Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 18. apríl 2012 Miðvikudagur Hvernig líður þér í vinnunni? n Þú berð ábyrgð á því hvert starfsframinn stefnir F lest okkar hafa einhvern tím- ann unnið svo leiðinlega vinnu að við höfum ekki haft áhuga á að fara á fætur á morgnana og eyðum sunnudögum í að kvíða kom- andi vinnuviku. Slíkar tilfinningar eru skelfilegar og þess virði að koma í veg fyrir. Farðu að þessum ráðum svo þú eigir örugglega aldrei eftir að upplifa vinnuna á þennan máta. Áður en þú ferð í atvinnuleit skaltu vera með hæfileika þína á hreinu, hvaða væntingar þú hefur, hvar þú sérð sjálfan þig eftir fimm ár og hvers- lags vinnuumhverfi hentar þér best. Tileinkaðu þér jákvæðni: Sýndu samstarfsfólki þínu að það sé notalegt að umgangast þig. Brostu og horfðu á fólk sem þú mætir á göngunum. Ekki kvarta og kveina yfir öllu eða taka þátt í að slúðra um vinnufélagana. Þú berð ábyrgð á því hvert starfs- framinn þinn stefnir. Ef þér líkar illa í vinnunni skaltu leita að nýrri vinnu. Mundu að ræða við yfirmann þinn um stöðu verkefna þinna. Vertu viss um að þið séuð á sömu blaðsíðu. Ekki bíða alltaf eftir að yfirmaðurinn komi til þín. Ef þú tekur frumkvæði sýnir þú að þú ert traustur starfsmaður sem hef- ur raunverulegan áhuga á vinnunni. Ekki er síður mikilvægt að blanda geði við vinnufélagana utan vinnutíma. Stingtu upp á að þið haldið upp á af- mæli eða önnur sérstök tilefni. Skipu- legðu íþróttakeppni milli deilda. Árið 1998 gaf prófessor Robert Kelley út bók sína How to Be a Star at Work; 9 Breakthrough Strategies You Need to Succeed. Bókin er byggð upp eins og leiðarvísir en meginboðskapurinn er sá að til þess að verða góður starfsmaður þurfi ekki aðeins mikla mannkosti, heldur heilmikla vinnu og aga. Kelley prófaði aðferðir sínar í tvö ár og fyrir neðan er úrdráttur úr leiðarvísi hans. 1 Taktu frumkvæði Frumkvæði og skapandi hugsun eru mikilvægust allra eiginleika að mati Kelley. Að sjá út fyrir rammann, þora að koma með óvenjulegar og byltingar- kenndar hugmyndir sem gætu verið fyrirtækinu til góða. 2 Leitaðu þekkingar Vinnuumhverfi nútímans er flókið og breytist hratt, það krefst því kunnáttu á breiðu sviði. Best er að viðurkenna að þú getir ekki geymt alla þá kunnáttu sem þú þarft á að halda svo þú þarft að byggja upp gott tengslanet við sérfræðinga sem búa yfir verðmætri þekkingu sem þeir eru tilbúnir að deila. 3 Stjórnaðu – þér og öðrum Sjálfstjórn er jafnmikilvæg og það að stjórna öðrum. Stjörnustarfsmenn eru auðmjúkir, ábyrgðarfullir og hafa góða sjálfsþekkingu sem þeir nýta til að stjórna sjálfum sér og öðrum. 4 Virtu skoðanir annarra Opið hugarfar er mikilvægt. Stjörnu- starfsmenn hafa hæfileikann til þess að skoða öll mál frá sem flestum hliðum og virða önnur sjónarhorn en sín eigin. 5 Virtu yfirmanninn Virtu yfirmanninn – það mikið að þú sért samkvæm/ur þér og getir sagt skoðun þína umbúðalaust. Slík virðing þýðir að þú fylgir honum ekki í einu og öllu heldur hlustir og virðir en sért alltaf gagnrýninn á jákvæðum nótum og sjálfstæð/ur í vinnubrögðum. . 6 Gefðu þér stöðuhækkun Stjörnustarfsmenn gefa sér sjálfir stöðu- hækkun. Þótt þeir séu starfsmenn á plani þá taka þeir frumkvæði og ábyrgð út fyrir sitt valdsvið og fyrst og fremst veita þeir starfsfélögum sínum innblástur. 7 Vertu í liðinu Stjörnur hugsa sem svo: Hvað og hverja þarf til að gera þetta vel? Og jafnvel: Er ég nauðsynleg/ur? Þeir hugsa ávallt um heildina fremur en sig sjálfa og það hefur virkilega jákvæð áhrif á samstarfs- félagana sem fylkja sér ósjálfrátt að baki óeigingjarna stjörnustarfsmanninum. 8 Vertu góð/ur Þeir sem verða vinnustaðapólitíkinni að falli eru þeir sem taka þátt í henni. Svo einfalt er það. Ef þú skynjar valdatog- streitu, haltu þig frá henni. Ef einhver reynir að toga í þig – ekki toga á móti. 9 Sýndu og segðu frá Best metnu starfsmennirnir eru duglegir að deila hugmyndum sínum og sannfæra aðra um að taka þátt. Þeir eru góðir í að fá aðra til liðs við sig vegna þess að þeir hreyfa við fólki. 10 Skiptu um vinnu Stundum lenda stjörnur á röngum stað á röngum tíma, í röngu fyrirtæki með rangan yfirmann. Það er mikilvægt að hafa í huga að eyða ekki verðmætum tíma í vitleysu. Finndu gott fyrirtæki og yfirmann sem þú getur virt og sláðu í gegn einhvers staðar annars staðar. Svona slærðu í gegn 10 bestu störfin Það virðist bæði ábatasamt og gefandi að skapa eitthvað með notagildi af nákvæmni. Að minnsta kosti skora bæði stærð- fræðingar og iðjuþjálfar hátt á listanum. Aðeins neðar á listanum eru sjónfræðingar, talmeinafræðingar og einkaþjálfarar. En hvern grunaði að tryggingar og tannhirða væru jafn spennandi og listinn gefur til kynna? 1 Hugbúnaðarverkfræðingur 2 Tryggingastærðfræðingur 3 Starfsmannastjóri 4 Tannhirðir 5 Fjármálastjóri 6 Heyrnarfræðingur 7 Iðjuþjálfi 8 Netauglýsingastjóri 9 Kerfisfræðingur 10 Stærðfræðingur 10 verstu störfin Verstu störfin virðast eiga það sameiginlegt að boða váleg tíðindi. Skógarhöggsmaður þarf að eyða skógum og beita líkamlegu afli. Hermaður eyðir lífi og það gerir slátrarinn einnig. Fjölmiðlamenn lifa í hringiðu streitunnar og uppvaskarar, þjónar og álestrarmenn mega þola skammir og skít. Rétt ofar á listanum eru skóviðgerðamenn og fatahönnuðir. En hvern grunaði að mjólkurbændur væru jafn óánægðir með sinn hlut og þessi könnun virðist sýna? 200 Skógarhöggsmaður 199 Mjólkurbóndi 198 Hermaður 197 Starfsmaður á olíupalli 196 Blaðamaður 195 Þjónn 194 Álestrarmaður rafmagns 193 Uppvaskari 192 Slátrari 191 Sjónvarpsmaður Þetta eru bestu og verstu störfin n Best að hanna hugbúnað n Verst að vinna við skógarhögg V efsíðan careercast.com tekur á ári hverju saman lista yfir bestu og verstu störfin og miðar við fimm breytur er hafa áhrif á líðan: vinnuumhverfi, tekjur, streitu og vinnuöryggi. Við vinnslu listans eru notaður tölur frá ráðuneytum bandarískra stjórn- valda. 200 störfum er raðað á listann. Best þykir að starfa við hönnun hug- búnaðar en verst þykir að vinna við skógarhögg. Þau störf sem er að finna ofarlega á listanum eiga það sameiginlegt að almennt er vinnuumhverfi gott, laun há og streita lítil. Vinnuskilyrðin versna eftir því sem neðar dregur á listanum, streitan eykst, launin lækka og líkamlegt og andlegt álag verður meira og óvið- ráðanlegra. kristjana@dv.is Mjólkurbóndi Er það virkilega raunin að starf mjólkurbænda sé vanmetið og líklegt til vansældar? Tannhirða og tryggingar Hvern grunaði að þessi störf væru jafn gefandi og listinn gefur til kynna? Nr. 1 og nr. 200 Hugbúnaðarverk- fræðingar hafa það gott en skógar- höggsmenn hafa það víst ansi skítt. Það sem einkennir jákvæðan vinnustað n Þú sinnir vinnu sem þú hefur gaman af n Það er hlustað á hugmyndir þínar n Sköpunargleði þín fær að blómstra n Þér finnst þú vera vel metin/n n Hæfileikar þínir fá að njóta sín n Þér líkar vel við vinnufélagana n Yfirmaður þinn er aðgengilegur n Þú átt möguleika á að vaxa í starfi n Þú færð hrós fyrir vel unnin störf n Þú ert hluti af liðinu n Þú hlakkar til að mæta í vinnuna n Þú ert virt/ur n Þú ert glöð/glaður í vinnunni n Vinnan er skemmtileg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.