Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 18
18 Neytendur 18. apríl 2012 Miðvikudagur Vandaðu til vorverka n Nú er tími til að stinga upp matjurtabeð og yfirfara grasflötina S umardagurinn fyrsti er á fimmtudag og tími til kom- inn til að yfirfara garðinn og laga allt sem aflaga hefur far- ið í vetur. Á heimasíðu Blómavals eru leiðbeiningar um hvaða verk þarf að vinna þegar sumarið nálg- ast. Þar segir að matjurtabeð þurfi að stinga upp og gera tilbúin um leið og frost fer úr jörðu. Þegar vor- hret og næturfrost eru að mestu um garð gengin megi einnig fara að huga að því að taka til í blómabeð- um og runnabeðum en það borgi sig þó ekki að vera of snemma á ferðinni eða vera of vandvirkur. Önnur garðverk eru að yfirfara grasflötina og laga ójöfnur með sandi. Ef til vill þarf einnig að skera í burtu fífla og reyta burt sóleyjar og annað illgresi áður en það nær rót- festu. Þegar næturfrost eru úti má fara að planta í sumarblómabeð, svalakassa og tröppuker.  Það er þó einnig hægt að fá nokkrar teg- undir sumarblóma sem nota má til að skreyta garðinn með strax í apríl. Sem dæmi um slík blóm eru vorlyklar, stjúpur og fagurfífl- ar. Einnig megi kaupa ýmiss kon- ar sígræna barrviði til að nota í kerjaskreytingar.  Góður tími til að klippa og grisja trén er snemma á vorin, því þá sést greinabygging trjánna, eða áður en trén laufgast. E ld sn ey ti Algengt verð 268,3 kr. 265,3 kr. Algengt verð 268,1 kr. 265,2 kr. Algengt verð 268.0 kr. 265,0 kr. Algengt verð 268,3 kr. 265,3 kr. Algengt verð 269,9 kr. 265,3 kr. Melabraut 268,1 kr. 265,3 kr. Staurinn lagaður tafarlaust n Lofið fær Orkuveitan. „Ég hafði tekið eftir því nokkrum sinnum á göngu minni með dóttur mína á leið í skóla að einn ljósastaurinn á leiðinni var bilaður. Tengiboxið á honum var hálfopið og vírarnir nánast stóðu út úr honum og sköpuðu slysahættu ef einhverjir færu að fikta í þessu. Ég hringdi í þjónustudeildina hjá Orkuveitunni og talaði þar við einstaklega þægi- legan og kurteisan mann, Sævar að nafni. Hann lofaði að kíkja á málið og þakkaði ábendinguna. Mér varð litið út um gluggann korteri seinna, viðgerðarmaður var mættur og staurinn lagaður. Þetta fannst mér flott og til eftirbreytni.“ Vantaði hluta matar- ins á diskana n Lastið fær Laundromat. „Við fór- um tvö út að borða rétt eftir hádegi á Laundromat Café. Við pöntuðum helgarbröns og þegar við fengum matinn, fannst okkur hann ekki mikill en kipptum okkur ekki upp við það og borðuðum. Eftir smá umræðu um matinn ákváðum við að fá að sjá matseðilinn og at- huga hvort rétturinn ætti virkilega að vera svona. Þegar við höfðum litið á matseðilinn kom í ljós að það vantaði fjóra hluti á diskinn ásamt því að enginn heilsu- safi fylgdi honum eins og stóð í matseðlinum. Þegar við kölluðum í þjóninn benti hún okkur á að við hefðum betur sagt þetta strax, en bauðst samt til þess að láta okkur fá heilsusafann. Við fengum einungis 20 prósenta afslátt af matnum sem mér finnst heldur lélegt og það furðar mig að kokkarnir sem mat- reiða þarna geti ekki borið fram einfaldan bröns sem boðið er upp á hverja einustu helgi.“ DV hafði samband við Stein Einar Jónsson, rekstrarstjóra Laundro- mat, sem sagði: „Okkur þykir ótrú- lega leiðinlegt þegar svona kemur upp, þetta heyrir til undantekninga. Við framreiðum aftur á móti 400 brönsdiska á hverjum laugardegi og sunnudegi og erum í manna- breytingum í eldhúsi. Bendir ýmis- legt til að þau hafi í raun fengið minni útgáfu sem einnig er á mat- seðli. Ennfremur hefðu þau átt að fá matinn gefins í stað 20 prósenta afsláttar.“ SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Vor Það þarf að yfirfara garðinn eftir veturinn. n Mikill raki á íslenskum heimilum n Raki og mygla hafa mjög slæm heilsufarsleg áhrif Raki jafn hættuleguR og ReykingaR R aki í húsum er jafn skað- legur heilsunni og reyk- ingar að krabbameini und- anskildu. Þetta segir Jan Vilhelm Bakke, yfirlæknir og sérfræðingur í loftgæðum inn- andyra. Í doktorsritgerð sinni fjallar hann um skaðsemi raka í húsum og í samtali við Aftenposten seg- ir hann mikilvægt að taka á þessu vandamáli af alvöru. „Líti maður fram hjá hættunni á krabbameini má segja að raki í hýbýlum sé jafn hættulegur heilsunni og óbeinar reykingar en vegna rakans má sjá sömu tíðni öndunarfærasýkinga og ofnæmisviðbragða og vegna óbeinna reykinga,“ segir hann og á þá við berkjubólgu, langvinna lungnateppu, astma og önnur of- næmis- og öndunarfæravandamál. Hann vitnar í alþjóðlega rannsókn frá 2008 sem birtist í Journal of Epi- demiology & Community Health sem staðfestir þetta. Hefði mátt koma í veg fyrir sjúkdóma Hann bendir einnig á norska rann- sókn þar sem konur og börn voru rannsökuð með þetta í huga en á helmingi heimila þeirra fannst raki. „Ef raki er of mikill á 50 prósentum norskra heimila, hefur það í för með sér 50 prósenta aukningu á hættu á ofnæmi og öndunarfærasjúkdóm- um svo sem astma, berkjubólgu og lungateppu. Út frá niðurstöðunum áætla ég að það hefði mátt koma í veg fyrir um það bil 20 prósent af öllum astma- og öndunarfærasjúkdómum ef rakinn í húsunum hefði ekki verið til staðar,“ segir Bakke. Meiri raki í íslenskum húsum Mikið hefur verið rætt um raka í hús- um undanfarið hér á landi og nýver- ið var haldið málþing um byggingar, inniloft og heilsu, það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hingað til hefur verið rætt um vistvæna byggð, lýð- heilsu og skipulag, viðhald, nýbygg- ingar, steypuskemmdir og fleira en á síðustu árum hefur áhugi á heilsu og heilsueflingu aukist. Málþinginu var einmitt ætlað að tengja saman þessa þætti og fagstéttir sem hingað til hafa ekki átt mikil samskipti. Sérfræð- ingur frá Alþjóðaheilbrigðisstofn- uninni, WHO, Matthias Braubach kynnti þar alþjóðlega leiðarvísa um heilnæmt inniloft og heilsupillandi þætti eins og raka og myglu og önn- ur efni. Í fyrir lestri hans kom fram að hér á landi er meiri raki í hús- næði en hjá nágrannaþjóðum okkar og því ástæða til að skoða hvað ligg- ur að baki þar sem raki í húsnæði er heilsupillandi. Erum innandyra 90 prósent af tímanum Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræð- ingur og meistaranemi í lýðheilsu- vísindum, hefur látið sig málið varða undanfarin ár en hún rekur fyrirtækið Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Segir mikilvægt sé að loftgæði innandyra séu góð. „Mygla er eingöngu sýnileg í um það bil fimmtungi eða 16–20 prósentum tilvika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.