Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 17
Spurning dagsins Þær koma viku- lega til okkar Þeir áttu að skammast sín þá Valgerður Lísa Sigurðardóttir ljósmóðir sinnir meðal annars ófrískum konum sem eru í neyslu. – DVBjörn Valur Gíslason er harðorður í garð Sjálfstæðisflokksins. – DV Ísland 101 „Já, ég treysti á það.“ Stefanía Lára Ómarsdóttir 16 ára nemandi í Kvennaskólanum „Ég veit það ekki – er ekki alveg viss.“ Ragnhildur Eir Stefánsdóttir 16 ára nemandi í Kvennaskólanum „Já, vegna þess að það er sumar- dagurinn fyrsti.“ Bragi Þór Sigurðsson 16 ára nemandi í Kvennaskólanum „Mér sýnist það nú bara vera komið.“ Bjarki Ómarsson 17 ára nemandi í Kvennaskólanum „Jú, ætli það ekki mér sýnist allt stefna í það.“ Aron Gauti Kristjánsson 16 ára nemandi í Kvennaskólanum Kemur sumarið á sumardaginn fyrsta? M amma, af hverju flytjum við ekki til Íslands?“ spurði tíu ára dóttir mín, Ásdís Soffía, nýlega. „Þá gætum við alltaf átt kúlur og nóakropp?“ Hmm. Stutta útgáfan af svarinu eða sú langa? „Því það væri svakalegt vesen,“ svaraði ég. Langa útgáfan yrði að bíða. Ójöfnuður eins og eitur Þar mun ég segja henni að ég vildi ekki að hún stofnaði fjölskyldu á Íslandi, þar sem svo gæti farið að hún nyti ekki mannréttinda færi hjónabandið illa; þar sem kaup á heimili gætu hneppt fjölskyldu hennar í ævilangan skulda- þrældóm, e.t.v. skipað þeim í hóp þeirra 60 þúsund íslensku fjölskyldna sem skulda meira í húsnæði sínu en þær eiga – 40% allra íslenskra heimila. Ég myndi útskýra að ójöfnuður- inn þar – ástand sem alls staðar veld- ur hnignun og óhamingju – sé sérlega eitraður í jafn fámennu þjóðfélagi. All- ir geta haft það gott á Íslandi, sem býr yfir nægum auðæfum til að tryggja öll- um þar þægilega tilveru. En íbúarnir virðast ekki hafa áhuga á slíku þjóð- félagi. Forréttindastétt og Almenningur Langa útgáfan lýsir þjóðfélagsmynd Ís- lands, þar sem íbúarnir hafa kosið yfir sig inkompetent og spillt stjórnkerfi, sem hefur skapað í landinu tvær þjóð- ir – fámenna Forréttindastétt, sem ein situr að þjóðarauðnum, og Almenn- ing, sem ber kostnaðinn af rekstri kerf- isins. Forréttindastéttin skiptist í tvo hópa, Stjórnvald og Peningavald, sem lifa í symbíótískri tilveru. Aðalhlutverk Stjórnvaldsins er að sjá til þess að Pen- ingavaldið geti rekið rányrkjubúskap sinn í friði; að tryggja óheft flæði þjóð- arauðsins til P og óskertan ráðstöfun- arrétt þess yfir auðnum, t.d. með því að setja lög sem meina Almenningi aðgang að mikilvægum upplýsing- um – um fjármál Peningavaldsins, um samninga ríkisins (t.d. um raforkusölu á tombóluprís til útlendinga sem svo fóðra fyrirgreiðsluvasana) – og lög sem gera Peningavaldinu kleift að stunda fjársvik, skattsvik og gjaldþrotasvik. Hæfni og reynsla skipta minnstu máli Alþingi er eitt mikilvægasta valdatæki Peningavaldsins. Aðeins meðlimir P&S og dyggir stuðningsmenn eiga þangað greiðan aðgang. P veit að nauðsynlegt er að Almenningur haldi að hann njóti frelsis; þess vegna eru „frjálsar“ þing- kosningar þar sem kjósendur „velja“ á milli dyggra fulltrúa hins svokallaða Fjórflokks. Meðal þeirra eru nokkrir mjóraddaðir mótmælendur P, en til- vist þeirra er nauðsynleg til að sveipa lýðræðisdulu yfir P&S einræðið. Annað meginhlutverk S er að við- halda sjálfu sér – að sjá til þess að með- limir P&S njóti fjárhagslegra og félags- legra forréttinda. Þetta er gert með því að manna allar valdastofnanir með P&S þóknanlegum einstaklingum (t.d. P&S afsprengi) sem svo aftur ráða í mikilvæg störf eigin spegilmyndir. Hæfni og reynsla skipta minnstu máli – hollusta við P&S er mikilvægasta hæfniskrafan. Aðild að S klúbbnum er eftirsóknarverð, enda sér hann vel um sína og launar þjónustu dyggilega með feitum möppudýrabitum, t.d. í erlend- um sendiráðum og nefndum. Almenningur greiðir kostnaðinn við rekstur þessa rányrkjukerfis og veitir því yfirbragð lögmætis, en P&S þarf að sjálfsögðu að halda úti ein- hvers konar þjónustu við Almenning til að ekki sjóði upp úr. Þann kostnað, auk tjónsins sem skatt- gjaldþrota- og fjársvikastarfsemi P kostar þjóðfélag- ið, ber Almenningur í formi skatta og verðtryggingar neytendalána, sem er annað form rányrkju, skuldaþrælkun sem hvergi þekkist meðal siðmennt- aðra þjóða. Þrælslund og undirgefni Almenningur gerir sér vel grein fyrir tilvist þessa gegnumrotna kerfis. Hvers vegna skríður fólk ekki upp úr þess- ari þrælakistu? Hver er ástæðan fyrir þessari félagslegu fátækt Íslendinga? Egill Helgason sagði nýlega: „Íslend- ingar nenna ekki lengur.“ En hafa þeir nokkurn tíma nennt? Þrælslundin og undirlægjuháttur- inn sem virðast einkenna Íslendinga eru ekki ný karaktereinkenni. Halldór Laxness skrifaði: „Það er álitið að fáar þjóðir hafi þolað kúgun og yfirgáng af meiri kurteisi en Íslendingar. Um alda- raðir altframmá þennan dag lifðu þeir í skilníngsríkri sáttfýsi við kúgun, án þess að gera nokkru sinni tilraun til uppreistar. Eingri þjóð var byltíngar- hugtakið jafn hulið. Ævinlega voru Ís- lendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól.“ Í eðli okkar brotin þjóð Hvers vegna geta þessar þrjú hundruð þúsund hræður, sem ekki þurfa að ríf- ast um litarhátt, kynþátt, trúarbrögð – sem allar eru meira eða minna tengd- ar fjölskylduböndum! – ekki komið sér saman um stjórnkerfi sem hefur að markmiði velferð allra þjóðfélags- þegna? Þessi litla þjóð, sem hefur alla burði til að vera heiminum fyrirmynd- arþjóðfélag? Kannski, Ásdís mín, erum við Ís- lendingar, eins og Nóbelsskáldið sagði, „í eðli okkar brotin þjóð“ sem ekki er ætlað „að þroskast og dafna, heldur aðeins berjast við næðíng … sú þjóð sem unir sér best í gapastokknum.“ Þingholtin í morgunsárið Það hlýtur óneitanlega að vera ánægjulegra að vinna útivinnu á morgnum eins og þessum þegar kuldi og myrkur hafa vikið fyrir þægilegri morgun- sólinni. Mynd: Sigtryggur Ari JÓHAnnSSonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 18. apríl 2012 1 Reyna að bjarga lífi drengs sem fæddist með sex fætur Drengurinn fæddist fyrir viku og reyna læknar nú að bjarga lífi hans. 2 Tók níðmyndir af börnum Eric Justin Toth, þrítugur fyrrverandi kennari, er kominn á tíu manna lista FBI yfir hættulega glæpamenn sem enn ganga lausir. 3 Hallbjörn tók sér 300 milljónir í arð Fjárfestirinn, sem er einn af stærstu hluthöfum smásölurisans Haga, greiddi sér arð út úr eignarhalds- félagi sínu árið 2010. 4 Verður brúnn við að heyra góða veðurspá Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, er einn þeirra sem að margra mati verður myndarlegri með árunum. 5 Þóra svarar lesendum DV Þóra Arnórsdóttir var á Beinni línu á dv.is á þriðjudaginn. 6 „Vorum allir á Kleppi“ Gylfi Ægisson í ummælum undir frétt af bréfi sem gekk á netinu um Svavar Halldórs- son, eiginmann Þóru Arnórsdóttur. 7 Clinton dansaði inn í nóttina Ein valdamesta kona heims skellti sér á djammið með vinnufélögunum. Mest lesið á DV.is Kjallari Íris Erlingsdóttir „Allir geta haft það gott á Íslandi, sem býr yfir nægum auðæf- um til að tryggja öllum þar þægilega tilveru. En íbúarnir virðast ekki hafa áhuga á slíku þjóðfélagi. Sjáðu mömmu hans Stallone! Gunnlaugur Briem segir marga þekkta einstaklinga hafa farið flatt á lýtaaðgerðum. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.