lengur sínum hjart- ans málum í gegn og situr án þess að hafa nauðsynleg áhrif. Og þótt ýmsar vísbendingar séu uppi um að efna- hagur landsins sé á góðum batavegi nýtur stjórnin ekki ávaxtanna af upp- skerunni. Almenningur sér það eitt að lömunarástand einkennir ríkisstjórn- ina. Draumurinn um vinstristjórn- ina góðu er orðinn að martröð beggja stjórnarflokkanna sem óðum missa traust kjósenda. Það grátlega við stöðuna nú er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert upp fortíð sína. Á formannsstóli situr Bjarni Benediktsson, sótsvartur af út- rásarsyndum fortíðar. Tilraun til for- mannsskipta mistókst þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, stálheiðarleg hægrikona, laut í lægra haldi fyrir Bjarna á landsfundi. Vonin um hreins- un flokksins af óværu hrunsins brást. Eftir stendur að flokkurinn stendur sæmilega í skoðanakönnunum en hefur fátt til þess unnið. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki farið í það upp- gjör við fortíð sína sem gæti gert hann að trúverðugum valkosti. Ríkisstjórn, sem er rúin trausti, er á góðri leið með að afhenda gömlu spillingaröflunum landsstjórnina. Sjallarnir eru að koma aftur. Íslendingar fá þá hægristefnu aftur en í bland við rótgróna spillingu sem viðhaldið verður af þeim sömu og steyptu landinu í glötun. Sótt að Guðlaugi n Guðlaugur Þór Þórðar- son alþingismaður á undir högg að sækja í Sjálfstæðis- flokknum. Guðlaugur á að baki magnaðan feril þar sem hæst ber Ís- landsmet hans í að afla styrkja. Í aðdraganda kosninga árið 2007 felldi Guðlaugur Þór ráðherrann Björn Bjarnason. Heyra mátti á máli Björns á fundi með sjálfstæðismönnum í Kópa- vogi að hann hefur engu gleymt. Rifjaði hann upp styrki og bruðl. Þetta verð- ur varla skilið öðruvísi en stríðsyfirlýsing. Guðfaðirinn n Uppnámið innan Frétta- tímans og brotthvarf Jóns Kaldal hefur vakið mikla athygli. Jón er stofnandi vikublaðsins en Teitur Jón- asson fram- kvæmda- stjóri hefur nú ýtt hon- um út og ráðið föður sinn, Jónas Haraldsson, í hans stað. Guðfaðir Fréttatímans er at- hafnamaðurinn Robert Jenk- ins sem veitti útgáfunni lán í upphafi. Lánið var til tveggja ára en þá mátti breyta því í hlutafé. Þau tímamót urðu nú í apríl og er Jenkins væntanlega orðinn stærsti hluthafinn. Lífeyrir og geitarækt n Sú ákvörðun lífeyrissjóð- anna og Landsbanka Íslands að ráða Brynjólf Bjarnason til að stýra Framtaks- sjóði hefur vakið athygli og furðu margra. Brynjólfur er þekktur að samkeppnisbrotum sem Síminn varð uppvís að í for- stjóratíð hans. Þá ber hátt tæplega milljarðs gjaldþrot geitaræktar hans Lamba ehf., á sínum tíma. Samt sem áður er honum treyst til að ávaxta lífeyri lands- manna. Ábyrgðarmaður Brynjólfs n Sá sem mesta ábyrgð ber á ráðningu Brynjólfs Bjarna- sonar er Þorkell Sigurbjörns- son, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík. Þorkell er stjórn- arformaður Framtakssjóðs og tilbúinn að leggja nafn sjóðsins í þá áhættu sem fylgir ráðningunni. Ferill Þorkels er að öðru leyti flekklaus en hann var um tíma einn af framkvæmda- stjórum Eimskipafélags Ís- lands. Honum til ráðgjafar eru meðal annars leið- togi bankamanna, Friðbert Traustason, og Arnar Sigur- mundsson sem haft hefur lifibrauð sitt lengi af lífeyr- issjóðum. Maður þroskast með aldrinum Ég bið ekki um mikið Svava Johansen er miklu ánægðari með útlit sitt í dag en þegar hún var tvítug. – DV Sjallarnir koma Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Stálheiðar- leg hægri- kona laut í lægra haldi Framtíð á Íslandi „Afleiðing- in er eng- in vinna, enginn vöxtur og engin velferð Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 18. apríl 2012 Miðvikudagur Kjallari Eygló Harðardóttir Draumaprins Ásdísar Ránar á að vera góður, myndarlegur, klár ævintýramaður sem elskar börn. – Lífið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.